Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 23 SKODA FELICIA 1,3 kostar aöeins 865.000 Uaugavegur 170 i VIÐSKIPTI Sex mánaða uppgjör Sparisjóðs Keflavíkur Hagnaður 49,2 milljónir SPARISJÓÐUR Keflavíkur hagn- aðist um 70 milljónir króna fyrir skatta fyrstu sex mánuði ársins 1999, í samanburði við um 55 millj- ónir króna á sama tímabili ársins 1998. Vaxtatekjur Sparisjóðsins námu 569,2 milljónum króna á tíma- bilinu og vaxtagjöld 362,1 milljón króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Hreinar vaxtatekjur námu því 207 milljónum króna á þessu tímabili samanborið við 185 milljónir króna á sama tímabili í fyrra, segir í fréttatilkynningu frá Sparisjóði Keflavíkur. Geirmundur Kristinsson, spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs Keflavíkur, segir að þetta tímabil hafí verið mjög gott. „Bæði var staðið í endur- skipulagningu og útvíkkun á starf- semi Sparisjóðsins. Við höfum verið að fara inn á aðrar brautir. Við hóf- um verðbréfaviðskipti og höfum unnið að kostnaðaraðhaldi, og fylgj- um aðhaldssamri stefnu í okkar rekstri en höfum einnig mjög góðu starfsfólki á að skipa. Auk þess má nefna að dótturfélög okkar ganga vel,“ segir Geirmundur. í fréttatilkynningunni kemur fram að heildarinnlán í Sparisjóðn- um 30. júní 1999 ásamt lántöku námu 8,1 milljarði króna og heildar- útlán ásamt markaðsskuldabréfum námu 9,0 milljörðum króna. Arð- semi eiginfjár fyrstu sex mánuði ársins 1999 var 16,3%, eiginfjárhlut- fall var 9,41% og kostnaðarhlutfall 70,1%. Eiginfjárhlutfall Sparisjóðs- ins samkvæmt CAD-reglum er 9,41% en var 9,71% árið áður. FELICIA Bestu bílakaupin ' f lokki nýrra bíla! Ráðstefna um net- tölvulausnir OPIN kerfi og Nútíma samskipti halda í dag ráðstefnu um nettölvu- lausnir í Iðnó við Tjörnina milli kl. 10 og 13. Á ráðstefnunni munu notend- ur nettölva ræða um reynslu sína og skyggnst verður til framtíðar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Aðgangur að ráðstefnunni er ókeyp- is en skráning fer fram á vefnum www.nutima.is. Framsögumenn verða Hermann Valsson, framkvæmdastjóri Nútíma samskipta, Rob Vemes, þróunarsviði Boundless Technology, Stefán Hrafn Hagalín, markaðsstjóri Opinna kerfa, Trausti Elísson, forstöðumað- ur tölvudeildar VÍS og Þorvaldur Geirsson, yfírmaður tölvusviðs Frumherja. Ráðstefnustjóri verður Gunnar Á Bjarnason, sölu- og mark- aðsstjóri Teymis. Beinar útsendingar frá kauphöllinni í New York Sjónvarps- stöðvar berjast New York. AP. MIKIL samkeppni ríkir á meðal við- skiptafréttadeilda sjónvarpsstöðv- anna CNN og CNBC í Bandaríkjun- um. Talsmenn beggja stöðva hafa til- kynnt um daglega sjónvarpsþætti sem sendir verða út frá kauphöllinni og hvor stöð um sig ætlar sér forskot á hina. CNBC hefur verið talin í forystu viðskiptasjónvarpsstöðva en þáttur- inn „Moneyline" á CNN er mjög vin- sæll og fleiri horfa á hann en þátt CNBC „Business Center“, að því er mælingar gefa til kynna. Nú stendur til að breyta „Business Center" hjá CNBC á þann hátt að senda beint út frá kauphöllinni í New York, tveimur tímum eftir lokun. „Þegar Lou Dobbs hætti með Moneyline hjá CNN sáum við tækifæri til frekari sóknar og höfum ákveðið að hraða framkvæmdum,“ segir Bill Bolster, forstjóri CNBC. „Moneyline" verður óbreyttur hjá CNN en áætlað er að hefja nýjan þátt, „Street Sweep“ sem sendur verður út frá kauphöllinni og hefst einni mínútu fyrir lokun markaðar- ins. Steve Korn, varaformaður stjórnar CNN, segir það vænlegra til árangurs að senda út þátt um leið og markaðnum er lokað. Árið 1995 voru fyrst leyfðar bein- ar útsendingar frá kauphöllinni í New York og nú hafa 22 sjónvarps- stöðvar leyfi til útsendinga þaðan. Verið er að rýma fyrir sérstökum borðum svo CNN og CNBC geti sent heilu þættina frá kauphöllinni enda þótt ekki sé leyfilegt að senda beint út á meðan viðskipti standa yf- ir. Enn einu sinni hefur breska tímaritið Auto Express sæmt Skoda Feiicia titlinum "Bestu bílakaupin" í flokki nýrra bíla. m HEKLA í tímaritinu er Skoda Felicia lofaður í bak og fyrir: "Hinn sterkbyggði Skoda eröllum þeim kostum búinn, sem unnt er að krefjast af ódýrum bíl." "Skoda Felicia skarar enn og aftur fram úr fyrir fallegt útlit og gæði miðað við verð." "Vinsældir og árangur þessar bifreiðar er reyndar dyggilega staðfestur með stórlega aukinni sölu um allan heim." Sparisjóðurinn I Ksflavik Úr milliuppgjöri 1999 :$61999 $61998 Breyting Hreinar vaxtatekjur Milljónir króna 207,1 185,2 +11,8% Aðrar rekstrartekjur 124,3 98,7 +26,0% Hreinar rekstrartekjur 331,4 283,9 +16,8% Önnur rekstrargjöld 232,4 204,0 +13,9% Framlag til afskr.reiknings útlána 29,7 25,1 +18,7% Skattar 20,1 15,6 +28,8% Hagnaður tímabilsins 49,2 39,3 +25,3% 30/61999 31/121998 Heildareignir Milljónir króna 10.128,5 9.331,0 Skuldir og skuldbindingar 9.439,8 8.727,1 Eigið fé 688,7 603,9 Skuldir og eigið fé samtais 10.128,5 9.331,0 $é1999 $61998 Handbært fé frá resktri 250,7 195,8 +28,0% www.heklo.is hokla@hekla.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.