Morgunblaðið - 07.08.1999, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 07.08.1999, Qupperneq 44
44 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐA , Enn um ímyndanir HINN 6. júlí sl. ritaði ég bréf til Morgun- blaðsins þar sem ég benti Hrafnhildi Ýri Víglundsdóttur ferða- ráðgjafa á að hún skyldi ekki hafa áhyggjur af því að Herðubreiðarlindum og „stórum hluta há- lendisins" yrði sökkt undir vatn vegna virkj- ana. En hún hafði lýst *‘áhyggjum af því í bréfl til blaðsins 22. júní sl. í bréfí mínu kom fram að þótt raforkuvinnsla á Islandi yrði nær átt- fijlduð frá því sem hún var 1998 legði hún ekki hald á nema innan við 4% af miðhálendinu sem gæti með engu móti talist „stór hluti“. í grein í Morgunblaðinu 21. júlí sl. sýnist mér Hrafnhildur Ýr enn halda í hugmyndina um „stóran hluta“ og nú sem stóran hluta af grónu landi á miðhálendinu. Hún spyr: „Hvað mörg prósent hálendis- ins eru gróin svæði með fjölbreyttu ^dýralífi líkt og Eyjabakkasvæðið? ^Í5%? 20%? 25%? Eru 4% alls há- lendis ekki 25-35% af því svæði?“ Síðustu spurningunni er því til að svara að 4% af öllu miðhálendinu eru 27% af 15%, 20% af 20% þess og 16% af 25% þess. 25-35% koma hér ekkert við sögu. En allar þessar töl- ur eru út í hött vegna þess að í spumingunum er þegjandi gengið út frá því að öll 4% hálendisins sem fara undir virkjunarmannvirki séu gróin svæði. Væri ekki gengið út frá því væri samanburðurinn marklaus. S»En einungis um 30% þess lands sem mannvirkin leggja hald á er gróið land. Sú tala er allvel þekkt sökum þess að gróðurfar á virkjunarsvæð- um hefur verið miklu betur rann- sakað en á öðrum hlutum miðhá- lendisins. Því miður er þekking manna á gróðri miðhálendisins í heild mun lakari en á gróðri virkjunarsvæð- anna og mun lakari en nauðsyn ber til að hún sé. Ég hef orð mildls- metins sérfræðings, sem mikið hefur rann- sakað miðhálendið, fyr- ir því að milli 5 og 10% þess muni vera gróið land. Nákvæmar treystist hann ekki tO að tiltaka þetta hlutfall við núverandi þekk- ingu. Uns annað reyn- ist sannara skulum við því ganga út frá 7,5% sem besta fá- anlega mati á því hve stór hluti mið- hálendisins er gróinn. Þá er gróið land sem fer undir virkjunarmann- Orkunýting Skoðanaskipti um bestu nýtingu íslenskra orkulinda, segir Jakob Björnsson, verða að byggjast á bestu tiltækum upplýsingum, ________en ekki_________ fjarstæðukenndum hugarórum. virki í hlutfalli við allt gróið land á miðhálendinu. 4x30/7,5=16% Ég nenni ekki að þrátta við Hrafnhildi Ýri eða aðra um það, hvort 16% eru „stór hluti“ eða ekki. Ég eftirlæt lesandanum að meta það sjálfur. Aðeins vil ég benda á að seint myndi viðhorf sem skoðana- kannanir sýndu að 16% þjóðarinnar aðhylltust, vera talið stutt af „stór- um hluta“ landsmanna. í stuttu máli: Nær áttföldun raf- orkuvinnslu á íslandi frá 1998 legg- ur hald á innan við 4% af miðhá- lendinu í heild og samkvæmt því sem nú er best vitað á innan við 16% af þeim hluta þess sem gróinn er. Það er svo matsatriði hvort skipth' meira máli: Hlutfallið af heildinni eða hlutfallið af grónu landi. Því margir telja hinar rómuðu dásemdir miðhálendisins ekki síður vera fólgnar í auðninni en gróðrin- um. Hrafnhildur Ýr er síður en svo ein um að trúa því statt og stöðugt að stór hluti hálendisins fari undir virkjanir. Það sýna ljóslega eftirfar- andi tilvitnanir úr umræðum um þessi mál á undanfömum árum: „Pað er miðhálendi Islands sem stendur undir hinni sívaxandi ferða- mennsku. Það er einsýnt að það gerði það ekki, ef menn þurfa að stikla á hæðardrögum á milli jökul- lóna Landsvirkjunar. “ „Þessu landi má ekki breyta í eitt stórt uppistöðulón. “ „Er stóriðjan okkur virkilega svo nauðsynleg að við þurfum að eyði- leggja það sem eftir er af öræfum landsins til að gera hana að veru- leika?“ Ég hef ekkert við það að athuga að Hrafnhildur Ýr sé á öðru máli en ég um nýtingu íslensku orkulind- anna. Það er ekkert óeðlilegt að um það mál séu skiptar skoðanir. En geta menn ekki orðið sammála um að byggja þau skoðanaskipti á bestu tiltækum upplýsingum en ekki fjar- stæðukenndum hugarórum af því tagi sem tilvitnanimar hér að ofan bera vott um? Höfundur er verkfræðingur og fyrr- verandi orkumálastjóri. Jakob Björnsson Markaðsöfl og móðurmál . > NÚ ER mikil tækni- þróun og ör og við Is- lendingar megum alls ekki fljóta sofandi að feigðarósi þegar kemur að tungutækni í tölvun- um sem við notum. Ég efast ekki um að innan fárra ára munu verða algengar hér á landi tölvur sem hægt verður að tala við. Svo getur jafnvel farið að smám saman taki hið talaða orð við af ritmálinu. Þá væri komin upp skelfi- leg staða ef við gætum ekki unnið á móðurmál- _ inu okkar á þessi tæki. Pað væri álíka fáránlegt og að við gætum bara talað saman á ensku ef við þyrftum að nota símann! í grein eftir Heiðar Jón Hannes- Jóhann Guðni Reynisson son, og annarri eftir Rögnvald Ólafsson og Eirík Rögnvaldsson, sem birtust í 3. tbl. Tölvumála, tímariti Skýrslutæknifélags ís- lands, kemur vel fram hversu gífurlegt hags- munamál er hér um að ræða fyrir íslenska tölvunotendur og að ís- lensk tunga er lent í stórkostlegri vá. Heið- ar Jón segir t.d. að markaðshæfar lausnir séu að líta dagsins Ijós og þar er einnig bent á að ýmiss konar heimil- istæki munu verða undir sömu sökina seld. Eiríkur og Rögnvaldur telja höf- uðatriði að strax við framleiðslu búnaðar verði að taka sérstakt tillit til íslenskrar tungu. Já, það er höf- uðatriði og réttilega er bent á að slíkt kosti peninga en það sem verra er: „Sem stendur er markaður fyrir tungutækni á íslandi ekki nægilega stór til þess að hann geti staðið und- ir þeirri þróunarvinnu sem þarf til þess að tryggja stöðu íslenskrar tungu í upplýsingasamfélaginu.“ Greinarhöfundar binda vonir við að íslendingar muni vilja greiða fyrir íslenskuna í tölvunum hærra verð en aðrar fjölmennari þjóðir greiða fyrir varðveislu sinnar tungu, hér eftir sem hingað til. Ég tek undir slíkar væntingar en óttast þó mjög að önn- ur gæti orðið raunin ef við missum af fyrstu lest. Og við eigum alls ekki að hugsa um neina höfðatölu í þessu sam- hengi. Hér skulu grundvallaratriðin Tungutækni Við eigum og verðum, segir Jóhann Guðni Reynisson, að standa vörð um þessa verðmestu eign okkar íslendinga. gilda: Við erum framsækin, nýj- ungagjöm og vel menntuð þjóð sem aldrei má láta í minni pokann fyrir peningalegum hagsmunum þegar kemur að varðveislu íslenskrar tungu sem homsteins að virku sjálf- stæði íslenskrar þjóðar. Við eigum og verðum að standa vörð um þessa verðmestu eign okkar íslendinga. Því á íslenska tungu verður aldrei settur kvóti; hún er ekki og má aldrei verða framseljanleg söluvara örfárra einstaklínga í skiptum fyrir tækniþróun í heimsveldisstíl. Hún verður ekki metin til fjár. Því ber að fagna að íslensk stjórn- völd hafa beitt sér fyrir þýðingu helstu forrita Mierosoft en betur má ef duga skal. Þar er að vísu kominn grunnur til þess að byggja á nýja stórsókn í varðveislu íslenskunnar og við verðum að tryggja það með öllum ráðum að í tölvum framtíðar- innar standi íslenskan jafnfætis öðr- um tungumálum. Við verðum að berjast gegn því að markaðsöflin taki af okkur ráðin þegar móðurmál- ið okkar er annars vegar. Höfundur er B.A. f fslensku og fjöl- miðlafræði Ky nsj úkdómar, alnæmi og ótíma- bærar þunganir Hrefna H. Lydia Grímsdóttir Ellertsdóttir NÚ MEÐ haustinu fara læknanemar af stað með forvarnar- verkefni meðal fram- haldsskólanema í Reykjavík sem snýr að kynsjúkdómum, al- næmi og ótímabærum þungunum. Á hverju ári greinast um 930 einstaklingar á aldr- inum 15-24 ára með klamidyu, algengasta kynsjúkdóminn. Fjöldi ótímabærra þungana hérlendis er einnig mun meiri en í nágrannalöndum okk- ar. Markhópurinn eru framhalds- skólanemar á fyrsta eða öðru ári. Þetta er sá hópur sem líklegastur er til að smitast af kynsjúkdómum og/eða lenda í ótímabærum þung- unum. Stefnt er að því að lækna- nemar, fulltrúar beggja kynja fari saman í bekki (heimsæki hvern hóp tvisvar til þrisvar sinnum) og komi með jákvæða nálgun á jafn- ingjagrundvelli. Þannig verður notað hópefli, hlutverkaleikir, um- ræður og raunhæfar upplýsingar til að upplýsa unglingana og gera þeim grein fyrir hvemig megi forðast bæði kynsjúkdóma sem og ótímabærar þunganir. Rannsóknir hafa sýnt að fræðsla ein og sér er haldlítil í að breyta hegðun fólks. Vænlegra hefur þótt að reyna að hafa áhrif á samskipti og reyna að styrkja unglinga í að tjá sannfær- ingu sína, ekki síst ef þeir verða fyrir þrýstingi frá félögum og vin- um. Virðing, frelsi og val einstak- lingsins er undirtónn fræðslunnar. Fræðsluefni og nálgun verður sniðin að þörfum hvers hóps fyrir sig með áherslu á að tengja hana við fleiri þætti í lífi unglingsins. Sérstaklega misnotkun á áfengi og vímuefnum enda fylgir henni oft óábyrgt kynlíf. Þetta forvarnarstarf læknanema er unnið eftir norskri fyrirmynd þar sem 25 ára reynsla hefur feng- ist af forvörnum á sömu nótum og hér er stefnt að. Starfíð hefur skil- að ótvíræðum árangri og anna þeir læknanemar sem þar taka þátt í starfinu ekki eftirspurn eftir að heimsækja skólana. Þjálfun læknanemanna fer fram með vel skipulögðu þverfaglegu undirbún- ingsnámskeiði. Framkvæmd og skipulagning forvarnarstarfsins er að öllu leyti í höndum læknanema en allur undirbúningur er unninn í miklu samstarfi við læknadeild og er þar með unnið að því að þjálfun okkar verði sem faglegust. Þátt- taka í starfinu er áhugaverkefni, ekki er skylda að taka þátt og unn- ið er í sjálfboðavinnu. Hingað til hefur þátttaka ís- lenskra læknanema innan Al- þjóðasamtaka læknanema (IFMSA, International Feder- ation of Medical Students’ Associ- ations) einskorðast við stúdenta- skipti í gegnum IMSIC (Icelandic Medical Students’ International Committee). IMSIC er starfandi nefnd innan Félags læknanema. Með tilkomu internetsins og þar af leiðandi aukinna samskipta milli landa eru íslenskir lækna- nemar farnir að taka meiri þátt í því mikla og mikilvæga starfi sem Alþjóðasamtökin standa að. Ekki síst eftir að Björg Þorsteinsdóttir var forseti samtakanna 1998-1999. Forvarnarstarfið er fyrsta stóra verkefnið sem ís- lenskir læknanemar taka sér fyrir hendur innan IFMSA. Einnig eru íslenskir læknanem- ar þátttakendur í Grænlandsverk- efni sem norrænu læknanemasam- tökin standa nú fyrir og mun beita sér fyrir sams konar forvörnum á Grænlandi sumarið 2000. Islenskir læknanemar tóku þátt í undirbún- ingi þessa starfs á Norðurlanda- fundi alþjóðanefnda læknanema í apríl síðastliðnum. Næsti Norður- landafundur verður haldinn hér á íslandi í apríl á næsta ári og er forseti samtakanna í ár Brynja Forvarnir Með því að nota ungt fólk til að koma skilaboðum til unglinga, segja Hrefna Grímsdóttir og H. Lydia Eliertsddttir, fæst nálgun á öðrum grundvelli og þar með ______aukin vídd í forvarnirnar. Ragnarsdóttir 5. árs læknanemi. Þáttur í að fylgja forvarnar- starfinu eftir er að setja upp heimasíðu, gera plakat, bækling, póstkort og greinaskrif í skóla- blöðin. Einnig eru uppi hugmyndir um samstarf við Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir. Mögu- leikar á samstarfi eru með sem flestum aðOum, til dæmis Ungliða- hreyfingu Rauða krossins, Jafn- ingjafræðslunni, Hinu húsinu, skólahjúkrunarfræðingum o.s.frv. Allar hugmyndir og athugasemdir eru vel þegnar og sendist á póst- fang okkar, forvarnirEhot- maO.com. Með því að nota ungt fólk til að koma skilaboðum til unglinga fæst nálgun á öðrum grundvelli og þar með aukin vídd í forvamimar. Læknanemar era fjölmennur, áhugasamur hópur sem er mikið til ónýttur til slíkra starfa eins og er. Fyrir læknanema á þátttaka í slíku forvarnarstarfi eftir að gera þá að betra starfsfólki heilbrigðis- geirans: Það mótar stefnuna til forvarna á jákvæðan hátt, þjálfar þá í samskiptum og færir hugann að því að lækningar snúast um andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði en ekki bara sjúklinga með alvarleg veikindi. Það em einkum þrír hópar sem sjá um um að fræða unglinga: Foreldrar, kennarar og svo samfélagið. Læknanemar hafa sterka samfé- lagsskyldu til að taka þátt í fræðslu og forvörnum, þeir hafa áhugann, þeir hafa þekkinguna, þeir era tilbúnir. Hrefna Grfmsdóttir er verkefnis- stjóri forvarnarstarfsins og H. Lydia Ellertsdóttir er gjaldkeri þess. Báðar eru nemendur við læknadeild Háskóla fslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.