Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 50
Í50 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ 4 MINNINGAR VILHELM KARL JENSEN + Vilhelm Karl Jensen, prent- ari, fæddist á Akur- eyri 29. mars 1920. Hann lést á F]jtírð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri að kvöldi 1. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Kjartan ís- fjörð Jensen, beyk- ir, f. 6. febrúar 1880, d. 1922 í Kaupmannahöfn, Jensens beykis á Eskifirði og k.h. Þórey Steinþórs- ddttir, f. 2. júlí 1892, frá Ein- hamri í Hörgárdal, d. 1981 á Akureyri, Þorsteinssonar bónda, Einhamri. Síðari maður Þóreyjar var Þórir Jónsson, málarameistari á Akureyri, d. 1964. Systkini Vilhelms eru Steinþór, kaupmaður á Akur- eyri, f. 1919; Baldur, forstjóri' í Það hallar sumri og djarfar fyrir nýrri öld þegar Vilhelm tengdafaðir minn er allur eftir rþung og langvinn veikindi. Rætur Vilhelms stóðu í umbyltingartímum fyrri hluta þessarar aldar. Hann bjó að lifandi sögnum um maka- laust erfiði í þraungbýli sveitanna og síðan eigin reynslu af sumarvist til fjölda ára í sveit að Gafli á MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.- is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úr- vinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar grein- ar um sama einstakling tak- markast við eina örk, A-4, mið- að við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Blóirvabwdin v/ Kossvogskirkjugai'S Stmu 554 0500 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands SuðurhUð 35 ? Sími 581 3300 Aítan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is Garðabæ, f. 1926; Kolbrún, húsmóðir í Hafnarfírði, f. 1929 og Magnús, fram- kvæmdastjóri á Akureyri, f. 1932. Hinn 31. desember 1957 kvæntist Vil- helm eftirlifandi eig- inkonu sinni, Jak- obínu Önnu Gunnars- dóttur, talsímaverði, f. 22. nóvember 1923, dóttir Gunnars Þórð- arsonar fiskmats- manns frá Höfða í Höfðahverfi, f. 1. apr- fl 1889, d. 13. október 1958 og k.h. Kristrúnar Þorsteinsdóttur, frá Finnastöðum sömu sveit, f. 29. nóvember 1889, d. 23. febrúar 1983. Bróðir Jakobínu var Þórð- ur Jónas, framkvæmdastjóri á Akureyri, f. 8. júní 1918, d. 21. nóvember 1996. Dætur Vilhelms og Jakobínu eru; 1) Þórey Marta, f. 21. maí 1958, bankamaður, gift fvari Sigurharðarsyni hár- skera og eiga þau Elvu Rún og Vilhelm Erni. 2) Edda Kristrún, f. 18. september 1961, þjóðfé- lagsfræðingur, gift Ólafi Jóns- syni dýralækni og eiga þau Gunnar Orra og Pétur Þorra. Vilhelm ðlst upp á Akureyri hjá móður sinni og stjúpa, en mörg sumur sem drengur var hann í vist að Gafli á Fljófslieio. Hann hóf prentnám í prent- smiðju Björns Jónssonar á Akureyri 1. febrúar 1936 og lauk þar námi 1. ágúst 1940 og vann þar alla sína starfsævi. Hann gerðist meðeigandi prent- smiðjunnar 1. apríl 1943 og allt fram til 1960 er hann losaði sinn hlut, en gerðist meðeig- andi að nýju nokkru síðar. Síð- ari árin rak hann einnig prent- verk á eigin vegum. Vilhelm sat lengi í slgórn hestamannafé- Iagsins Léttis á Akureyri og einnig um tíma í sljórn Hrossa- ræktarsambands Eyjafjarðar og Suður-Þingeyjarsýslu. Útför Vilhelms hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fljótsheiði og baráttu verkafólks hér á Akureyri á krepputímum. Tímar sem skópu honum skarpa og staðfasta lífssýn. Ekkert fékk hnik- að henni. Vilhelm gat því verði nokkuð harður í horn að taka þegar stjórnmál bar á góma. En það var stutt í brosið og ekki laust við að örlaði fyrir dálítilli stríðni. Hvorug- ur okkar gat þó látið hjá líða að ræða stjórnmál en oftar ræddum við aðra hluti. Hestar voru okkar sameiginlega áhugamál og þar fóru skoðanir okkar vel saman. Til fjölda ára hélt Vilhelm líka kindur og því bættust tímafrekar tómstundir oft við langan vinnudag, en stússið í kringum skepnurnar og heyskapur var honum mikil lífsfylling. Manni varð hlýtt í návist Vilhelms, hann var þannig gerður. Dagfarsprúður heimiiisfaðir og afi sem var svo mjög elskur að afabörnunum. Frá fyrstu stundu leið mér í húsi Vil- helms og Jakobínu eins og í föður- húsi. Síðustu árin voru Vilhelm erfið, en hann bar sig vel. Hann bjó yfir miklum lífsviija og seiglu. Hann þurfti mikla hjúkrun heima sem tengdamóðir annaðist. Þá er hér þökkuð sú góða aðstoð sem þau fengu frá heimahjúkruninni og eins hlýja og góða umönnun á Fjórð- ungssjúkrahúsinu og Kristnesspít- ala. I minningunni um Vilhelm situr mynd af manni sem var gott að eiga að. Hann var hlýr og vænn maður. Það er búið að stækka við hrossin í beitarhólfinu og taka strauminn af rafmagnsgirðingunni, þetta sumar- ið. Þannig vildi hann hafa það. Olafur Jónsson. Elsku afi minn er dáinn. Afi sem oft hafði veriðsvo veikur en alltaf komist áfram á sínum sterka vilja og þrautseigju. En þrátt fyrir allt gat hann ekki ráðið við það óum- flýjanlega; það getur heldur eng- inn, jafnvel ekki sá sem er eins sterkur og afi Villi. Við afi gerðum margt skemmti- legt saman og þeim stundum gleymi ég aldrei. Oft fórum við á Land Rovernum upp í hesthús eða að gera við girðingar og þá gleymdi maður sko aldeilis stund og stað. Þegar kom svo að því að ég fór að fara með á hestbak var það afi sem teymdi og passaði stelpuna sína og fram á síðasta dag gaf hann mér góð ráð í sambandi við hestana okk- ar og ég veit að þau munu koma að góðum notum. En það var ekki bara „fyrir ofan bæ" sem við skemmtum okkur, því það var líka alltaf gaman að koma í heimsókn til ömmu og afa. Þegar afi var með prentvélarnar í bílskúrnum í Beyki- lundinum fór ég oft þangað til að teikna myndir og horfa á afa vinna, stundum reyndi ég líka að hjálpa til og afi var alltaf þakklátur. Núna eru það allar góðu minningarnar sem ég á og mun aldrei gleyma sem hjálpa mér og styrkja í sorginni, því söknuðurinn er mikill. Ég bið Guð að passa afa og þakka honum um leið fyrir þær stundir sem ég fékk með honum. Elva Rún. Nú er afi minn farinn til himna og ég sakna hans sárt. Á morgn- ana þegar ég vakna hugsa ég um þig. Þú varst og ert besti afi sem að maður getur ímyndað sér því þó þú værir veikur hafðir þú alltaf tíma fyrir mig og þegar ég horfði á sjónvarpið komst þú og talaðir við strákinn hans afa og varst alltaf góður við mig. Þegar ég var lítill fórst þú með mig í bíltúr og gafst mér opalmola sem við kölluðum hestamola. Þó að þú sért farinn mun ég ávallt muna allt það góða sem við gerðum saman. Nú mun ég líka reyna að leggja mig fram í öllu svo þú verðir stoltur af mér uppi á himnum, elsku besti afi minn. Vilhelm Ernir. JONINA ÞÓRÐARDÓTTIR + Jónína Þórðar- ddttir, dvalar- heimilinu Hjalla- túni, Vík í Mýrdal, fæddist í Hæðar- garði hinn 3. júní 1911. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur hinn 24. júií síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þórður Þorláksson, f. 22.2. 1880, d. 17.11. 1968 og Ingi- björg Tómasdóttir, f. 10.6.1891, d. 7.10. 1937. Systur Jónínu eru Steinunn Þórðardóttir, f. 1.11. 1912, d. 20.9. 1984, Mar- grét Þórðardóttir, f. 7.1. 1916 og Sigríður Þórðardóttir, f. 18.1. 1923. Jónína giftist Matth- íasi Einarssyni, húsasmíða- meistara frá Þórisholti í Mýr- dal, f. 24.5. 1904, d. 3.1. 1999, árið 1935. Börn þeirra eru: 1) Ingibjörg Guðríður, f. 27.2. 1938, flug- freyja, býr með Matthíasi B. Sveins- syni. 2) Einar, f. 12.5. 1944, loft- skeytamaður, kvæntur Halldóru Svanbjörnsdóttur. Börn þeirra eru: Guðný Jóna, Svan- björn, Matthías og Einar Freyr. 3) Kol- brún, f. 8.11. 1948, verslunarmaður, gift Birni Sæmunds- syni. Synir þeirra eru: Matthías Jón, Sæmundur (látinn) og Ingi Már. Barna- börnin eru orðin 10. Jóna og Matthías bjuggu á Víkurbraut 20, Nausthamri, mestallan sinn búskap. Útför Jóiiii verður frá Víkur- kirkju í dag og hefst athðfnin klukkan 14. Nú kveðjum við elskulega ömmu okkar. Við trúum því að nú séu hún og afi saman enn á ný. Ekki varð viðskilnaður þeirra langur því ein- ungis hálft ár er liðið síðan afí kvaddi. Þrátt fyrir vissu okkar fyrir því að líðan ömmu sé betri en hún var síðustu ævimánuðina þá er sorgin og söknuðurinn alltaf til staðar. Við systkinin erum ævinlega þakklát fyrir stundirnar sem við áttum með ömmu í gegnum árin. Heimsóknirnar til ömmu og afa í Vík eru okkur ógleymanlegar en alltaf var tekið á móti okkur með út- breiddan faðminn og kærleiksbrosi. Alltaf sá amma til þess að vel færi um gesti sem komu, þrátt fyrir að hún hafi verið á árum áður í fullri vinnu á hótelinu í Vík sem var stein- snar frá heimilinu hennar þá kom hún og galdraði fram mat og kaffi- hlaðborð stundvíslega. Segja má að minningin um hlaðin veisluborð sé órjúfanlega tengd við ömmu, kökurnar sem hún virtist eiga á lager inni í búri, svo sem lag- kökurnar og formkökur af öllum Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. gerðum, voru bornar á borð jafn- harðan og gesti bar að garði. Hún eldaði oft fyrir okkur lunda og salt- aðan fýl sem við lærðum snemma vel að meta. En það var eins með matinn sem kökurnar að þetta var allt saman hið mesta góðgæti. Við minnumst hka skemmtilegra að- ferða ömmu við að koma í okkur minna spennandi mat. Hún lét okk- ur oft vita fyrir mat að í eftirmat væri bara hafragrautur og ekkert þýddi að spara pláss fyrir eitthvað meira spennandi en það. Við vorum hins vegar fTjót að finna út að hafra- grautur hjá ömmu þýddi ís og ávextir, og alltaf átti amma meiri ís í frystinum sama hvað við gátum í okkur látið. Við minnumst þess einnig hversu gaman amma og afi höfðu af því að fara í bíltúra um sveitina en þau áttu sjálf aldrei bfl. Því var iðulega notað tækifærið þegar gesti bar að garði á slíkum farartækjum að farið var í bíltúra og stundum með kaffi- brúsa og smurbrauð í farteskinu. Ekið var um Reynishverfið, Dyr- hólaey, sandana og víðar um heima- hagana sem voru þeim mjög kærir. Minnumst við sérstaklega ferðar með ömmu á æskuslóðir hennar í nágrenni Kirkjubæjarklausturs á níræðisafmæli afa. A slíkum stund- um erum við minnt á að elskuleg amma okkar átti sér líf í meira en fimmtíu ár áður en við barnabörnin komum til sögunnar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Briem.) Guðný Jóna, Svanbjörn, Matthías og Einar Freyr. Látin er Jónína Þórðardóttir, Vík í Mýrdal. Sú var tíðin að ég var dag- legur gestur í húsi hennar. Ingi- björg, dóttir hennar, var vinkona mín á þeim árum sem við vorum að vaxa frá bernsku til unglingsára. Þá var Jóna í blóma lífsins, fríð kona, dökk yfirlitum, móðir þriggja mannvænlegra barna. Hún var eig- inkona Matthíasar Einarssonar tré- smíðameistara, völundarsmiðsins sem reist hafði kirkjur og skóla í Skaftafellssýslu og víðar og var lengi yfirmaður trésmíðaverkstæðis Kaupfélags Skaftfellinga í Vík. Þetta voru góð og áhyggjulaus ár í lífi okkar vinkvennanna, sumrin löng þar sem skiptust á sólskin, suddarigning, einstaka austan óveð- ur, hópleikir á kvöldin, göngur suð- ur að sjó, söngur og danslögin í út- varpinu á laugardagskvöldum. Heimili Jónu og Matthíasar var með einhverjum óskýranlegum hætti miðstöð og samkomustaður margra þeirra sem áttu leið fram og aftur um þorpið, aðallega þó úr næsta nágrenni. Fólk sem leit inn, sat og spjallaði í eldhúsinu stutta stund, drakk kaffibolla og var svo farið að sinna sínu. Kom svo kannski aftur seinna um daginn, sagði fréttir, leitaði ráða eða bara hvíldi lúin bein nokkra stund. Öllum var tekið af sömu sjálfsögðu hvers- dagslegu alúð sem ekki gerir mannamun. Jóna hafði góða kímni- gáfu og því var oft glatt í kringum hana en hún var jafhframt orðvör og nærgætin í garð annarra. Á full- orðinsárum skynja ég að ýmsir sem sátu í eldhúsinu hennar leituðu þangað sálusorgunar og hollra ráða þegar lífið reyndist flókið. í þessu húsi átti ég annað heimili uppvaxt- arárin í Vík þar til fjölskylda mín flutti til Reykjavfkur árið 1952. Arin liðu og börnin þrjú uxu úr grasi. Jóna fór þá að vinna utan heimilisins og starfaði lengst af á hótelinu í Vík. Heimilið breyttist þó lítið. Þar var áfram athvarf vina og kunningja, allt var hreint og snyrti- legt, allt á sínum stað, viðmótið óbreytt, umhyggja og greiðasemi svo sjálfsögð að ekki var um slíkt rætt. Þangað kom ég með manninn minn og börnin hvert sinn sem leið- in lá austur í Vík, engin ferð var fullkomin nema litið væri við hjá Jónu Matt. Síðustu árin dvöldu þau hjónin á dvalarheimili aldraðra í Vík. Þar kvaddi ég þau síðasta sinni á liðnu hausti. Matthías var þá farinn að kröftum og ijóst að hverju stefndi. En Jóna var sjálfri sér lík þrátt fyr- ir árin. Við spjölluðum saman um gamla daga og hún sýndi mér myndir af afkomendum þeirra hjóna, fallegu og glæsilegu fólM. I dag kveð ég Jónu með virðingu og þökk fyrir vináttuna og allar góðu minningarnar frá liðnum ár- um. Ingibjörgu, Einari, Kolbrúnu og fjölskyldum þeirra sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Margrét Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.