Morgunblaðið - 10.08.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.08.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐ JUDAGUR 10. ÁGÚST 1999 51 i + Haraldur Freyr Þorvaldsson fæddist á Siglufirði 15. febrúar 1936. Hann lést á heimili sínu hinn 1. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Þorvaldur Sigurðsson, f. 27.4. 1899 að Grundar- koti í Héðinsfirði, d. 17.6. 1981, og Ólína Einarsdóttir, __ f. 18.12. 1904 að Ámá í Héðinsfirði, d. 23.11. 1976. Fjöl- skyldan bjó að Vatnsenda í Héð- insfirði fram til ársins 1949 er þau fluttu til Sigluíjarðar. Systkini Haraldar voru: Einar Ásgrímur, f. 29.6. 1924, d. 10.5. 1952; Halldóra María, f. 20.4. 1925, d. 23.7. 1982; Sigurður, f. 21.3.1927, d. 12.5.1927; Sigurð- ur, f. 14.7. 1928; Elín Fanney, f. 10.11. 1929; Anna Lilja, f. 3.9. 1931; Kristinn Ásgrímur, f. 17.3. 1933, d. 15.9.1955, og Helga Ingibjörg, f. 11.2.1941. Haraldur kvæntist 28.9. 1963 Stefaníu Baldursdóttur, f. 25.1. 1944 í Reykjavík. Þau bjuggu I „Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa. Sælir eru hjarta- hreinir, því að þeir munu Guð sjá.“ (Matteus 5.5 og 8.) Langri orrustu er lokið. Endalok- in voru fyrir löngu fyrirsjáanleg, en aldrei erum við viðbúin, þegar að kveðjustundinni kemur. Minning- arnar ylja, þó djúpur söknuður sé sú tilfinning, sem yfirsterkust er í dag. Hjól tímans snýst hratt, en sú vissa, að lífið er aðeins andartak í eilífðinni, veitir huggun. Kær vinur hefur kvatt okkur um sinn. Við áttum mikla og góða sam- leið, sem aldrei bar skugga á og bömin okkar tengdust honum sterk- um vináttuböndum. Öll minnumst við hans nú með hlýju og virðingu. Það var mikill happafengur fyrir fjölskyldu okkar, þegar Halli og Stefanía festu kaup á hæðinni í húsi afa og ömmu á Víðmel, þar sem heimili þeirra hefur nú staðið í 25 ár. Allir voru fljótir að gera sér grein fyrir að þama var heiðarlegt og sómakært fólk komið í húsið, sem gott var að vera í sambýli við. En fljótlega urðu þau hjónin og syn- ir þeirra tveir meira en venjulegir nágrannar, þau urðu hluti af fjöl- skyldunni. Þau vom óendanlega góð og hjálpsöm við gömlu hjónin sem bjuggu á efri hæðinni. Okkur sem seinna fluttumst í kjallarann reyndust þau frábær- lega. Eftir það sambýli hafa þau hjón verið meðal okkar traustustu og kærastu vina. Halli vildi alltaf allt fyrir okkur gera og oft var spenningurinn mikill þegar hann var að koma heim af sjónum, eftir langa útiveru, og hátíð var haldin í bæ. Oft kom hann færandi hendi, keypti eitthvað fyrir okkur í útlönd- um sem erfitt var að fá eða dýrt hér á landi. Og alltaf áttum við nógan fisk frá Halla í soðið, sem kom sér vel þegar ungt fólk stóð í bygging- arframkvæmdum. Halli var traustur maður og mjög yfirvegaður og æðralaus að eðlis- fari. Hann var bæði heiðarlegur og réttsýnn. Honum var illa við að skulda en vildi vera fírjáls og óháð- ur. Það var ekki flanað að neinu eða ætt út í einhverja vitleysu þegar Halli var annars vegar. Hann var orðheldinn, trúr og áreiðanlegur og þannig vissi maður alltaf hvar mað- ur hafði hann. Halli talaði minnst um eigin líðan enda vorum við löngu hætt að spyrja hann hvernig hann væri til heilsunnar. Þetta var bara svona og engu hægt að breyta og því þá að vera að fjasa um hlutina? Halli var stoltur af sínum, konan hans var honum allt og ekki brást hún honum frekar en fyrri daginn í hans langa veikindastríði heldur Vesturbænum í Reykjavík alla tíð. Synir Haraldar og Stefaníu eru: 1) Baldur tílfar, f. 23.1. 1965, maki Edda Hrönn Gunn- arsdóttir, hennar dóttir Hildur Nanna og þeirra sonur Arni Freyr. 2) Þor- valdur, f. 22.2.1966, maki Guðrún Helga Jónsdóttir, hennar dóttir Andrea Rún. Áður eignaðist Har- aldur dótturina Ólínu Margréti, 3.10. 1958. Hennar maki er Hermann Guð- jónsson og þeirra börn Jakob og Anna Lilja. Ungur að árum fór Haraldur til sjós og stundaði hann sjó- mennsku með hléum til ársins 1996, síðast sem bátsmaður á Vigra RE 71. Árið 1974 lauk Haraldur sveinsprófi í neta- gerðariðn og í hléum frá sjó- mennsku var það hans aðal- starf. títför Haraldar fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. sýndi honum fullkomna ást og um- hyggju sem aðeins sönn manneskja getur gefið. Synir þeirra tveir bera foreldrum sínum gott vitni og hafa ásamt tengdadætrunum sýnt pabba sínum mikla hlýju og umhyggju og litli sonarsonurinn, Arni Freyr, var afa mikill gleðigjafi. Hvar sem önd þín unir ei mun vetur þjaka. Vor og sífellt sumar sífellt hjá þér vaka. Ótal þúsund þakkir þigg - frá vina heimi! Andvakan er enduð. Arroðinn þig geymi! (Jakobína Johnson.) Að leiðarlokum vottum við Stef- aníu, Baldri, Þorvaldi og ástvinum öllum okkar dýpstu samúð og biðj- um Guð að styrkja þau. Blessuð sé minning góðs vinar. Hildur Einarsdóttir, Sigmundur Hannesson. Nú hjartans kveðjur samúðar ég sendi því sorgin víkur allri gleði á braut en líf vort allt það er í herrans hendi sem hjálpar okkur best í hverri þraut. Já, hugga, Drottinn, ástvinina alla þú einn átt frið sem huggun getur veitt lát inn í myrkrið geisla fagra falla sem fjötrum sorgarinnar geta eytt. (Gev.) Nú er komið að kveðjustundinni. Lífsljósið hans Halla er slokknað. Skuggar saknaðar og trega setjast að í hjörtum ástvina hans, en minn- ingamar ylja. Það var um borð í tog- aranum Vigra sem kynni okkar hófust. Bjössi og Halli störfuðu þar saman í mörg ár og þegar við eigin- konumar sigldum stundum með þeim til Bremerhaven kynntumst við Stefanía. Þessi kynni uxu og döfnuðu og urðu að traustri vináttu. Það var gott að eiga Halla að sem vin, svo trúr og tryggur sem hann var. Halli var sjómaður af lífi og sál, dugnaðarforkur til vinnu enda var honum falið að vera yfirmaður á sinni vakt um borð og kom það þá í hans hlut sem bátsmaður að taka undir sinn verndarvæng margan óharðnaðan sjómanninn sem var að stíga sín fyrstu spor til sjós, og það era eflaust margir sem þakka hon- um leiðsögnina. Halli mundi tímana tvenna til sjós. Það var gaman að hlusta á þegar hann var að rifja upp „gömlu árin“ þegar hann var á Skúla Magg, Þormóði goða eða Víkingi að ógleymdum síldarárunum á Siglu- firði. Þessar gömlu minningar ylj- uðu honum oft þegar hugurinn reiknaði í veikindum hans. Við vinimir vissum að það voru tveir staðir sem vora Halla kærast- ir, það voru staðurinn sem hann ólst upp á, Héðinsfjörður, og Þingvalla- sveitin. Það kom glampi í augun þegar vinimir vildu fi-æðast um Héðinsfjörð. Austur í Þingvallasveit áttu þau Stefanía sælureit þar sem bústaður fjölskyldunnar er. Þangað var gaman að koma til þeirra, eiga notalega stund í kytrðinni og fal- legu umhverfinu niðri við vatnið. Eitt sumarið fóram við saman í vikuferð um Þýskaland, þar var margt skoðað og gert sér til gamans. En þar áttaði maður sig á hvað sælu- reiturinn á Þingvöllum átti mikil ítök í Halla. Á góðu sumarkvöldi þegar við nutum fegurðar Rínardalsins og við hin vorum upptekin af umhverf- inu þá sagði Halli: Það er verst að ná ekki í Valda til að vita hvemig er á Þingvöllum núna. Við höfðum mikið gaman af þegar við sátum eitt sinn á veitingahúsi og þjónninn færði okk- ur drykk á borðið sem var sending frá hollenskum hjónum sem sátu við næsta borð. Við þökkuðum fyrir okkur og spurðum af hveiju þau væra að bjóða okkur drykk, jú, þau höfðu komist að því að við væram frá íslandi og þetta var í fyrsta sinn sem þau sáu Islendinga. Það voru gæfuspor hjá Halla þeg- ar hann kynntist Stefaníu. Hjóna- bandið var farsælt, þau vora miklir vinir og svo náin hvort öðra. Hann var hreykinn af strákunum sínum, þeim Baldri og Þorvaldi, og mikill vinur þeirra. En ljósið sem stóð upp úr síðasta árið og veitti honum ómælda gleði var „nafni hans“, Ámi Freyr, sonur Baldurs og Eddu. Hann fylgdist svo sannarlega vel með honum þótt vík væri milli vina. Elsku Stefanía, það er aðdáunar- vert að sjá hvað þú ásamt strákun- um hafið staðið sterk saman við hlið Halla í veikindum hans. Kæra vinir, Stefanía, Baldur, Edda, Árni Freyr, Þorvaldur og Helga, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um góðan Guð að styrkja ykkur á raunastund. Halli minn, við þökkum þér af einlægni vináttuna í gegnum tíðina og þökkum fyrir að hafa átt þig að vini. Erla og Sigurbjörn (Bjössi). Mig langar að skrifa nokkrar lín- ur um Halla mág minn. Það sem kemur fyrst upp í hugann er þegar hann kom í fyrsta skiptið heim að hitta systur mína fyrir tæpum fjöratíu áram. En frá öllum þessum árum era minningamar margar og góðar og segja má að hann hafi nánast orðið stóri bróðir okkar bræðra frekar en mágur, svo vel hefur hann reynst okkur gegnum tíðina. Faðir okkar og hann urðu strax miklir mátar og hann reyndist móð- ur minni sem besti sonur. Við lát fóður okkar má segja að Halli hafi verið sá sem hélt uppi minningu hans með því að taka að sér að halda við og bæta þann bú- stað á Þingvöllum sem kominn var og þar sem þeir undu sér hvað best og þeirra er af fjölskyldu og vinum minnst hvað sterkast. Að halda aðfangadagskvöld heima hjá Halla og Stebbu var einnig fastur liður hjá fjölskyldunni, hefð sem þau tóku að sér að við- halda eins og svo mörgu öðra í þágu fjölskyldunnar. Við veikindi móður okkar var hann stoð og styrkur systur okkar og umhyggja hans fyrir þeim vék ekki í erfiðu stríði við eigin sjúkdóm. Hjartans Halli minn, nú ertu laus við alla þjáningu og hvílir í friði. Kæra Stebba, Baldur og Valdi, Guð styrki ykkur í ykkar djúpu sorg. Eg veit að missir ykkar er mikill en munið að minningin um hann lifir. Þó að ég sé látinn harmið mig ekki með tár- um. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sá mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég mun taka þátt í gleði ykkar. (Höf. ók.) Hjálmar Baldursson. HARALDUR FREYR ÞORVALDSSON + Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, INGIBJARGAR VILHJÁLMSDÓTTUR, áður til heimilis á Miklubraut 56, fer fram frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 10. ágúst, kl. 13.30. Vilhjálmur Lúðvíksson, Konráð A. Lúðvíksson, Eydís Lúðvíksdóttir, Davíð Lúðvíksson, tengdabörn og barnabörn. V + Innilegar þakkir til allra sem sýndu hlýhug og samúð við andlát og útför ANDRÉSAR ANDRÉSSONAR. Ólöf Bjartmarsdóttir, Ólafur S. Andrésson, Sigrún Helgadóttir, Guðrún Andrésdóttir, Auður Andrésdóttir, Kristján Guðmundsson, Ágústa Andrésdóttir, Paul Richardson, G. Þóra Andrésdóttir, Jósteinn Einarsson og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur ómetanlega vináttu, hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, sonar og frænda, BRYNJÚLFS G.THORARENSEN, Logafold 133, Reykjavík. Ingveldur Jóna Gunnarsdóttir, Ólafur Thorarensen, Þórunn Helga Kristjánsdóttir, Ingi Þór Thorarensen, Birna Gísladóttir, Ingibjörg Guðlaugsdóttir, Ingimundur Ólafsson, Ólafur Kjartansson, Ingibjörg Stefánsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, OLAFS OLSEN flugstjóra. Lilja Enoksdóttir, Sigrún Olsen, Þórir Barðdal, Linda Olsen, Jónas Sveinsson, Edda Olsen, Gunnar H. Gunnarsson Kjartan Olsen, Erna Olsen, Gunnar Guðnason og barnabörnin. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við útför ástkærrar móður okkar og systur, ERLU A. HANNESDÓTTUR, Bönestölen 5a, Bergen, Noregi. Hannes Toftevág, Unni Jonsen, Geir Toftevág, Sigríður H. Hannesdóttir, Sveinn Hannesson, Þórdís Bára Hannesdóttir, Randi Antonsdóttir. T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.