Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR ÓLAFSSON Guðmundur Ólafsson, bóndi og landpóstur, fæddist í Jónsnesi í Helgafellssveit 15. desember 1907. Hann lést 24. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 4. ágúst. Aldraður ágætis- maður, Guðmundur Olafsson frá Dröngum á Skógarströnd, hefur kvatt jarðlífið eftir erfiðar sjúk- dómsþrautir síðustu ára. Vestur á Snæfellsnesi hafði hann og kona hans, Valborg Emilsdóttir Ijósmóðir, staðið fyrir myndarbúi og komið upp bömum sínum, mann- kostafólki. Ásamt búrekstrinum tók Guðmundur að sér, í áratugi, póst- flutninga landleiðina milli Stykkis- hólms og Búðardals, sem reyndi mjög á þrek hans, á erfiðum vetrar- ferðum, sem lengst af voru famar á hestum, vegna vegaleysis og ófærð- ar. Efalaust hafa mannraunimar sem hann lent í á þeim ámm átt stóran þátt í því, að Guðmundur, á góðum aldri, varð að bregða búi á Dröngum, sakir heilsubrests. Á búskaparárum vestra vom hjónin mjög virk í félags- og menn- ingarmálum sveitarinnar, greiðvikin og hjálpsöm, ekki síst við prestana á Breiðabólstað, sem vægast sagt bjuggu við lélegan húsakost og aðr- ar aðstæður, síðustu árin sem Breiðabólstaður var sjálfstætt prestakall. Við hjónin kynnt- umst Guðmundi og Valborgu á prestskap- aráram okkar á sunn- anverðu Snæfellsnesi, þegar við hittumst á Borg í Miklaholts- hreppi, hjá skyldfólki Guðmundar á tíma- mótadögum. Því varð það, þegar ég tók þá ákvörðun að sækjast eftir embætti sóknarprests í nýstofn- uðu Kársnesprestakalli í Kópavogi, að ég leitaði fyrst eftir stuðningi þeirra Guðmundar og Valborgar, sem nýflutt vom á Borgaholtsbrautina. Stuðningurinn var ekki aðeins auðsóttur, heldur buðu hjónin mér aðstöðu á heimili sínu, til þess að kynna mig fyrir væntanlegum kjósendum og átti gestrisni og Ijúflyndi húsráðenda drjúgan þátt í því hver úrslitin urðu í prestkosningunum. Því er þakk- læti okkar hjóna mikið í garð Guð- mundar og Valborgar og urðu þau nánir vinir okkar, sem veitt hafa birtu og gleði inn í líf okkar og starf. Guðmundur var einstaklega vel gerður maður, kurteis, hlýr og upp- örvandi í öllum samskiptum. Þrátt fyrir það, að hann um árabil að reyna þjáningar vegna endurtekinna uppskurða á mjöðmum, var aldrei æðmorð að heyra af munni hans, heldur sinnti hann af áhuga eftirlæt- is iðju sinni, sem var bókbandsvinna. Hann varð við beiðni félagsstarfs MINNINGAR aldraðra, að leiðbeina öðram við þá vinnu. Það er ljúft fyrir okkur hjónin að minnast þess drengskaparmanns sem Guðmundur var, nú þegar þjón- usturíkri ævi hans er lokið og biðja honum blessunar í nýjum heimkynn- um. Eiginkonu og ástvinum öllum biðjum við blessunar Guðs. Árni Pálsson. Til moldar hefur verið borinn öðlingsmaðurinn Guðmundur Ólafs- son frá Dröngum. Kynni mín af Guðmundi byrjuðu strax í æsku þegar hann kom í heimsóknir með sinni glæsilegu konu á sitt bemsku- heimili að Borg, ég smá polli fékk stroku á rauða kollinn og upp- örvandi orð, mikið ertu orðinn stór, vinur minn. Svona vingjamleg orð fylgdu Guðmundi alla tíð, man aldrei að hafa heyrt frá honum styggðaryrði til nokkurs manns og ekki vom stóryrði né sjálfsvorkunn þótt veikindi væm til staðar og þau erfið. Búskap stunduðu þau hjón Valborg og Guðmundur á stórbýl- inu að Dröngum á Skógarströnd um árabil og síðustu árin þar í félagi við dótturina Emmu og tengdasoninn Jón. En heilsan bilaði og ekki var lengur hægt að stunda þá erfiðis- vinnu sem fylgir búskap til sveita og var nú söðlað um og flutt á Borgar- holtsbrautina í Kópavogi og búið þar yndislegt heimili og enn vora það Emma og Jón sem fluttu þang- að til þeirra nú síðustu ár og gerðu þeim hjónum það kleift að geta ver- ið saman að mestu fram að því síð- asta þrátt fyrir mikil veikindi Guð- mundar. Það var alltaf jafn notalegt að koma á Borgarholtsbrautina, sérstök tilfinning að sitja við hlið gamla mannsins og halda í hönd hans og spjalla saman og þiggja veitingar Valborgar, oft heitar pönnukökur sem fram voru bornar með slíkri alúð sem var og er henn- ar. Það er dásamlegt þegar slíkar manneskjur veljast saman á lífsleið- inni. Ekki skildi Guðmundur svo við Dranga að eiga ekki reit til að geta heimsótt og em öll börnin þar með sinn reit og sumarhús og vom margar ferðir farnar þangað ár hvert þótt í hjólastól væri. Bókband lærði Guðmundur eftir að í Kópavoginn kom og var hand- bragð hans slíkt að aðdáun vakti og varð strax mjög eftirsóttur bók- bindari. Það er alltaf erfitt að kveðja góðan samferðamann, vin og frænda en lífshlaupið er þannig að við háan aldur em flestir sáttir við guð og menn og tilbúnir að söðla um og það var Guðmundur og veit ég að vel verður tekið á móti honum. Elsku Valborg, ég veit að söknuð- ur þinn er mikill og ykkar elskulegu bama en ykkar sterka trú veitir ykkur allan þann styrk sem þarf á þessari stundu. Við Oddbjörg send- um ykkur okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Megi algóður Guð styrkja ykkur og blessa. Karl Ásgrímsson. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Guðmundur Ólafsson, bóndi frá Dröngum á Skógarströnd, er allur. Það er happ ungu fólki að fá að umgangast og njóta handleiðslu höfðingja. Göfuglyndi og æðraleysi var Guðmundi í blóð borið. Það geislaði af manninum traust og virðulegt fas. Viðhorf hans til manna og málefna var einstakt. í nokkur sumur, eða þar til Guð- mundur og fjölskylda hans bragðu búi var ég svo lánsamur að vera til sumardvalar hjá Guðmundi og Val- borgu sem liðléttingur á Dröngum, þar sem þau bjuggu tvíbýli ásamt dóttur sinni og tengdasyni. Það er margs að minnast frá dvölinni að Dröngum. Snyrti- mennsku og búhyggindum var við- bragðið, skussaskapur var Guð- mundi ekki að skapi. Þrátt fyrir þrálát veikindi á þessum áram stóð bóndinn í stafni. Það sem hægt er að gera í dag draga menn ekki til morguns var hugsunin þá. Fyrir nokkram árum fór ég með fjöl- skyldu mína í gömlu sumarhagana og setti niður tjald og við skoðuðum okkur um. „Nú er hún Snorrabúð stekkur." En á kvöldgöngu hittum við Emmu og Jón og var okkur boð- ið til bústaðar fjölskyldunnar í reitnum sem haldið var eftir þegar jörðin var seld en þar hefur risið lít- ið hverfi sumarhúsa í eigu fjölskyld- unnar. Þar var sem fyrr ekki í kot vísað og vel á móti tekið. Það era rúmir þrír áratugir síðan handleiðslu bóndans á Dröngum lauk og yfir tveir áratugir síðan við hittumst síðast. Lengi býr að fyrstu gerð. Ég tel að fátt hafi mér orðið happadrýgra á lífsleiðinni en að fá notið samvista og leiðsagnar bónd- ans á Dröngum og hans fólks þó þar væri stuttur stans á lífsleiðinni. Ég vii með þessum línum færa mína þökk til höfðingjans á Dröngum og tii Valborgar fyrir handieiðslu þeirra. Ættingjum og vinum Guð- mundar votta ég samúð mína. Ólafur Elisson. BIRNA ANNA SIGVALDADÓTTIR tBirna Anna Sig- valdadóttir fæddist í Hafnar- firði 21. september 1925. Hún lést á sjúkrahúsi í Banda- ríkjunum 16. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 4. ágúst. Bima mágkona mín var á sínum yngri áram með glæsilegri stúlkum og bar með sér kven- legan þokka. Þann þokka bar hún með sér til síðasta dags. Á vinnustað hennar var lengi talað um glæsileik hennar, frábæra samviskusemi og vandvirkni. Þegar ég kvaddi Birnu í byrjun júlí geislaði hún af gleði og tilhlökk- un því hún var á leið til Bandaríkj- anna til að heimsækja þau böm sín sem þar era búsett og ekki síst ný- fædda dótturdóttur sína. Þessi ferð á fomar slóðir átti að vera löng, vara í þrjá mánuði, en nú er Ijóst að ferð- in verður lengri en nokkur sá fyrir. Birna var elst sex systkina og var hún tæplega 13 ára þegar Sigrún, eiginkona mín, fæddist. Birna var full ábyrgðartilfinningar eins og títt er um elstu systkini. Hún hafði ótví- ræða forystu í systkinahópnum og bar ávallt heill og velferð systkina sinna fyrir brjósti. Skömmu eftir að elsta barn hennar, Bjöm Ragnar, fæddist fór Ragnar, eiginmaður hennar, vestur til Vancouver í Canada til fram- haldsnáms í læknisfræði. Á þeim áram var ekki völ á námslánum svo námsmenn urðu að treysta á eigin atvinnutekjur og stuðning foreldra eða fjölskyldu þegar lagt var út í langt háskólanám. Ekki vora mögu- leikar á að Birna og drengurinn færa með og sátu þau eftir heima. Það var ekki fyrr en um tveimur ár- um seinna sem Birna fór vestur um haf til fundar við Ragnar en dreng- urinn varð eftir hjá foreldrum hennar. Það skal enginn segja mér að þessi aðskilnaður hafi ekki tekið mikið á unga móður og það urðu því miklir fagnað- arfundir er systir Ragnars fór með Björn til þeirra tveim- ur árum síðar. Dvölin í Bandaríkj- unum varð lengri en upphaflega hafði verið fyrirhugað og það var ekki fyrr en 1960 sem þau fluttu heim til Is- lands að nýju. Hér bjuggu þau sér glæsi- legt heimili og var gest- risni og höfðingskapur þeirra hjóna orðlagður. Þegar við Sigrún gengum í hjúskap á árinu 1964, var ekki við annað komið en að þau legðu heimili sitt undir veglega móttöku. Bima var víðlesin og fjölfróð og lét m.a. vel að standa fyrir glæsilegum veisl- um enda fróðari um leyndardóma matargerðarlistarinnar en algengt er. Eftir 10 ára dvöl á íslandi fluttu þau að nýju til Bandaríkjanna og bjuggu þar til ársins 1993 er Ragnar lét af störfum og þau komu að nýju heim til íslands. Var það ánægjuefni að endurnýja kynnin þótt þau hafi vissulega aldrei rofnað, því við hjón- in höfðum tvívegis dvalið hjá þeim um skeið og notið gestrisni þeirra. Þótt þau hafi búið sér fallegt heimili hér að nýju var hugurinn þó alltaf bundinn við dvölina vestan hafs og ekki síst börnin og barnabömin er þar bjuggu og urðu ferðimar vestur um haf tíðar. Sjaldnast eram við búin undir skyndilegt fráfall nákominna ætt- ingja eða vina nema sem eðlilegt framhald af langvarandi veikindum. Því var ekki til að dreifa hér. Birna hafði reyndar lengi þjáðst mikið vegna aðgerðar sem hún gekkst undir fyrir mörgum áram en það var nokkuð sem fáir vissu enda var það ekki í eðli hennar að flíka veikind- um. Á skilnaðarstund þakka ég fyrir elskuleg kynni og allar minningarn- ar sem Bima skilur eftir og sendi Ragnari, börnum og barnabörnum innilegustu samúðarkveðjur. Krislján Torfason. Elskuleg vinkona mín og bekkjar- systir í fjögur ár úr Kvennaskólan- um í Rvík, Birna Sigvaldadóttir, lést í New Hampshire í Bandaríkjunum 16. júlí síðastliðinn. Mér var mjög bragðið þegar ég frétti að hún hefði fengið heilablóðfall, því aðeins nokkrir dagar vora liðnir síðan við töluðum síðast saman. Við höfðum ætlað að hittast bekkjarsysturnar, sem síðan breyttist og var Birna þá hress og kát og á leiðinni með sínum manni til Boston að hitta dóttur þeirra hjóna og að sjá nýfædda dótt- urdóttur sem þau höfðu ekki séð og ég heyrði að tilhlakkið var mikið. Akveðið var að við mundum hittast þegar þau kæmu aftur heim í októ- ber. Við Birna voram lengur saman í skóla en bara í Kvennaskólanum, því ári síðar hófum við nám í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur. Mér var alltaf ákaflega hlýtt til Bimu, þótti vænt um hana. Við töl- uðum oft mikið saman, því við áttum samleið úr og í skóla. Hún var mild stúlka, blíð og hlý og ákaflega heil. Þetta var á þeim áram þegar mikið var lesið, líka fyrir utan skólabæk- urnar, alls konar bókmenntir. Ein- hverju sinni var ég að dást að því við hana hve hún kæmist yfir mikið les- efni og heyrði þá að hún hafði tamið sér hraðlestur þegar svo bar undir og fannst mér þetta alveg frábært af þessari rólegu, brosmildu stúlku að skella sér bara í hraðlestur, þegar það hentaði betur. Við ræddum þetta heilmikið fram og til baka, þetta var alveg þrælgóð lausn. Birna og maður hennar Ragnar Karlsson geðlæknir hafa búið mest- an hluta ævinnar í Bandaríkjunum þar sem Ragnar starfaði þar, má segja alla tíð utan smá tíma í Kanada. Bima og Ragnar eignuðust þrjú mannvænleg börn sem öll era vel af Guði gerð. Það var meiningin að við bekkjar- systurnar hittumst næst í október, þegar Bima yrði komin heim aftur. Ég veit að við munum allar sakna hennar og sendum við ástvinum hennar okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Ég bið henni Guðs blessunar. Guðnín Elísabet Halldérsdéttir. BJÖRG ANDREA MA GNÚSDÓTTIR + Björg Andrea Magnúsdéttir fæddist í Hafnar- nesi við Fáskrúðs- fjörð 22. janúar 1911. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eir 25. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru María Sigurðardéttir og Magnús Guðmunds- son. Föður sinn missti hún ársgöm- ul og var þá tekin í féstur hjá vinafélki foreldra sinna, sem bjö á Gvendarnesi við Fá- skrúðsQörð, og élst hún þar upp. Eldri systur Bjargar voru: Margrét, Jóhanna og Sigurlaug. Hálfsystkini hennar, og yngri, voru: Þérunn og Ragnar. Öll Tengdamóðir mín Björg Andrea Magnúsdóttir verður borin til grafar í dag og langar mig til að minnast hennar með nokkram orð- um. Kynni okkar hófust fyrir rúmum fjórum áratugum þegar ég fór með kærasta mínum austur á Fá- skrúðsfjörð og hann kynnti mig fyrir foreldram sínum. Þetta var í júnímánuði 1958 og daginn eftir komuna austur opinberuðum við trúlofun okkar. Ári síðar kom Björg suður til Reykjavíkur til að halda frumburði okkar, nöfnu sinni, undir skírn. Gott samband myndaðist fljótt á milli mín og tengdaforeldranna og oft höfum við síðan gist í Gerði með börnin okkar og tengdafor- eldrarnir jafnan heimsótt okkur þegar þau áttu erindi suður á land. Þau heimsóttu okkur þegar eigin- maður minn var við nám í Banda- ríkjunum og var gaman að sjá hve þessi íslenska alþýðukona, sem vön var óblíðri veðráttu heima á Fróni, naut þess að vera samvist- um við barnabörnin í blíðviðrinu fyrir vestan. látin. Hinn 10. júní 1934 giftist Björg Jens Lúðvíkssyni, f. 29.9. 1910. Hann lést 23.4. 1969. Þau eignuðust þijá syni: 1) Róbert Dan, f. 1935. Kona hans er Kristbjörg M. Stef- ánsdóttir og eiga þau fjögur börn og eru barnabörnin sjö og sex á lífi. 2) Kristmann Dan, f. 1937, dó af slysför- um 1941. 3) Krist- mann Dan, f. 1942, d. 1988. Kona hans var Elsa Hjaltadóttir. Eignuðust þau fjóra syni, og eru þrír á lífí. Þau eiga eitt barnabarn. Útför Bjargar fer fram frá Fáskrúðsfj arðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Eiginmann sinn missti hún 1969 en hélt þó ótrauð áfram að vinna þrátt fyrir minnkandi úthald. Árið 1987 þurfti hún að gangast undir hjartaaðgerð, sem fram- kvæmd var á sjúkrahúsi í London, og var ég henni til fulltingis í þeirri ferð. Björg bjó í húsi sínu meðan heilsan leyfði en fluttist á dvalar- heimilið Uppsali í júlí 1994. Eftir sjúki-ahúsvist í Neskaupstað sum- arið 1997 átti hún ekki afturkvæmt á dvalarheimilið sökum heilsu- brests og fékk hún þá vistun á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykja- vík. Björg var sterk kona sem ekki lét bugast þrátt fyrir mörg áföll á lífsleiðinni. Hún var hljóðlát, lét lítið á sér bera og bar ekki tilfinn- ingar sínar á torg. Hún var hjálp- fús og lét þarfir annarra ganga fyrir sínum eigin. Jarðvist tengdamóður minnar er lokið og ég er ríkari eftir okkar kynni. Að lokum þakka ég sam- fylgdina. Far þú í friði. Guð blessi minningu þína. Kristbjörg M. Stefánsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.