Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ > KRISTINN REYR + Kristinn Reyr, rithöfundur, skáld, tónskáld og listmálari í Reykja- vík, fæddist í Gr- indavík 30. desem- ber 1914 og ólst þar upp og í Keflavík. Hann lést 9. ágúst síðastliðinn. Foreldrar Krist- ins: Pétur Jónsson, f. 4.9.1889, d. 12.10. 1930, sjómaður í Grindavík og síðar í Keflavík, _ og k.h. Ágústa Árnadóttir, f. 12.8. 1891, d. 28.8. 1969, hús- móðir og síðast saumakona í Reykjavík. Pétur var sonur Jóns Guðmundssonar, formanns og útgerðarmanns á Hópi í Gr- indavík, og Guðrúnar Guð- brandsdóttur húsmóður. For- eldrar Ágústu voru Vilborg Guðmundsdóttir úr Landeyjum og Árni Jónsson frá Sperðli í Landeyjum, bóndi í Krísuvík og síðar útgerðarmaður í Staðar- hverfi. Kristinn kvæntist 16.11. 1940 Margréti Jústu Jónsdóttur, þá saumakonu, f. 24. júlí 1917, d. 13. febrúar 1969, dóttur Jóns Jónatanssonar, verkamanns í Reykjavík, og Magðalenu Guð- mundsdóttur. Kristinn og Mar- grét slitu samvistir 1954. Börn Kristins og Margrétar eru Edda Kristinsdóttir, f. 1945, leikskólaleiðbeinandi, gift Hilmari fvarssyni verzlunar- manni og eiga þau fjögur börn, og Pétur Kristinsson, f. 1948, forstjóri, var kvæntur Guðrúnu Alfreðsdóttur og eignuðust þau einn son, en kona Péturs er Sonja Þórarinsdóttir, tann- tæknir og eiga þau tvær dætur. Kristinn stundaði nám við kvöldskóla KFUM í Reykjavík og lauk prófí frá Verzlunarskóla ís- lands 1935. Hann stundaði verslunar- störf í Reykjavík 1929-37, var starfs- maður Ferðafélags Islands á öræfum sumrin 1938 og 1939, var verzlunar- og skrifstofumaður í Keflavík 1940-42, forstöðumaður Sjúkrasamlags Keflavíkur 1943, kennari við Iðnskólann í Keflavík 1945-46, stofnaði Bókabúð Keflavíkur 1942 og starfrækti hana til árs- loka 1964 og stofnaði Keflavík- urútgáfuna 1962, var starfsmað- ur Rithöfundasambands íslands 1967 en vann að ritstörfum í Reykjavík frá 1965. Kristinn var formaður skóla- nefndar Keflavíkur og bygging- arnefndar Barnaskóla Keflavík- ur 1946-50, formaður Málfunda- félagsins Faxa 1951-52 og 1964-65, í stjórn Útgerðarfé- lagsins Rastar 1945-51, forseti Rotaryklúbbs Keflavíkur 1953-54, í stjórn Tónlistarfélags Keflavíkur 1957-65, Ungmenna- félags Keflavíkur, Sósíalistafé- lags Keflavíkur og Byggðasafns Keflavíkur 1944-65, formaður Félags íslenzkra dægurlagahöf- unda 1967-69, formaður Stað- hverfingafélagsins 1962-63 og í stjórn Félags íslenzkra bóka- verzlana 1951-65, í stjórn Rit- höfundafélags íslands 1966-69 og formaður 1970-71, í stjórn Rithöfundasambands íslands 1956-66 og 1975-81, Tón- menntasjóðs kirkjunnar 1975-77, Rithöfundasjóðs ís- lands 1977-80 og formaður hans I978-79_ og í stjórn Leik- skájdafélags fslands 1986-89. títgefin leikrit Kristins: Ást og vörufölsun, 1935; Vetur og Vorbjört, 1947; Vopnahlé, 1967, Að hugsa sér, J968; Deilt með tveim, 1971; Ó, trúboðs- dagur dýr, 1974; Æsa Brá, 1976; Tilburðir, 1978, og Auðnuspil, 1987. Ljóðabækur Kristins: Suður með sjó, 1942; Sólgull í skýjum, 1950; Turnar við torg, 1954; Teningum kastað, 1958; Minni og menn, 1961; Mislitar fanir, 1963; Hverfist æ hvað, 1971; Hjalað við strengi, 1974, Veg- ferð til vors, 1979; Vogs- ósaglettur, 1981; Gneistar til grips, 1985, og Glaðbeittar Iín- ur, 1991. Ritsafn hans, Leikrit og ljóð, kom út 1969 og tír- valsljóð ein 1996. Nótnahefti eftir Kristin: Sjö einsöngslög, 1967; Nítján sönglög, 1972; Átján söngvar, 1975; Grindvísk rapsódía, 1979; Fimmtán sönglög, 1984; Fimm valsar, 1986, og Sextán söngvar, 1988. Auk þess Suður- nesjaljóð og lög, úrval á spólu 1983, og Sautján ljóðalög á geislaplötu 1993. Kristinn sat í ritstjórn og var ritstjóri ýmissa blaða og tíma- rita og hélt fjölda málverka- sýninga hér heima og í Noregi. Kristinn hlaut viðurkenn- ingu Rithöfundasjóðs RUV 1974, frá Rithöfundasjóði fs- lands 1976 og 1983, frá Fjölís- sjóði 1992, þáði listamannalaun frá 1976, var heiðursfélagi Málfundafélagsins Faxa frá 1965 og Rotaryklúbbs Kefla- víkur 1965-68 og frá 1979, heiðursfélagi St. Georgsskáta frá 1984, UMFK frá 1985, Stað- hverfingafélagsins frá 1985 og Paul Harris-félagi frá 1989. Kristinn verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. * V > Til allrar hamingju steypti guð okkur ekki öll í sama mótið. Mann- flóran er litrík og það gerir lífið allt svo miklu skemmtilegra auk þess sem hún er ein aðal uppspretta skáldskaparins. Kristinn, tengdafað- ir minn, var eitt blómið meðal mann- fólksins, svo yndjslega sérlundaður að unun var að. Ég kynntist honum fyrir 22 árum og frá fyrstu stundu hafði hann djúp áhrif á mig. Hvert orð sem af vörum hans féll olli mér heilabrotum og djúpri hugsun. Það var eins og hann færði mér ný lífs- viðhorf, kornungri tengdadóttur sinni, sem var alsendis óvön því að umgangast virðulegt skáld. Hann var sífellt að koma mér á óvart og það gerði hann reyndar allt til síð- asta dags. Þegar Sigga, eldri dóttir okkar Péturs, fæddist, kom hann í heimsókn með fallega mynd af blómi og aftan á hana var ritað: „Yngsta biómið hans afa.“ Það voru svona litlir, fallegir hlutir sem hann átti til að gefa okkur mæðgum, persónuleg- ir hlutir, sem eru svo verðmætir þegar frá líður. Jústa, yngri dóttir okkar, fékk líka fallega gjöf frá Kristni afa, ljóð sem samið var út frá undrun hennar á gamlárskvöld þegar hún lét þau orð falla í flug- eldahríð að verið væri að brjóta loft- ið. í framhaldinu settist Kristinn afi niður og orti ljóðið Kringum tréð, en fyrstu línur þess eru: „Það er verið að brjóta loftið - sagði barnið á gamlárskvöld." Heimili Kristins afa bar vott um mikla snyrtimennsku og skipulag. Hver hlutur átti sinn sérstaka stað og enginn skyldi hreyfa við honum. Þeir sem heimsóttu hann höfðu í heiðri þessa óskrifuðu reglu og báru virðingu fyrir henni. Allir virtu sér- visku Kristins afa. „Bamið átti ekki að snerta - aðeins að skoða.“ Sigga og Jústa áttu þó vísan aðgang að skúffunni með brjóstsykrinum en aldrei brást að þar væri góðgæti að finna. Við mæðgurnar erum ríkar í hjörtum okkur eftir samleiðina með Kristni afa. Hann fyllti okkur von- gleði og lífssýn sem við munum ávallt búa að. Er hægt að hugsa sér betri tengdaföður og afa? Við erum þakklátar. Megi Kristinn afi hvíla í friði. Sonja, Sigríður og Jústa (blómin hans þijú). Þá hefur minn elskulegi tengda- faðir kvatt þennan jarðneska heim. Við vorum mjög ung þegar við hóf- um okkar búskap, og ekki stóð á honum að rétta okkur hjálparhönd. I upphafi okkar kynna fannst mér hann nokkuð sérvitur, en eftir því sem ég kynntist honum betur sá ég að sérviskan var hans persónuleiki bæði fáguð og lýsti mikilli vand- virkni. Kristinn minn, ég kveð þig með hlýhug og þakklæti fyrir alla þá góð- vild og elskulegheit sem þú sýndir mér og mínu fólki alla tíð. Þinn tengdasonur, Hilmar. Síðast þegar ég sá Kristin afa lá hann í rúmi sínu í Landakoti. Hann var hljóður og augnlokin vildu niður. Ég virti hann afa minn fyrir mér sem aldrei fyir og allt í einu fannst mér sem ég hefði aldrei tekið eftir því áður hversu fallegar hendur hans væru. Og ég tók um þá höndina sem nær mér var og fór mínum kubbs- legu fingrum um hans, granna, langa og fagurskapaða. Og ég spyr hann í barnslegri einlægni: Afi, hvaðan hef- urðu þessa fallegu fingur? Þá er eins og hann vakni. Hann brosir, kímir á sinn alveg sérstaka, geislandi hátt, og svarar: Ég veit það ekki, Kristinn minn. Oft hafa svörin hans alá verið gjöfulli en þarna, en brosið var ekta. Kristinn afi var sérlega fallegur maður, það sé ég núna þegar ég skoða hann frá öðrum sjónarhóli en þeim sem ég hef séð hann sem afa. Áður en við kvöddumst mannaði ég mig upp í að segja hvað mér bjó í brjósti: Þú veist að mér þykir óskap- lega vænt um þig, sagði ég við hann afa minn. Það er svo skrýtið hvað manni getur reynst erfitt að tjá þeim ást sína og væntumþykju sem hún beinist að. Síðastliðin fjörutíu ár, eða svo, hefur hann afi búið á efstu hæð við Bergstaðastræti með ægifagurt út- sýni og „inspírerandi"; sér yfir Tjörnina í suður til Keilis, pýramída Suðurnesja, eins og afi kallaði hann. Þarna hefur hann setið við skriftir, málað á léreft og samið tónlist á pí- anóið sitt, enda listamaður eigi ein- hamur. Hann hefur verið bókhneigð- ur mjög frá barnsaldri, las þá og geymdi vel þær bækur sem hann komst yfir. Sagði hann mér eitt sinn frá því þegar hann ungur maður samdi við bóksala í Bankastrætinu um að fá keyptar nýendurútgefnar ljóðabækur Éinars Benediktssonar með afborgunum. Sendilslaunin úr matvöruversluninni Vísi ofar í göt- unni dugðu þá ekki betur. En ljóðin varð hann að lesa. Og hann nam þau svo vel að ósjaldan botnaði hann sitt fagra og skemmtilega mál með vísu- parti eða lengri tilvitnunum í sín eft- irlætis skáld. I heimsókn hjá afa sátum við tíð- um í eldhúskróknum, við borðið litla sem á sér enga jafna hlið og hann afi hafði látið smíða eftir eigin teikning- um, eins og reyndar allt eldhúsið. Þar er hver skápur og skúffa löguð að þörfum manns sem vissi nákvæm- lega hvað hann vildi. En það var minna af matargerðarlist sem þar var iðkuð og meira af samræðulist, því honum þótti sem fleirum eldhús- ið tilvalið til að spjalla. Og þarna sát- um við í eldhúsinu sérsaumaða, drukkum melroses eða neskaffi og ... viltu ekki aðeins heitara útí, fáðu þér meira kex ... eða pönnukökur sem hún Helga hans elskuleg hafði bakað handa okkur. Afi bar sig fallega og í raun hefð- armannslega, fínlega agaður í hreyf- ingum. Hann var og afskaplega vandvirkur og natinn og oft hrein unun að fylgjast með tilfæringum hans við hversdagslega hluti, eins og þegar hann settist niður til að skrifa á umslag eða inn í bók - þetta hér, hitt þarna - jafnvel hvernig hann mataðist. Allt var þetta honum sem einhvers konar ritúal sem hann framkvæmdi af sínu einstaka list- fengi. Hann var heldur enginn venjulegur maður, heldur sérvisku- stykki af skemmtilegra taginu. Ég hef alltaf verið stoltur af því að heita í höfuðið á honum afa og lengi haft hann að fýrirmynd. Kristni afa var mjög í mun að við barnabörnin hans gengjum mennta- veginn og skoðuðum okkur um í heiminum. En honum dugði ekki að hvetja okkur, heldur veitti okkur ríkulega náms- og fararstyrki. Þá hringdi hann í afastrák eða afastelpu og sagði umslag eitt bíða viðtakanda síns. Mikið á maður gott að eiga slík- an afa sem bæði getur og vill hjálpa sínum. Nú, þegar ég loka augunum að kanna hvaða afamynd rennur mér helst fyrir hugskotssjónum þá er það sú margendurtekna kveðjustund þar sem hann stendur uppi á stigapallin- um sínum og hallar sér ögn vinstra megin að veggnum, en ég á næsta palli fyrir neðan og öll árin í þrepun- um þarna á milli okkar, á útleið með „peking“ eða góða sögu í vasanum. Og þai-na gátum við staðið góða stund og rabbað saman sem jafningj- ar og ég fór hvergi. Samt verður maður nú að lokum að kveðjast og ... takk fyrir mig afi minn, við tölum saman ... og ég læt aftur útidyra- hurðina og geng mína leið niður stig- ana og virði fyrir mér málverkin hans afa sem þar hanga á hverjum palli. Hann veifar mér brosandi, upp- litsdjarfur, biður mig vel að lifa elsku Kristinn og skila góðum kveðjum heim. Nú kveðjum við Hildur þig og þitt ófædda afabamabarn sem fær þín ekki að njóta. Vertu sæll elsku afi minn, vinur og velunnari; það hef- ur verið svo ósköp gott að eiga þig að. Hvfl í friði. Þinn afastrákur, Kristinn Pétursson. Þegar Kristinn Reyr sendi frá sér fyrstu ljóðabók sína, „Suður með sjó“ (1942), þótti mörgum sem þar hljómaði nýr strengur, ásláttur bjartra tóna, frjálslegt viðhorf til forms sem inntaks, jafnvel djarfar tilraunir sem vitnuðu um viðhorf nýrra tíma í listum. En sá hlaut að lesa þau ljóð í nokkrum fljótheitum sem ekki fann, að þar var jafnframt byggt á biturri reynslu kreppuára, kynnum af skæðum sjúkdómi þeirra ára, berklunum, og á ívið þröngum sjónarhring þorpsdrengsins, enda þótt sjálft veraldarúthafið gnauðaði við bæjarþilið. Næstsíðasta ljóð bókarinnar er þannig: Tónmynd haustsins Komið er haust, kveður með raust, Kári við naust. Kotin í kafi, klaki í moldu, feigð yfir foldu, fárviðri á hafi. Fannirnar skefur, og fjúkinu vefur um fiskiþorpið. Hrafnarnir flögra, hundunum ögra og sækja í sorpið. Karlar sjást kjaga með klaka í skeggi í hríðanna hreggi um haustmyrka daga. Þeir stefna til sjávar, stanza og spá þar ogstappaíjörðu. Brotsjóir stranda á brimsorfnum granda. Hart mætir hörðu. Og karlarnir efa, og karlarnir þrefa, og karlamir stara, mórauðu spýta og mislitu snýta, freðnir til fara. Stafskipin standa gegn stormviðri haustsins í næðingi naustsins. Það næst ekki branda. En hvað er um kotin? Húsfreyjan lotin að hlóðunum skarar. Talar við drottin, telur í pottinn og sparar og sparar. Krakkamir hlæja, kveina og æja. Konurnar tala og kaffílögg sötra, klæddar í tötra. Kettirnir mala. Og Kári við naust kveður með raust: Komið er haust. Hér er ekki beinlínis um baráttu- ljóð að ræða, og því síður um beina árás á heimsauðvaldið. Samt gefur það nokkuð glögga mynd af lífínu í sjávarþorpum þeirra tíma. Þetta var áður en þau urðu sum hver að upp- sprettu atómljóða og skondinna sagna. Sjálfur var Kristinn þannig gerð- ur, að honum voru átokin við lista- gyðjuna einatt sem leikur; gaman og alvara í senn; og það voru ekki allir sem áttuðu sig á þessu. Hann hafði yndi af því að gera tilraunir með form, og á löngum ferli urðu yi'kis- efnin bæði mörg og sundurleit, og rangt væri að segja, að hann hafi grafið pund sitt í jörðu: útgefnar bækur hans og sönglög skipta tug- um, og síðustu misserin sem hann lifði mun hann hafa náð því að verða Nestor íslenzkra ljóðskálda. Kristinn Reyr var maður félags- lyndur. Og svo samstarfsfús og við- mótshlýr sem hann var, þá komst hann ekki undan því að verða framá- maður í þeim félögum sem hann kom nálægt, og sóttist þó aldrei eftir neinum frama. Um langt árabil rak hann bókaverzlun í Keflavík, og það hafa sagt mér kunnugir menn að sú verzlun hafi verið sannkölluð menn- ingarmiðstöð bæjarlífsins þar sem safnazt var saman til að ræða hvað- eina sem efst var á baugi, allt frá innansveitarvafstri til sjálfra heims- málanna. Þegar bókabúðartímabilinu var lokið í ævi Kristins og hann settist að í enn einni víkinni, Reykjavík, fór ekki hjá því að á hann hlæðust trún- aðarstörf í samtökum rithöfunda, og formaður Rithöfundafélags Islands var hann um tveggja ára skeið. Þá átti hann sinn drjúga þátt í því, að tókst að stofna Rithöfundasamband íslands, en það heillaríka átak var til sigurs leitt einmitt af mönnum eins og honum, mönnum sem létu ógert að rísa upp á fundum til þess eins að pexa, heldur unnu af heilindum og með skírskotun til velvilja og heil- brigðrar skynsemi. Og ekki sakaði það, hve gott hann átti með að benda á skoplegar hliðar ... Ef saga þessa tímabils skyldi einhverntíma verða skráð, ættu menn eins og hann sízt að gleymast, jafnvel þótt þeirra sé ekki getið í fundargerðabókum að staðaldri. Sólin til fjalla fljótt fer um sjóndeildar hring, tekur að nálgast nótt... orti Hallgrímur Pétursson forðum. Þessar línur gátu flogið manni í hug, ef maður var staddur í íbúð Kristins sem hann kom sér upp, eftir að hann fluttist alkominn til Reykjavíkur og atvikin höfðu gert hann að einsetu- manni. Hann bar gæfu til að geta keypt fallega íbúð í rólegu hverfi, Þingholtunum, á efstu hæð í fjölbýl- ishúsi þar sem hann sat sem í hlið- skjálf og gat horft of heima alla. Þar blasti jökullinn við í vestri, en til suð- urs gaf að líta gullið rafljósaband vaxandi þéttbýlis á Reykjanesskaga, sem mörgum var þó þyrnir í augum og báru blendinn hug til. En í þessu virki sínu undi Kristinn sér vel og naut lengst af góðrar heilsu og krafta. Hann helgaði sig félagsmál- um, sendi frá sér margar ljóðabækur og leikrit, að ógleymdum sautján laga geisladiski sem út kom fyrir nokkrum árum með úrvali helztu sönglaga hans við eigin texta og ann- arra. Hann hafði nefnilega einna fyrstur þá sérstöðu meðal íslenzkra skálda að geta samið lög við sín eigin ljóð og hlotið vinsældir án þess endi- lega að gerast trúbador. Og mátti ekki minna vera en að maður öfund- aði hann dálítið fyrir vikið. Það var því engin þörf á því fyrir Kristin að bíða þess að einhver önnur tónskáld „uppgötvuðu" hann. Fyrir hann var svo margt ljúíur leikur, sem öðrum gat reynzt óviðráðanlegt bardús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.