Morgunblaðið - 21.08.1999, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999 13
FRÉTTIR
Könnun á sýklalyfjaónæmi meðal barna
Mun minna ónæmi í
Vilnius en Reykjavík
ÓNÆMI pneumokokka gegn pen-
isillíni er helmingi minna í Vilnius í
Litháen eða 5% heldur en í Reykja-
vík sem er 11% þrátt fyrir mun meiri
sýklalyfjanotkun í Vilnius. Þetta
kemur fram í sameiginlegri rannsókn
lækna í Vilnius og Reykjavík á sýkla-
lyfjanotkun hjá börnum sem staðið
hefur síðustu misseri. Rannsóknin er
styrkt af norrænu ráðherranefndinni
og íslenska forsætisráðuneytinu.
Tekin voru sýni úr 297 börnum á 6
leikskólum í Reykjavík og 508 börn-
um á 13 leikskólum í Vilnius í febrúar
og mars á þessu ári. Jafnframt voru
foreldrar beðnir að svara spurninga-
lista um sýklalyfjanotkun barna
sinna síðustu 6 mánuði. I ljós kom að
18% barnanna í Reykjavík höfðu ver-
ið á sýklalyfjakúr en 48% barnanna í
Vilnius. Þessar niðurstöður voru
kynntar í gær á norrænu þingi smit-
sjúkdómalækna og sýklafræðinga
sem lýkur í dag.
íslendingar leggja lið
Morgunblaðið/Golli
Þau kynntu niðurstöður sinar á þingi norrænna smitsjúkdómalækna
og sýklafræðinga. Frá vinstri: Jolanta Bernatoniene, Helga Erlends-
dóttir og Einar Hjaltested.
aniibii
cOBsumpiiuju
Morgunblaðið/Einar Hjaltested
Hér er Jolanta að kenna samstarfsfólki sínu í Vilnius að taka nefkoks-
sýni vegna rannsóknarinnar.
sjá við almenna skoðun bama. Annar
stór flokkur er hálsbólga, 16% í
Vilnius og 10% hérlendis og aðrar al-
gengar ástæður hérlendis eru síðan
lungnabólga og skútabólga."
Þegar rannsóknin fór fram, þ.e. í
febrúar og mars, voru um 3% barn-
anna í Reykjavík á sýklalyfjum en
10% í Vilnius. Þar höfðu 24% verið á
sýklalyfjum mánuðinn á undan at-
huguninni en 11% í Reykjavík og í
Vilnius höfðu 35% barnanna verið á
þremur sýklalyfjakúrum undan-
gengna sex mánuði en 1% barna í
Reykjavíkurhópnum. í heildina
höfðu 18% barna í Reykjavík verið á
sýklalyfjum síðustu sex mánuði en
48% barna í Vilnius.
„Það sem kemur síðan á óvart í
niðurstöðunum er að þrátt fyrir mun
meiri sýklalyfjanotkun í Vilnius er
sýklalyfjaónæmi þar minna en hjá
okkur. Til dæmis er penisillín-ónæmi
meðal pneumokokka, sem er algeng-
ur sýkingavaldur í bömum, aðeins
5% í Vilnius en var 11% í Reykjavík.
Hérlendis hefur dregið mjög úr
sýklalyfjanotkun á síðustu ámm og
jafnframt hefur ónæmi gegn sýkla-
lyfjum minnkað og mun Karl G.
Kristinsson gera grein fyrir því hér á
ráðstefnunni. Það er hins vegar ekki
vitað hvort dregið hefur úr ónæmi
sýkalyfja vegna minnkandi sýkla-
lyfjagjafar en það er hugsanlegt,“
segir Einar.
Að rannsókninni stóðu Karl G.
Kristinsson og Einar Hjaltested og
Helga Erlendsdóttir meinatæknir,
öll á sýklarannsóknadeild Landspít-
alans, Ásgeir Haraldsson og Þórólfur
Guðnason, læknar á barnaspítala Hr-
ingsins, og Jolanta Bematoniene og
Petras Kaltenis, læknar á barnaspít-
alanum í Vilnius. Forsöguna má
rekja aftur til áranna kringum 1993
þegar Gunnar Biering, þáverandi yf-
irlæknir vökudeildar Landspítalans,
var á ferð í Vilnius og sá að Islend-
ingar gætu lagt þeim lið við úrbætur
í bamalækningum.
Forstöðulæknarnir Ásgeir Har-
aldsson, prófessor í bamalækning-
um, og Karl G. Kristinsson, sérfræð-
ingur á sýklafræðideild Landspítala,
mótuðu síðan verke&ið eftir heim-
sókn sína til Litháen og til að kosta
það fengust áðurnefndir styrkir. Var
þá tekin upp formleg samvinna
barnadeildarinnar í Vilnius við
bamadeild og sýklarannsóknadeild
Landspítalans. Megin markmið verk-
efnisins er að kanna notkun sýkla-
lyfja meðal barna, finna hlutfall
barna með sjúkdómsvaldandi bakter-
íur í nefkoki og næmi þeirra fyrir
sýklalyfjum. Einnig var markmiðið
að bæta greiningu og gæði sýkla-
rannsóknaþjónustu á barnaspítalan-
um í Vilnius.
Einar Hjaltested segir að þar til
nýverið hafi aðstæður til greininga
og sýklaræktana verið lélegar í Vilni-
us. Læknar hafi ávísað breiðvirkum
sýklalyfjum án nákvæmrar vitneskju
um orsök sýkinga. Því var búist við
að hlutfall ónæmra baktería yrði
hátt. Eftir undirbúning, sem einkum
stóð á síðasta ári, héldu Einar og
Helga til Litháen snemma árs þar
sem Einar og barnalæknirinn
Jolanta Bernatoniene tóku sýni úr
börnunum og Helga sá um frágang
þeirra og ræktun. Einnig voru spurn-
ingalistar sendir foreldmm og upp-
lýsingar frá þeim skráðar.
Gáfu tæki og þjálfuðu starfsfólk
„Auk þess að taka sýnin og rækta
þjálfuðum við starfsfólkið og hluti af
kostnaði við verkefnið var einnig
tækjakaup. Bamaspítalanum vom
færð ýmis tæki, svo sem tölvur til að
nota við úrvinnsluna, frystiskápur
sem kælir í -70 gráður og sérstakur
koltvísýrings hitaskápur sem notað-
ur er við bakteríuræktun," segir Ein-
ar. Hann segir ástæður fyrir sýkla-
Iyfjagjöf barna í þessum löndum
mjög misjafnar. „Hérlendis er al-
gengasta ástæða sýklalyfjagjafar
eyrnabólga eða 77% eftir því sem for-
eldrar upplýstu en við vitum raunar
að hluti af því kann þó að stafa af
öðmm orsökum. I Vilnius em hiti og
hósti algengasta orsök sýklalyfja-
gjafar eða 48% en engin skýring
fékkst í 34% tilvika. Þar er eyrna-
bólga nánast aldrei tilgreind sem
ástæða sýklalyfjagjafar enda notast
almennir læknar sjaldnast við eyma-
Opið mánud,- föstud. ki. 9 - 18, laugard. kl. 10 - 16
liáivirði
í dag
Tilboð á bakpokum!
HREYSTI
ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL
--Skeiiunni 19 - S. 5681717 —