Morgunblaðið - 07.08.1999, Page 52

Morgunblaðið - 07.08.1999, Page 52
52 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ HELGI BJARNASON + Helgi Bjarnason fæddist á Prest- hólum í Núpasveit 9. október 1925. Hann varð bráð- kvaddur á Húsavík 28. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Húsavík- urkirkju 6. ágúst. I dag er tO grafar borinn Helgi Bjarna- son, maður sem ég var svo heppinn að kynn- ast og eiga með margar ánægjuleg- ar stundir, maður sem ég mun ávallt minnast með virðingu. Eg kynntist honum árið 1982, er ég kom í fóstur til þeirra heiðurshjóna í Grafarbakka, Helga og Jóhönnu, sjálfur mættur norður til að spila knattspyrnu með Völsungi. Pá var aðeins Ingibjörg, yngsta barn þeirra hjóna, enn í hreiðrinu, en hin börnin fjögur fyrir sunnan, við nám og störf. Við Helgi urðum bestu vinir frá fyrsta degi og sá vinskap- ur hélst allt þar til hann kvaddi þennan heim. Hann var stór maður og nokkuð mikill ásýndum, en hann var ljúfur, góður og heilsteyptur persónuleiki, sem alltaf reyndist mér vel. Helgi hafði mikinn áhuga á knattspyrnu og knattspyi'nu bar jafnan á góma er við hittumst. Eg er enn að rifja upp þann tíma er við sátum saman í stofunni heima í Grafarbakka og horfðum á íþróttir í sjónvarpinu eða fórum yfir leiki í eldhúsinu og var enski boltinn og árangur Völsungs nokkuð fyrir- ferðarmikill í umræðunni. Helgi hélt með Liverpool á þessum árum enda voru þeir á toppnum í Englandi. Þegar hins vegar fór að halla undan fæti hjá liðinu gaf Helgi út að það mætti halda með tveimur liðum og valdi sér þá líka lið sem sat í einu af efstu sætunum í það og það skiptið. Hann hafði líka mikinn áhuga á veiðiskap, bæði stangveiði og skotveiði og í stang- veiðinni var Helgi á heimavelli við Laxá í Aðaldal, enda dregið fjöl- marga fiska úr þeirri á í gegnum tíðina. Það var einmitt við Laxá sem ég hitti Helga í síðasta skipti, nokkrum dögum fyrir andlát hans. Þar var hann að heilsa upp á veiði- menn með Jóhönnu sinni. Helgi var þá fjallhress og hafði ýmislegt að segja. Hann átti þó erfitt með að koma með einhlítar skýringar á lé- legri veiði í Laxá en hvað málefni KÞ varðaði kvað við annan tón. Helgi sagði að það væri einungis fyrir loftleysi í Þingeyingum að svo væri komið í málefnum Kaupfélags- ins og að reksturinn væri nú í hönd- um Eyfirðinga. Var þetta í fyrsta og eina skiptið sem ég heyrði hann tala um loftleysi Þingeyinga. Helgi hafði ríka réttlætiskennd og störf hans að verkalýðsmálum bera þar glöggt merki um. Hann barðist fyrir jöfnuði í þjóðfélaginu og lagði sitt af mörkum í baráttunni fyrir bættum kjörum þeirra lægst- launuðu. Helgi hugsaði vel um sitt fólk og mátti ekki til þess hugsa að nokkur maður nálægt sér væri svangur og það var heldur ekki hægt að verða svangur hjá henni Jóhönnu. Eftir að hafa búið í Grafarbakka í á ann- að ár kom að því að við Bogga, sem ég hafði kynnst meðan á dvölinni þar stóð, færum að búa sjálf. Og mér er enn minnisstætt þegar Helgi kom til mín um það leyti og sagði við mig að ekki væri víst að ung kona væri mikið fyrir eða kynni yfirleitt að búa til kjarngóð- an mat og ef ég því yrði svangur skyldi ég bara koma í Grafarbakka til að fá að borða. Þannig var nú hann Helgi, alltaf að hugsa um sitt fólk. Elsku Jóhanna og böm, Aðal- steinn, Kristjana, Bjarni Hafþór, Helgi og Ingibjörg og aðrir fjöl- skyldumeðlimir, Guð veiti ykkur styrk í ykkar miklu sorg en hafið hugfast að minningin um góð- an dreng mun lifa. Kristján Kristjáns- Andlátsfregnir eru eitt af því sem hitta mann yfírleitt fyrir óvænt og óviðbúinn. Þannig var það þegar mér barst fréttin af andláti Helga Bjama- sonar um hádegi á dánardægri hans. Kynni okkar voru frá unglingsárum mínum þeg- ar ég var við línuvinnu hjá þeim feðgum Bjarna Ásmundarsyni og Helga, en þeir voru með útgerð sína á Húsavík í húsi neðan við sjávarbakkann, hús sem áður hafði verið veitingahús og kallað Gamli - Baukur. Þar var oft glatt á hjalla við stokkun og beitningu línu á bát þeirra Svaninn. Ekki veit ég hvort það var vegna línuvinnunnar eða einhvars annars, að Helgi kom að máli við mig og spurði hvort ég vildi ekki vera á bátnum hjá sér þegar skóla lyki um vorið. Það varð að samkomulagi að ég gerðist há- seti hans um vorið þegar að ég hefði meðtekið ferminguna Þetta urðu eftirminnilegir og skemmti- legir sumardagar á fiskimiðum í Skjálfandaflóa, Öxarfirði og við Sléttu. Enda skipsfélagarnir ein- stakir, Helgi Bjarnason, Arnór Kri- stjánsson og um tíma Eyfirðingur- inn Friðrik. Ekki er hægt að segja að fiskigengd hafi verið mikil þetta sumar og nægur tími var til að ræða stéttabaráttuna, heimsvalda- stefnuna, hernámið og væntingarn- ar, sem menn gerðu sér þá enn, um að ríki verkalýðsins í austri myndi verða heiminum fyrirheit um betri tíð með blóm í haga. Drifkraftar umræðunnar voru að sjálfsögðu Helgi og „Foringinn“ Arnór. í þessum umræðum var ævinlega rými fyrir þá gamansemi sem gerir alla umræðu frjórri og skemmti- legri og þar fengu ýmsir pólitískir andstæðingar að sjálfsögðu fremur háðulega útreið. Þannig var þessi vist í raun skóli fyrir ungling sem var að byrja að velta lífinu og til- verunni fyrir sér og kennsla í því að ekki bæri að taka hlutina of alvar- lega, ekki væri ævinlega allt sem sýndist. Og á góðum stundum, þeg- ar veröldin lét blítt, var lagið tekið. Foringinn hóf upp sína háu tenór- rödd með; Sjá roðann í austri! - hann brýtur sér braut!, og hljóm- mikil og full baritón rödd Helga fylgdi á eftir - Fram bræður! - það dagar nú senn! Og ættjarðarljóð Huldu og Jóhannesar úr Kötlum og Islandsljóð Einars Ben, ásamt stemmum úr Skugga-Sveini fengu einnig að hljóma með meiru. Þetta rennur í gegnum hugann þegar ég læt hugann reika um kynni mín af Helga og þá væntumþykju um fólk og land, sem samveran með þessum mönnum átti þátt í að þroska með mér. Leiðir okkar lágu síðar saman við önnur verkefni. Þar áttum við ánægjulegt samstarf um bæjar og landsmálapólitík og verkalýðsmál. Þar var Helgi jafnan heill og óskiptur, eins og ég veit að hann var til hins síðasta, og lét ekki glepjast af stundarfyrirbærum þó ýmsir, sem töldu sig spámannlega vaxna hlypu þar fyrir borð. Það er ekki ofmæh að heimili Helga og Jó- hönnu, að Ásgarðsvegi, hafi oft ver- ið eins og félagsheimili, þar sem sósíalistar og félagshyggjufólk á Húsavík og úr kjördæminu öllu hittist og réði ráðum sínum. Slíku fólki ber þakklæti og virðing. Þá má ekki gleyma þeirri gleði sem samveran við þessi einstöku hjón var á heimili þeirra og á samkom- um Alþýðubandalagsins og verka- lýðsfélagsins. Þar lék Helgi jafnan mörgum „Undrahöttum“ með sinni hljómmiklu söngrödd. MINNINGAR Helgi var um árabil formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og átt- um við þar frábært samstarf ásamt fleirum á þeim vettvangi. Þar var Helgi eins og annarsstaðar heill og óskiptur í afstöðu sinni og baráttu fyrir bættum kjörum og betra mannlífi verkafólks. Helgi var skapgerðarmaður og lét ekki sinn hlut þegar hann vissi réttinn sín megin. Hann var einnig maður raungóður og gott til hans að leita þegar vanda bar að. Það vitum við sem hann þekktum. Menn eins og Helgi Bjarnason og fleiri af hans ættmennum eru ekki hversdagsleg fyribæri. Þeh- eru í raun eins og lím í samfélaginu. Sú listamannsæð sem í þeim býr, er sífellt að gefa frá sér tO samfélagsins, en menn taka gjarnan ekki eftir því fyrr en þeir eru horfnir af sviðinu. Helga Bjarnasonar hefur viða séð stað í atvinnu-, menningar- og félagslífi á Húsavík Þess megum við minnast. Eg er þakklátur fyrir að hafa kynnst og átt ánægjustundir með jafn ágætu fólki og þau hjón Helgi Bjarnason og Jóhanna Aðalsteins- dóttir hafa ætíð verið. Við Guðmunda, færum Jóhönnu, börnum hennar og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð í þeirra mikla missi. Snær Karlsson. Miðvikudagurinn 28. júlí verður mér alltaf minnisstæður af vissum ástæðum, fullur af þakklæti og ánægju gekk ég inn í daginn. Mér fannst ég þurfa að deila þessum til- finningum með öðrum og hringdi í frænda minn og vin Bjarna Hafþór og við spjölluðum saman góða stund. Fáeinum klukkustundum síðar hringdi síminn og mér var sagt að bróðir minn Helgi hefði látist á sama tíma og við frændumir vorum að tala saman. Hann hafði kvatt líf- ið neðan við bakkann, sem svo er kallaður heima á Húsavík, í nálægð vina sinna og kunningja. Það fóru margar hugsanir af stað í huga mínum þá stundina. Ég greip þá í bænina sem ég nota mik- ið í dag. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Mig langar til þess, Helgi minn, nú þegar okkar leiðir skilur um sinn og í mínum einfaldleika en einlægni að rifja upp og þakka þér fyrir örlítið brot af því sem þú varst mér og mínum börnum. Ég veit að þú kærðir þig lítið um eitthvert orðagjálfur og umbúðir utan um það sem talað var um, það var innihaldið sem skipti þig máli enda hvessti stundum, ég þekkti það af eigin reynslu, en líka mikil hlýja og mildi. Faðir okkar sagði mér frá þeirri miklu fátækt og öllu því basli sem foreldrar okkar gengu í gegnum og að þá hafi það verið þú sem varst stoð og stytta heimilinu til hjálpar, þá ekki orðinn gamall. Eitt af því sem verður mér alltaf í minni var þegar þú varst að koma heim af vertíð á vorin, ég var ekki hár í loftinu en fór niður á bryggju að taka á móti þér. AJltaf komstu með eitthvað handa mér, ég man t.d. eftir flottri úlpu og skóm sem ég spókaði mig í um allan bæ sem þú hafðir gefið mér. Einu sinni man ég að þú leiddir mig upp bryggjuna og á leiðinni sagðir þú og horfðir á mig: „Voðalega er Pitti orðinn stór.“ Þessi orð notaðir þú oft við mig í gamla daga. Mig langar að minnast á jólin þegar ég var lítill og elstu börnin þín voru komin á legg hvað þú gafst mér mikið af sjálfum þér. Þá stjórnaðir þú aðfangadagskvöldinu, þú leiddir okkur í kringum jólatréð og söngst og hlóst, ég held að þetta séu mínar Ijúfustu minningar um þig og greyptu þær sig inn í barns- sálina og þess vegna hef ég alltaf borið virðingu og hlýju til þín sem ég mun alltaf geyma enda ber elsti drengurinn minn nafn þitt. Ég man líka þegar ég fékk að fara með þér í rjúpu og tína upp það sem þú skaust, þá sagðir þú oft þegar ég kom með rjúpu „fínt Pitti“. Einu sinni fórstu með mig upp í Reyðarárbotna og þaðan austur að Gyðuhnjúk og hafðir með nesti sem var súrt slátur og mjólk og sagðir að ég yrði svo fljótur að hlaupa ef ég borðaði þetta. Þegar ég var eitt sinn að ná í rjúpu og kom yfir smáhól sá ég hund og öskraði óskaplega og hundurinn hljóp í burtu. Ég tók rjúpuna en þegar ég kom til þín æstir þú þig upp og sagðir við mig: „Þú mátt ekki öskra svona, drengur, ég hefði náð henni, þetta var tófa, maður.“ En ég man að þú skaust 37 rjúpur þennan dag. Ég man líka þegar þið pabbi byggðuð húsið á Ásgarðsvegi 15. Ég var 6 ára þegar við fluttum inn í húsið. Við Jón vorum baðaðir og þú fórst með okkur í nýja húsið og sagðir okkur að þarna ættum við að eiga heima og vera góðir, þetta man ég vel. Þegar ég var 8 ára sendir þú m'ig með bréf upp á sjúkrahús til stúlku sem þú hafðir kynnst sem síðan varð konan þín, yndisleg manneskja sem mér þykir óskaplega vænt um. Á þeim árum sem ég var smá- drengur keyptuð þið bátinn Svan, 14 tonna bát, sem þú varst formað- ur á. Foreldrar okkar sáu um vinn- una í landi ásamt öðrum. Ég lærði þá að beita og stokka. Einn dag að haustlagi var norðvestanátt, mjög vont veður og fólkið var farið að lengja eftir ykkur á Svaninum. Pabbi sagði mér að hlaupa út á Höfða og vita hvort ég sæi eitt- hvað. Ég sá ósköp lítið, enda veðrið mjög vont, en allt í einu sá ég bát- inn þar sem hann var svartur á lit- inn og sást því vel í hvítu öldurót- inu. Eg hljóp þá til baka og lét vita. Það þótti stórafrek í þessu veðri sem þá var að þið skylduð ná í höfn, sem lýsir þinni sjómennsku og aðgæslu. Árin liðu og þið bræður og pabbi keyptuð bát frá Danmörku. Þessi bátur var gerður út frá Keflavík á veturna. Eg var þá 16 ára land- maður ásamt fleirum, við beittum hlið við hlið í skúrnum. Þá var van- inn að skipta yfir á net um páska- leytið. Svo er það einn daginn að allt vai’ á fullri ferð í skúrnum að þú segir allt í einu: „Heyrðu, Pitti, þú getur verið kokkur á netunum.“ Þegar ég heyrði þetta hefði ég vUj- að detta ofan í balann sem ég var að beita en þorði ekki að segja nei við þig. Þú hélst áfram að tala og sagðir að við gætum fengið eina tunnu af saltkjöti og eina af slátri frá pabba svo þetta yrði fínt, þannig var þetta afgreitt. Eitt atvik er mér minnisstætt. Þá var kominn annar bátur sem hét Helgi Flóventsson og þar vor- um við þrír bræður um borð á síld- veiðum. Hreiðar var skipstjóri og við vorum að fara með síld til Rauf- arhafnar, þá lagðist báturinn allt í einu á hliðina og fórum við allir í gúmmíbát og var bjargað um borð í Stíganda frá Ólafsfirði. Við stóð- um á dekkinu um borð í Stíganda og sáum bátinn hverfa í hafið, ég stóð skammt frá ykkur Hreiðari, þá sé ég að þú tekur um öxl Hreið- ars og segir: „Við fáum okkur ann- an bát, Hreiðar minn.“ Þá komu tár hjá sumum. Eftir því sem árin hafa liðið hef- ur okkar samband verið minna. Ég veit að þú hefur fylgst með mínu lífshlaupi og ætla ekki að fjölyrða meira um það. Fyrir mánuði hitt- umst við og töluðumst við í síðasta sinn, ég verð ævinlega þakklátur fyrir þá stund. Elsku Hanna mín, guð varðveiti þig og styrki í þinni sorg, þú átt alla mína samúð og væntumþykju. Aðalsteinn, Kristjana, Bjarni Hafþór, Helgi, Ingibjörg og fjöl- skyldur. Guð blessi ykkur öll og styrki við fráfall góðs föður, tengdaföður og afa. Eg kveð kæran bróður minn með virðingu og þökk fyrir það sem hann var og gerði fyrir mig og ekki síst börnin mín í sínu lífi. Guð leiði þig um lífsins huldu vegi og lýsi þér hvert fótmál, bróðir minn þú varst mín styrka stoð að hinsta degi ég studdi mig á laun við kærleik þinn. Mín fyrirmynd að Mkomnara lífi ég fékk ei staðist augnatillit þitt. Hvað hér eftir á daga mína drífi mun Drottinn ráða, hann blessi nafnið þitt. (Pétur Bjarnason.) Þinn bróðir, Pétur Bjarnason. Það er miðvikudagur, ég er í vinnunni. Ég er að hugsa um lax- veiðitúrinn, sem ég ætla í á laugar- daginn. Tilhlökkunin er mikil, ég hef ekki farið í lax í tvö ár. Nú er loks komið að því að fara aftur í veiðitúr með meistaranum. Við höf- um ekki veitt saman í sex ár. Ég læt hugann reika aftur til þess dags sem ég veiktist alvarlega af veiðidellunni, þá fékk ég að fylgjást með honum og veiðifélaga hans, Birgi, veiða í Laxá. Þá fékk ég fyrstu kennsluna í veiðiskap. Oft síðan fórum við saman til veiða og ég naut leiðsagnar hans og upp- fræðslu, ekki aðeins hvar hann lægi eða hvaða agn væri best að nota, heldur einnig um landið, nátt- úruna, fuglalífið og svo framvegis. Ég minnist með gleði allra þeirra stunda sem við áttum saman við ána. Enginn var jafn áhugasamur og hann, enginn kveikti vonarneist- ann hjá mér eins og hann. Það var ótrúlegt að jafnvel þótt ekkert fengist var samt gaman. Og nú var stundin aftur að renna upp, á laug- ardaginn ... síminn hringir, ég tek hann upp, það er Kristjana, dóttir hans, í símanum: „Hann pabbi er dáinn.“ Helgi, meistarinn minn, er dáinn. Nokkrum mínútum síðar hringir síminn aftur, það er Hafþór með fréttina. Ég fæ aldrei aftur að fara með honum í Laxá. Ég verð dapur, hryggur, sorgmæddur. Ég fer að hugsa um allar stundirnar sem ég hef setið við eldhúsborðið í Grafarbakka og notið þess að fá að vera einn af fjölskyldunni. Gleðin og hið jákvæða var undirtónninn við þetta borð. Þar 'voru sagðar sögur sem eiga engan sinn líka. Ör- lögin höguðu því svo til að ég fékk óvænt tækifæri til að heimsækja Helga og Jóhönnu fyrir þremur vikum, þá sat ég við borðið ásamt Helga £ þrjá tíma og Jóhanna stjanaði við okkur að vanda meðan við þrjú nutum þess að rifja upp gamlar minningar og plana veiðit- úrinn framundan. Ekki grunaði mig þá að þessi stund yrði okkar síðasta. Helgi var mér til fyrir- myndar á fleiri sviðum en laxveiði. Á ég honum að þakka að ég þarf ekki að vaska mikið upp á mínu heimili eða stunda önnur eldhús- verk. Því lengur sem ég hugsa minnk- ar depurðin, en gleðin yfir því að hafa kynnst þessum manni nær tökum á mér. Ég sé að Helgi hefur yfirgefið þennan heim hamingju- samur maður. Hann hefur horft á farsælt gengi barnanna sinna og þaðan af fleiri gjöivilegra afkom- enda. Hann hefur notið Jóhönnu konu sinnar til síðasta dags. Ég má ekki til þess hugsa hvað orðið hefði um Helga minn Jóhönnulausan. Ekki get ég heldur séð hann fyrir mér heilsulausan langlegusjúkling, það var ekki hans eðli. Ég tel að endirinn hafi orðið eins og hann vildi helst að hann yrði. Ég vil votta Jóhönnu og afkom- endum hans öllum samúð mína. Magnús Torfason. Mig setti hljóðan, þegar tengda- faðir minn tilkynnti andlát Helga Bjarnasonar. Hugurinn hvarflar 20 ár aftur í tímann þegar ég kom til Húsavíkur, „hálf munaðarlaus" og var heimagangur hjá Helga og Jó- hönnu. I tæp tvö ár kom ég dag- lega á heimili þeirra og ef ég kom ekki einhverra hluta vegna, rumdi í honum: „Hvar hefur þú verið?“ Börnin voru flutt að heiman og Helgi þurfti að hafa einhvern til að reksa í og því varð ég ágæt bráð fyrir hann. Við tókum nokkrar rimmur um þjóðmálin, fótboltann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.