Morgunblaðið - 21.08.1999, Page 12
12 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
STOFNUÐ hafa verið Samtök fjár-
málafyrirtækja og eiga öll helstu
fjármálafyrirtæki landsins aðild að
þeim, þeirra á meðal tryggingafé-
lög, viðskiptabankar, sparisjóðir og
aðrar lánastofnanir, alls 51 fyrir-
tæki.
Formaður samtakanna er Hall-
dór J. Kristjánsson, bankastjóri
Landsbankans og formaður Sam-
taka íslenskra viðskiptabanka, en
varaformaður er Axel Gíslason, for-
stjóri VIS og formaður Sambands
íslenskra tryggingafélaga. Aðrir
stjómarmenn eru Bjami Armanns-
son, forstjóri FBA og formaður
Sambands lánastofnana, Sigurður
Einarsson, forstjóri Kaupþings og
formaður Samtaka verðbréfafyi’ir-
tækja, og Þór Gunnarsson, Spari-
sjóðsstjóri Sparisjóðs Hafnarfjarð-
ar og formaður Sambands íslenskra
sparisjóða.
Samtök fjármálafyrirtækja munu
taka þátt í stofnun nýrra heildar-
samtaka atvinnurekenda, Samtaka
atvinnulífsins, 15. september næst-
komandi. Samkvæmt fréttatilkynn-
ingu telja Samtök fjármálafyrir-
tækja mikilvægt að taka þátt í
heildstæðum hagsmunasamtökum
með öðmm atvinnurekendum og
leggja þannig sitt af mörkum við að
móta almenn starfsskilyrði fyrir-
tækja í landinu. Samtökin undir-
strika að fjármálaþjónusta er mikil-
væg atvinnugrein og í örum vexti en
til að viðhalda honum þurfí að búa
íslenskum fjármálafyrirtækjum
hliðstæð starfsskilyrði og erlendum
keppinautum.
Einnig kemur fram að samtökin
muni vinna að því að skapað verði
raunverulegt frelsi í lífeyrismálum
og að sparnaður í þjóðfélaginu auk-
ist enn frekar. Samtökin munu
freista þess að ná fram breytingum
á tillögum að nýjum alþjóðlegum
eiginfjárreglum lánastofnana og
Frá stofnfundi Samtaka fjármálafyrirtækja. Finnur Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra
viðskiptabanka, Þór Gunnarsson, Halldór J. Kristjánsson, formaður, Bjarni Ármannsson, Axel Gíslason,
varaformaður, og Sigmar Ármannsson, framkvæindastjóri Sambands íslenskra tryggingafélaga.
Stofnun Samtaka fjármálafyrirtækja
011 helstu fjármála-
fyrirtæki eiga aðild
fyrirtækja í verðbréfaþjónustu en
þær munu að óbreyttu hafa veru-
lega neikvæð áhrif á lánsfjárkostn-
að allra íslenskra aðila í útlöndum,
að því er segir í tilkynningunni.
Ennfremur segir í tilkynning-
unni: „Samtökin telja brýnt að regl-
ur um starfsemi fjármálafyrirtækja
séu skýrar og einfaldar og sniðnar
að því sem gengur og gerist í öðrum
vestrænum ríkjum. Þau minna á að
starfsemi fjármálafyrirtækja bygg-
ist að verulegu leyti á trausti. Því er
mikilvægt að starfsemi þeirra og
þær reglur sem um hana gilda, s.s.
um eignarhald, eigið fé, stjómkerfi
og starfshætti, miði ávallt að því að
viðhalda þessu trausti."
Sérstaða fjármála-
fyrirtækja
í samtali við Morgunblaðið í gær
sagði Halldór J. Kristjánsson að
mikill ávinningur fælist í því fyrir
fjármálafyi’irtæki að eiga aðild að
heildarsamtökum atvinnulífs á Is-
landi. Hins vegar væri Ijóst að sér-
staða fjármálafyrirtækja væri
nokkur og því hefði verið mikil-
vægt að öll fjármálafyriræki, þar
með talin tryggingafélögin, sam-
einuðust um stofnun sérsamtaka.
Aðspurður um þá umræðu sem
fram hefur farið um dreifða eignar-
aðild að bönkunum sagði Halldór
að nákvæm stefnumótun samtak-
anna um einstök atriði lægi ekki
fyrir en a.m.k. væri ljóst að við-
skiptabankarnir hefðu lagt mikla
áherslu á að tryggja sjálfstæði
bankanna.
„Ein leið tU að tryggja sjálfstæði
og öryggi fjármálafyrirtækja og
stuðla að því að efla traust á þeim í
samfélaginu er að sjá til þess að
þau séu í sem dreifðastri eign og
óháð hagsmunum stórra atvinnu-
fyrirtækja sem jafnframt eru stórir
lántakendur á markaðnum. Sjónar-
mið Landsbankans um þetta kom
fram í útboðslýsingu sem bankinn
birti síðastliðið haust, þar sem gerð
var grein fyrir þeim reglum sem
gilda um eignarhald á viðskipta-
bönkunum. Þær reglur gera til
dæmis skylt að tilkynna það ef
eignarhlutur einstaks hluthafa fer
yfir 10% en það telst virkur hlutur
í skilningi laga um viðskiptabanka.
Dreifð eignaraðild felur í sér að
eignarhlutur hvers og eins verði
undir 10% og það er reyndar sú
samsetning eignarhalds á við-
skiptabönkum sem tíðkast í flest-
um löndum í kringum okkar. Þar
er algengt að stærstu aðilar séu
með 5-9% eignarhlut í bönkum og
eru stærstu eigendur þeirra gjarn-
an fagfjárfestar og stofnanafjár-
festar en minna ber á aðild at-
vinnufyrirtækja og þannig er þessu
einnig varið varðandi aðild að Is-
landsbanka hf,“ sagði Halldór.
Grunnskólar í Húnaþingi vestra
sameinaðir að ári
Fámennið
knýr menn til
breytinga
Morgunblaðið/HBj.
Jóhann Albertsson skólastjóri.
SVEITARSTJÓRN Húnaþings
vestra hefur ákveðið að sameina
alla fjóra skóla sveitarfélagsins.
Hafið er sameiningar-
ferli sem lýkur næsta
naust með því að einn
skólastjóri verður yfir
stofnuninni. Enn um
sinn verða fjórir
kennslustaðir.
„Við höfum markað
þá stefnu að sameina
skólana fjóra í Grunn-
skóla Húnaþings
vestra sem tekur til
starfa hausið 2000.
Skólastjóri verður Jó-
hann Álbertsson sem
nú er skólastjóri
Laugarbakkaskóla.
Hann tekur í haust
einnig við stjómun
Bamaskóla Staðarhrepps og Vest-
urhópsskóla og verður í vetur verk-
efnisstjóri við undirbúning sameig-
inlegs grannskóla," segir Elín R.
Líndal, oddviti sveitarstjómar
Húnaþings vestra. Frá næsta hausti
verður Jóhann því einn skólastjóri
en aðstoðarskólastjórar á Hvamms-
tanga og Laugarbakka. Breyting-
arnar eru meðal annars grundvall-
aðar á faglegri úttekt Rannsókna-
stofnunar Háskólans á Akureyri.
Undirbúningur í vetur
„Ætlunin er að eftir veturinn
verðum við með fullmótaða stofnun
og undirbúningur að henni unnin af
þeim sem munu vinna við hana, það
er að segja kennuram og skóla-
stjórnendum," segir Jóhann Al-
bertsson skólastjóri. Hann segir að
nemendum á svæðinu
hafi fækkað mikið á
undanfomum árum og
tiltölulega dýrt að reka
marga skóla. „Eg er
ekki endilega að segja
að skólinn verði miklu
ódýrari en vonast til
þess að það fáist betri
nýting fjármuna og von-
andi mun betra skóla-
starf. Samfélagið er að
breytast. Fyrir tíu áram
var verið að biðja skól-
ann um allt annað en í
dag. Þá var fræðslu-
skyldan talin mikilvæg-
ust en nú er ekki síður
lögð áhersla á uppeldis-
hlutverk skólans," segir Jóhann.
Elín segir að með sameiningu yf-
irstjómar skólanna fáist betri yfir-
sýn og meiri samvinna milli
kennslustaðanna. „Við eram lítið
samfélag með tæplega 1.300 íbúa og
liðlega 200 nemendur í grannskóla.
Það er faglega og fjárhagslega
betra að reka skólann sem eina
stofnun, þannig fáum við enn betri
skóla.“ Hún leggur á það áherslu að
tiltölulega góð samstaða hafi verið
um breytinguna. „Við höfum reynt
að vinna þetta í samstarfí við skóla-
fólkið og það hefur verið tilbúið að
ræða málið og taka á því með okk-
ur. Ég met það mikils," segir Elín.
Stjómun tveggja minnstu skól-
anna, Vesturhópsskóla á Vatnsnesi
og Bamaskóla Staðarhrepps á
Reykjum í Hrútafirði, hefur verið
sameinuð Laugarbakkaskóla í Mið-
firði. Áfram verður kennt á þessum
stöðum. Jóhann segir að vegna fjar-
lægðar og erfiðra samgangna sé
ekki unnt að leggja niður kennslu í
Vesturhópsskóla þótt þar verði að-
eins sjö böm í vetur. Skólinn á
Reykjum er hins vegar í ágætu
vegasambandi við Miðfjörð og
Hvammstanga en þar era um 20
börn og sveitarstjóm hefur ákveðið
að starfrækja kennslustaðinn í tvö
ár. Þriðjungur bamanna gengur þá
upp úr skólanum og útlit fyrir mikla
fækkun þannig að framhaldið er óá-
kveðið. Jóhann segir að fjögur böm
úr Bæjarhreppi í Strandasýslu séu í
skólanum á Reykjum og telur hann
of langt að aka þeim í Miðfjörð. Það
vandamál er því óleyst.
Fólkið ekki tilbúið
Skólarnir á Hvammstanga og
Laugarbakka era heldur ekki stór-
ir, um 100 nemendur eru á
Hvammstanga og um 80 á Laugar-
bakka. Aðspurður telur Jóhann að
Grannskóli Húnaþings vestra verði
á endanum ein stofnun á einum stað
en vill ekki fullyrða hvort það gerist
eftir fimm ár eða tuttugu ár. „Fá-
mennið knýr menn til breytinga.
Skóli lýtur ekki öðram lögmálum en
fyrirtæki eða sveitarfélag að þessu
leyti. Við sjáum hvað er að gerast í
þjóðfélaginu með sameiningu fyrir-
tækja og sveitarfélaga. Nútíminn
krefst einfaldlega stærri eininga til
þess að við getum verið hæf til að
takast á við nýja öld. Skólinn verður
að vera í takt við samfélagið. Þróun-
in verður ekki stöðvuð, hvorki í
skólastarfi né á öðram sviðum þjóð-
félagsins,“ segir hann.
Laugabakkaskóli er einn af best
búnum grannskólum í dreifbýli.
Húsnæðið er stórt og nýlegt. Skól-
inn er einsetinn og þar era allar sér-
greinastofur. Hvammstangaskóli
hefur búið við húsnæðiseklu en hús-
næðið er engu að síður gott. Jóhann
segir að með tiltölulega litlum
breytingum sé unnt að sameina alla
kennsluna á Laugarbakka. Hins
vegar þyki ekki eðlilegt að leggja
niður kennslu í helsta þéttbýl-
iskjarna sveitarfélagsins. Einungis
8 eða 10 kílómetrar eru milli skól-
anna og fjöldi nemenda ekki meiri
en svo að hann samsvarar einni
bekkjardeild. Jóhann segir ekki
áform um að sameina árgangana, að
minnsta kosti ekki í vetur. Segir
hann að þótt búið sé að sameina
sveitarfélögin sé hrepparígur land-
lægur og fólkið einfaldlega ekki til-
búið til þess enn að sameina skólana
á einn stað, hvort sem það yrði á
Hvammstanga eða Laugarbakka.
Hvalfjarðargöng
Lækkun á
gjaldi um
mánaða-
mótin
STEFÁN Reynir Kristinsson
framkvæmdastjóri Spalar ehf.
segir að reikna megi með því
að gjaldskrá Hvalfjarðarganga
muni lækka um mánaðamótin.
„Við eigum eftir að halda
stjómarfund en samþykkt
hans þarf til að breytingarnar
gangi í gegn,“ sagði Stefán í
samtali við Morgunblaðið.
Stakar ferðir munu
ekki lækka
Stefán segir að lækkun
gjaldskrár sé mismunandi,
ódýrasta fargjald verði nú 400
kr. ferðin sem miðist við kaup
á 100 ferða korti, staðgreiddu.
Það er 33% lækkun frá
ódýrasta fargjaldi eins og það
er í dag. Stefán segir hins veg-
ar ekki gert ráð fyrir að stakar
ferðir lækki í verði. Skýring
lækkunarinnar er aðallega sú
að umferð um göngin hefur
verið meiri en ráð var gert fyr-
ir.
Endurbætur á
öryggismálum
Aukin umferð er einnig
ástæða þess að verið er að
skoða endurbætur á öryggis-
kerfi í göngunum. „Það er ver-
ið að skoða öryggiskerfi og
endurbætur á því. Engar
ákvarðanir hafa verið teknar
enn um hvað verður gert, þessi
mál þarfnast mikils undirbún-
ings en það er verið að skoða
ýmsar hugmyndir," segir Stef-
án.
Eb'n R. Líndal oddviti