Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 46
*46 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Vegna skrifa Aðal- steins Ingólfssonar EG HEF ekki lagt í vana minn að svara myndlistargagnrýni til þessa, en skrif Aðal- steins Ingólfsonar í DV 30. júlí sl. geta tæplega flokkast undir gagnrýni á myndlist- arverk sýningarinnar Samstaða - 61 listmál- ari í Listaskálanum í Hveragerðí. Það væri frekar hægt að flokka þessi skrif undir geð- vonskulegt aurkast manns, sem hefur tek- ið að sér að verja stétt manna er ráða nú ríkj- um á flestum sviðum Einar Hákonarson íslenskrar myndlistar, þar sem op- inbert fé kemur við sögu. Reyndar hefur Aðalsteinn verið seinheppinn á ferli sínum sem list- sagnfræðingur, þegar komið hefur að stöðuveitingum innan hópsins, ^en þar hefur slagurinn oft verið harður þegar fræðingarnir berjast um bitana. Það virðist hafa farið mjög í taugarnar á Aðalsteini sú mikla samstaða listmálaranna, er stóðu að sýningunni. Þetta hefur hvorki hann né ég upplifað fyrr, enda er honum mjög í mun að sundra þess- ari samstöðu og notar til þess ýmis meðöl, svo sem hrein ósannindi, hann þrýtur rök og grípur þá til uppnefninga, dregur inn látið fólk, ^o.s.frv. En því er maðurinn svona ^reiður, því fagnar hann ekki þess- ari samstöðu og ekki er hann beint ánægður með tilkomu Listaskál- ans í Hveragerði, sem flest allir sem þangað hafa komið lýsa yfir að sé einstaklega vel heppnuð bygging og til mikils sóma fyrir ís- lenskt listalíf. Jú ástæðan er, virð- ist í fyrstu vera nokkur formáls- orð, sem ég skrifaði undir eigin nafni í boðskort sýningarinnar, þar sem ég set fram í fáum dráttum ástæður þess að ég réðst í þá framkvæmd að reisa Listaskálann í Hveragerði. Formálinn fylgir hér með ef blaðið vill birta hann óstyttan. - v Aðalsteini hefði verið í lófa lagið að leita sér áreiðanlegri upplýsinga um tilurð sýningarinnar, en sá skáldskapur, er hann birtir í grein sinni. Ef þetta eru vinnubrögð list- sagnfræðinga yfirleitt í umfjöllun sinni um íslenska myndlist gef ég ekkert fyrir hana. Eg man ekki eftir því að hafa nokkurn tíma sett upp sýningar með Aðal- steini eða starfsbræðr- um hans. Ég hef aftur á móti sjaldan skorast undan ef til mín hefur verið leitað um aðstoð og ráð sögulegs eða tæknilegs eðlis við ein- staka sýningar, síðast við yfirlitssýningu á grafík Braga Ásgeirs- sonar í Listasafni fs- lands, sem Aðalsteinn hafði umsjón með. Fyrir allmörgum árum skrifaði ég greinar þar sem ég varaði eindreg- ið við þeirri þróun að veita list- sagnfræðingum algjört vald í mál- efnum myndlistar á íslandi. ís- lenskt þjóðfélag hefur verið því marki brennt undanfarin ár að á engum sé mark takandi nema að viðkomandi hafi orðið fræðingur í starfsheiti sínu. Er svo komið að almenn umræða í þjóðfélaginu ein- skorðast nær eingöngu við menn með þetta starfsheiti, nánast á hvaða sviði sem er. Enda eru þeir iðnir við að telja fólki trú um að enginn hafi vit né rétta skoðun til að geta fjallað um, svo skipti máli. Það er svo auðvelt að henda vandamálum í fræðingana og nán- ast panta fyrirfram gefna niður- stöðu. En víkjum aftur að listsagnfræð- ingum, sem aldrei kalla sig annað en listfræðinga til að villa um fyrir fólki. Hvað er það sem gerir þá hæfari til þess að fjalla um listir líðandi stundar en aðra? Hvað er það í þeirra menntun sem gerir þá hæfari til að segja til um hvað sé list og hvað ekki? Seinni spurning- unni er fljótsvarað, ekkert, því ef við gætum svarað því svo óhyggj- andi sé væri engin list til. Sumir fræðingar hafa meir að segja hróp- að að málverkið sé dautt, hvílík firra, þetta 30 þúsund ára fyrir- bæri mannsins að tjá sig mun lifa áfram svo lengi sem mannskepnan dregur andann. Menntun listsagn- fræðinga er fyrst og fremst evr- ópsk myndlistarsaga, þeir læra í skólum ekkert um íslenska mynd- listarsögu. Fræg er sagan af Aðal- á sunnudögum kl. 14:00. alla aðra daea kl 10:00. Nánari upplýsingai og bókanir ifastarferðir: Upplýsingamiðstöö Hafnarffarðar 1Í565 0661 Húni II - Hafnarfjörður Sími 894-1388. Einnig sérferðir fyrir hópa. á sunnudögum kl. 14:00. alla aðra daea kl. 10:00. Nánari upplpingar og bókanfr t fastar feröir: Upplýsingamiðstöð Hafnarffarðar f3r565 0661 Húni II - Hafnarfjörður Sími 894-1388. Einnig sérferðir fyrir hópa. Myndlistargagnrýni Það virðist hafa farið mjög í taugarnar á Aðalsteini, segir Einar Hákonarson, sú mikla samstaða iistmálar- anna, er stóðu að _____sýningunni._____ steini Ingólfssyni, þá nýkomnum úr námi frá Englandi, að hann hafði ekki hugmynd um hver Snorri Arinbjarnar var eða Þor- valdur Skúlason. Aðalsteinn býsnast heilmikið yfir því að ég skyldi ekki leita til fræðinga áður en ég tók ákvörðun um að reisa Listaskálann í Hveragerði. Svo sannarlega gerði ég það, ég hafði bæði samband við Listasafn ís- lands og Kjarvalsstaði um aðsókn- artölur og fékk þær uppgefnar. Lánveitendur könnuðu þessar töl- ur einnig, en þrátt fyrir að þær væru helmingaðar í áætlunum fyr- ir Listaskálann, reyndust þær kol- rangar. Ég hef einnig heimildir fyrir því að þegar þessar tölur um aðsókn voru bornar á borð fyrir ráðamenn, hafi verið lagt til að selja inn á báða staðina, það^ væri góð búbót til rekstrarins. í ljós komu þær staðreyndir að aðsókn- artölurnar voru stórýktar af for- stöðumönnunum til þess að koma betur út í augum yfirboðara sinna og almennings. Listasafh íslands, Kjarvalsstaðir, Listasafn Kópa- vogs, Hafnarborg, Nýlistasafnið, Listasafh Arnessýslu, Listasafn Sigurjóns Ólafssonar og Listasafn Akureyrar, allir þessir staðir eru reknir af opinberu fé og stjórnað af listsagnfræðingum eða hálflist- sagnfræðingum, sem vilja helst að listamenn séu þægir verkamenn í kálgarði þeirra. Svo langt hefur þetta gengið að ungir listamenn eru farnir að aðlaga sig sjónarmið- um þeirra til þess að eiga einhverja von um að komast á framfæri. Is- lensk listasaga skráist af innkaup- um þessara aðila, enda hefur hún verið vitlaust skráð nú um árabil. Aðalsteini væri nær að stunda fag- legri vinnubrögð en að sletta auri að myndlistarmönnum, eins og hann stundaði árum saman hér áð- ur fyrr í DV og virðist vera tekinn upp á aftur, þegar fokið er í flest skjól um stöðuveitingu honum til handa. Það er skelfileg tilhugsun fyrir íslenska myndlist ef það reyn- ist rétt, sem kom fram í viðtali við einn fræðinginn á Listasafni ís- lands, Ólaf Gíslason. Þar er hann spurður um framtíð listasafna í út- varpsþættinum Víðsjá í vetur. Skoðun hans var sú að helsti vandi listasafna í framtíðinni væri sá að listaverk hætta að verða hlutir, en yrðu í staðinn uppákomur ýmis- konar sem kæmu og færu, eitt alls- herjar leikhús. Myndlistin yrði ekki til í þeirri meiningu sem við höfum haft um hana hingað til. Það var gegn þessum heimsendaskoð- unum og ofríki listsagnfræðinga sem ég kostaði öllu til við byggingu Listaskálans í Hveragerði. Nú þeg- ar syrtir í álinn með rekstur hans þykir Aðalsteini Ingólfssyni við hæfi að sparka í hræið og fagna, ég vona að þau fagnaðarlæti endist ekki og bæði sunnlensk yfirvöld og ríki komi til svo Listaskálinn í Hveragerði verði sú miðstöð lista og menningarlífs sem að var stefnt í upphafi. Höfundw er Hstmálari. ISLENSKT MAL Gísli Konráðsson bað mig að minnast enn á ranga notkun götu- nafna hér á Akureyri, þeirra sem enda á gerði. Orðið gerði er hvor- ugkyns, og því búa menn í Akur- gerðinu, Grundargerðinu o.s.frv. Eg veit ekki til þess að Reykvík- ingar fiaski á þessu, og verður að ætlast til þess af okkur Akureyr- ingum að við kunnum rétt að fara með götuheiti. Það eru ósköp að heyra menn segja „í Akurgerð- inni" og „í Grundargerðinni" og er sú „gerð" þó tiltölulega saklaus hjá þeirri stórbrotnu starfsemi sem við sjáum fyrir okkur, þegar við heyrum sagt að einhver sé í „Klettagerðinni". Kveðum nú nið- ur þessa kynvillu. Gerði er hvor- ugkyns, það gerðið, og menn búa í Klettagerðinu, ekki „Klettagerð- inni" eða í „Hraungerðinni". Þá ræddum við nafnarnir nokk- uð um orðið banvænn, því að það hefur, eða kannski fremur, hafði, tvenns konar merkingu. Það gat merkt dauðvona, en slíkt er nú í Orðabók Menningarsjóðs talið fyrnt mál. Dauðvona er raunar bein „þýðing" á banvænn í þessari merkingu, því að bani er sama og dauði og vona í dauðvona náskylt vænn og vænting. En það merkir líka skaðvænlegur. Báðar merkingar orðsins ban- vænn eru ævagamlar. Johan Fritzner þýðir á dönsku: 1) som ser ud for at være döden nær og vitnar í Flateyjarbök, og 2) som ser ud til at skulle volde en död, og vitnar í Sturlungu og Stokk- hólms hómilíubók. Eitur er ban- vænt. • Og þá er hér bréf frá vildarvini þáttarins og móðurmálsins, og eru ekki ellimörkin á, þótt hann segist verða orðinn slitinn: „Kær heilsan, Gísli Jónsson. Þökk fyrir allt gamalt og gott. Nú ætla ég að pára þér nokkrar línur í fyllstu merkingu orðsins; kann ekki á tölvu og Erika mín (ritvél) gömul og slitin eins og eigandinn. Nú leiða menn flokka sína (jafn- vel ófædda). Áður fyrr voru for- menn flokka, oddvitar og foringj- ar. Vinur minn í Landeyjum sagði: „Foringi var Ólafur Thors." Betra en Ólafur leiði flokkinn! Mér virðist vera tíska að tala um að taka yfir, fara yfir í, þýða yfir á íslensku o.s.frv. N.N. tók yf- ir skuldirnar, fundur yfir í Sam- Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1017. þáttur komuhúsinu. [Innskot: Allt þetta „yfirtal" er harla óþarft og hvim- leitt.] Skip geta fengið „andlitslyft- ingu", var okkur tjáð í fjölmiðlum, og slys geta farið vel því í morg- unfrétt Rásar 1 var sagt frá slysi, en „það slasaðist enginn í slys- inu". Betur að svo yrði sem oftast. Nóg finnst mér um boltann í fjölmiðlum þó fréttamenn kasti honum ekM á milli sín („gef bolt- ann á fréttastofuna")... I Landeyjum sögðu menn áður fyrr: „farðu ekki óétinn", t.d. þeg- ar menn fóru að heiman án þess að hafa fengið sér bita. Þekkir umsjónarmaður svona tal úr Svarfaðardal? [Já, það finnst hon- um.] Ég var að lesa bók Ara Páls Kristinssonar um málfar fjöl- miðla. Þar segir: „Það verður að gefa hlustendum færi á að tileinka sér efnið með hóflegum hraða og í hæfilegum skömmtum." Orð í tíma töluð! [Já, þetta er mikil afbragðsbók.] Vertu kært kvaddur. Haraldur Guðnason (úr Eyjum). [Kærar þakkir.] • Til voru í latínu orðin porta = (borgar)hlið og portus = höfn og síðan það borgarsvæði sem mynd- aðist við höfnina. Samkvæmt lög- málinu var latneskt p að f í ger- mönskum málum, og því er það, að þetta samsvarar ensku forth = áfram og fjarðarheitinu Forth. Fjarðarheiti, sagði ég, enda er þetta skylt fara og fjörður á ís- lensku. Nú fóru mörg orð framhjá lög- málinu, svokölluð tökuorð, og þannig fór um latnesku orðin sem í upphafi voru nefnd. Þess vegna eigum við orðið port sem t.d. merkir hlið, húsagarður eða jafn- vel kastali. En út frá karlkynsorð- inu portus eignuðumst við töku- orð, komið í gegnum ensku, port, sem merkti borg eða kaupstaður. Þetta er nú kallað gamalt mál eða úrelt. Lauslátar konur fóru gjarna á þá staði sem Englendingar nefna port, og fyrir vikið fengu þær nafnið portcwen. Það varð auð- veldlega portkona á íslensku og merkir þá ekki endilega að konan hafi verið í hliðum, heldur miklu frekar í hafnarborgum, þar sem von var þurfandi sjómanna. En orðið portkona tók að merkja sama og hóra eða vændiskona. Frá því er að segja, að á ofan- verðum dögum Halldórs Kiljans Laxness var portkona ekki tíðhaft orð. I elli sinni dvaldist hann í sæmd og æru á Reykjalundi, og einn sunnudag vinnur honum beina ung kona, í pilsum varla nið- ur á þykkvalær og í opinskárri blússu. Verður þá öldunginum að orði: „Fyrirgefið þér fröken, eruð þér portkona?" Frammistöðu- stúlkan rýkur fram í eldhús, rétt eins og bitin væri af sel, og spyr matseljuna, lífsreynda og ráð- setta: „Hvað þýðir þetta prð port- kona? Karlinn sem fékk Oskarinn, sagði þetta við mig." Ráðskonan skýrði orð Nóbelskáldsins vand- lega fyrir hinni ófróðu stúlku. • Fundið í vasa síðan einhvern tíma: 1) Alþjóðlegi gróðureyðingar- dagurinn er í dag. 2) Okkur náðist að bjarga næstu húsum. 3) Hundarnir voru fæddir á öðr- um hundum. 4) Upplýsingar vinsamlegast beðnar að koma til lögreglunnar. 5) Eg er ekki undir handraða hans. 6) Fjölmiðlar ætla að fjöl- menna. 7) An þess að rúa peningamark- aðinn trausti. Athugasemdir umsjónarmanns: Mikill munur er á merkingu orð- anna handraði og handarjaðar. Menn geta verið undir handar- jaðri einhvers, ef þeir eru í skjóli hans. Þótt umsjónarmanni þyki sagnmyndin rúa leiðinleg, er hún notuð í sta'ð rýja í sumum lands- hlutum. Nafntogaður kennari sagði að á sínum tíma hefðu verið fjölmennir öskuhaugar í Svíþjóð. • Hlymrekur handan kvað: „Halló, ég sýp allt og svelgi, settu nýtt vín á gamla belgi, - þú veist hver ég er? eru vomur á þér? - þetta er Verslunarmanna-Helgi." • Auk þess fær DV stig fyrir orð- ið afgreiðslutími á tveimur áber- andi stöðum 26. júlí. En umsjón- armaður setti skakkt númer á síð- asta þátt. Átti að vera 1016. Safn- arar eru beðnir að lagfæra þetta og virða á betri veg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.