Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 07.08.1999, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ LEIKFELAG REYKJAVÍKUR "— 1897 1(197 ""^ BORGARLEIKHÚSIÐ \ SÍÐUSTU STUNDU: Síðustu klukkustund fyrir sýningu eru miöar seldir á hálfviröi. Stóra svið kl. 20.00: Litk k^ttiH^sUðw eftir Howard Ashman, tónlist eftir Alan Menken. I kvöld iau. 07/8 laus sæti lau. 07/8 nokkur sæti laus fos. 13/8 laus sæti lau. 14/8 nokkur sæti laus fös. 20/8 laus sæti lau. 21/8 nokkur sæti laus fös. 27/8 Laus sæti lau. 28/8 laus sætj. Ósóttar pantanir seldar daglega. Erum byrjuð að taka niður pantanir fyrir ágústmánuð. Miðasalan er opin virka daga frá kl. 12—18, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram að sýn- ingu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000, fax 568 0383. 5 30 30 30 opn fré12-18 og Imi að sýntagu sýi^diibBa. Djjjj Ipá 11 íyrfr t HÁDEGISLeKHÚS - kl. 1Z00 Mið. 11/8 nokkur laus sæti. Rm. 12/8 uppsett. Fös. 13/8 nokkur laus sæti Mið. 18/8, fim. 19/8, fös. 20/8. t ÞJO NN ísúpunni j*» SNYRAFTUR Fös 13/8 kl. 23.00, nokkur sæti laus. Fös 20/8 kl. 23.00. Ath! Aðeins þessar sýningar TONLHKAROÐ HDNO kl. 20.30. Atonal Future flytur ný (slensk tónverk, þri. 10/8. TILBOÐ TIL LEIKHUSGESTA! 20% afsláttur af mat fyrir leikhúsgesti í Iðnó. Borðapantanir í síma 562 9700. foshGMkJ S.O.S. Kabarett í leikstjórn Sigga Sigurjónss. Frumsýning lau. 7/8 kl. 20.30 uppselt 2. sýn. fös. 13/8 kl. 20.30. 3. sýn. lau. 14/8 kl. 20.30. 4. sýn. lau. 21/8 miðnætursýning á menninqarnótt Reykjavíkur. HIRÐFfFL HENNAR HÁTIGNAR Næstu sýn. sun. 8/8 og sun. 15/8. Miðasala í s. 552 3000. Opiö virka daga k!. 10 — 18 og fram aö sýningu sýningardaga. Miðapantnnir allan sóiarhringinn. HAFIÐ LJÓÐLEIKHÚS í NORRÆNA HÚSINU Ljóð og sögur frá Álandseyjum, Færeyjum, Grænlandi og Islandi Mánudaginn 9. ágúst kl. 20.00 í fundarsal Norræna hússins. Flytjendur leikararnir Borgar Garð- arsson, Rune Sandlund, Hans Tórgarð og Varste M. Berndtsson. Vladimir Shafranov leikur á píanó. Leikstjórn: Eyðun Johannessen frá Færeyjum. Aðgangur kr. 1.000. Norræna stofnunm a Alandseyjum í samvinnu við Norræna húsið, Norðurlandahúsið i Færeyjum og Norrænu stofnunina á Grænlandi. FOLK I FRETTUM Tilboð til Vörðufélaga Landsbankans Varðan Vörðufélögum býðst nú ferð meé Somvinnuferðum Landsýn til parudísareyjunnar Aruba í Karíbahofinu á verði sem er engu líkt. • Vikuferð (22.— 28. nóvember) með flugi og gistingu í sex nætur fyrir aðeins 73.900 kr. ó mann.* • Aruba tilheyrir hollensku Antillaeyjum og er ein af syðstu eyjum Karíbahafsins. Vörðufélagar geta valið á milli tveggja fjögurra stjörnu hótela: Sonesta Resorts í hjorto höfuðslaðarins Orjanstad eða Wyndham Resorts við eina bestu strönd eyjarinnar. (rninni fontur)' Innifolið er flug, gisting, akstur til og Iró flugvelli erlendis, fararsljórn og íslenskir flugvallaskattar. Ekki er innifalið erlent brottforargjald S20 og forfollagjald, kr. 1.800. Vmis önnur tilboð og afslættir bjóðast klúbbfélögum Landsbanko Islands hf. sem finna mó ó heimasíðu bankans, www.landsbanki.is ÍSLENSKA ÓPERAN J'J ¦¦¦¦¦!¦ ¦¦¦¦! Gamanleikrit í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar Nasstu sýningar auglýstar sunnudaginn 8. ágúst Ósóttar pantanir seldar daglega Símapantanir í síma 551 1475 frá kl. 12 Miðasala opin frá kl. 13—19 alla daga nema sunnudaga Hallgrímskirkja Orgeltónleikar Sunnudagur 8. ágúst kl. 20.30 Ungverski organistinn Szabolcs Szamosi leikur verk eftir Koloss, Vivaldi, Bach, Liszt og Widor. Miðasala f Hallgrímskirkju alla daga frá kl. 15 til 18 og við innganginn. — Miðasala á H—moll messuna, sem verður flutt 15. ágúst kl. 20.30, er hafin. ^otíurgaBmt Smiðjuvegi 14, 'Kópavogi, sími 587 6080 I kvöld leikur hið frábæra Þotuliðið frá Borgarnesi Opið ffrá kl. 22—3 Næturgalinn — alltaf lifandi tónlist KVIKMYNDIR/Bíóhöllin hefur tekið til sýninga spennumyndina Upprisuna eða The Resurrection með Christopher Lambert í aðalhlutverki. A hælum raðmorðingja Frumsýning LÖGREGLUMAÐURINN John Prudhomme (Christopher Lambert) kyssir konu sína bless og fer út í kaldan morgun Chicago-borgar. Hann er á leiðinni á morðstað þar sem óhugnanlegt morð hefur verið framið. Fórnarlambið liggur í blóð- polli, handleggurinn hefur verið tek- inn af og skrifað stendur á glugga „Hann er að koma..." Prudhomme segir félögum sínum að hann hafi það á tilfinningunni að þetta morð sé aðeins hið fyrsta hjá raðmorðingja sem muni merkja slóð sína með bibl- íutilvitnunum. Þegar Prudhomme fer heim úr vinnunni þennan dag er honum þungt í sinni og hann rifjar upp þá tíma þegar sonur hans var enn á llfi og hjónaband hans ham- ingjuríkt. Daginn eftir sekkur Prudhomme sér í rannsóknina og þegar lík fórn- arlambsins er rannsakað kemur í ljós að rómverskar tölur hafa verið ristar á líkama þess og mót af lykli hefur verið þrykkt á háls fórnar- lambsins. Þegar lykill hefur verið búinn til eftir mótinu og í ljós kemur að hann gengur að einum skáp á lög- reglustöðinni flækist málið. Ekki síður þegar skápurinn er opnaður og í honum er sjaldgæft blóm sem þrífst hvergi í CÍúcago-borg nema í grasagarðinum. Þegar lögreglan kannar grasagarðinn fínnst annað lík álíka útleikið og hið fyrra og kenning Prudhomme um raðmorð- ingjann er staðfest. En hvernig er hægt að ná morðingjanum? Hinn franski Christopher Lam- bert hefur leikið í fjölda mynda og er hann eflaust þekktastur fyrir túlkun sína á Hálendingnum í þrem- PRUDHOMME er á hælunum á raðmorðingja sem varðar slóð sína til- vitnunum í ritninguna. ur samnefndum myndum. Það var einmitt þar sem hann kynntist leik- stjóranum Russell Mulcahy sem leik- stýrir Upprisunni, en Mulcahy á að baki auk fyrstu tveggja Hálendinga- myndanna myndir eins og Razorback, The Real McCoy, The Shadow og Ricochet. Handritshöfundur Upprisunnar er Brad Mirman en eft- ir hann liggja meðal annars handrit myndanna Knight Moves þar sem Lambert fór með að- alhlutverk og Body of Evidence þar CHRISTOPHER Lambert fer með hlutverk rannsóknarlögreglumannsins Johns Prud- homme. sem Willem Dafoe og söngkonan Madonna fóru með aðalhlutverkin. Svefnfriður í Þorlákshöfn FRETTIR ljósvakamiðla nú um verslunarmannahelgina báru merki þess að fólk hafi ætlað að skemmta sér til óbóta. Af því varð þó ekki í stórum mæli, en heldur suddalegt var um að litast á skemmtisvæðum, þar sem eitt- hvað hafði rignt að ráði. íslend- ingar eru því vanir og sem betur fer er til fjölbreytilegur og lit- skrúðugur varnarklæðnaður. Það er því minnsta mál að verja hátíð- arskapið fyrir rigningu. Ýmsu öðru verður síður varist, svo sem að fá á lúðurinn, sem er mikil tíska hjá skemmt- anaþjóðinni, beita konur valdi og ganga í skrokk á eyrum viðstaddra með óbærilegum músikhávaða. Aðeins tvær hátíðir vekja at- hygli í fréttum á landsvísu. Það er Halló Akureyri og Eyjahátíðin. Hinar eru allar háðar guði tíl dýrðar að einhverju eða öllu leyti og hafa á sér siðsemdarbrag, eins og honum er lýst í biblíunni. Langþreyttir drykkjumenn þamba mjólk í Dölum vestur, föndrað er við að reyna að smygla áfengi á bindindismót í Galtalæk og á Norðfirði fer hátíð fram með lúðrablæstri og söng. Á Skaga- strönd er kántrí og þar stunda menn þrifnað. Frá þessu öllu er sagt í fréttum og margir stór- kóngar í útlöndum, sem ráða ör- lögum heimsins, eru látnir halda kjafti á meðan. Á svona stórhátíðisdögum fer síðan fjölmargt fram, sem hvergi er getið og kemst aldrei í dóma- bækur, því mikil lifandis ósköp eru nú samþykkt. Fólk sem hefur keypt sér fasteign hið næsta mið- bæ Akureyrar vissi ekki hvaða nautum hafði verið sleppt lausum SJONVARPA LAUGARDEGI þegar Hallóið hófst skyndilega með öll hljómlistartæki stillt á ýtrasta þanþol í miðbænum. Fólk sem uggði ekki að sér hélt fyrst að kominn væri jarðskjálfti, kannski við Grímsey, því húsið bókstaflega skalf. Þá gerðist það, sem ekki hefur gerst síðan í Skaftáreldum, að hjónin þustu út í bíl sinn og linntu ekki ferðinni fyrr en í Þorlákshöfn. Þar áttu þau rólega helgi. Eins má segja að rólegt hafi verið á ísafirði, þótt líklegt sé að þar hefði verið hægt að reka upp hæsta poppöskrið um helgina. Sýslu- maðurinn fór í sitt fínasta púss og dæmi er um að konum á elliheim- ilium hafi vöknað um augu. Sjálf- ur Mike Jagger var kominn á staðinn, mesti foli norðan og sunnan Alpafjalla, goð tryllingsins og svo heimsfrægur að Isafjörður gat varla rúmað hann þótt hann ferðaðist um á snekkju vinar síns og reiðhjóli. Þetta sem sagt gerð- ist árið 1999 þegar verslunarmenn kvöddu öldina. Mest allur söngur var horfinn úr þjóðlífinu, enda voru kaupmenn og verslunar- menn löngu hættir að ríða hestum inn að Arbæ á þessum hvfldar- degi. I fréttum var hins vegar býsnast yfir því hvað fólk skemmti sér með minna móti við dóp og kvennafar, sem varðar við lög hafi einhver ekki vitað það. Það er varla að nokkur maður líti við sjónvarpsdagskrám þegar viðrar sæmilega um verslunar- mannahelgi. Þó buðu þær upp á þætti, sem hægt var að horfa á, eins og Þórsmörk í umsjón Ara Trausta Guðmundssonar, sem var á ríkisrásinni. Það er nefnilega eins og aldrei fáist nóg af íslandi. Þá sýndi Stöð 2 mynd um Harry S. Truman Bandaríkjaforseta, kaupmann frá Missouri, sem sagði að ýmislegt hefði dottið á hann þegar hann varð að taka við af Roosewelt forvera sínum, sem andaðist fyrir stríðslok. Hinn vestræni heimur var lánsamur að fá Truman sem forseta yfir jafn voldugu ríki og Bandaríkjunum. Stríð var á móti samvisku hans, en það varð að heyja til enda. Atómsprengjan var á móti sam- visku hans, en hana varð hann að nota til að koma í veg fyrir mikið mannfall. Þannig reyndust tím- arnir honum erfiðir, en hann komst í gegnum þá af fullum heil- indum. Annar Ameríkani, sem ör- lögin léku þannig ungan, að hann beið þess ekki bætur, varð síðar þjóðhetja á þeim dögum, þegar menn voru í óða önn að nema „vestrið". Þessi maður var Wyatt Earp. Mynd um hann var sýnd á ríkisrásinni, en Kevin Costner lék aðal hlutverkið. Frægastur varð ferill hans í Arisona, nánar tiltek- ið í þorpinu Tombstone. Því er haldið við í dag handa túristum og þar er tilbúinn grafreitur á mel- hól með helstu bandíttum vOlta vestursins. Sumum þeirra kom Wyatt Earp í gröfina. Sjálfur varð hann strádauða í Kaliforníu aldraður maður. Við, sem þekkj- um nokkuð til ævintýra vesturs- ins á dögum Earp, finnst alltaf synd að ekki skuli búnar til kvik- myndasögur úr þjóðveldisöldinni meir en orðið er. Þar var margur Earpinn. í síðasta þætti misritaðist að þátturinn Orðspor með Kitchener hefði verið sýndur á rfkisrásinni. Hann var sýndur á Stöð 2. Indriði G. Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.