Morgunblaðið - 22.08.1999, Page 4

Morgunblaðið - 22.08.1999, Page 4
4 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 15/8 - 21/8 ►LEITAÐ verður eftir fjár- mögnun innlendra og er- lendra aðila vegna stækkun- ar álversins á Grundartanga úr 60 þúsund tonna fram- leiðslugetu á ári í 90 þúsund tonn á ári. Ráðgert er að hefja framkvæmdir við stækkunina á þessu ári. Við- ræður við Landsvirkjun um gerð nýs orkusamnings eru á lokastigi en Norðurál hef- ur jafnframt óskað eftir við- ræðum vegna frekari stækk- unar á næstu árum. íslensk björgunarsveit í Tyrklandi TÍU manna íslensk björgunarsveit hélt á fímmtudag til jarðskjálftasvæðanna í Tyrklandi. Utanríkisráðuneytið ákvað að senda sveitina utan í samráði við önnur stjórnvöld og Slysavamafélagið - Landsbjörg. Sveitin hefur hafíð störf við björgun og leit í borginni Izmit, sem fór illa út úr jarðskjálftanum aðfaranótt síðastliðins þriðjudags. Hópurinn starfar undir stjórn samræmingar- stöðvar Sameinuðu þjóðanna í Tyrk- landi. Gert er ráð fyrir því að íslenska sveitin verði allt að viku við björgunar- störf í landinu. ►HANNES Hlífar Stefáns- son er Skákmaður Norður- landa 1999. Tilkynnt var um valið á afmælishátíð sem fram fór í Tívolí í Kaup- mannahöfn á föstudag í til- efni aldarafmælis Norræna skáksambandsins. Hápunkt- ur hátíðarhaldanna var ein- vígi Friðriks Ólafssonar og Bent Larsens sem lyktaði með sigri Larsens í bráða- bana. ►MIKLAR tafir urðu á áætl- unarflugi Flugleiða til út- landa síðari hluta vikunnar. Skýringin er bilun tveggja flugvóla félagsins af gerð- inni Boeing 757. ►FJARNÁM í ferðamála- fræði og hagnýtri íslensku við Háskóla íslands hefst í haust og er það í fyrsta sinn sem skólinn býður heildstætt grunnnám úr deildum skól- ans í fjarkennslu. ►NÝ SÆNSK þýðing á Heimskringlu Snorra Sturlu- sonar nýtur mikilla vinsælda í Svíþjóð. Hún hefur selst í 28.000 eintökum sem telst mikið á þarsendan mæli- kvarða. Fjármögnun álvers á Austurlandi HÓPUR fjárfesta sem í sumar hefur skoðað arðsemi þess að leggja fram hlutafé í álver á Austurlandi tekur ákvörðun um næstu mánaðamót um það hvort stofnað verður sérstakt félag til að undirbúa næstu skref. Jafnframt mun þá liggja fyrir hve mikill áhugi er hjá fagfjárfestum á að leggja fé í verk- efnið. Hugsanlegir fjárfestar í álveri á Austurlandi hafa rætt um að kalla til liðs við sig Bond Evans sem kom að at- hugunum vegna byggingar álvers á Keilisnesi. Sættir í Neytenda- samtökunum ÁKVEÐIÐ var að stefna að sáttum inn- an Neytendasamtakanna á fundi þeirra á fímmtudag. Upp hafði komið ágrein- ingur milli Jóhannesar Gunnarssonar formanns og Jóns Magnússonar vara- formanns samtakanna. Á fundinum var einnig meðal annars skorað á fólk að gefa sig fram við Neytendasamtökin til samstarfs um hugsanlega málshöfðun á hendur matvælafyrirtæki vegna sýk- inga af völdum kampýlóbakter. Úm prófmál yrði að ræða. Nokkrir höfðu gefíð sig fram við samtökin í vikulok. Sterkur jarðskjálfti í Tyrklandi STERKUR jarðskjálfti skók norðvest- urhluta Tyrklands aðfaranótt þriðju- dags og er ekki enn orðið ljóst hversu margir létust af þeim völdum. Tugir þúsunda slösuðust og tjón er gríðarlegt. Þetta er eitt þéttbýlasta svæði landsins og flestir voru í fastasvefni þegar ósköpin dundu yfír. Mörg íbúðarhús hrundu eins og spilaborgir í skjálftan- um. Skjálftinn varð klukkan tvær mín- útur yfir þrjú að staðartíma, eða tveim mínútum eftir miðnætti að íslenskum tíma, og stóð í 45 sekúndur. Á miðviku- dag sakaði tyrkneskur almenningur stjómvöld og hermálayfirvöld fyrir að bregðast illa við náttúruhamförunum og að ekki væri nóg gert til að leita að þeim sem enn kynnu að vera á lífi í rústum húsa. Þá beindist einnig harkaleg gagn- rýni að byggingaverktökum, sem sakað- ir vom um að hafa kastað hendinni til húsbygginga. Á fímmtudagskvöld flýðu milijónir manna heimili sín eftir að jarð- fræðingar höfðu varað við því að öflugur eftirskjálfti kynni að ríða yfir. Óttast var að eldur, sem braust út í olíuhreinsi- stöð í borginni Izmit, ylli sprengingu og yki á hörmungamar. Milosevic hverfi frá völdum AÐ MINNSTA kosti 150 þúsund manns söfnuðust saman fyrir framan júgóslavneska þinghúsið í miðborg Belgrad síðdegis á fimmtudag i fjöl- mennustu mótmælaaðgerðum sem haldnar hafa verið í borginni í þrjú ár. Krafðist fólkið afsagnar Slobodans Milosevics forseta. Vuc Drascovic, leitogi Endurreisnarbandalagsins, mætti á fundinn þrátt fyrir að hafa hafnað boði um það vegna missættis við aðra stjórnarandstæðinga. Hann sagði í ávarpi að almenningur væri í fangelsi vegna þess að ráðamenn í Jú- góslavíu væru einangraðir frá umheim- inum. Til lítilsháttar ryskinga kom á fundinum. ►DÚMAN, neðri deild rúss- neska þingsins, staðfesti á mánudag útnefningu Vladfmírs Pútíns, fyrrver- andi yfirmanns öryggislög- reglunnar, í embætti forsæt- isráðherra. Pútín sagði í ræðu í þinginu að ýmsar blik- ur væru á lofti í efnahags- málum en lofaði að koma á frekari markaðsumbótum. Hann er fimmti forsætisráð- herra Rússlands á 17 mánuð- um og tók við embættinu af Sergej Stepashín, sem Borís Jeltsín forseti rak í þarsíð- ustu viku. Jeltsín hefur lýst því yfir að hann vilji að Pútín verði kjörinn næsti forseti landsins. ►ÁTTA rússneskir hermenn féllu og 20 særðust þegar uppreisnarmenn í rússneska Kákasuslýðveldinu Dagestan hrundu árás þeirra á mið- vikudag, að sögn ráðherra í héraðsstjóminni í Dagestan. Borís Jeltsín, forseti Rúss- lands, lýsti því yfir fyrr í vik- unni að gripið yrði til „harðra aðgerða" til að koma á friði í héraðinu og fleiri rússneskum landsvæðum. Á fímmtudag sögðu rússnesk stjórnvöld að endurskoða yrði aðferðir hersins í barátt- unni við uppreisnarmenn. ►RÍKISSTJÓRI í Venesúela hefur gefið lögreglu fyrir- mæli um að koma ekki í veg fyrir að sjálfskipaðir lög- gæslumenn myrði afbrota- menn. Sagði ríkisstjórinn fráleitt að lögreglan vernd- aði afbrotamenn þegar glæpastarfsemi væri út- breidd. Mannréttindahópar hafa fordæmt viðhorf ríkis- stjórans. FRÉTTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson Anna Margrét Þorsteinsdóttir og Margrét Eiríksdóttir nemendur og Ari Ólafsson, dósent í eðlisfræði, voru ánægð með námskeiðið. Sigurhanna Friðþórsdóttir og Hafdís Kristjánsdóttir með nælonþræði á lofti. Eðlisfræði eldhússins „ÞETTA er besta leiðin til að bæta úr raungreinakennslu í grunnskól- um,“ segir Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði, um endur- menntunamámskeið sem eðlis- og efnafræðiskor raunvísindadeildar Háskóla íslands hélt á dögunum fyr- ir grunnskólakennara. „Það er mjög þarft að hafa endur- menntunamámskeið fyrir kennara í gmnnskólum til að bæta stöðu raun- greina sem skýrslur hafa sýnt að ekki er gott. I námskeiði sem þessu tölum við beint við kennarana sem eru starfandi í grunnskólum þannig að þetta er mjög skilvirk aðferð," segir Þorsteinn. Námskeiðið bar óvenjulegt heiti, eðlis- og efnafræðieldhúsið, það á sínar skýringar segir Þorsteinn. „Með heitinu viljum við vísa til þess að við viljum færa raungreinarnar og raunvísindin nær veraleika fólks. Það era alls konar hlutir allt í kring- um okkur sem við skiljum miklu bet- ur ef við kunnum eitthvað fyrir okk- ur í eðlis- og efnafræði.“ Námskeiðið var ætlað öllum grann- skólakennuram, ekki eingöngu raun- greinakennurum, og meðal þátttak- enda voru heimilisfræðikennarar. Það féll vel að efninu og meðal annars að efni fyrirlesturs Þorsteins um eðl- isfí-æði. „Ég spjallaði um allt það sem er að gerast í eldhúsinu. Um vélarnar sem era í gangi, hvemig vatnið renn- ur úr krananum, hvemig hitun gerist og hvemig rafmagnið hagar sér. Lokapunkturinnn í mínum hluta var örbylgjuofninn sem í eðli sínu er allt öðravísi en allt annað sem er í kring- um okkur í eldhúsinu og er byggður á nútímaþekkingu, frá 20. öldinni." Átak til að laga ástand í skólakerfínu Þorsteinn segir námskeiðið hafa sýnt að Háskólinn geti staðið að námskeiðum sem þessum. „Við höf- um mikinn áhuga, höfum húsnæði sem er laust á sumrin, og annað sem til þarf.“ Þessar aðstæður bjóða, að mati Þorsteins, upp á að auðvelt væri að gera heilmikið átak til að laga ástand í íslensku skólakerfi. En til þess að af því verði þurfa þeir að- ilar sem að málinu koma að taka höndum saman, ráðuneyti, sveitarfé- lög, Háskólinn og Kennaraháskólinn. „Þetta kostar vitaskuld eitthvað en það er aukaatriði. Kostnaðurinn er alls ekki svo mikill að hann eigi að vera til fyrirstöðu, ekki er heldur ver- ið að segja að einhver einn eigi að greiða allt heldur á að leysa þetta með samvinnu,“ segir Þorsteinn og bætir við að kjör kennara þurfi einnig að vera þannig að þeir hafi hvatningu til að sækja námskeið sem þetta. Námskeiðið stóð yfir í fjóra daga, frá níu til fimm. Nemendur gerðu ýmsar verklegar æfingar og tilraunir og vora að sögn Þorsteins mjög ánægðir. „Þetta er í fyrsta skipti sem eðlis- og efnafræðiskor kemur að endurmenntunarnámskeiði sem þessu. Nú er í gangi skipulegt 15 eininga endurmenntunarnámskeið í stærðfræði og ekkert til fyrirstöðu að gera eitthvað svipað í eðlis- og efnafræði." Bréf til Velvakanda hratt atburðarásinni af stað Lena og Alf Hedström og bréfið sem birtist í Morgunblaðinu 16. desember 1986. 1. desember verði almennur frídagur ViQýihaur .UfreðMOD samband: Mijí langar U1 sð bora fram þi Ask aJ h>J hia Alþmgi tald til bond- inni og lýsi þvl yfir »& 1. desomhcr Getur einhver veitt upplýs- ingar um Simon Norling? Alf Hodrtxxkn. S»4þj4A. hafA v- Gotur oir.hvor vojtt upphJsinj^u- um Simon Xortinjt or fjoddwt 15. foörúar IS79 í SviþýSö' J>að jjotur vor>4 afi hann hafi kallað sijt 8im- onson og kannski notað fornaftúð Albort. liklogt or að hann hafi unnið á Islandi við orkuvcr oða oiu- hvað ilika. Ef tí oru oinhvorjir afkomendur hana oða aðrir som kannast við hann cru þoir vmsam- logast beðmr um að haía aamhand Al£ ✓ ' . Ttmmr- Oskuðu eftir upplýsingum um Albert Norling I Atlas oq alfreði i senn Mál og menning „Heimsatlasinn er einstaklega skýr, fræðandi og þægilegur í notkun. Kortin í bókinni eru unnin eftir gervihnattamyndum með stafrænum aðferðum sem gerir þau einstaklega lifandi. Samanbrotin kort sýna stærri landsvæði. Hér er komin landabréfabók 21. aldarinnar." Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur I Laugavegi 18 • Sfm) 515 2500 • Síöumúla 7 • Sími 510 2500 HÉR á landi eru um þessar mundir sænsk hjón að vitja graf- ar Alberts Simonar Norlings, sem hvarf árið 1908, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Þar sem ekkert hafði spurst til hans árið 1917 var hann úrskurðaður látinn, en í reynd dó hann árið 1957 á Þing- eyri. Tildrög þess að hjónin fengu upplýsingar um afdrif Norlings voru bréf sem þau sendu til Vel- vakanda og birtist í Morgun- blaðinu 16. desember 1986. Þau fengu svör frá þremur Þingeyr- ingum sem gátu gefið þeim upp- lýsingar um að Norling væri dá- inn og grafinn á Þingeyri. Minningarathöfn var haldin við gröf Norlings á fimmtudag og sá sr. Guðrún Edda Gunnars- dóttir um athöfnina. Hjónin segjast ætla að halda áfram að leita upplýsinga um Albert Simon Norling og hvað olli því að hann hvarf sporlaust frá konu og barni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.