Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 15/8 - 21/8 ?LEITAÐ verður eftir fjár- mögnun innlendra og er- lendra aðila vegna stækkun- ar álversins á Grundartanga úr 60 þúsund tonna fram- leiðslugetu á ári í 90 þúsund tonn á ári. Ráðgert er að hefja framkvæmdir við stækkunina á þessu ári. Við- ræður við Landsvirkjun um gerð nýs orkusamnings eru á lokastigi en Norðurál hef- ur jafnframt óskað eftir við- ræðum vegna frekari stækk- unar á næstu árum. ?HANNES Hlífar Stefáns- son er Skákmaður Norður- landa 1999. Tilkynnt var um valið á afmælishátfð sem fram fór í Tívolí í Kaup- mannahöfn á föstudag í til- efni aldarafmælis Norræna skáksambandsins. Hápunkt- ur hátíðarhaldanna var ein- vígi Friðriks Ólafssonar og Bent Larsens sem lyktaði með sigri Larsens í bráða- bana. ?MIKLAR tafir urðu á áætl- unarflugi Flugleiða til út- landa síðari hluta vikunnar. Skýringin er bilun tveggja flugvéla félagsins af gerð- inni Boeing 757. ?FJARNÁM í ferðamála- fræði og hagnýtri íslensku við Háskóla íslands hefst í haust og er það í fyrsta sinn sem skólinn býður heildstætt grunnnám úr deildum skól- ans í fjarkennslu. ?NÝSÆNSKþýðingá Heimskringlu Snorra Sturlu- sonar nýtur mikilla vinsælda í Svíþjóð. Hún hefur selst í 28.000 eintökum sem telst mikið á þarsendan mæli- kvarða. Islensk björgunarsveit í Tyrklandi TÍU manna íslensk björgunarsveit hélt á fimmtudag til jarðskjálftasvæðanna í Tyrklandi. Utanríkisráðuneytið ákvað að senda sveitina utan í samráði við önnur stjórnvöld og Slysavarnafélagið - Landsbjörg. Sveitin hefur hafið störf við björgun og leit í borginni Izmit, sem fór illa út úr jarðskjálftanum aðfaranótt síðastliðins þriðjudags. Hópurinn starfar undir stjórn samræmingar- stöðvar Sameinuðu þjóðanna í Tyrk- landi. Gert er ráð fyrir því að íslenska sveitin verði allt að viku við björgunar- störf í landinu. Fjármögnun álvers á Austurlandi HÓPUR fjárfesta sem í sumar hefur skoðað arðsemi þess að leggja fram hlutafé í álver á Austurlandi tekur ákvörðun um næstu mánaðamót um það hvort stofnað verður sérstakt félag til að undirbúa næstu skref. Jafnframt mun þá liggja fyrir hve mikill áhugi er hjá fagfjárfestum á að leggja fé í verk- efnið. Hugsanlegir fjárfestar í álveri á Austurlandi hafa rætt um að kalla til liðs við sig Bond Evans sem kom að at- hugunum vegna byggingar álvers á Keilisnesi. Sættir í Neytenda- samtökunum AKVEÐIÐ var að stefna að sáttum inn- an Neytendasamtakanna á fundi þeirra á fimmtudag. Upp hafði komið ágrein- ingur milli Jóhannesar Gunnarssonar formanns og Jóns Magnússonar vara- formanns samtakanna. Á fundinum var einnig meðal annars skorað á fólk að gefa sig fram við Neytendasamtökin til samstarfs um hugsanlega málshöfðun á hendur matvælafyrirtæki vegna sýk- inga af völdum kampýlóbakter. Um prófmál yrði að ræða. Nokkrir höfðu gefið sig fram við samtökin í vikulok. Sterkur jarðskjálfti í Tyrklandi STERKUR jarðskjálfti skók norðvest- urhluta Tyrklands aðfaranótt þriðju- dags og er ekki enn orðið ljóst hversu margir létust af þeim völdum. Tugir þúsunda slösuðust og tjón er gríðarlegt. Þetta er eitt þéttbýlasta svæði landsins og flestir voru í fastasvefni þegar ósköpin dundu yfir. Mörg íbúðarhús hrundu eins og spilaborgir í skjálftan- um. Skjálftinn varð klukkan tvær mín- útur yfir þrjú að staðartíma, eða tveim mínútum eftir miðnætti að íslenskum tíma, og stóð í 45 sekúndur. Á miðviku- dag sakaði tyrkneskur almenningur stjórnvöld og hermálayfirvöld fyrir að bregðast illa við náttúruhamförunum og að ekki væri nóg gert til að leita að þeim sem enn kynnu að vera á lífi í rústum húsa. Þá beindist einnig harkaleg gagn- rýni að byggingaverktökum, sem sakað- ir voru um að hafa kastað hendinni til húsbygginga. Á fimmtudagskvöld flýðu milljónir manna heimili sín eftir að jarð- fræðingar höfðu varað við því að öfiugur eftirskjálfti kynni að ríða yfir. Óttast var að eldur, sem braust út í olíuhreinsi- stöð í borginni Izmit, ylli sprengingu og yki á hörmungarnar. Milosevic hverfi frá völdum AÐ MINNSTA kosti 150 þúsund manns söfnuðust saman fyrir framan júgóslavneska þinghúsið í miðborg Belgrad síðdegis á fimmtudag í fjöl- mennustu mótmælaaðgerðum sem haldnar hafa verið í borginni í þrjú ár. Krafðist fólkið afsagnar Slobodans Milosevics forseta. Vuc Drascovic, leitogi Endurreisnarbandalagsins, mætti á fundinn þrátt fyrir að hafa hafnað boði um það vegna missættis við aðra stjórnarandstæðinga. Hann sagði í ávarpi að almenningur væri í fangelsi vegna þess að ráðamenn í Jú- góslavíu væru einangraðir frá umheim- inum. Til lítilsháttar ryskinga kom á fundinum. ?DÚMAN, neðri deild rúss- neska þingsins, staðfesti á mánudag útnefningu Vladfmírs Pútíns, fyrrver- andi yfirmanns öryggislög- reglunnar, í embætti forsæt- isráðherra. Pútín sagði í ræðu í þinginu að ýmsar blik- ur væru á lofti í efnahags- málum en lofaði að koma á frekari markaðsumbótum. Hann er fimmti forsætisráð- herra Rússlands á 17 mánuð- um og tdk við embættinu af Sergej Stepashín, sem Borís Jeltsín forseti rak í þarsíð- ustu viku. Jeltsín hefur Iýst því yfir að hann vuji að Pútín verði kjórinii næsti forseti landsins. ?ÁTTA rússneskir hermenn féllu og 20 særðust þegar uppreisnarmenn í rússneska Kákasuslýðveldinu Dagestan hrundu árás þeirra á mið- vikudag, að sögn ráðherra í héraðsstjórninni í Ðagestan. Borís Jeltsín, forseti Rúss- lands, lýsti því yfir fyrr í vik- unni að gripið yrði til „harðra aðgerða" til að koma á friði í héraðinu og fleiri rússneskum landsvæðum. Á fimmtudag sögðu rússnesk stjórnvöld að endurskoða yrði aðferðir hersins í barátt- unni við uppreisnarmenn. ?RÍKISSTJÓRI í Venesúela hefur gefið lögreglu fyrir- mæli um að koma ekki í veg fyrir að sjálfskipaðir lög- gæslumenn myrði afbrota- menn. Sagði ríkisstjórinn fráleitt að Iögreglan vernd- aði afbrotamenn þegar glæpastarfsemi væri út- breidd. Mannréttindahópar hafa fordæmt viðhorf ríkis- stjórans. FRETTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson Anna Margrét Þorsteinsdóttir og Margrét Eiríksdóttir nemendur og Ari Ólafsson, dósent í eðlisfræði, voru ánægð með námskeiðið. Sigurhanna Friðþórsdóttir og Hafdís Kristjánsdóttir með nælonþræði á lofti. Eðlisfræði eldhússins „ÞETTA er besta leiðin til að bæta úr raungreinakennslu í grunnskól- um," segir Þorsteinn VOhjálmsson, prófessor í eðlisfræði, um endur- menntunarnámskeið sem eðlis- og efnafræðiskor raunvísindadeildar Háskóla íslands hélt á dögunum fyr- ir grunnskólakennara. „Það er mjög þarft að hafa endur- menntunarnámskeið fyrir kennara í grunnskólum til að bæta stöðu raun- greina sem skýrslur hafa sýnt að ekki er gott. I námskeiði sem þessu tölum við beint við kennarana sem eru starfandi í grunnskólum þannig að þetta er mjög skilvirk aðferð," segir Þorsteinn. Námskeiðið bar óvenjulegt heiti, eðlis- og efnafræðieldhúsið, það á sínar skýringar segir Þorsteinn. „Með heitinu viljum við vísa til þess að við viljum færa raungreinarnar og raunvísindin nær veruleika fólks. Það eru alls konar hlutir allt í kring- um okkur sem við skiljum miklu bet- ur ef við kunnum eitthvað fyrir okk- ur í eðlis- og efnafræði." Námskeiðið var ætlað öllum grunn- skólakennurum, ekki eingöngu raun- greinakennurum, og meðal þátttak- enda voru heimilisfræðikennarar. Það féll vel að efninu og meðal annars að efni fyrirlesturs Þorsteins um eðl- isfræði. „Eg spjallaði um allt það sem er að gerast í eldhúsinu. Um vélarnar sem eru í gangi, hvernig vatnið renn- ur úr krananum, hvernig hitun gerist og hvernig rafmagnið hagar sér. Lokapunkturinnn í mínum hluta var örbylgjuofninn sem í eðli sínu er allt öðruvísi en allt annað sem er í kring- um okkur í eldhúsinu og er byggður á nútímaþekkingu, frá 20. öldinni." Átak til að laga ástand í skölakerfinu Þorsteinn segir námskeiðið hafa sýnt að Háskólinn geti staðið að námskeiðum sem þessum. „Við höf- um mikinn áhuga, höfum húsnæði sem er laust á sumrin, og annað sem til þarf." Þessar aðstæður bjóða, að mati Þorsteins, upp á að auðvelt væri að gera heilmikið átak til að laga ástand í íslensku skólakerfi. En til þess að af því verði þurfa þeir að- ilar sem að málinu koma að taka höndum saman, ráðuneyti, sveitarfé- lög, Háskólinn og Kennaraháskólinn. „Þetta kostar vitaskuld eitthvað en það er aukaatriði. Kostnaðurinn er alls ekki svo mikill að hann eigi að vera til fyrirstöðu, ekki er heldur ver- ið að segja að einhver einn eigi að greiða allt heldur á að leysa þetta með samvinnu," segir Þorsteinn og bætir við að kjör kennara þurfi einnig að vera þannig að þeir hafi hvatningu til að sækja námskeið sem þetta. Nárriskeiðið stóð yfir í fjóra daga, frá níu til fimm. Nemendur gerðu ýmsar verklegar æfingar og tilraunir og voru að sögn Þorsteins mjög ánægðir. „Þetta er í fyrsta skipti sem eðlis- og efnafræðiskor kemur að endurmenntunarnámskeiði sem þessu. Nú er í gangi skipulegt 15 eininga endurmenntunarnámskeið í stærðfræði og ekkert til fyrirstöðu að gera eitthvað svipað í eðlis- og efnafræði." Bréf til Velvakanda hratt atburðarásinni af stað 1. desember verði almennur frídagur YithjjUmur Alfrvðatoa haföi samband: iiig langar tíl að bcra frara þi isk að hkl háa AlþingitaJa tfl hond- inni «g l>Sá þvi yfir að 1. dcscmbcr Getur eínhver veitt upplýs- ingar um Simon Norling? Alf Hcdftröm. SvfþjóA haíA íamhandí---*-**;. •,.¦ • (> tggsU, v. tíctur rinhvvr ««<1 uppítsinjpu- um Simon Xorling «r faoiáwi 1&. februar tSTð ! SviþjM? Þad gxHur wrið að hajui hafi kallað sijj Sim- onson ofi kannski notad fom*Snií Albert- Ukkgt «r a9 hann hafí ttjadS á Islandi vjj orkuvcr «ða «itt- hvað aBka. Ef tS cru cánhverjir aikomendur hanx cða aðrir som kannaat vtö hann cru þcir vmsam- logast bcðnir um að hafa samhand Alfi Lena og Alf Hedström og bréfið sem birtist í Morgunblaðinu 16. desember 1986. Oskuðu eftir upplýsingum um Albert Norling 1 Atlas oq alfræði í senn ¦1 ATLAS M A i- S ' » <_, M 1 N \. | \ , , 1 .; „Heimsatlasinn er einstaklega skýr, fræðandi og þægilegur í notkun. Kortin í bókinni eru unnin eftir gervihnattamyndum með stafrænum aðferðum sem gerir þau einstaklega lifandi. Samanbrotin kort sýna stærri landsvæði. Hér er komin landabréfabók 21. aldarinnar." Ari Trausti Guðmundsson jaröfræðingur Laugavegl 18 > Sfmi 515 2500 • Siðumúla 7 • Sími 510 2500 HÉR á landi eru um þessar mundir sænsk hjón að vilja graf- ar Alberts Simonar Norlings, sem hvarf árið 1908, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Þar sem ekkert hafði spurst til hans árið 1917 var hann úrskurðaður látínn, en í reynd dó hann árið 1957 á Þing- eyri. Tildrög þess að hjónin fengu upplýsingar um afdrif Norlings voru bréf sem þau sendu tíl Vel- vakanda og birtist í Morgun- blaðinu 16. desember 1986. Þau fengu svör frá þremur Þingeyr- ingum sem gátu gefið þeim upp- lýsingar um að Norling væri dá- inn og grafinn á Þingeyri. Minningarathöfn var haldin við gpröf Norlings á fimmtudag og sá sr. Guðrún Edda Gunnars- dóttír um athöfnina. Hjónin segjast ætla að halda áfram að leita upplýsinga um Albert Simon Norling og hvað olli því að hann hvarf sporlaust frá konu og barni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.