Morgunblaðið - 07.08.1999, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 07.08.1999, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 19 * ÞORGERÐUR BERGMUNDSDÓTTIR Þorgerður Bergmundsdótt- ir fæddist í Aðalvík 5. september 1934. Hún lést á heimili sínu 23. júlí síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Laugarneskirkju 5. ágúst. í dag kveðjum við Þorgerði Bergmunds- dóttir með söknuði og virðingu. Okkur langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Þorgerður kenndi syni mínum, Gunnari Þór, þegar hann hóf skóla- göngu sína í Vogaskóla. Með þeim þróaðist mjög góð vinátta og Þor- gerður fylgdist með honum eftir að hún hætti að kenna honum. Þor- gerður hringdi oft í okkur tU að heyra hvort allt gengi nú ekki vel og bauð hún okkur eitt sinn í mat heim tU sín í Sólheimana og skemmti hún okkur með ferðasögum sín- um. Sumarið 1997 fór hún með Gunnar Þór, Ara, Smára og Óskar, sem einnig voru gamlir nemendur hennar, í helgarferð í sumarbú- stað, Kötlugil í Mos- fellsdal. Þorgerði þótti mjög vænt um hvað strákarnir voru dug- legir að heimsælqa sig. Sumarið ‘98 hringdi hún í okkur og langaði hana að bjóða strákunum aftur í sumarbústaðinn. Vegna veik- inda sinna yrði þetta síðasta ferðin þeirra saman. Ég og maðurinn minn keyrðum þau í bústaðinn í Mosfellsdal. Mikið dáðumst við að henni að nenna að KRISTÍN LINDA MCKEEN + Kristín Linda McKeen fæddist í Keflavík 20. des- ember 1947. Hún lést í St. Petersburg í Flórída 3. nóvem- ber 1998. Foreldrar hennar voru Vallý Valdimarsdóttir, f. 21. febrúar 1928, d. 28. desember 1966 og Lesle McKeen. Kristín Linda var hjúkrunarfræðing- ur að mennt. Krist- ín Linda eignaðist eina dóttur Chantel og dótturdótturina Oliviu. Útför Lindu fór fram í Kefla- vík 14. júlí sl. að viðstöddum nánustu ættingjum. Elskuleg systurdóttir mín, Krist- ín Linda, lést í St. Petersburg í Flórída 3. nóvember sl. en hún hafði búið í Bandaríkjunum frá barnsaldri. Kristín Linda fluttist til Bandaríkjanna tæplega sjö ára gömul með móður sinni, Vallý Valdimarsdóttur og eiginmanni hennar, Lesle McKeen. Var Kristín Linda ættleidd af Lesle því öðruvisi komst hún ekki inn í landið á þeim tíma. Kristín Linda ólst upp fyrstu árin í Keflavík hjá móður sinni og afa og ömmu, Valdimar Gísla- syni og Helgu Jóns- dóttur. Var hún í sér- stöku uppáhaldi hjá afa sínum og ömmu og sáu bæði mikið eftir henni er hún fluttist úr landi. Kristín Linda kom aðeins einu sinni í heimsókn til Islands, þá um 20 ára gömul. Mér fannst Kristín Linda vera eins og litla systir mín, því ég var bara 12 ára gömul þegar hún fædd- ist. Ég lofaði Vallý systur að ef ég eignaðist dóttur að skíra hana Lindu eftir dóttur hennar og er það huggun að eiga eina Lindu hér sem heitir eftir henni. Kristín Linda liggur nú á milli afa síns og ömmu og Kristínar móður- systur sinnar, sem hún hét eftir, svo að nú er hún komin heim, alkomin. Ég bið guð að varðveita Chantel dóttur hennar og fjölskyldu hennar. Ég veit að afí og amma Kristínar Lindu taka vel á móti henni. Guð vaki ætíð yfir Kristínu Lindu. Kolbrún Valdimarsdóttir. KRISTINN RÚNAR INGASON + Kristinn Rúnar Ingason fæddist í Keflavík 3. febrú- ar 1974. Hann lést hinn 11. júlí síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 21. júlí. Kæri Kristinn Rúnar. Hve sárt það er að kveðja þig svo snemma, efnilegasta trommara allra tíma. Ég man þegar við kynntumst fyrst fyrir framan Hólabrekku- skóla aðeins ellefu ára gamlir og urðum strax bestu vinir. Það var þitt skæra bros og kurteisa fram- koma og gleði sem geislaði frá þér sem dró fólk að þér. Þú sást aldrei neitt illt í öðrum enda áttirðu ef- laust enga óvini bara ólíka vini. En tárin vildu stundum felast í brosinu. Ég þekkti þig þó það vel að við gát- um rætt saman um alla hluti. Ég vildi vera vinur þinn alla tíð og fyllt- ist oft afbrýðisemi út í aðra vini sem að þú umgekkst enda var ég ekki hrifinn af þeim öllum. Flestir eru þc hið besta fólk ef ekki allir. Það er svo margs að minnast og svo margar skemmtilegar sögur sem hægt er að segja frá aftur og aftur. Fimmtán ára vorum við staðráðnir í að verða frægir og æfðum okkur öll kvöld. Ég á Dixon- gítar og þú á dollum. Okkur tókst að safna dósum og glerjum til að fjármagna betra trommusett og síðar keyptirðu alvörusett sem mamma þín hjálpaði þér að fjár- magna. Við spiluðum lengi saman og komum fram 1 FB kiæddir í kjóla ásamt Brjáni. Síðan spOuðum við saman á Hótel íslandi við mikinn fógnuð 20. febrúar 1992. Það var eft- irminnilegasti dagurinn sem við átt- um saman. Þú varst fljótur að ná töktum og hefðir vel getað náð langt. Ég vil þakka þér fyrir skemmti- legan tíma sem við áttum saman og bið guð að blessa þig og vemda. Þinn vinur, Rúnar Sigurðsson. fara með strákana og leyfa þeim að ærslast og hamast eins og við vitum öll hvemig 14 ára gamlir strákar eru. Þegar sonur minn fermdist færði hún honum ljóðabók sem á eftir að vera honum gott veganesti út í lífið. Ég veit að strákamir eiga eftir að sakna þess að geta ekki lengur heimsótt Þorgerði. Guð blessi og varðveiti minningu Þorgerðar Bergmundsdóttur. Þú munt lifa í minningu okkar alla tíð. Elsku Þorgerður. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem.) Anna Elín Óskarsdóttir, Gunnar Þór Hjálmarsson. Afmælis- og minn- ingar- greinar MIKILL fjöldi minningargreina birtist daglega í Morgunblaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöf- unda skal eftirfarandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina Um hvern einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar minningargreinar um sama ein- stakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetr- ar í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Formáli Æskilegt er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Undirskrift Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur og móttaka Mikil áherzla er lögð á að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textamenferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er ennfremur unnt að senda greinar í símbréfi - 569 1115 - og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Skilafrestur Eigi minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Þar sem pláss er takmarkað, getur þurft að fresta birtingu minningai-greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna skilafrests. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. + Elskuleg móðir mín, JÓNA SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR, Dalbraut 27, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum aðfaranótt föstu- dagsins 6. ágúst. Valdís Kjartansdóttir. t' + Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, SIGRÍÐUR ÞORVALDSDÓTTIR frá Hjarðarholti, Borgarvík 23, Borgarnesi, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 5. ágúst. Jón Þór Jónasson, Marfa Jónsdóttir, Þorvaldur Tómas Jónsson, Hrefna Bryndís Jónsdóttir, Ragnheiður Laufey Jónsdóttir, Siggeir Lárusson. + Föðurbróðir minn, SIGURÐUR NÍELSSON, Oddagötu 5, Akureyri, andaðist á hjúkrunarheimilinu Hlíð fimmtudaginn 5. ágúst. Jón Friðjónsson. + Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR ÞORSTEINSSON, Snæfelli, Reyðarfirði, sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu Neskaupstað miðvikudaginn 4. ágúst, verður jarðsunginn frá Reyðarfjarðarkirkju fimmtudaginn 12. ágúst kl. 14.00. Jarþrúður Ólafsdóttir, Guðlaugur Erlingsson, Gunnar Bjarni Ólafsson, Guðrún Margrét Kjerúlf, Sigríður Stefanía Ólafsdóttir, Sigurbjörn Marinósson, Jóna Valgerður Ólafsdóttir, Sigfús Valur Sigfússon, Þorsteinn Ólafsson, Lilian Jensen, Ólafur Höskuldur Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. ( r i + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNBORGAR M. HALLDÓRSDÓTTUR frá Kambshól. Guð blessi ykkur öll. Jón Halldórsson, Jóhanna Þórarinsdóttir, Elfsabet Halldórsdóttir, Sigfús fvarsson, Halldór Þór Jónsson, Ásta B. Einarsdóttir, Þórarinn Jónsson, íris Ármannsdóttir, Lárus Jónsson, Haildór Sigfússon, Ingi Þór Þórarinsson. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur hlý- hug og samúð við andlát og útför ástkærs sonar okkar og bróður, ÓLAFS DAGS ÓLAFSSONAR, Fífutjörn 8, Selfossi. Ólafur Ingi Sigurmundarson, Anna Gísladóttir, María Ósk Ólafsdóttir, Guðbjörn Már Ólafsson, Rúnar Geir Ólafsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.