Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 17.08.1999, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 1999 67 FÓLK í FRÉTTUM Gæfuleg brjósta- höld BRANDI Chastain, sem skoraði vinningsmarkið fyr- ir bandaríska liðið 10. júlí síðastliðinn í úrslitaleiknum í Heimsmeistarakeppni kvenna í knattspyrnu gegn Kína, sést hér halda á svört- um íþróttabrjóstahaldara líkum þeim sem hún klædd- ist og sýndi alheiminum eft- ir að hún skoraði vinnings- markið. I sigurvímunni af- kiæddist Chastain íþrótta- peysu sinni á veilinum og var þá í svörtum íþrótta- brjóstahaldara frá Nike-fyr- irtækinu. Framleiðendur brjóstahaldarans höfðu samband við Chastain í kjöl- farið og fengu hana til að auglýsa íþróttaundirfot í verslun sinni í Sanford í Flórída, enda ekki verra að tengja heppni og gott gengi stúlkunnar við íþróttaundir- fötin. Alvöru pönk TÖIVLIST GEISLADISKUK Verð að fá meira, þriðja útgáfa hljómsveitarinnar Örkuml. Meðlimir sveitarinnar eru Gunnar Karl Sigurðsson, Ingimar Bjarnason, Magnús Óskar Hafsteinsson og Olafur Guðstcinn Kristjánsson. Ör- kuml gefa sjálfir út geislaplötuna. VEGUR hljómsveitarinnar Örkuml fer vaxandi ef marka má útgáfur þeirra félaga, eftir að hafa gefíð út snældu árið 1995 og smáskífu 1996 gáfu þeir út fyrir nokkru geislaplötuna Verð að fá meira. Og enn er nóg svigrúm fyrir hljómsveitina til að stækka við sig í útgáfumálum því þrátt fyrir að hún sé talsvert stökk frá síðustu útgáfu þá er hún aðeins rúmlega tuttugu mínútna löng og lögin sjö. Örkuml hefur á síðustu árum verið ein fárra sveita sem enn halda uppi merkjum pönksins, þeir hafa m.a. verið ásamt öðrum í forsvari fyrir tón- listarhátíðum að nafni Pönk frá því árið 1996. Tón- listin er í stuttu máli pönk, það er hressandi bein- línis að rekast á pönksveit sem stendur undir nafni nú á þessum síðustu og verstu tímum þegar önnur hver rokkhljómsveit kallast pönk. Þetta þýðir auð- vitað það að Örkumlsmenn eru ekki að dufla við nýtísku tónlist, hún er mjög í anda hins gamla pönks, og einkum þess íslenska. Andi Fræbblanna og Purrks pillniks svífur yfír vötnum auk þess sem vottar fyrir áhrifum frá Dead Kennedys sálugum, að stórum hluta er það söngurinn sem gerir þetta að verkum, söngur Ólafs Guðsteins minnir um margt á söng Valgeirs í Fræbblunum. Hljóðfæraleikur er einnig til fyrirmyndar hvað þetta varðar, hvergi vottar fyrir of miklum tilþrif- um eða rembingi í hljóðvinnslu og komast þeir fé- iagar frá þessu nokkuð vel án þess að hljóma hroð- virknislega. Meðal þeirra laga sem hvað best hljóma eru t.d. fyrsta lag geisladisksins, Pönklag- ið, stórgott læg með píanóundarleik sem reyndar minnir ískyggilega á Purrkinn áðumefnda, án þess að það þó spilli. Einnig má nefna Pabbalagið hvar helgarpabbinn er tekinn fyrir og svo líklega besta lag plötunnar, Ungfrú lundapysja, þar takast textasmiðum sveitarinnar hvað best upp í háði að verslunarmannahelgarstemmningunni. Það sem hvað helst háir plötunni er hvað lögin hljóma keimlíkt, einkum við endurtekna hlustun, lögin eru svipað upp byggð, hljómurinn eins á allri plötunni og við það verða kostir piötunnar einnig að hellstu göllum hennar, pönkið er í eðli sínu ein- hæft og ef á að gera alvöru pönk er afar erfítt að ætla að vera með frumiegheit. Umbúðir geisladisksins eru í stíl við innihaldið og gera því einnig góð skil með þvi að birta alla texta, sem annars er flestir ágætir. Það er svart/hvítt, hæfilega fráhrindandi og gefur við fyrstu sýn rétta hugmynd um tónlistina, pönk. Gísli Árnason a/r V'er'gtfar íýá oliar/ éÆé^M tm Einfaldlega þægilegra Sfml 565 3900 Innritun er hafin! Ný námskeið byrja 30. ágúst Staðfesta þatf patitanii' fyrir 24. ágúst- I NÝTT-NYTT: j \ 1. tívni Vd. 7.46 á morgnana •ILVAUN UEIÐ M> FUNDIR VIGTUN MÆLING MATARÆÐI jsb - góður staður fyrir konur IHDDDBDE taar FRÁ TOPPITIL TÁAR1. Námskeið sem hefúr veitt ótalmörgum konum frábæran árangur. Þetta kerfi er eingöngu ætlað konum, sem beijast við aukakílóin. Uppbyggilegt, lokað námskeið. Fimm tímar í viku, niu vikur í senn. Góður matarkúr sem fylgt er eftir daglega með andlegum stuðningi, einkaviðtölum og fyrirlestrum um mataræði og hollar lífsvenjur. Heilsufundir þar sem farið er yfir förðun, klæðnað, hvernig á að bera líkamann og efla sjálfstraustið. FRA TOPPITIL TAAR n. - framhald Námskeið fyrir þær sem vilja halda áfram í aðhaldi. Fijálsir tímar, 9 vikur. Fundir lx í viku í 9 vikur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.