Morgunblaðið - 21.08.1999, Side 18
18 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Sparisjóður Hafr Árshlutauppgjör 30 tarfjarðar júní1999
Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting
Vaxtatekjur Miiljónir króna 955,5 595,9 +60%
Vaxtagjöld 578,4 298,7 +94%
Hreinar vaxtatekjur 377,1 297,2 +27%
Aðrar tekjur 153,6 117,1 +31%
Hreinar rekstrartekjur 530,7 414,3 +28%
Önnur gjöld 368,3 284,4 +30%
Framlög í afskriftarreikning 45,2 42,2 +7%
Skattar 41,1 31,6 +30%
Hagnaður tímabilsins 76,1 56,1 +36%
Efnahagsreikningur 30. júní 1999 1998 Breyting
1 Eignír: | Milljónir króna
Sjóður og kröfur á innlánsstofnanir 1.058,0 1.483,6 -29%
Útlán 13.204,9 11.207,9 +18%
Markaðsverðbréf og eignarhl. í fél. Aðrar eignir 2.308,5 360,3 1.845,6 302,5 +25% +19%
Eignir samtals 16.931,7 14.839,6 +14%
| Skuldir og eigið fé: | Skuldir við lánastofnanir 2.421,4 3.003,5 -19%
Innlán 7.308,8 6.466,1 +13%
Lántaka 4.547,9 3.001,3 +52%
Aðrar skuldir 168,2 158,4 +6%
Reiknaðar skuldbindingar 476,9 437,1 +9%
Víkjandi lán 425,8 308,0 +38%
Eigið fé 1.582,7 1.465,2 +8%
Skuldir og eigið fé samtals 16.931.7 14.839.6 +14%
Góð afkoma hjá Sparisjóði Hafnar-
fjarðar fyrstu sex mánuði ársins
Hagnaðurinn
hefur aukist
um 35,7%
MJÖG góð afkoma var hjá Sparisjóði
Hafnarfjarðar fyrri hluta ársins 1999
og var hagnaður fyrstu sex mánuði
ársins 117,2 milljónir króna en að
teknu tilliti til reiknaðra skatta nam
hagnaður tímabilsins 76,1 milljón
króna. Á sama tímabili í fyrra var
hagnaður fyrir skatta 87,7 milljónir
króna og hagnaður eftir skatta 56,1
milljón króna og hefur hagnaðurinn
því aukist um 35,7%.
Samkvæmt árshlutauppgjöri voru
vaxtatekjur alls 955,5 milljónir
króna og jukust um 60,3% fyrstu
sex mánuði ársins samanborið við
sama tímabil í fyrra. Vaxtagjöld
hækkuðu á sama tima um um 279,7
milljónir króna og námu nó 578,4
milljónum króna. Framlag í af-
skriftareikning útlána er 45,2 millj-
ónir króna, sem er svipað og á sama
tíma í fyrra.
Búnaðar-
bankinn
með 5% hlut
í Skeljungi
VERÐBRÉFAÞINGI íslands
hefur borist tilkynning um að
Fjárfestingarsjóður Búnaðar-
bankans, IS-15, hafí aukið hlut
sinn í Skeljungi hf. og hann sé
núj>%.
í tilkynningunni kemur fram
að eignarhlutur Fjárfestingar-
sjóðs Búnaðarbankans fyrir
þessi kaup hafi verið 2,9%.
Eigið fé Sparisjóðsins var 1.582,7
milljónir króna í lok júní og nam
hækkunin 117,5 milljónum króna frá
áramótum eða 8,0%. Arðsemi eigin
fjár er á tímabOinu 10,3%. Eiginfjár-
hlutfall Sparisjóðsins, sem reiknað
er samkvæmt sérstökum reglum þar
um, var 13,0% í lok júní 1999 en sam-
kvæmt reglunum má það ekki vera
lægra en 8,0%. Þrátt fyrir ört vax-
andi umsvif Sparisjóðsins, sem með-
al annars endurspeglast í því að
efnahagur sjóðsins hefur vaxið um
14,1% frá áramótum, er eiginfjár-
staða sjóðsins mjög traust og er
hann því vel í stakk búinn til þess að
takast á við ný verkefni.
Aukin umsvif
Heildarinnlán og verðbréf voru
samtals 11.856,7 milljónir króna í lok
júní 1999 og jukust um 2.389,3 millj-
ónir króna sem svarar til 25,2%
aukningar frá áramótum. Mikil
aukning varð á lántöku í formi spari-
sjóðsvíxla og sparisjóðsbréfa frá ár-
inu áður eða 51,5%. Útlán voru sam-
tals 13.204,9 milljónir og nam aukn-
ingin 1.997 milljónum króna eða
17,8% frá áramótum.
Samkvæmt upplýsingum frá
Sparisjóði Hafnarfjarðar hafa umsvif
sparisjóðsins aukist mjög mikið á
undanfíjmum misserum og ekki síst
á fyrstu sex mánuðum ársins 1999.
Gert sé ráð fyrir að umsvif spari-
sjóðsins vaxi áfram en slíkt sé ekki
unnt nema af því að afkoman er mjög
góð, fjárhagsstaðan sterk og sjóður-
inn hafí á að skipa hæfu starfsfólki.
Einnig hafí viðskiptavinir sjóðsins
reynst honum vel og muni sparisjóð-
urinn leitast við að þjóna þeim sem
best, hér eftir sem hingað til.
VIÐSKIPTI
Grandi hf. hagnast um 361 milljón króna
Hefur eignast 90%
hlut í Amesi hf.
O GRANDIm ^PSSEflP Úr milliuppgjöri 1999 GÍPPIDS T™™ 1 Jan.-júní Jan.-júní
Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting
Rekstrartekjur. Milljónir króna Rekstrargjöld Afskriftir Hreinn fiármaqnskostnaður 2.571 -1.948 -321 -2 1.960 -1.499 -214 36 +31% +30% +50%
Hagnaður af reglulegri starfsemi Aðrar tekjur og gjöld 300 61 283 41 +6% +49%
Hagnaður tfmabilsins 361 324 +11%
Efnahagsreikningur 30. júní 1999 1998 Breyting
1 Eianir: 1
Veltufjármunir Milljónir króna 1.220 840 +45%
Fastafjármunir 8.987 5.997 +50%
Eignir samtals 10.207 6.837 +49%
LSkuidir og eigið ié: 1 Skammtímaskuldir 1.470 611 +141%
Langtímaskuldir 5.077 2.929 +73%
Eigið fé 3.660 3.297 +11%
Skuldir og eigið fé samtals 10.207 6.837 +49%
Kennitölur 1999 1998
Eiginfjárhlutfall 36% 48%
Veltufjárhlutfall 0,83 1,37
Veltufé frá rekstri Milljónir króna 493 411 +20%
HAGNAÐUR Granda hf. og dóttur-
félaga þess, Faxamjöls hf. og Ár-
ness hf., nam 361 milljón kr. á
fyrstu sex mánuðum ársins sem er
rúmlega 14% af rekstrartekjum.
Hagnaður félagsins var heldur
minni á sama tíma á síðasta ári, eða
324 milljónir kr. Afkoman er svipuð
og stjórnendur félagsins og verð-
bréfafyrirtækin gerðu ráð fyrir.
Á fyrri hluta ársins keypti Grandi
hf. rúmlega 62% eignai'hlut í Árnesi
hf. fyrir 307 milljónir kr. og átti við
lok júní um 90% félagsins. Árshluta-
reikningur Arness er nú tekinn með
í samstæðureikningi Granda hf.
Heildartekjur námu 2.571 milljón
kr. og þar af námu tekjur Árness
um 544 milljónum. Heildartekjur
samstæðu Granda, fyrir utan tekjur
Árness, hækkuðu því um rúm 3%.
Svipað og búist var við
Heildarafli togara Granda var um
17 þúsund tonn fyrstu sex mánuði
ársins og kemur fram í fréttatil-
kynningu að það er álíka afli og á
sama tíma í fyrra. Heildarafli nóta-
skipa Faxamjöls hf. var 28.600 tonn
samanborið við 14.300 tonn árið áð-
ur. Heildarafli báta Árness var um
1.600 tonn.
„Við erum sæmilega sáttir,“ segir
Brynjólfur Bjamason, fram-
kvæmdastjóri Granda hf. „Afkoman
er mjög svipuð og við höfðum búist
við. Aflabrögð hafa verið ágæt og
markaðsverð okkar afurða haldist
það sem af er ári. Hins vegar hefur
verið erfiðara í mjöli og lýsi. Hlut-
deildarfélögin skila síðan ágætri af-
komu.“
Eigið fé Granda var 3.660 milljón-
ir kr. í lok júnímánaðar og hafði
aukist um 288 milljónir frá áramót-
um. Eiginfjárhlutfall er 36% og hef-
ur heldur lækkað með því að efna-
hagsreikningur Ámess er nú tekinn
með í samstæðureikningi.
Brynjólfur segir engin teikn á
lofti um annað en að árið í heild
komi vel út. Enn hafí ekki orðið vart
við breytingar á markaði fyrir af-
urðir félagsins en væntingar um að
markaður fyrir mjöl og lýsi styrkist.
Vænta góðrar afkomu
Afkoma samstæðu Granda er á
heildina litið góð og reyndar mjög í
takt við væntingar markaðarins, að
mati Þorsteins Víglundssonar hjá
Kaupþingi. „Móðurfélagið sýnir
mikinn bata í rekstri milli ára
þannig að hagnaður af reglulegri
starfsemi eykst um 80 milljónir.
Grandi nýtur góðs rekstrar og
góðra ytri skilyrða," segir Þor-
steinn. Hann vekur athygli á því að
samstæðan gjaldi vafalaust erfið-
leika Amess, sem kemur í fyrsta
skipti inn i samstæðureikning, þótt
hann taki fram að ekki sé unnt að
sjá skiptinguna milli Ámess og
Faxamjöls. Árnes hafi verið í þung-
um rekstri og svo sé væntanlega
einnig nú. Vekur Þorsteinn athygli
á því að stjórnendur Granda séu nú
komnir með ráðandi hlut í Ámesi og
geti farið að taka til í rekstrinum á
þann hátt sem þeir kjósi. Eftir þær
aðgerðir megi menn vænta góðrar
afkomu af samstæðunni á árinu í
heild.
Spár fjármálafyrirtækja undir afkomutölum
Yæntingar gengið eftir
Samanburður á spám fjármálamarkaða og afkomu fyrirtækja -1. janúar tii 30. júní 1999
Félög Milljónir króna Meðalspá markaðar Hagnaður eftir skatta
Eimskip 443 635
ÚA 136 180
Búnaðarbanki íslands 492 590
FBA 563 734
Landsbanki íslands 466 722
Nýherji 64 131
Opin kerfi 78 40
Skýrr 31 31
Þormóður rammi-Sæberg 127 183
Marel 88 225
Samtals 2.400 3.246
AFKOMA íslenskra hlutafélaga á
fyrri helmingi ársins hefur verið
betri en spár fjármálafyrirtækja
gerðu að jaftiaði ráð fyrir í júní, að
því er fram kemur í Morgunpunktum
Kaupþings á þriðjudag. I spám fjár-
málafyrirtækja var reiknað með
verulega auknum hagnaði miðað við
fyrstu sex mánuði síðasta árs en af-
koman er í langflestum tilfellum mun
betri en spáð var og skeikar í sumum
tilvikum hundruðum milljóna.
Þorsteinn Víglundsson, yfirmað-
ur greiningardeildar Kaupþings,
segir að það sé ánægjulegt að fyrir-
tæki skuli almennt vera að skila
jafn góðum uppgjörum og raun ber
vitni. „Reyndar er það ljóst af spám
verðbréfafyrirtækjanna að dæma
að menn voru nokkuð bjartsýnir en
fyrirtækin eru þó að jafnaði að gera
enn betur en menn þorðu að vona.
Ástæðan er sú að félög eru í mörg-
um tilfellum að nýta sér hagstæð
ytri skilyrði en, og það skiptir höf-
uðmáli, einnig að ná fram aukinni
hagræðingu í rekstri. Gott dæmi er
Marel sem hefur náð fram viðsnún-
ingi í rekstri milli ára vegna þess að
það hefur náð árangri í að hagræða.
Annað dæmi er Skeljungur sem
skilar betri framlegð nú en það hef-
ur gert áður. Það er því ljóst að sú
hækkun á verði hlutabréfa sem átt
hefur sér stað undanfarið hefur átt
sér stoð í afkomu fyrirtækjanna.
Það er greinilegt að há V/H hlutföll
á fyrri hluta þessa árs hafa ekki
endurspeglað óhóflega bjartsýni
fjárfesta. Væntingar þeirra um
aukna hagræðingu í rekstri fyrir-
tækja hafa gengið eftir og gott bet-
ur,“ segir Þorsteinn.
Hann kveðst vænta þess að fyrir-
tæki muni halda áfram að hagræða í
rekstri. „Ég tel að enn séu ótal
tækifæri til hagræðingar og sam-
einingar fyrirtækja, til dæmis er
mikil undiralda í sjávarútvegi um
þessar mundir hvað þetta varðar
sem gæti átt eftir að skila fyrirtækj-
um þar verulegum árangri á næst-
unni. Það er greinilegt að fjárfestar
eru mjög bjartsýnir og áframhald-
andi jákvæðar fréttir um afkomu
fyrirtækja eiga ekki eftir að minnka
þá bjartsýni. Nú bíða menn einkum
eftir afkomutölum frá íslandsbanka
hf. og Flugleiðum hf.“