Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ MILLJÓNAMÆRINGARNIR. Þannig er hljómsveitin skipuð í dag. Frá vinstri Ástvaldur Traustason, Jóel Pálsson, Steingrímur Guðmundsson, Birgir Bragason, Bjarni Arason og Einar Jónsson. vA'v V>\í» um Smekkleysu^ útgáfufyrirtaekis Sykurmolanna. Arlegur stórdans- leikur hljómsveitarinnar verður á Broadway 14. ágúst og í framhaldi af honum mun hljómsveitin leika á nokkrum dansleikjum víða um land. Ég hitti Steingrím Guðmundsson, trommuleikara og umboðsmann Milljónamæringanna í Perlunni. Hann rakti sögu hljómsveitarinnar, sagði frá nýja disknum og því sem framundan er hjá Milljónamæring- unum. Hvar og hvenær komu Milljóna- mæringarnir fyrst fram opinber- lega? „I maímánuði árið 1992. Sig- tryggur Baldursson, fyrrum trommuleikari Sykurmolanna, fékk nokki-a félaga sina til að koma sam- an og spOa í hljómsveit. Hljómsveit- in var framhald af hljómsveit sem hét, Djasshljómsveit Konráðs Bé. I þeirri hljómsveit hafði Sigtryggur byrjað að kalla sig Bogomi] Font. Hann ákvað að stofna hljómsveit sem átti að spiia eina helgi á tónlist- arbar í Armúlanum, sem hét Jazz. Þarna spiluðum við á fimmtudegi og vorum bókaðir á Hressó í Austur- stræti, föstudag og laugardag. Við- tökur voru slíkar að við spilum aðra helgi og hljómsveitin hefur nú starf- að i sjö ár.“ Hverjir voru í hljómsveitinni þeg- ar hún kom fyrst fram opinberlega fyrir sjö árum? „I Miiljónamæringunum voru upphaflega Sigtryggur Baldursson, Sigurður Perez Jónsson á saxófón, Astvaldur Traustason á píanó, Ulfar Haraldsson á kontrabassa og ég á trommur. Ulfar hætti fljótlega í hljómsveitinni og í hans stað kom Gunnlaugur Guðmundsson, sem nú býr í Hollandi." Nú hafa Milljónamæringamir allt frá því að hljómsveitin hóf feril sinn verið þekktir fyrir að flytja lifandi aí hugmyndum og hæfileikum Milljónamæringarnir hafa sérstöðu meðal íslenskra danshljómsveita. Styrkur þeirra liggur fyrst og fremst í lifandi tónlist þar sem iðandi dansgólfið og ritmískur flutningur hljómsveitar- innar renna saman í eitt og smita út frá sér í allar áttir. Sigtryggur Baldursson, fyrrum trommuleikari J§ykurmolanna, landskunnur undir nafninu Bogomil Font hitti naglann á höfuðið þegar hann setti saman hljómsveit sína, Milljónamæring- ana, árið 1992, sem er meðal skemmtilegustu danshljómsveita sem fram hefur komið hér á landi á seinni árum. Nýr safndiskur með ýmsum helstu lögum hljómsveitar- iýmar frá liðnum árum og einu áður óútgefnu lagi er að koma út á veg- Milljónamæringarnir eru að senda frá sér safndisk með helstu lögum hljóm- sveitarinnar frá liðnum árum. Upphaf- lega ætlaði hljómsveitin að spila eina helgi, en hefur nú starfað í sjö ár. Olaf- ur Ormsson ræddi við Steingrím Guð- mundsson, umboðsmann og trommu- leikara Milljónamæringanna, um sögu hljómsveitarinnar, nýja diskinn og það sem framundan er hjá hljómsveitinni. ÝMSIR hafa komið við sögu Milljónamæringanna. Hér eru saman komnir þeir Ástvaldur Traustason, Jóel Pálsson, Stefán Hilmarsson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Bogomil Font, Birgir Bragason og Veigar Margeirsson, en fremstur er Steingrímur Guðmundsson. STEINGRIMUR Guðmundsson, umboðsmaður og trommuleik- ari Milljónamæringanna. tónlist og að einhverju leyti öðruvísi tónlist, en aðrar íslenskar dans- hljómsveitir. Hvemig skilgreinir þú tónlist Milljónamæringanna? „Við æfðum mikið og við pældum í konseptinu. Ég tel að ekki hafi verið hljómsveit eins og Milljóna- mæringarnir á íslandi síðan KK- sextettinn var að spila hér á böllum fyrir tæpum fjörutíu árum. Tónlist Milljónamæringanna er með mambóívafi, suðrænum takti. Við höfum verið með í tónlistar- prógrami okkar lög sem höfuðsnill- ingar eins og Frank Sinatra, Nat King Cole og Haukur Morthens fluttu og urðu mjög þekkt og lög eftir Cole Porter og þannig tónlist hefur ekki heyrst á dansleikjum á íslandi í fjölda ára, en þó eitthvað á tónleikum. Formin á lögunum sem hljómsveitin flytur eru djassform í rauninni. Það eru melódíur og sóló.“ Þannig að þið hafið snemma skapað ykkur ákveðna sérstöðu meðal íslenskra danshljómsveita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.