Morgunblaðið - 07.08.1999, Síða 56

Morgunblaðið - 07.08.1999, Síða 56
.< 56 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ U G LÝ S I N G A ATVINNU* AUGLÝSINGAR Félagsþjónustan Svæðisstjóri í öldrunaþjónustu Laus er til umsóknar staða svæðisstjóra í öldrunarþjónustu. Um er að ræða 100% starf. Borginni er skipt upp í þrjú svæði með hliðsjón af hverfaskiptingu öldrunarþjónustudeildar í heimaþjónustu. Svæðisstjóri ber ábyrgð á meðferð einstak- lingsmála á svæðinu og fylgir eftir faglegri þróun þeirra úrræða borgarinnar í þágu aldrað- ra sem á svæðinu eru. Starf svæðisstjóra bygg- ist á heildstæðri nálgun og er útfært skv. nýju skipulagi um meðferð einstaklingsmála (Case management). Svæðisstjórar hafa með hönd- f um meðferð og afgreiðslu einstaklingsmála að því er varðar upplýsingar og ráðgjöf, heimaþjónustu, húsnæðis- og vistunarmál og fylgja slíkum málum eftir í framkvæmd á sínu svæði. Starfið gerir kröfur um góða samskipta- hæfileika, skipulagshæfileika og sjálfstæð vinnubrögð. Starfslýsing liggurfyrir. Auglýst er eftir félagsráðgjafa eða ein- staklingi með sambærilega menntun á háskólastigi og reynslu af starfi innan öldrunarþjónustu. * Tölvukunnátta nauðsynleg. Handleiðsla í starfi stendurtil boða. Umsóknum skal skila til aðalskrifstofu öldrun- arþjónustudeildar Síðumúla 39 á umsóknar- eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 23. ágúst nk. Nánari upplýsingarveita Þórdís Lóa Þórhalls- dóttir, yfirmaður öldrunarþjónustudeildar og Anna Þrúður Þorkelsdóttir aðstoðarmaður yfir- manns í síma 535 3040. Félagsþjónustan er fjölmennur vinnustaður sem veitir borgarbúum á öllum aldri fjðlbreytta þjónustu. Stofnunin leggur mikla áherslu á fræðslu og slmenntun fyrir starfsfólk sitt, að upplýsa það um stefnu stofnunarinnar og Reykjavikurborgar I málefnum starfsmanna og að kynna markmið þeirrar þjónustu sem veitt er. Allir nýir starfsmenn fá sórstaka fræðslu og kynningu um Félagsþjónustuna og borgarkerfið og fréttabréf reglulega um starfsemi stofnunarinnar. Gjaldkeri Sparisjóðurá höfuðborgarsvæðinu óskareftir að ráða í stöðu gjaldkera. Viðkomandi þarf að hafa stúdentspróf eða sambærilega menntun, 4 vera sjálfstæður í vinnubrögðum, lipur og þjón- ustulundaður og með aðlaðandi framkomu. Reynsla af bankastörfum er æskileg. Laun og kjör verða samkvæmt kjarasamningum SÍB og bankanna. Umsóknirberisttil afgreiðslu Morgunblaðsins, merktar: „S — 8422", fyrir 15. ágúst. Alfahöllin Leikskólastjóri Nýr einkarekinn leikskóli í Kópavogi, sem verð- ur opnaður í haust, auglýsir til umsóknar stöðu leikskólastjóra. Starfslýsing: Fagleg stjórnun leikskólans. Stjórnunarstaða: 100%. > Laun: 185.000 þúsund á mánuði. Uppl. í síma 564 6266 laugardag til þriðjudags. KENNARI! Ert þú að borga með þér í Reykjavík? Ef svo er- afhveriu þá ekki að koma til Raufarhafnar? Okkur vantartil starfa metnaðarfulla kennara, sem vilja starfa við kennslu í litlu en metnaðar- fullu sjávarþorpi þarsem markmið heima- manna er góður og framsækinn skóli sem stenst kröfur tímans. 1fid bjódum: Góð kjör, frítt húsnæði og greiðum flutningskostnað. Kennurum verður gefinn kostur á að sækja námskeið innanlands. Kennslugreinar: Kennsla yngri barna, sér- kennsla, almenn kennsla, handmennt, mynd- mennt og heimilisfræði. Grunnskóli Raufarhafnar er einsetinn skóli og verða í honum um75 nemendurí 1.—10. bekk næsta skólaár. Raufarhöfn er sjávarþorp í Norður-Þingeyjarsýslu og búa þar rúmlega 400 manns. íbúum hefur farið fjölgandi á liðnum árum. Þorpið er nyrsti þéttbýlisstaður á Islandi. Vinna við sjávarútveg er burðarás atvinnulífsins auk ýmisskonar þjónustu. Góð aðstaða er til íþróttaiðk- unar, s.s. nýtt íþróttahús, sundlaug, tækjasalur o.s.frv. Leikskólinn er rúmgóður og vel búinn. Á staðnum er félagslíf af ýmsum toga, s.s. leikfélag, kór, íþróttafélag og tónlistarskóli. Á undanförnum árum hefur verið unnið markvisst þróunarstarf við skólann í samstarfi við skólaþjónustu Eyþings. Markmið þeirrar vinnu er að efla skólasamstarf sem gerir skólann að eftirsóknarverðum vinnustað fyrir nemendur og kennara og foreldra virkari í skólastarfinu. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu sveitarfélagsins, sími 465 1151 og hjá skóla- stjóra í síma 465 1177 eða 465 1241. P E R L A N Þjónanemar Viltu læra til þjóns í einum bjartasta og glæsi- legasta veitingasal landsins, þar sem fag- mennska og góður starfsandi eru í fyrirrúmi? Hafðu þá samband við okkur eftir kl. 13.00 á sunnudag eða mánudag, eða í síma 562 0200 Góð mál! Vantar kraftmikið fólk. Hlutastarf kr. 40.000—120.000 á mánuði. Full starf kr. 120.000—250.000++ á mánuði. Upplýsingar í síma 698 1432. Atvinnutækifæri Til sölu rafverktakafyrirtæki á Vestfjörðum. Verkstæði, lager, íbúð. Áhugasamir leggi inn upplýsingará afgreiðslu Mbl., merktar: „2005 — Raf." FÉLAG55TARF §Sumarferð Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur Sumarferð Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur verð- urfarin laugardaginn 14. ágúst næstkomandi. Farið verður um byggðir Suðurnesjamanna og heimsóttir nokkrir áhugaverðir staðir. Allir Alþýðuflokksfélagar eru velkomnir sem og aðrir pólitískir bandamenn. Lagt verður af stað frá Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu kl. 9.30. Skráning er á skrifstofu Alþýðuflokksins í síma 552 9244, eða hjá Hákoni í síma 567 3421 og Áslaugu í síma 557 1735. Vinsamlega skráið ykkur fyrir fimmtudaginn 12. ágúst. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur. FUISIOIR/ MANNFAGNAQUR Hluthafafundur Stjórn Skagstrendings hf. boðartil hluthafa- fundar í aðalstöðvum félagsins á Túnbraut 1—3 á Skagaströnd föstudaginn 13. ágúst næstkomandi kl. 13.00. Fundarefni: 1. Tillaga um breytingar á samþykktum félags- ins, þar sem m.a. er gert ráð fyrir að felld verði útákvæði umtilnefningu hrepps- nefndar Höfðahrepps í stjórn. 2. Stjórnarkjör. 3. Önnur mál. Skagaströnd, 5. ágúst 1999. Stjórnin. TILBOQ/ÚTBOÐ w OÐ »> Útboð nr. 12239 Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Fjarðabyggðar, auglýsir eftirtilboðum í hönnun og byggingu stoðvirkja á upptakasvæði snjóflóða í Drangagili á Neskaupstað. Stoðvirkin skal reisa 540—675 m.y.s. og er heild- arlengd þeirra 1250 m. Lóðrétt hæð stoðvirkja á umræddu svæði er 4—5 m. Áætlað er að halda kynningarfund á Neskaup- stað 3. september næstkomandi þar sem byggingarsvæðið verður skoðað í fylgd ráðgjafa. Nánari upplýsingar í útboðsgögnum. Áætlaður verktími ertvö sumur, og skal verkinu Ijúka eigi seinna en 1. október 2001. Útboðsgögn verða til sýnis og sölu á kr. 7.000 frá kl. 14.00 hinn 4. ágúst hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7,150 Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað 29. september 1999 kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. RÍKISKAUP Útbo6 skila á r a n g ril Borgartúni 7 • 105 Reykjavík • Sími: 530 1400 • Fax: 530 1414 Veffang: www.rikiskaup.is • Netfang: rikiskaup@rikiskaup.is SMÁAUGLÝSINGAR HÚSNÆÐI ÓSKAST Revkianesbær / IVoqar) 5 manna reglusama fjöl- skyldu bráðvantar íbúðar- húsnæði til leigu í Reykja- nesbæ / (Vogum) sem allra fyrst. Areiðanlegar greiðslur og meðmæli. Uppl. gefur María í síma 561 6282. FÉLAGSLÍF FERDAFÉLAG # ÍSIANDS MORKINNI 6 - SlMI 568-2533 7. ágúst kl. 8.00 Gönguferð: Kaldidalur — Hrúðurkarlar — Tjaldfell. 8. ágúst kl. 10.30: Gönguferð: Hrómundartindur — Ölfusvatn. 8. ágúst kl. 13.00: Gönguferð: Hengilssvæðið: Dyradalur — Vatnsstæði. 8. ágúst kl. 8.00. Dagsferð í Þórsmörk. Laust í næstu ferðir um „Lauga- veginn": 11. ágúst, 13. ágúst, 18. ágúst. Snæfell — Eyjabakkar — Dimmu- gljúfur: Aukaferð 21.—22. ágúst. ÍOO KFUM & KFUK 18 9 9-1999 KFUM og KFUK Samkoma á sunnudagskvöldið klukkan átta. Bragi Sæmundsson hefur vitnis- burð og segir frá starfi sínu sem foringi í Vatnaskógi í sumar. Ræðumaður: Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson. Allir velkomnir. Athugið: Samkoman hefst klukkan átta. FERÐAFELAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Sunnudagsferðir 8. ágúst Kl. 8.00 Þórsmörk. Verð 3.000 kr. Stansað um 3 klst. í Mörkinni. Kl. 10.30 Hrómundartindur (524 m y.s.) — Ölfusvatn. Verð 1.700 kr. Um 6 klst. ganga. Kl. 13.00 Hengilssvæðið: Dyradalur — Vatnsstæði. Verð 1.400 kr. Um 3 klst. ganga. Brottför frá BSÍ, austanmeg- in og Mörkinni 6. Sjá ferðir á textavarpi bls. 619. Dagsferð sunnudaginn 8. ágúst. Frá BSÍ kl. 10.30. Gengið frá Áshildarmýri með Hvítá að Selfossi. Verð 1700/1900. Næstu helgarferðir 14.—15. ágúst. Fimmvörðu- háls. Dagsganga yfir Fimmvörðuháls. Gist I Básum. 21.—22. ágúst. Fimmvörðu- háls. Gist í Fimmvörðuskála. Lengri ferðir 12. —15. ágúst. Sveinstindur - Skælingar - Eldgjá, trússferð. Gengið frá Langasjó á Skælinga um Eldgjá í Hólaskjól. 13. - 19. ágúst. Snæfell - Lóns- öræfi. Gönguferð um stór- brotna náttúru. Gist i skálum. Heimasíða: www.utivist.is ATVINNA Heimilishjálp óskast til að sinna húsverkum öðru hverju, í íbúð í Vesturbæ Rvík. Hafið samband við Mike, í síma 699 8257.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.