Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.08.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. ÁGÚST 1999 B ÍS^ Breska hljómsveitin The Orb er almennt talin ein áhrifamesta hljómsveit danstónlistarsögunnar. Árni Matthíasson ræddi við höfuð- paur Orb, sem er væntanlegur hingað til lands í vikunni. ORB ER áhrifa- mesta hljómsveit breskrar danstón- listar allt frá þvi hún sendi frá sér fyrstu smáskífurnar fyrir tíu árum og lagði grunninn að tónlist- arforminu sem kallað hefur verið ambient-house. í heimalandinu, Bretlandi, hefur Orb notið talsverðrar hylli og meðal annars komist hátt á vinsældalistum, en áhrif sveitarinnar hafa verið margföld á við vinsældirnar eins og heyra má í miklu af þeirri danstónlist sem mest ber á um þessar mundir. Höfuðpaur Orb er Alex Pa- terson, sem er væntanlegur hingað til lands í vikunni. Segja má að Orb sé í raun eins manns sveit, því stofn- andi hennar og helsti hug- myndasmiður, Alex Pater- son, hefur haldið um taumana alla tíð og fengið til liðs við sig aðstoðarmenn eftir þvi hvaða stefnu hann vildi að sveitin tæki. Pater- son komst með annan fótinn inn í tónlistina sem trommu- rótari fyrir Killing Joke fvrir löngu, en þegar bandarísk house-tónlist tók að heyrast í Bretlandi segist hann hafa hrifist af en um leið langað til að krukka í tónlistina, hún hafi kveikt hjá honum hugmyndir að annarri tónlist. Fyrsta Orb-smáskífan kom út haustið 1988 en þá voru í sveitinni Pa- terson og Jimmy Cauty, annar for- sprakka KLF. Henni var prýðilega tekið en Pater- son lagði þó enn höfuðá- herslu á feril sinn sem plötu- snúður og vinnu hjá hljóm- plötufyrirtæki, þó hann hafi langað til að vinna frekar að tónlist. Hann segist hafa haldið mikið upp á sýrusveit- ina goðsagnakenndu Gong og verk forsprakka þeirrar sveitar Steve Hillage og spil- aði jafnan eitt Hillage lag þegar hann var við störf sem plötusnúður. Eitt kvöldið var Hillage á staðnum og gaf sig á tal við plötusnúðinn. Úr varð að þeir Paterson og Hillage tóku að vinna saman að tónlist ýmist sem Orb eða System 7, sem var hljóm- sveit Hillages. Jimmy Cauty varð sífellt uppteknari við KLF og svo fór að Paterson leitaði sér að nýjum samstarfsmönnum og samdi næstu smáskífu með Youth, forðum liðsmanni Killing Joke, en þeirra sam- starf átti eftir að endast all lengi þó aldrei hafi Youth beinlínis gengið í Orb. Takkamaður við þessar upp- tökur var Kris Weston sem kallaðist Thrash. Svo fór að Thrash gekk til liðs við Pa- terson og þannig skipuð var sveitin næstu fjögur árin. Um líkt leyti tóku þeir Orb menn að hljóðblanda fyrir aðra tónlistarmenn með góð- um árangri, en engri tölu verður komið á lög annarra tónlistarmanna sem þeir fé- lagar hafa um vélað eða Pa- terson einn. Fyrsta breiðskífan, Ad- ventures Beyond the Ultraworld, kom út snemma árs 1991 og vakti þegar mikla athygli, en í kjölfarið hóf Orb einnig tónleikahald. Síðan eru breiðskífurnar orðnar fimm og tvær safn- skífur til, en smáskífur eru á þriðja tug, þar á meðal ein sem er lengsta smáskífa sem komið hefur út á Bret- landi, 39,59 mín., einni sek- úndu undir því sem leyfilegt er að hafa smáskífu þar í landi. Um tíma dró heldur úr af- köstum þeirra félaga, að minnsta kosti sé litið yfir út- gáfulistann, enda stóðu þeir í stappi við útgáfufyrirtæki sitt, Big Life, sem vildi end- urútgefa gamlar smáskífur en Paterson harðneitaði. A endanum slitnaði upp úr samstarfinu og þeir Orb menn gengur á mála hjá Is- land þar sem þeir eru í dag. Gnótt góðra hugmynda í spjalli við Morgunblaðið fyrir fimm árum sagðist Alex Paterson búa yfir gnótt góðra hugmynda og vera með í höfðinu grunna að tón- list sem duga myndu á fimm til sex tvöfaldar skífur. Hann skellir uppúr þegar hann er minntur á þessi orð sín og segir að mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan. „Síð- ustu fimm ár hefur gríðar- lega mikið verið að gera hjá mér, en minna um útgáfu því Island-útgáfan hefur verið erfið viðureignar. Á sínum tíma vorum við í góðu sam- bandi við útgáfu okkar, þar til uppúr sauð að minnsta kosti, og því hæg heimatökin að gefa út jafnharðan. Vegna glímunnar við Island höfum við minna gefið út en við hefðum viijað. Við eram búnir að taka upp breiðskífu og bíðum bara eftir því að hún komi út, en við erum með aðra skífu nánast til- búna nú þegar, búnir að semja lög á hana og langt komnir með upptökur. Á þeirri skífu verður Orb- kennd popptónlist, en marg- ar hugmyndir til eru í burð- arliðnum sem ég ætla ekki að ræða við blaðamenn, heldur einfaldlega fram- kvæma þær. Ég fæst líka mikið við að endurhljóð- blanda íyrir hina og þessa og síðan hef ég líka nóg að gera sem plötusnúður,“ segir Pat- erson, en hann er einmitt á leið hingað sem plötusnúður. Skömmu áður en fyrsta breiðskífa Orb kom út fékk Paterson til liðs við sig Kris Weston, eins og getið er, og var Orb þannig skipuð lengi vel. Um það leyti er rætt var við Paterson í Morgunblað- inu á sínum tíma var Weston aftur á móti á leið út úr sveitinni og í hans stað kom Thomas Fehlmann. Pater- son segist enn starfa með Fehlmann og einnig Andy Hughes en á nýju skífunni koma talsvert fleiri við sögu, söngkonur, plötusnúður og drum ‘n þass tónlistar- menn.“Við eram enn að velta fyrir okkur nýjum hugmynd- um,“ segir Paterson, „og lið- ur í því að er fá til liðs við okkur unga tónlistarmenn." Bráðnauðsynlegt að hlusta á aðra Eins og getið er er Orb ein áhrifamesta hljómsveit danssögunnar, en Paterson segist aldrei velta slíku fyrir sér, hann sé ekkert að remb- ast við að vera öðruvísi. „Það hefur ekkert upp á sig að vera sífellt að velta því fyrir sér hvað aðrir eru að hugsa um mann, en aftur á móti er bráðnauðsynlegt að hlusta á það sem aðrir tónlistarmenn era að gera. Ég hlusta á gríðarlega mikið af tónlist meðal annars vegna starfa minna sem plötusnúður, og það er ekki síst þess vegna sem ég er plötusnúður, til að fylgjast með því sem aðrir eru að pæla. Þegar ég er aft- ur á móti að vinna með Orb kemst það eitt að að gera eitthvað sem mér finnst sjálfum skemmtilegt, sem ég kann sjálfur að meta.“ Paterson segist hafa mikið gaman af því að vera plötu- snúður, ekki síst fyrir það að þá sé hann einn að störfum og engum um að kenna nema honum sjálfum ef eitt- hvað fer úrskeiðis. „Það er hverjum manni nauðsynlegt að ganga í gegnum slíkt, að standa á eigin fótum, ekki síst eftir að hafa verið í hljómsveit til fjölda ára.“ Undanfarin ár hefur Alex Paterson verið gríðarlega af- kastamikill þó ekki hafi Orb gefið mikið út, sett saman safnskífur, endurannið lög annarra, tekið þátt í ýmsum samstarfsverkefnum og þvælst um heiminn sem plötusnúður. „Ég ætlaði reyndar að hægja á ferðinni á þessu ári en það hefur ekki gengið eftir hingað til. Við lukum við plötuna fyrir jól og fóram strax í að vinna næstu skífu, þó ekki sé enn búið að ákveða útgáfudag á þeirri sem tilbúin er. Eftir það hefur líka hvert verkefn- ið af öðra komið til og sér ekki fyrir endann á því. Það er að vissu leyti óþægilegt að bíða eftir því að platan komi út, en ég veit þó að hún á eftir að koma út fyrr eða síðar, svo ég er ekki sífellt að hugsa um það, við erum bara að vinna í nýjum hugmynd- um.“ Paterson segir að á nýju skífunni, og því sem sveitin er að fást við í dag, sé stefn- an tekin í ólíkar áttir sam- tímis, hún sé bæði þyngri og léttari en það sem sveitin hefur áður gert. „Á henni er að finna tónlist sem er þung og myrk og einnig létt popp- lög, hún er mjög tilrauna- kennd og við eram að velta fyrir okkur ýmsum hug- myndum úr ólíkum áttum.“ qg Lítið hefur verið um tón- leika hjá Orb undanfarið en Paterson segir að þegar skíf- an komi út fari þeir félagar af stað í tónleikahald að nýju, þá þeir Paterson og Hughes við þriðja mann. „Ég hef alltaf kunnað því vel að leika á tónleikum, en eftir því sem vinsældir okkar hafa aukist höfum við þurft að leika á æ stærri stöðum sem er mér ekki að skapi, ég vil helst spila fyrir fáa í einu.“ Paterson er væntanlegur hingað til lands sem plötu- snúður eins og getið er en hann segist ekki geta sagí«J fyrir um það hvernig tónlist hann komi til með að leika hér á landi, það sé nokkuð sem hann ákveði þegar kom- ið er á staðinn. „Eg hlusta mikið á dram ‘n bass um þessar mundir svo það er líklegt að ég eigi eftir að hafa einhverjar þannig skíf- ur með mér, en ég er líka með í pakkanum hart techno og fleiri gerðir tónlistar ... kannski ég spili eitthvað af Orb lögum og þá líklega eittgpk hvað glænýtt.“ Alex Paterson spilar á Ráðhúskaffi á Ákureyri næstkomandi föstudag og Gauki á Stöng á laugardag. Á Gauknum kemur einnig fram plötusnúðurinn Kári og tónlistarmennirnir Biogen og Ruxpin frá Thule útgáfi®1* unni verða á efri hæðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.