Morgunblaðið - 22.08.1999, Side 2

Morgunblaðið - 22.08.1999, Side 2
2 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Millilandaflug Flugleiða Vona að flugið kom- ist í samt horf í dag ENN urðu tafir á áætlunarflugi Flugleiða frá Keflavíkurflugvelli í gær. Starfsfólk Flugleiða vonast til að áætlunarflug komist í eðlilegt horf í dag, en röskun á flugi félags- ins stafar af bilun sem varð í tveim- ur Boeing 757-vélum í vikunni. Að sögn starfsmanna á Keflavíkurflug- velli hafa farþegar tekið seinkuninni misjafnlega. Sögðu þeir að Flugleið- ir hefðu reynt að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að röskun á ferðaáætlun farþega yrði eins lítil og kostur væri. -------------- Maraþon í dag RIGNINGARVEÐUR í Reykjavík í gær dregur að líkindum nokkuð úr þátttöku í Reykjavíkurmara- þoninu, sem fram fer í dag miðað við það sem gert var ráð fyrir. Gunnar Jóhannsson, sem sá um skráningu í hlaupið, sagði að búast mætti við að þátttakendur yrðu nokkuð færri en gert var ráð fyrir vegna veðursins í gær, en þá blés nokkuð og rigndi á borgarbúa. Aðstandendur Réykjavíkur- maraþons eiga þó von á líflegu hlaupi og Gunnar bendir á að hægt sé að skrá sig til keppni í Lækjargötu skömmu fyrir hlaup í dag. Ræst verður í línuskauta- hlaup klukkan 9.50, lengri hlaupin klukkan 10 og þau styttri klukkan 12.30. FRETTIR __ * Sjávarútvegsráðherrar Rússlands og Islands Samningur um tví- hliða samstarf tilbúinn TEXTI tvíhliða samnings Rúss- lands og íslands um samstarf land- anna á sviði sjávarútvegsmála ligg- ur nú fyrir eftir viðræður sjávarút- vegsráðherra landanna, Nikolajs A. Ermakovs og Árna M. Mathiesen, í Reykjavík síðustu daga. Ráðgert er að undirrita samninginn þegar Árni M. Mathiesen heimsækir starfs- bróður sinn í Moskvu síðar á árinu. Á fundi með fréttamönnum eftir viðræðurnar í gær lýstu báðir ráð- herrarnir ánægju með gagnlega fundi. „Við fórum yfir ýmis mál sem við eigum sameiginleg á sviði sjáv- arútvegsmála og samstarf á sviði sjávarútvegs. Aðalatriðið var frá- gangur á tvíhliða samningi ríkjanna um samstarf á sviði sjávarútvegs- mála,“ sagði Árni M. Mathiesen. Umræður ráðherranna snerust að öðru leyti um þríhliða samning Noregs, Rússlands og Islands um veiðar í Barentshafi og bókun Rússlands og Islands um veiðar Is- lendinga í rússneskri landhelgi. Einnig var rætt um samstarf og samræmingu á afstöðu landanna innan alþjóðlegra samstarfsstofn- ana á sviði sjávarútvegs. Nikolaj A. Ermakov kvaðst ánægður með heimsókn sína til ís- lands. Auk gagnlegra viðræðna við Árna M. Mathiesen, þar sem sér hefði m.a. verið kynnt fiskveiði- stjórnunarkerfi íslendinga, hefði verið fróðlegt að heimsækja fisk- vinnslufyrirtæki og Háskólann á Akureyri. Sagði ráðherrann mögu- legt að kynna ýmislegt, sem hann kynntist hér, heima fyrir. Rúss- neski sjávarútvegsráðherrann ræddi í fyrradag einnig við Davíð Oddsson forsætisráðherra og Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Morgunblaðið/Sverrir Nikolaj A. Ermakov og Árni M. Mathiesen luku undirbúningi vegna undirritunar samnings um samstarf landanna á sviði sjávarútvegs- mála sem fara á fram í Moskvu síðar á árinu. Þorir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, í Tyrklandi Mikil sorg hér „ÞAÐ er ákaflega mikil sorg hér og menn hálfringlaðir," segir Þórir Guðmundsson upplýsingafulltrúi Rauða kross Islands. Þórir er nú staddur í Tyrklandi á vegum Rauða krossins. „Fólk er mjög slegið en allir menn sem maður hittir hér eiga ættingja eða kunningja sem eiga heima á þeim svæðum sem hörm- ungarnar dundu yfir. Núna er ég staddur í Yalova, bæ í grennd við Istanbúl, þar sem var mikið af sum- aríbúðum og heilu fjölskyldurnar búa yfir sumartímann. I mörgum tilfellum var fyrirvinna fjölskyld- unnar ekki á staðnum, heldur stödd í Istanbúl en fjölskyldan, amma, afi og bömin, voru hér. Sorgin er mikil því jarðskjálftinn fór mjög illa með bæinn.“ Þórir kom til Tyrklands í gær og hóf störf sín í Istanbúl. Þau felast í því að meta hjálparþörf á hörmung- arsvæðum og koma boðum áleiðis, hvemig ástandið sé og hvað þurfi að senda á staðinn. í Istanbúl skoðaði Þórir hverfi þar sem byggingar höfðu hmnið til grunna. „Það var verið að reyna að hlusta eftir fólki inni í byggingunum og sprauta sótthreinsandi efnum yf- ir götumar í kring og yfir þessar byggingar. Það þýðir að menn ótt- ast að enn séu mörg lík þama inni og það þarf að sótthreinsa til að koma í veg fyrir farsóttir." Viðamikið hjálparstarf Þórir segir hjálparstarfið afar viðamikið og mikinn velvilja í garð þess alls staðar í heiminum. Einnig sé einstaklega mikill velvilji gagn- vart erlendum hjálparstarfsmönn- um í Tyrklandi. „Ég get nefnt sem dæmi að þegar ég var á leið til Ya- lova þurfti ég að fara inn í lyfjabúð og kaupa ýmislegt. Þegar maðurinn sá merki Rauða krossins þá hristi hann höfuðið og sagði að ég ætti ekki að borga fyrir.“ Þórir segir almenning einnig vera allan af vilja gerðan að hjálpa til. „Óbreyttir borgarar eru alls staðar á ferð á leið á staðina í bíl- um fullum af hjálpargögnum, vatni, mat og lyfjum. Þetta er reyndar vandamál fyrir okkur því þetta skapar heilmikla umferð og öngþveiti sem torveldar skipulegt hjálparstarf." s Morgunblaðið/Ingólfur Guðmundsson I guðsgrænni náttúrunni ÞAÐ er erfitt að hugsa sér betra umhverfi fyrir hvolp að leik en Fantur uni sér vel þar sem hann teygir trýnið í átt að ljósmyndara á guðsgræna náttúruna. Ekki er annað að sjá en labrador-hvolpurinn björtum sumardegi í grasi grónu umhverfí. er góður skattur ► Fiskihagfræðiprófessorinn Rögnvaldur Hannesson segir tímabært að innheimta gjald fyrir aðgang að fiskistofnunum. /10 Aftur til Eiríks rauða ► Reisulegur bær Eiríks rauða og Þjóðhildarkirkja eru nú óðum að komast i endanlegt horf í Brattahlíð við Eiríksfjörð á Grænlandi. /22 Með lífið í lúkunum ► í tímans rás hefur starfsaðstaða ljósmæðra breyst. /24 Tölvutæknin eins og matvaran ►Viðskiptaviðtalið er við Olgeir Kristjónsson, forstjóra EJS. /30 ► l-20 Vargur í véum ► Kristínu Heiðu Kristinsdóttur veittist sá sjaldgæfi heiður að fylgja refaskyttum Biskups- tungnamanna á greni. /1&2-4 Ýtur og ævintýri ► Beltavélar hafa gegnt þýðingarmiklu hlutverki í íslensku samfélagi, og verið áhrifamiklar í ýmsum jarða- og samgöngubótum. /6 Ástarjátning úr marmara ►Einar Falur Ingólfsson heimsótti Taj Mahal, frægustu byggingu Indlands, grafhýsi löngu látinnar drottningar. /10 Ég vildi bara dansa ► Hildur Óttarsdóttir steig sín fyrstu bailettspor aðeins sjö ára gömui og hefur dansinn dunað alla tíð síðan. /12 ^&FERÐALÖG ► l-4 ísiensk hótel ná ekki fimm stjörnum ►Nýr gæðaflokkunarstaðall fyrir gististaði. /1 Prag ► List og menning er þar á hverju homi. /2 D m0BlLAR ► l-4 Spáð mikilli aukningu dísilbíla í Evrópu ► Markaður fyrir dísilknúna fólksbíla tekur við sér á ný eftir fjögurra ára stöðnun. /3 Reynsluakstur ►Trooper með góða vél en spar á búnaðinn. /4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ►l-16 Nýtt fyrirtæki á fjarskiptasviði ► Byggist á TETRA-staðli. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir l/SVWbak Leiðari 32 Helgispjall 32 Reykjavikurbréf 32 Skoðun 34 Minningar 38 Myndasögur 48 Bréf til blaðsins 48 í dag 50 Brids Stjömuspá Skák Hugvekja Fólk í fréttum Útv/sjónv. 52,62 Dagbók/veður 63 Mannlífsst. 14b Dægurtónl. 18b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6 ESSSS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.