Alþýðublaðið - 04.01.1921, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.01.1921, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 fyllir loftið: Lyfturn skál listaskáldsins okkar góða i Enn þá geymir íslnnskt mál öminn þinna sólskinsljóða. A sömu hörpu er kvæðið Vor sungið. Það er sem Jónas syngi -sjálfur og hafi hið mesta við: Sunnanvindur sumarhlýr, sól og vor um allan dalinnl Heilsar tindum himinn nýr, huldan, sem í fossi býr gígjustreng af gleði knýr ; grænkar meðan hlustar baiinn. Sunnanvindur sumarhlýr, sól og vor um allan dalinnl Ált er kveðið jafnfagurt hörpu- Ijóð, snildarverk frá upphafi til enda. Fyrir kemur, að mest ber á angurværð, alvöru og trú í höí pu- strengjum Þorsteins eins og í Steíngrímskvæðinu: En Iandið, sem iöngum þá sendir Ijóðkveðju á vori, stúrið í stormum og hríðum stynur í maí. Gríptu nú gígjuaa þína I geislanna heimi, syng og bið sóllandsins dísir að senda’ hingað vorið. Syng þú og leið þú í ljósi Ijósvætta himins hugi til hjarnþakta landsins, sem hlýindi þráir. Hið ursga, sem upp skyldi vsxa í unaði vorsins og treystir á bjög þess og blesun, það berst nú við dauðann, Þá er kvæði Matthíasar svo afburðavel kveðið, að trúa mætti, að Matthías færi þar sjálfur ham- förum. Þorsteinn er glöggsýnn. Ádeila hans er nöpur, hvor skríllinn, sem í hlut á: Sáust skitin skegluhreiður, skríllinn hafði völd hér sem víðar. Eða: Þeir snuðruðu í gömium snepl- um þá, nú snjáðum, sem hann hafði krotað á, og urðu doktorar á því. Þorsteinn tekur efnið föstum tökum. Málið er vand&ð og víða íburðarmikið. Hann er kjarnyrtur orðsnillingur. Fer hann á mörgum kostum. Hér er dæmi þess, hve mál hans er oft háleitt og einíalt: Gáð var af tindi glöggu auga yfir foldu sem opna bók. Ýmist jökla eða elda fingrum letruð var í berg landsins saga. Enginn hefir eins og hann lesið leyndarmál lands og þjóðar. Enginn sem hann hefir eyru lagt við hjartslætti Heklufoldar. Enginn hefir rakið eins og hann hugsana þræði horfins tíma. Engum manni eins og honum legið hefir opin landsins sál. (Frh) Hallgr, Jónsson. 8 stuia vmnnðagnr. Nú með nýja árinu hefir prent- arastéttin öðlast 8 stunda vinnu- dag Með samningum við félag prentsmiðjueigenda komst þetta inn í samningana um síðustu ára- mót, en til framkvæmda kom það nú í ár. Bókbindarar vinna jafa lengi. Út um allan heim er 8 stunda vianudagur í lög leiddur, en hér á landi hefir þingið látið sér sæma að hafna lögum, sem fóru í þá átt að veita botnvörpuskipahásetum 8 stunda hvíldartínia á sólarhring. Blaðið, kom ekki út í gær, vegna þess, að það hefði orðið svo siðbúið vegna hátíðisdaganna Þetta eru kaupendur beðnir að afsaka. Dm dap öð Tep. Yerkfall. Bakarar og bakara- meistarar hófu verkfall í gær vegna vörusköntunarinnar. En nú mun samkomulag komið á þannig, að seðlarnir verða notaðir til málamynda, en bakarar fá það af vörunum sem þeir þurfal Vonandi ber stjórnin gæfu ti! þess að hætta þessu lögleysisverki síny, þó hún sé lítið gæfunnar barn! Fnrmgjöld tii útlanda hafa frá nýjári lækkað um 20 °/o með ís- Ienzku eiraskipunum. Einnig hafa fargjöld hækkað. Heimkoman var leikin á ný- ársdag og sunnudagian, Bæði skiftin fyrir troðfullu liúsi. R. N. S. hefir „íslenzkt kvöld“ þrettánda f jólum. Verða þar stign- ir vikivakar, sungið, hljómleikar, upplestur, ræðuhöld og dans. Þetta er fyrsta „íslenzka kvöldið" þessa félagsskapar. Yeðrið í morgun. Stöö Loílvog Vindur Lort Ilitastig m. m. Átt Magn Rv. 7235 SA 4 5 2 0 Vm. Sttn 7232 A 3 2 1,0 Isf. 7267 logtí 0 5 0.8 Ak. 7263 S 6 3 2,S Gst. 7257 sv 2 4 -+-3.7 Rh, 7229 VSV 3 5 1.8 Sf. 7275 SA 8 1 3.6 Þ F 7391 V 6 3 5.1 Djúp loftvægislægð yfir Islandi, dýpst um Reykjaaes og S'éttu, loftvog óstöðug. Suðiæg átt, hvast sumstaðar. Útlit: Suð- og suðvest- læg áU. Mjög óstöðugt veður. 5 íimleikakomir brenna inni. í New York brunnu 1. desem- ber 5 fimleikakonur, og var ein þeirra enska leikkonan Marjorie Desobe, sem var nýkominn frá Englandi. í húsinu, sem brann bjuggu nær eingöngu leikarar og listamenn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.