Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Hundalíf Smáfólk Eg lærði utanað Bíblíu- versið sem við áttum að læra fyrir sunnudaginn.. Hvaða Ég veit ekki.. vers? nú léstu mig gleyma því... Kannski var það eitthvað sem Móses sagði, eða eitthvað úr Opinberunarbókinni... slæmt að gleyma.. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavfk • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Fyrrverandi þing- manni færðar þakkir Frá Auðuni Braga Sveinssyni: ÉG FYLGDIST með síðustu Al- þingiskosningum, og veitti ýmsu athygli í sambandi við þær. Margir þingmenn gáfu af ýmsum ástæðum ekki kost á sér áfram, og skulu þeim þökkuð ágæt störf í þágu lands og þjóðar. Margir héldu áfram, voru sem sagt endurkjörnir til næstu fjögurra ára. Þeir hafa tryggt sér fast starf þennan tíma, og væntanlega sæmilega borgað. En eftir fjögur ár þurfa þeir að leita til þjóðarinnar um endurkjör, og getur þá brugðið til beggja vona. Þannig er þingmennskan. Stöðug barátta og varðstaða. Fleiri og fleiri leita úr þessu starfi í önn- ur, sem teljast mega tryggari. Þau þurfa ekki að leita eftir endurkjöri að fjórum árum liðnum eins og þingmennirnir. Eru sum kannske æviráðin. Einn af þeim sem gáfu kost á sér til frekari þingmennsku, en voru ekki endurkjömir, kemur mér sérstaklega í hug, og varð það mál raunar til þess, að ég ritaði þetta bréf til Morgunblaðsins. Maðurinn er Ágúst Einarsson, ætt- aður úr Vestmannaeyjum, sonur Einars Sigurðssonar útgerðar- manns og Svövu Ágústsdóttur, konu hans. Hann var kjörinn á þing í Alþingiskosningunum 1995 íyrir Alþýðuflokkinn. Áður hafði hann setið á Alþingi 1978-1979 fyr- ir sama flokk og skamman tíma 1980 sem varamaður. Hann var því vel kunnugur þingstörfum áður en hann var kjörinn á þing fyrir fjór- um árum. Ég hef ekki verið pólitískur stuðningsmaður Ágústs Einarsson- ar eða Alþýðuflokksins, en ég hlýt þó að harma fráhvarf hans úr söl- um Alþingis. Hann var einn fremsti baráttumaður þar fyrir bættum kjörum eldri borgara. Hann flutti frumvörp um þau efni og sendi þau stjórnarmönnum Fé- lags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, einnig greinargerðir með. I janúar sl. sendi hann mér síðasta bréf sitt um málefni aldr- aðra, þar sem hann gerði grein fyr- ir frumvarpi sínu. Mér finnst rétt, að innihald bréfsins komi hér fram, því að það sýnir hvaða hug Ágúst ber til eldra fólks og hagsmuna- mála þess. „Kæri Auðunn. Ég sendi þér hjálagt frumvarp til laga um að eldri borgarar og öryrkjar fái beina aðild að tryggingarráði Tryggingastofnunar ríkisins. Ég lagði þetta frumvarp fram á AI- þingi í vor, og er það nú endurflutt. Málefni aldraðra eru einn mikil- vægasti málaflokkurinn í stjórn- málum nútímans. Ég óskaði m.a. eftir því að gerð yrði skýrsla um stöðu eldri borgara hérlendis og erlendis. Það var gert, og sú skýrsla er viðamesta úttekt, sem gerð hefur verið hér á landi um þessi mál og er mikilvægur grunn- ur í umræðu. Ég hef ítrekað lagt fram tillögur um að greiðslur úr almannatrygg- ingakerfinu hækki eins og laun, tekjutenging minnki og meira sam- ráð verði haft við eldri borgara. Það hefur náðst að hluta til fram, m.a. með stofnun samráðsvett- vangs ríkisstjómarinnar og sam- taka aldraðra. Ég vona, að þér þyki meðfylgjandi frumvarp áhugavert, og hvet þit til að hafa samband, ef spurningar vakna í tengslum við þetta þingmál eða önnur mál. Bestu kveðjur, Ágúst Einarsson al- þingismaður.“ Eg leyfi mér að færa Ágústi Ein- arssyni persónulegar þakkir fyrir framgöngu hans á Alþingi í málefn- um aldraðra. Vonandi gefur hann kost á sér til þingsetu að fjórum ár- um liðnum, og nær þá kjöri, til að vinna enn frekar að málefnum hinna eldri borgara. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. Bréf til Morgunblaðsins Frá Mörtu Ragnarsdóttur: KÆRI Moggi. Það ber fyrst fyrir að þakka þér fyrir allt gott á liðnum árum. Það eru um 45 ár síðan okkar kynni hófust með því að ég byrjaði að lesa hjá þér teiknimyndasöguna um Markús. Síðan þá held ég að varla hafi komið út það tölublað að ég hafi ekki lesið það. Ég hef leitað þig uppi á bókasöfnum þegar ég hef verið búsett í útlöndum, slokrað þig í mig í flugvélum á heimleið úr ferðalögum og eytt klukkustundum í að fara í gegnum bunkann eftir sumarfríin. Oft hefur þú verið mér hvatning til að drífa mig fram úr rúminu á dimmum vetrarmorgnum. Mikið hafa þetta verið sælar stundir og haf þú þökk fyrir. En Moggi. Hvernig er það með þig? Hvenær ætlar þú að verða fuli- orðinn? Þú ert orðinn 86 ára, hvenær ætlarðu að fara að axla al- vöru ábyrgð og koma út á hverjum degi, hætta að haga þér eins og smábæjarblað og taka þér frí í tíma og ótíma? I apríl eru 30 dagar. Síðastliðinn aprílmánuð reiknast mér til að þú hafir komið til mín tuttugu og einu sinni. Nú er kominn tími til að þú takir þig saman í and- litinu og sýnir af þér snerpu og áræði, beitir þig aga og komir út á hverjum degi. Kveðja. MARTA RAGNARSDÓTTIR, móttökustjóri, Bergstaðastræti 7, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.