Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRÉTTUM BIOIN I BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/ Arnaldur Indriðason Hildur Loftsdóttir Fullt af brellum fyrir börnin og sviðsmyndirnar fagrar segir í dómi um nýjustu Stjörnustríðsmyndina. BlOBORGIN Hin systirin ** Frekar tilgangslaus mynd um þroskahefta stelpu, fjölskyldu hennar og kærasta. Nokkuð sæt á köflum þó. Villta, villta i/estríðtr-k Innihaldsrýrt Hollywoodbruðl um tvo félaga að bjarga gamla, góða villta vestrinu. Ekki leiðinleg en skilur enga innstæðu eftir. Matrix ★★★'A Bráðskemmtileg og hugmyndarík framtíðarfantasía, með Keanu Reeves í „Speed“-formi. Óvenju útpæld afþreying. Svikamylla ★★★ Meistaraþjófarnir Sean Connery og Catherine Zeta Jones gerast milljarðaræningjar. Það er stíll yf- ir þeim og myndinni, sem er vel lukkuð afþreying. Babe: Pig In the City ** Afturför í flesta staði frá fyrri myndinni að öpunum undanskild- um. Tölvuvinnan fín. Stjörnustríð Fyrsti hluti Ógn- valdurinn ** Fyrsti hlutinn í nýrri trílógíu Ge- orge Lucas veldur nokkrum von- brigðum en þótt sagan sé ekki mikil í henni og persónusköpunin veik er fullt af brellum fyrir börnin og sviðsmyndirnar eru fagrar. SAMBÍÓIN, ÁLFABAKKA Resurrection ** Hreint ekki sem verst raðmorð- ingja- og löggumynd frá Kristófer Lamba. Spennan endist því miður ekki til loka. Tarsan and týnda borgin *'A Tarzan er leiðilegur og handritið útþynnt, og því virkar myndin ekki. Villta, villta vestrið-trk Innihaldsrýrt Hollywoodbruðl um tvo félaga að bjarga gamla, góða villta vestrinu. Ekki leiðinleg en skilur enga innstæðu eftir. Múmían *** Notalega vitfírrt ævintýramynd um múmíu, fjársjóði, plágurnar 10, bölvun, kumlrof, græðgi, spennu og grín. Hvað viljið þið hafa það betra? Fínt léttmeti. Matrix ***Vz Bráðskemmtileg og hugmyndarík framtíðarfantasía, með Keanu Reeves í „Speed“-formi. Óvenju útpæld afþreying. Wing Commander Óttalega glænepjuleg geimópera með fáum og lítið spennandi átakaatriðum. Jóki björn ** Jóki bjöm og Búbú lenda í ævin- týrum er þau bjarga Sindí úr vonda sirkusnum. Stjörnustrið Fyrsti hluti Ógn- valdurinn ** Fyrsti hlutinn í nýrri trílógíu Ge- orge Lueas veldur nokkmm von- brigðum en þótt sagan sé ekki mikil í henni og persónusköpunin veik er fullt af brellum fyrir böm- in og sviðsmyndirnar em fagrar. HÁSKÓLABÍÓ Altt um móður mína ★★★!4 Almodóvar aftur á beinni braut með sínar fjölskrúðugu kvenper- sónur í sterkri tragikómedíu úr völundarhúsi tilfinningalífsins. Notting Hill ★★I/2 Öskubuskuafþreying um breska búðarloku (Hugh Grant) og amer- íska ofurstjörnu (Julia Roberts), sem verða ástfangin. Skemmtileg- ur aukaleikarahópur bjargar skemmtuninni. Fucking Ámál *** Sérlega hrífandi og raunsæ saga af tveimur stúlkum, og hvemig líf þeirra breytist við kynnum af fyrstu ástinni. Go *** Svört kómedía sem samanstendur af þrem gamansögum um ungt fólk á refilstigum. Fínasta skemmtun. KRINGLUBÍÓ Villta, villta vestrið** Innihaldsrýrt Hollywoodbmðl um tvo félaga að bjarga gamla, góða villta vestrinu. Ekki leiðinleg en skilur enga innstæðu eftir. Matrix ***Vz Bráðskemmtileg og hugmyndarík framtíðarfantasía, með Keanu Reeves í „Speed“-formi. Óvenju útpæld afþreying. Mulan ***V2 Disneymyndir gerast vart betri. Fín tónlist, saga og teikningar. Af- bragðs fjölskylduskemmtun. Stjörnustríð Fyrsti hluti Ógn- valdurinn ** Fyrsti hlutinn í nýrri trílógíu Ge- orge Lucas veldur nokkram von- brigðum en þótt sagan sé ekki mikil í henni og persónusköpunin veik er fullt af þrellum fyrir börn- in og sviðsmyndimar era fagrar. LAUGARÁSBÍÓ Notting Hill **Vi Þokkaleg öskubuskuafþreying um breska búðarloku (Hugh Grant) og ameríska ofurstjörnu (Julia Roberts), sem verða ástfangin. Skemmtilegur aukaleikarahópur bjargar skemmtuninni. Njósnarinn sem negldi mig ** Nær ekki hæðum fyrri myndar- innar, treystir of mikið á endur- tekið efni, Stjörnustríð Fyrsti hluti Ógnvaldurinn ** Fyrsti hlutinn í nýrri trílógíu Ge- orge Lucas veldur nokkram von- brigðum en þótt sagan sé ekki mikil í henni og persónusköpunin veik er fullt af brellum fyrir böm- in og sviðsmyndimar eru fagrar. REGNBOGINN Vírus *'Æ Dæmigerð formúlumynd sem hef- ur engu að bæta við útjaskaða klisju. Skrifstofublók *** Kemur á óvart, enda óvenju hressileg og meinfyndin mynd sem má taka á ýmsa vegu. Þó einkum sem háðsádeilu á kerfið og almennan aumingjaskap. Stjörnustríð Fyrsti hluti Ógn- valdurinn ** Fyrsti hlutinn í nýrri trílógíu Ge- orge Lucas veldur nokkram von- brigðum en þótt sagan sé ekki mikil í henni og persónusköpunin veik er fullt af brellum fyrir börn- in og sviðsmyndimar era fagrar. STJÖRNUBÍÓ Dauðagildran ** Forvitnileg hugmynd um fólk sem er lokað inni í nýstárlegu fangelsi. Heldur athyglinni lengst af en skilur sáralítið eftir. Sérsveitin Endurkoman 'Æ Sérstaklega vond Jean Claude van Damme mynd Gamanleikrit í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar Fim. 19/8 ki. 20.00. Fös. 20/8 kl. 20.00. Fös. 27/8 kl. 20.00. Lau. 28/8 kl. 20.00. Fim. 2/9 kl. 20.00. Lau. 4/9 kl. 20.00. Ósóttar pantanir seldar daglega Símapantanir í síma 551 1475 frá kl. 10 Miðasala opln frá kl. 13—19 alla daga nema sunnudaga 5 30 30 30 n Irá 12-18 og fram að syrtngu l om Ira 11 ftrt- hádegdeMiEið )rlQjpióU HÁDEGISLEIKHÚS - kl. 12.00 Fim. 19/8 örfá saeti laus. Fös. 20/8 örfá sæti laus. Rm. 26/8, fös. 27/8. SNYR AFTUR Fös 20/8 kl. 23.00, Síðasta sýning TILBOÐ TIL LEIKHÚSGESTA! 20% afsláttur af mat fyrir leikhúsgesti í Iðnó. Borðapantanir i síma 562 9700. l.i is /KL.UTAf= e/TTHVAÐ NÝTl Dietrich klónuð í tölvu TÖLVUTÆKNI nútímans hefur gert það að verkum að látnar stjörnur fyrri tíma geta nú birst á hvíta tjaldinu eins og upprisnar. Menn geta til dæmis búist við því að geta barið þýsku stjörnuna Marlene Dietrich augum á næst- unni en fyrirhugað er að gera kvik- mynd þar sem stafrænni tölvu- gerðri ímynd hennar verður brugð- ið upp á hvíta tjaldið segir í Die Welt á föstudaginn. Barnabarn Dietrich, Peter Riva, gaf á dögunum samþykki sitt fyrir því að fyrirtækið Virtual Celebrity Production geti klónað ömmu hans í tölvu og bragðið ímynd hennar aftur á hvíta tjaldið. Leikkona mun fara með hlutverk Dietrich en tölvugerðri ímynd stjörnunnar gömlu mun síðan vera varpað yfír ímynd leikkonunnar svo það virðist sem Dietrich sé upprisin og tekin til starfa löngu eftir dauðann. Frekar táknmynd en leikkona Verið getur að mörgum þyki til- S.O.S. Kabarett i leikstjóm Sigga Sigurjónss. lau. 21/8 miðnætursýning á menningarnótt Reykjavíkur nokkur sæti laus föstudaginn 27. ágúst kl. 20.30 föstudaginn 3. sept. kl. 20.30 laugardaginn 11. sept. kl. 20.30 Miðasala í s. 552 3000. Opið virka daga kl. 10—18 og fram að sýningu sýningardaga. Miðapantanir allan sólarhringinn. tækið vafasamt og víst er að margar spurningar geta vaknað við þessa tækni sem er mun öflugri í dag en hún var fyrr á öld- inni þegar upp- reisnarmaðurinn Trotskí var máður út af öllum mynd- um í Sovétríkjun- um. Þó má lesa út úr greininni í Die Welt að tiltækið sé í raun í anda Di- etrich sjálfrar sem var miklu frekar óvenjulega sterk táknmynd en raunveruleg leik- kona. Enda hafa margir reynt að líkja eftir stjöm- unni og má þar nefna m.a. söng- konuna Madonnu og eins hafa klæð- skiptingar brugðið sér í gervi hennar, enda ekki leiðum að líkjast. Velt er upp þeirri spumingu hvort Dietrich hefði samþykkt tiltækið. Því er til svarað að Berlínarbúar hafí í rauninni misst þau réttindi að dæma Dietrich þar sem ásakanir þeirra um föðurlandssvik urðu til þess að hún yfirgaf landið og fór til Bandaríkj- anna á sínum tíma. Þá voru hrópuð að henni skammaryrði og blaða- menn sendu henni tóninn í greinum um hana. Enn í dag vekur Dietrich blendnar tilfínningar hjá mörgum Þjóðverjum. Ekki er langt síðan krotað var á legstein hennar að hún væri ódýr „pelsdrasla" og margir borgarar gamla hverfisins hennai- í Berlín, Schöneberg, lögðust gegn því að gata ein í hverfínu yrði nefnd eftir Dietrich, þótt það hafí ekki gengið eftir. Þekktasta mynd Dietrich er lík- lega hlutverk Lolu-Lolu í Bláa englinum sem Josef von Sternberg leikstýrði. Hver veit nema vilyrði barnabarns Dietrich eigi eftir að opna fyrir þá möguleika í framtíð- inni að þekktustu stjörnur fyrri tíma muni aftur á ný vera í aðal- hlutverkum á hvíta tjaldinu? STUTT Farin í hundana? SUMIR myndu segja að San Francisco sé á leiðinni í hundana eftir nýjasta útspil dýraverndunar- samtaka í Kaliforníu. Þar á bæ er nú farið fram á að dýraeigendur kalli sig dýraverndara því hug- myndin að fólk geti átt dýr fer mjög fyrir bijóstið á samtökunum. „Þjóðfélagið áttaði sig á sinum tíma á að eiginkonur væru ekki eign eiginmannsins og eftir að bann var lagt á þrælahald urðu svartir menn frjálsir og ekki eign hvíta mannsins," segirElliott Katz, formaður dýraverndunar- samtakanna Til varnar dýrum. „Nú viljum við að íbúar San Francisco sjái ranglætið í því að eigna sér dýrin og sjái sig frekar sem umsjónarmenn dýranna." Beatty á þing? ÞEGAR ljóst var að sjónvarpsmað- urinn Jerry Springer myndi ekki bjóða sig fram til Bandaríkjaþings sneru menn sér að leikaranum War- ren Beatty sem væntanlegum fram- bjóðanda úr röðum fræga fólksins. Beatty, sem hefur lengi stutt demókrata og lék nýverið í stjórn- málagrínmyndinni Bulworth, gaf færi á þessum hugleiðingum þegar hann sagði í viðtali við New York Times nýlega að hann væri að íhuga að bjóða sig fram til forsetaembætt- isins árið 2000, enda væri hann lítt hrifínn af þeim tveimur frambjóð- endum sem þegar er ljóst að muni bjóða sig fram, varaforsetanum A1 Gore og fyrrverandi þingmanninum Bill Bradley. „Það vita það allir að ég hef lengi stutt demókrata og ég tel mig hafa ýmislegt fram að færa. Eg hef mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig taka eigi á efnahagsmálum, en þau mál hafa áhrif á allt annað sem gert er í þinginu," sagði Beatty í viðtal- inu. Margir telja að ljóst sé að Beatty íhugi nú mjög alvarlega hvort hann eigi að reyna fyrir sér í stjórnmálum. Heilsufæði gæludýra BRESKA fyrirtækið Pascoe’s Group hefur nú sett á markað líf- rænan hundamat og segja tals- menn fyrirtækisins að fram- leiðsla þeirra sé sú fyrsta sem lúti í einu og öllu reglugerðum um hollustufæði. „Viðskiptavinir okkar vilja kaupa lífræna fæðu fyrir alla fjölskyldumeðlimi og eru hund- arnir þar ekki undanskildir," sagði markaðsstjóri fyrirtækis- ins, Daniel Brohn, í tilkynningu frá Pascoe’s Group. Spænskumæl- andi í Texas LANDAMÆRABÆRINN E1 Cen- izo í Texasfylki í Bandaríkjunum hefur ákveðið að spænska muni verða opinbert mál bæjarins í stað ensku, en flestir bæjarbúar eru inn- flytjendur frá Mexíkó. í bænum eru tæplega 8 þúsund íbúar og segir bæjai-stjórinn, Rafael Rodriguez, að bæjarbúar geti fylgst betur með málefnum bæjarins ef umræðan sé á spænsku, en opinber skjöl verði síðan þýdd á ensku til að uppfylla lög Texas-fylkis. Rodrigues hefur einnig lýst bæ- inn sem griðastað ólöglegi-a inn- flytjenda, en margir reyna að kom- ast til Bandaríkjanna frá Mexíkó. Rodriguez sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna að nánast all- ir bæjarbúar séu spænskumælandi, enda séu flestir fyrsta kynslóð inn- flytjenda, margir með löglegt vega- bréf en ekki allir. Rodrigues sjálfur var ólöglegur innflytjandi í Banda- ríkjunum á sínum tíma en fékk landvistarleyfi árið 1995.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.