Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ * v '> ■m Matur og matgerð Plómur Dótturdóttir Kristinar Gestsddttur færði henni um daginn stórt plastbox af plómum. Hún borðaði nokkrar eins og þær komu fyrir en bjó til tvær góðar bökur úr hinum. EN HVAÐA plómutegund var þetta? Plómumar voru stórar, dökkfjólulitaðar með skoru í miðjunni, þær voru með þykkum berki, mjög góðar yst en beiskar við steininn. Eg leit í mínar bæk- ur en varð raunar litlu nær eftir lesturinn. Þessi þáttur er skrif- aður um verslunarmannahelgina og því lokað hjá innflytjendum, annars hefði ég leitað þangað, tilgangslaust er að spyrja í verslunum. Ég spurði konu í einni verslun sem hafði opið, hvaða tegund þetta væri en svarið var: „Nú, þetta eru bara plómur." Vafalaust er þetta af- brigði af svonefndri japanskri plómu, en þær eru á Évrópu- markaðnum á þessum tíma, en segir raunar lítið þar sem flestar plómur eru frá þeim komnar. Þær eru að vísu ættaðar frá Kína en ekki Japan og hafa í tímans rás verið mikið kynbætt- ar með ágræðslu og víxlræktun. Nú eru bestu evrópsku plómum- ar ræktaðar í Frakklandi. Til eru fleiri afbrigði af plómum en nokkru öðra steinaldini. Sýr- lendingar og Rómverjar þróuðu plómuræktun mikið og geymdu þær þurrkaðar. Líklega vita flestir að sveskjur era þurrkaðar plómur. í plómum era trefjar, steinefni og vítamín. Plómur era misþroskaðar þegar við kaupum þær og einnig misgamlar. Ferskar plómur era með mattri slikju og því auðgreindar. Plómukotasælu- baka 10 stórar plómur eða 12-15 minni __________21/; dl vatn______ 1 Vi dl flórsykur á plómurnar 2'/2 dl mulið hafrakex __________40 g smjör________ 1 dl flórsykur í kexiS ____________2 egg______________ ______I/2 dl flórsykur í eggin_ 1 lítil dós kotasæla 3 blöð matarlím 1. Setjið vatn og flórsykur í pott og látið sjóða. 2. Skerið rauf í gegnum plóm- urnar að steininum. Kippið hvor- um helmingi frá honum, notið hníf til hjálpar ef með þarf. Leggið plómumar í löginn, skurðflötur snúi niður, og sjóðið við hægan hita í 10 mínútur. Takið plómurnar úr leginum og látið renna af þeim á sigti. Geymið löginn og fjarlægið hýð- ið af plómunum ef það er farið að flagna af. 3. Setjið hafrakexið í plast- poka og merjið með kökukefli, blandið saman við það flórsykri, bræðið smjörið og hrærið saman við. Þrýstið þétt á djúpt stórt bökumót. 4. Þeytið eggin með flórsykri, hrærið síðan kotasæluna út í og hellið yfír kexmylsnuna í mótinu. 5. Hitið bakaraofn í 210°C, blástursofn í 190°C, setjið í miðj- an ofninn og bakið í 30 mínútur. Kælið síðan. 6. Raðið plómuhelmingunum ofan á kaldan baksturinn, skurð- flötur snúi niður. 7. Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn í 5 mínútur. Hitið 1 dl af plómusafanum, vindið matar- límið upp úr vatninu og bræðið í honum heitum. Hellið þá saman við kalda safann og látið í kæli- skáp þar til þetta byrjar að stífna, en ausið því þá yfir plóm- umar. Kælið síðan vel. Berið fram með þeyttum rjóma. Plómumöndlubaka __________150 g hveiti_______ 150 g smjör ________I/2 tsk. hjartarsalt _ _________3A dl súrmjólk______ ________1V2 dl púðursykur____ ____________2 egg____________ 150 g saxaðar möndlur _______2 msk, kartöflumjöl___ 5 stórar plómur eða 7-9 smærri 1 msk. púðursykur til að stró yfir ___________plómurnar 10 afhýddar möndlur eða fleiri, ein í hvern plómuhelming 1. Blandið saman hveiti, smjöri og súrmjólk og hnoðið lint deig. Þrýstið á botninn og upp 'með börmum á meðalstóru smurðu bökumóti. Kælið, en setjið síðan í vel heitan bakaraofn og bakið þar til þetta hefur tekið lit um 10-15 mínútur. 2. Hrærið saman egg og púð- ursykur. Saxið möndlurnar frek- ar fínt og setjið ásamt kartöflu- mjöli saman við. Hellið yfir bökuskelina. 3. Kljúfið plómumar, fjarlæg- ið steina, raðið síðan ofan á deig- ið í mótinu, skurðflötur snúi upp. Stráið 1 msk. af púðursykri yfir plómumar, stingið einni möndlu í miðju hverrar plómu. Hitið bakaraofn í 200°C, blástursofn í 180°C, setjið í miðjan ofninn og bakið í 30 mínútur. Fylgist með svo ekki brenni. Berið bökuna fram heita með þeyttum rjóma. í DAG VELVAKAMII Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Leiðakerfi SVR ÉG vil heilshugar taka undir grein skrifaða í Morgunblaðið 23. júlí sl. um leiðakerfi Strætis- vagna Reykjavíkur. Það tekur fólk heila klukkustund að komast milli hverfa og eftir kl. 19 á kvöldin eina til eina og hálfa klukkustund. Svo vil ég minna á breytingu sem gerð var fyrir um það bil tveim ár- um. Þá var vagn sem gengur í Breiðholtið látinn hætta að ganga hringinn í Breiðholt 1, og fjögur skýli fjarlægð, vagninn staðsett- ur nyrst í hverfinu, þannig að fólk sem býr sunnar þarf að ganga hverfið á enda til að taka strætó. Á þessu svæði eru í það minnsta átta blokkir með fjörutíu og átta íbúðir hver. Það undarlega er að vagninn bíður í tuttugu mínútur við verslunarmið- stöð sem þar er, sýnist manni því vera óþarfi að leigja aðstöðu þar fyrir vagninn, þar sem skipti- stöðin er örskammt frá. Þarna býr fólk sem greiðir sína skatta til borg- arinnar eins og aðrir. Ég spyr því: Hvers vegna þessi breyting? Ragnhildur Gísladóttir. Tapað/fundið Barnaföt fundust á Þorskafjarðarheiði HVÍTUR innkaupapoki fullur af barnafötum (á stelpu) fannst á Þorska- fjarðarheiði sl. mánudags-' kvöld. Upplýsingar í síma 892 4954. Seikó-úr týndist SEIKÓ-stálúr týudist við verslunarmiðstöðina við Mjódd sl. miðvikudag. Góð fundarlaun í boði. Upplýs- ingar í síma 557 3910 eða 568 0147. Rautt kvenhjól týndist RAUTT kvenhjól með blá- um og hvítum barnastól týndist frá Öldugötu 25a í Reykjavík sl. mánudags- eða þriðjudagskvöld. Þeir sem hafa orðið varir við hjólið hafi samband við Gunnhildi í síma 562 8872 eða 861 8371. Hjólsins er sárt saknað. Myndbandsupptökuvél týndist SONY-myndbandsupp- tökuvél týndist sl. miðviku- dag við Glanna í Borgar- firði. Skilvís finnandi hafi samband í síma 453 6377 eða 895 6377. Olympus-myndavél í óskilum OLYMPUS-myndavél fannst í Skorradal sl. mið- vikudag. Upplýsingar í síma 567 6388. Blár og hvítur barna- skór týndist BLÁR og hvítur barna- skór týndist í Hafnarfirði sl. þriðjuag á leið frá mið- bæ í Norðurbæ. Skilvís finnandi hafi samband við Margréti í síma 565 0553. Dýrahald Skógarkettlingar fást gefins BLANDAÐIR skógarkett- lingar fást gefins. Upplýs- ingar í síma 586 1485. Kettlingur fæst gefins Kettlingur fæst gefins. Kassavanur. Upplýsingar í síma 5518391 eða 862 8174. „ _ — _ _ Bxg2 36. Bxg2 - Dxg2+ 37. Vj H/ \ m/ Kel - Dxh3 38. Dc3 - Dhl+ LJÍVíAIV 39. Ke2 - Dg2+ 40. Kel - -------------------- Dgl+ 41. Ke2 - Dg2+ 42. I]msjðn Margeir Kel - h3 43. Dd2 - Dgl+ Pétursson 44. Ke2 - h2 45. Dd7 - Dg2+ 46. Kd3 - Hf8 og STAÐAN kom upp í fyrstu hvltur gafst upp. umferðinni á heimsmeist- Þar með féll Maja út úr aramóti FIDE í Las Vegas keppni. sem nú stend- ur yfir. Maja Tsjí- burdanidse (2.551), fyrr- verandi heims- meistari kvenna frá Ge- orgíu var með hvítt, en Vladímir Akopjan (2.636), Ar- meníu hafði svart og átti leik. 33. - Rxf2! 34. Kxf2 - Dg3+ 35. Ke2 - SVARTUR leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVÍSI Víkverii skrifar... * ISLENSKIR skógræktarmenn minnast þess nú að hundrað ár era liðin frá fyrstu gróðursetningu trjáa með skipulögðum hætti hér á landi. Af því tilefni verður efnt til há- tíðardagskrár við Furalundinn á Þingvöllum á morgun, sunnudag. Víkverji vill nota tækifærið og óska skógræktarmönnum til hamingu með þann árangur sem náðst hefur í harðri baráttu við fordóma og skiln- ingsleysi ýmissa afla í þjóðfélaginu, sem lengi framan af reyndu að bregða fæti fyrir tilraunir og við- leitni skógræktarmanna að klæða landið í nýjan og hlýlegri búning, og sporna við uppblæstri, sem var af- leiðing af gáleysislegri umgengni forfeðra vorra við landið. íslendingar hafa löngum verið sér- fræðingar í þrætubókarlist og þótt hugarfarsbreyting hafi orðið meðal þorra landsmanna varðandi gildi skógræktar heyrast enn raddir, sem telja það mistök að hafa flutt inn og gróðursett „erlendar" trjátegundir hér á landi, sem ekki eigi heima í ís- lenskri náttúru að þeirra mati. Hörð- ustu „þjóðernissinnar“ um íslenska náttúravemd hafa jafnvel lagt til að friða rofabörðin, sem séríslenskt náttúruundur. Víkverji getur í sjálfu sér tekið undir þá hugmynd að girða af og varðveita nokkur ljótustu rofa- börð landsins, en þá fyrst og fremst sem viðvöran til komandi kynslóða um hvernig EKKI eigi að fara með fósturjörðina. Hvað varðar aðfluttu trjátegund- irnar telur Víkverji að vel hafi tekist til og að margar þeirra sómi sér vel í íslenskri náttúra. Sumar þeirra era nú farnar að sá sér sjálfar og hafa þar með sannað tilverarétt sinn í ís- lenskri mold. Þær era orðnar hrein- ræktaðir „íslendingar" á sama hátt og mannfólkið, sem hingað fluttist frá Noregi og Irlandi á landnámsöld. I hundrað ár hafa íslenskir skóg- ræktarmenn unnið mikið og gott starf sem seint verður fullþakkað. Þeir hafa klætt landið í nýjan og hlý- legri búning og breytt örfoka melum í gróðurvin, svo að þar megi þrífast fegurra og betra mannlíf. xxx YÍKVERJA var hlátur í hug þeg- ar hann las dálkinn „Með og á móti“ í DV síðastliðinn miðvikudag, þar sem tveir knattspyrnuáhuga- menn skiptust á skoðunum af þeirri hjartans einlægni sem slíkum mönn- um einum er lagið. Þarna deildu for- menn stuðningsmannaklúbba ÍBV og KR um það hvort KR-ingar hafi lítilsvirt íslenska knattspyrnu með því að fagna óförum Vestmanney- inga í Evrópukeppninni að viðstöddu miklu fjölmenni á KR-vellinum og í beinni útsendingu í sjónvarpi. Báðir voru kapparnir skemmtilega kok- hraustir og sýndist sitt hvorum. Víkverja finnst raunar óþarfa við- kvæmni að gera veður út af því þótt einhverjir einstaklingar úr hópi stuðningsmanna KR hafi misst út úr sér bofs af fögnuði yfir óförum ÍBV. Eyjamenn eru nú einu sinni helstu keppinautar KR-inga um titilinn langþráða og enginn er annars bróð- ir í leik. Viðbrögð sem þessi eru dag- legt brauð á knattspyrnuvöllum um allan heim, þar á meðal hér á landi, og era bara hluti af leiknum og rista sjaldnast djúpt. Engu að síður var það óviðeigandi af viðkomandi stuðningsmönnum KR-inga að bregðast við með þess- um hætti og við þessar aðstæður. Þeim hlaut að vera ljóst að slíkt hátt- arlag yrði notað til að sverta ímynd Knattspyrnufélags Reykjavíkur út á við, enda hafa andstæðingar félags- ins gripið hvert tækifæri sem gefíst hefur á undanförnum árum til þess. Víkverji dregur líka stórlega í efa að atvik sem þetta hefði orðið að blaða- máli hefðu einhverjir aðrir en KR- ingar átt hér hlut að máli. Frá því Víkverji man eftir sér hef- ur íslensk knattspyrna snúist um það að vera með eða á móti KR. Margir KR-ingar hafa jafnvel haldið því fram að nærtækasta skýringin á óvenju sterkri samstöðu í félaginu sé tilhugsunin um að vera einir á móti öllum hinum. Má vel vera að sú stað- reynd þjappi KR-ingum saman og eins hitt, að andstæðingar KR-inga hafa ekki vandað þeim kveðjurnar á undanförnum áratugum. Ef til vill er skýríngin á áðurnefndum viðbrögð- um KR-inga sú, að langlundargeð þeirra gagnvart illkvittni og háðs- glósum andstæðinganna sé nú þrot- ið. Þeir telji einfaldlega að önnur ís- lensk félagslið eigi ekkert inni hjá þeim og geti þess vegna bara „étið það sem úti frýs“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.