Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 48
"^8 LAUGARDAGUR 7. AGUST 1999 MORGUNBLAÐIÐ + ' UMRÆÐAN Bálfarir í hálfa öld HINN 31. júlí 1998 voru fimmtíu ár liðin frá því er fyrsta líkbrennsl- an var framkvæmd hér á landi. Þegar 40 ára afmælis Bálstofunnar var minnst, gegndi ég starfi for- stjóra Kirkjugarða Reykjavíkur- prófastsdæma og hafði blaðamaður Morgunblaðsins viðtal við mig í til- efni þeirra tímamóta. Fram kom í viðtalinu, að árið áður (1987) hefðu látist rúmlega 1700 manns á ís- landi og af þeim hefðu 124 verið brenndir eða nálægt 7%. Væri hins "^&gar ReykjavQcurprófastsdæmi, þ.e. Reykjavík, Kópavogur og Sel- tjarnarnes tekin sérstaklega, reyndist brennsluhlutfallið um 10 af hundraði á því svæði. Okkur sem aðhyllumst bálfarir hefir fundist þróun þessara mála vera of hæg- fara, en sé litið til baka í dag kem- ur í ljós að þónokkur aukning hefur átt sér stað sl. áratug. Samkvæmt upplýsingum í fróðlegu riti sem Kirkjugarðar Reykjavíkurpró- fastsdæma gáfu út í október 1997, sérstaklega tileinkað bálförum, voru þær 1996 komnar í 17% í pró- fastsdæminu en 11% á landsvísu. Skv. þessum upplýsingum hefir um ^0% aukning orðið á líkbrennslu á ca. 10 árum á landsvísu, en um 70% aukning á höfuðborgarsvæðinu. Sé litið til síðustu tveggja ára er aug- ljóst að þessi þróun hefir haldið áfram og vonandi verður svo í framtíðinni. Sá mikli munur sem fram kemur á tíðni bálfara eftir landshlutum er eðlilegur í Ijósi þess að eina Bál- stofa landsins er í Fossvogskirkju í Reykjavík. Það er þónokkuð um- stang sem fylgir því að senda lík- __kistu utan af landi til brennslu. Sú *Br líka raunin erlendis, að brennsla er miklu tíðari í borgum og bæjum, sem bjóða upp á þessa þjónustu. Það mun væntanlega líða langur tími þar til brennsluofnar verða settir upp úti á landi, sökum gífurlegs kostn- aðar vegna krafna um mengunarvarnarbún- að. Um ófyrirsjáan- lega framtíð verður aðeins um þessa þjón- ustu að ræða á höfuð- borgarsvæðinu og brýnt er að hún nýtist í ríkara mæli öilum íbúum þessa lands jafnt og á sama verði, án tillits til búsetu. Kappkosta verður að halda í lágmarki öllum kostnaði við líkbrennsluna sem og aðra útfararþjónustu. Eins og fram hefir komið hér að framan er stöðug aukning bálfara og örari þróun nú síðasta áratug en áður. Engu að síður erum við eftirbátar flestra þeirra þjóða, sem við viljum r gjarnan bera okkur saman við. í Svíþjóð og Danmörku er líkbrennsla að verða 70% á landsvísu, í Noregi yfir 30% og Finnlandi 20-25%. Um alla Evr- ópu er kistubrennsla að vinna á og lönd þar sem katólsk trú er ráð- andi hafa sótt á, eftir að páfinn afnam bann við brennslu. Tals- menn kistubrennslu benda gjarn- an á ýmsa kosti, sem þeir telja vera fylgjandi brennslunni. Þegar bálfarir hófust í Evrópu fyrir 120 árum voru heilbrigðissjónarmið og umhverfissjónarmið á oddinum hjá þeim forvígismönnum sem ráku áróður fyrir líkbrennslu. Þegar við íslendingar fimmtíu árum síðar fórum að sýna áhuga á bálförum voru svipuð sjónarmið ríkjandi hjá aðalhvatamönnum þessa nýja sið- Ásbjörn Björnsson ar. Lög um lík- brennslu eru fyrst samþykkt á Alþingi árið 1915, en Bálfarar- félag íslands er ekki stofnað fyrr en 1934. Formaður þess, dr. Gunnlaugur Claessen, hafði árum saman ver- ið ötull baráttumaður fyrir stofnun bálstofu í Reykjavík og fremstur í flokki þeirra forvígis- manna, sem börðust fyrir því að fræða al- menning um nauðsyn þess að koma á lík- brennslu. Auk umhverfis- og hollustusjónarmiða, sem ennþá eru í fullu gildi þegar rætt er um bálfarir, vil ég leggja sérstaklega Bálfarir Um 50% aukning hefur orðið á líkbrennslu á 10 árum á landsvísu, segir Asbjörn Björnsson, en um 70% aukning á höfuðborgarsvæðinu. áherslu á þann þátt sem víða er- lendis vegur mjög þungt en það er skortur á landrými fyrir kirkju- garða. í Japan, sem er með þétt- býlli löndum, er talinn svo sjálf- sagður hlutur að brenna lík, að þar er aðeins 1 af hverjum eitthundrað, sem grafinn er í Mstu. Þessi þátt- ur, skortur á landrými, er mjög hvetjandi í stærri borgum enda er það svo að fjölmennar borgir í Skandinavíu og annars staðar í Evrópu skera sig úr hvað varðar brennsluhlutfallið. Er það víða komið yfir 90%. Nú kunna þeir, sem af einhverj- um ástæðum eru andvígir lík- brennslu, að halda því fram að landrými sé nóg á íslandi og verði um ófyrirsjáanlega framtíð. Því er til að svara að land undir kirkju- garða liggur ekki allsstaðar á lausu, t.d. í næsta nágrenni Reykjavíkur. Má benda á að af því landi sem Reykjavíkurborg úthlut- aði í landi Gufuness á áttunda ára- tugnum reyndist verulegur hluti ónothæfur vegna ónógrar grafar- dýptar. Og þegar ákvörðun var tekin fyrir nokkrum árum um gerð nýs kirkjugarðs í landi Kópavogs, var hreint ekki hlaupið að því að finna heppilegt svæði sem upp- fyllti kröfurnar. Leirdalurinn varð fyrir valinu og til þess að uppfylla kröfur um næga grafardýpt hefur nú um margra ára skeið verið flutt mold úr húsgrunnum á næstu byggingarsvæðum úr Smára- hvammslandi í væntanlegan kirkjugarð. Þótt ekki væri nema af þeirri ástæðu einni saman að sí- fellt færri svæði eru fáanleg undir kirkjugarða, er full ástæða til að nýta landið betur með því að leggja aukna áherslu á að fólk velji brennslu í stað kistugreftrunar. Auk þess sem duftkersreitur er aðeins um sjötti hluti að ummáli, miðað við kistugröf, er annar kost- ur við duftreiti ekki síður mikil- vægur, að grafardýpt er svo lítil að ekkert vandamál er að finna hent- ug grafarsvæði. Sérstakur graf- reitur fyrir duftker hefir frá upp- hafi verið í Fossvogi, sunnan kapellunnar. I Gufuneskirkjugarði er nú sérstakt svæði ætlað fyrir duftker. Þess má geta að leyfilegt er að grafa duftker í leiði látinna ástvina og er talsvert tíðkað. Eðlilega ríkir nokkur fákunnátta hjá fólki um flest er lýtur að bálförum. Gætir oft ýmiskonar misskilnings og van- þekkingar, þegar þessi mál ber á góma. Því er full ástæða til að benda þeim sem vilja fræðast um þessi mál á ágætan og ítarlegan upplýsingabækling Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, sem til var vitnað í upphafi þessarar grein- ar. Smárit þetta, sem heitir Bálför, er fáanlegt á skrifstofu Kirkju- garðanna í Fossvogi sem sendir það endurgjaldslaust til þeirra er þess óska. Hjá útfararstofum er einnig hægt að fá upplýsingar um bálfarir. Einnig er hægt að fræðast um þessi mál með því að fara inn á heimasíðu Kirkjugarðanna: http://wvw.kirkjugardar.is Að lokum þetta: Þar sem ég veit að fjölmargir hafa áhuga á þessum málum en skortir þekkingu til að gera upp hug sinn, hvort velja skuli brennslu eða hefðbundna kistu- greftrun, hvet ég alla til að kynna sér málin. Verði sú athugun til þess að sannfæra viðkomandi um kosti bálfarar, hvet ég hann til að láta vita um þá ákvörðun sína, að hann óski brennslu að lokinni jarðvist sinni. Nauðsynlegt er að nánustu ætt- ingjar eða venslafólk viti um þessa ákvörðun en öruggasta leiðin til að farið sé að vilja hvers og eins í þessum efnum er að staðfesta hann á þar til gerðum eyðublöðum eða skrá í tölvu Kirkjugarða Reykja- víkurprófastsdæma. Þannig er hægt að koma í veg fyrir efa og misskilning sem oft vill verða, þeg- ar stóra stundin rennur upp. Það er skýlaus réttur hvers einstak- lings að velja á milli líkbrennslu og kistugreftrunar. Það er samt svo að skv. lögum skal hver sá er ekki hefir óskað annars hljóta kistu-. greftrun. Höfundur er fyrrverandi forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis. l BRIDS Arnðr G. Ragnarsson Sumarbrids 1999 FIMMTUDAGINN 29. júlí var spil- aður mitchell tvímenningur með þátttöku 18 para. Spilaðar voru 9 umferðir með 3 spilum á milli para. Meðalskor var 216 og efstu pör voru: NS Alfreð Kristjánss. - Sæmundur Björnss. 263 Björn Dúason - Jón Stefánsson 243 • ^Wf\ Bj. Gunnarss. - Valdimar Sveinss. 242 AV Daníel Sigurðss. - Kristinn Karlss. 285 Vilhjálmur Sigurðss. - Erlendur Jónss. 227 Kristinn Ólafss. - Sigurður Kristjánss. 218 Daníel og Rristinn drógu sér mat hjá Kebabhúsinu úr Heitasta pottin- um og Alfreð og Sæmundur tvær frí- spólur hjá Grensásvídeó. Föstudaginn 30. júlí var spilaður Howell tvímenningur með þátttöku 14 para. Spilaðar voru 13 umferðir með 2 spilum á milli para. Meðalskor var 156 og efstu pör voru: Hermann Friðrikss. - Sigurjón Tryggvas. 193 Gylfi Baldurss. - Sigurbjörn Haraldss. 168 Vilhjálmur Sigurðss. - Guðrún Jóhannesd. 166 Eyþór Hauksson - Helgi Samúelsson 166 Baldur Bjarmars - Alfreð Kristjánsson 165 ^•t Hermann og Sigurjón nældu sér í drátt úr Ferðapotti Samvinnu- ferða/Landsýnar með því að draga spaða K úr Heitasta pottinum. c t5 1*% HELLUSTEVPA J VI Vagnhöfða 17 ¦¦ 112 Reykjavík 3 Sími: 587 2222 ¦h Fax: 587 2223 M Geriö verðsamanburð Tölvupóstur: sala@hBllusteypa.is 6 sveitir tóku svo þátt í Miðnætur- sveitarkeppnisútslætti. Sveit Gylfa Baldurssonar sigraði sveit Eyþórs Haukssonar í úrslitaleik 34-11. Með Gylfa spiluðu Erlendur Jónsson, Vil- hjálmur Sigurðsson jr. og Guðrún Jóhannesdóttir. Sveitarfélagar Ey- þórs voru Helgi Samúelsson, Friðrik Jónsson og Árni Hannesson. Sunnudaginn 1. ágúst var spilaður Monrad barómeter með þátttöku 16 para. Spilaðar voru 7 umferðir með 4 spilum á milli para. Efstu pör voru: Guðlaugur Bessason - Kristinn Karlsson +55 GylfiBaldursson-SigurbjörnHaraldsson +27 GuðrúnJóhannesd.-VilhjálmurSigurðss. +24 Guðmundur Karlsson - Kristján Jónason +24 JónaMagnúsd.-JóhannaSigurjónsd. +21 Guðlaugur og Kristinn drógu sér 2x fría vídeóspólu og ís hjá Skalla í Hafnarfirði úr Heitasta pottinum. Sjö sveitir tóku þátt í Miðnætur- sveitarkeppnisútslætti og til úrslita spiluðu sveitir Gísla Steingrímssonar og Sturla Snæbjörnssonar. Sveit Gísla sigraði 24-3. Með Gísla spiluðu Sigurður Steingrímsson, Jón Stef- ánsson og Björn Dúason. Sveitarfé- lagar Sturlu voru Ormarr Snæ- björnsson, Guðmundur Karlsson og Kristján Jónasson. Jón Stefánsson er kominn með góða stöðu í Bronsstigameistara Sumarbridsins. Staða 10 efstu manna í bronsstig- um 31. júl/ er þessi: 1. Jón Stefánsson 503 2. Guðlaugur Sveinsson 437 3. Erlendur Jónsson 400 4. Kristinn Karlsson 375 5. VilhjálmurSigurðssonjr. 344 6. Gylfi Baldursson 343 7. Jón Viðar Jónmundsson 313 8. Torfi Asgeirsson 255 9. Baldur Bjartmarsson 216 10. Guðmundur Baldursson 177 Sumarbridge 1999 er spilaður 6 daga vikunnar, alla daga nema laug- ardaga. Spilamennska byrjar alltaf kl. 19:00. Spilaðir eru Mitchell tví- menningar með forgefnum spilum, nema á miðvikudögum og sunnudög- um en þá er spilaður Monrad Baró- meter og pörum gefinn kostur á að taka þátt í Verðlaunapotti. Eftir að tvímenningnum lýkur á föstudögum er spilað Miðnæturútsláttarsveita- keppni og kostar 100 kr. á mann hver umferð. Einnig er spiluð sveita- keppni alla daga fyrir frídaga ef þátttaka næst. Allir spilarar er vel- komnir í sumarstemmninguna í Sumarbridge 1999. Spilarar sem eru 20 ára og yngri spila frítt í boði Bridgesambands íslands. Umsjónar- maður Sumarbridge 1999 er Sveinn Rúnar Eiríksson í umboði Bridge- sambands íslands. Skoðanakúgun stjórnar Heimdallar? FRAMUNDAN eru formannskosningar í Sambandi ungra sjálf- stæðismanna og má búast við að mjótt verði á munum milli tveggja frambjóðenda, Jónasar Þórs Guðmundssonar og Sigurðar Kára Kri- stjánssonar. Báðir eru þeir mjög hæfir ein- staklingar og verður hver og einn að gera það upp við sig hvorn hann telur heppilegri í embættið. Einn af hornsteinum stefnu Sjálfstæðisflokksins er réttur hvers einstak- Rúna Malmquist lings til sjálfsákvörðunar og er hvers kyns skoðanakúgun eitur í beinum okkar sjálfstæðismanna. Formannskosningar Er ég verri sjálfstæðis- maður, spyr Rúna Malmquist, af því að ég hef aðra skoðun á því en stjórn Heimdallar hver eigi að vera formaður SUS? Ég er félagi í Heimdalli, f.u.s. í Reykjavík, og sit í utanríkisnefnd SUS. Eftir samtöl við marga félags- menn að undanförnu hef ég veru- legar áhyggjur af því, að stjórn fé- lagsins muni við val á fulltrúum fyr- ir komandi SUS-þing útiloka þá félagsmenn sem ekki eru á sömu skoðun og stjórnin um hver eigi að vera næsti formaður SUS. Núver- andi stjórn Heimdallar hefur ekki farið dult með stuðning sinn við Sigurð Kára Kristjáns- son og ég óttast mjög að þeir fjölmörgu Heimdellingar, sem ætla að styðja Jónas Þór, verði útilokaðir frá þinginu. Fari stjórn HeimdaUar því offari í þessu máli eins og mér sýnist öll teikn á lofti um, þá verða útilokaðir frá þinginu margir af virkustu félögum Heimdallar, af þeirri ástæðu einni, að þeirra hug- mynd um hver eigi að vera formað- ur SUS er stjórninni ekki þóknan- leg. Ef það er ekki skoðanakúgun, þá er skoðanakúgun ekki til! Ég hef hingað til staðið í þeirri trú að við val fulltrúa á SUS-þing eigi að taka tillit til allt annarra eig- inleika umsækjenda en skoðunar þeirra á formannsefnum. Er ég verri sjálfstæðismaður af því að ég hef aðra skoðun á því en stjórn Heimdallar hver eigi að vera for- maður SUS? Eg skora á stjórn Heimdallar að standa málefnalega að vali á fulltrú- um félagsins fyrir komandi SUS- þing og láta gjörðir sínar í þeim efn- um ekki lítillækka félagið og þær hugsjónir sem það stendur svo fast vörð um. Höfundur situr i utanrfkisnefnd SUS. ¦1 I I I 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.