Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 55 KÍNAFERÐ LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS Varaforseti kínverska þingsins, Cao Zhi, upplýsti okkur um helstu störf þingsins og tók síðan við fyr- irspurnum. Kínverskir þingmenn eru tæplega 3000 og eru þeir kosn- ir á 5 ára fresti. Vegna hins mikla mannfjölda er þinghúsið stórt og rúmar einn salurinn t.a.m. 10.000 manns. Laga- og stjórnmála fræðiskóli Kína Farið var í heimsókn í Laga- og stjórnmálafræðiskóla Kína (China University of Political Seience & Law) sem heyrir beint undir kín- verska dómsmálaráðuneytið. Yfir 10.000 nemendur stunda nám við skólann. Það sem vakti sérstaka athygli okkar var að tvær lögmannastofur, FADA Law Office og Everbright Law Firm, eru starfræktar á vegum háskól- ans. Þar eru hinir 120 prófessorar skólans ýmist í fullu starfi eða hlutastarfi og nemendur fá tæki- færi til að kynnast störfum á lög- mannastofu. FADA er t.a.m. ein af stærstu lögmannastofum í Kína. Okkur var sagt að með þessu móti gætu prófessorarnir þjónað samfé- laginu og eins væri þetta góður grunnur fyrir laganema þar eð með þessu móti væri unnt að sam- eina fræðilegan og verklegan hluta námsins. King&Wood er nútímaleg lög- mannastofa og mikið lagt upp úr alþjóðasamskiptum, þ.á m. sam- vinnu við lögmannastofur í Banda- ríkjunum, Ástralíu, Evrópu og Hong Kong. Meðal umbjóðenda Kings & Wood eru erlendar bankastofnan- ir, váti-yggingafélög, fjölþjóða fjár- festingarfyrirtæki, aðilar í inn- og útflutningi og flugfélög, en King & Wood er eitt fárra fyrirtækja í Kína sem sér um leigusamninga fyrir flugfélög. Að áliti King & Wood mun er- lendum fjárfestum, bæði fyrir- tækjum og einstaklingum, í Kína fjölga eftir því sem efnahagsum- bætur þar aukast. Því er við búið að skapast muni aukin þörf á sér- hæfðri kínverskri lögfræðiráðgjöf. Lögmenn King & Wood hjálpa umbjóðendum sínum að skilja kín- versk lög og eins eru erlendum fjárfestum t.a.m. veittar upplýs- ingar um fjármagnsmöguleika t.d. lántökur hjá bankastofnunum eða um kínversk skattamál. Nú er er- lendum fjárfestum t.d. veitt 2 vikna skattfrelsi (tax-holiday) og fyrirtæki njóta skattahagræðis, þ.e. þurfa ekki að borga nema helming í skatt. Mjög fróðlegt var að fá innsýn í störf einkarekinnar lögmannastofu í Kína en stofan endurspeglar vel hve hratt allt lagakerfi og -um- hverfi í Kína er að breytast. I Lama-hofínu Síðast á dagskránni á þriðja degi okkar í Kína var að skoða Lamahofið (Yonghegong) þar sem búddamunkar biðja fyrir samlyndi og friði í heiminum. Yonghegong var byggt árið 1694 og var upphaf- lega bústaður keisarans Yongzheng, áður en hann fór frá völdum 1722. Þegar valdaskipti urðu í Kína til foma varð að breyta höll keisarans í hof og því sendi sonur Yongzheng, Qianlong, eftir 300 munkum frá Tíbet og 200 nem- endum þeirra og kom þeim fyrir í höll sinni, en hann tók við af föður sínum. Höll Qianlong, er þannig varð að hofi, var álitið eitt mikil- vægasta höfuðvígi Lama-búdd- isma utan Tíbet á árunum 1744-1960. í menningarbylting- unni (1966-1976) var Lama-hofinu lokað af rauðliðum en þeim var bannað að eyðileggja það eða ræna það, samkvæmt skipun forsetans, Zhou Enlai. Margir búdda- munkanna voru þó stimplaðir rót- tæklingar og sendir til sveita til þess „að læra af bændum“. Nú tilheyrir hofið trúarsöfnuði Gula hattarins eða Gelugpa-söfn- uðinum, sem er ríkjandi í Tíbet, og í því lifa og starfa 70 munkar. Andlegur leiðtogi safnaðarins er hinn útlægi Dalai Lama. Annar andlegur leiðtogi búdda-munka, Panchen Lama, býr í Peking. Tí- undi Panchen Lamainn dó snemma á árinu 1989 og árið 1993 buðu kínversk stjórnvöld Dalai Lama að taka þátt í leit að nýjum Panchen Lama. Dalai Lama bjó þá í hálft ár í Lama-hofinu. Þess skal getið að það tókst að finna nýjan Panchen Lama sem nú er 10 ára gamall. Lama-hofið samanstendur af 5 smáhofum sem í eru allskyns búdda-líkneski sem ekki mátti taka mynd af. Mikilvægustu hofin og þau er virtust laða að sér flesta ferðamenn voru annars vegar Fa- lundian-hofið, en i því er hjól sem búddamunkarnir snúa stöðugt til þess að skapa breytingu. Hjólinu er víst snúið ákaft þessa dagana og þess beðið að friður skapist í Kosovo. Hitt hofið er hof tíuþús- undfaldrar hamingju (Wanfuge) en í því er mantra-búddalíkneskið Maitreyja. Líkneskið er meitlað úr einum stökum 26 metra ljósum og ilmandi sandalaviðarbúti og er það hæsta sinnar tegundar í heim- inum. Meitreyja-líkneskið í Yong- hegong komst m.a. í heimsmeta- bók Guiness, í ágúst 1990. Höfundur er lögfræðingur. 5 690691'20000» Nýr sumarleikur vinnið ferð til Gran Canaria igust. 1999 VERÐ KR Öðruvisi kaffihús - Undir fölsku flaggi - Of margar vinkonur Kim Basinger - Streituvaldar - Eldhúsengill og margt fleira Fjögurra króna afsláttur af hverjum eldsneytislítra við sjálfsafgreiðslu á Gagnveginum! +80 aurar á hvern lítra á Safnkortið % Kannaðu k * Fréttir á Netinu 0mbUs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.