Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1999 11 ! ferð þegar markmiðið er að takmarka fjár- festingu í fiskiskipum." Brottkast er eðlilegur fylgifiskur Finnst þér kvótakerfið hafa þróast eðli- lega eða hefði mátt gera á því breytingar fyrr en árið 1990? „Auðvitað hafa orðið á kerfinu tímabund- in frávik frá því sem ég myndi kalla heppi- lega þróun. En ef maður lítur á kerfið í heild þá hefur þróun þess verið ágæt, eink- um var tilkoma langtímakvóta skref í rétta átt. Það gekk hinsvegar erfiðlega að koma smábátunum inn í kerfið og þeir gátu unnið sig upp og stóraukið sína hlutdeild í aflan- um. Það er mjög miður hve lítið var tekið á smábátavandanum og þeim komið inn í kerfið að fullu." Kvótakerfið hefur verið gagnrýnt fyrir að það hvetji til dæmis til brottkasts afla og leiði tU „kvótabrasks" og þátttöku sjó- manna í kvótakaupum. Hefði verið hægt að koma í veg fyrir slíkt á einhverjum stigum? „Ekkert kerfi er alveg fullkomið og ég tel að brottkast sé fylgifiskur kvótakerfis hvernig sem það er hannað. Á móti kemur að kerfið á að hvetja til sparnaðar í rekstri og mér finnst ólíklegt að brottkast á fiski sé það mikið að það vegi upp þessa kosti. Það er reyndar ákaflega erfitt að mæla brottkast á fiski en ég hef tilhneigingu til að trúa að það sé ekki verulegt og áreiðan- lega minna en margir vilja vera láta. Hið svokallaða kvótabrask tel ég að mörgu leyti vera eðlileg viðskipti. Það á að hafa sem allra minnstar hömlur á því hvernig menn fara með kvótana. I því ligg- ur hagræðingin. Hvað snertir þátttöku sjó- manna í kvótakaupum þá hef ég ætíð verið þeirrar skoðunar að sjómenn á íslandi væru nokkurskonar launaaðall. Eg tel að laun sjómanna séu ef nokkuð er of há, það er ekki vandamál að manná fiskiskipaflot- ann á íslandi. Ég sé í sjálfu sér því ekkert til fyrirstöðu að kvótaverð sé dregið frá áð- ur en kemur til skiptaverðs." Opnun kerfisins yrði þjóðhagslegt slys Hefði á einhverjum tímapunkti verið skynsamlegra að fara aðrar leiðir í fisk- veiðistjórnuninni? „Það er erfitt að segja. Þetta er pólitískt ferli og hér verður engu kerfi viðhaldið sem er í blóra við meirihluta þjóðarinnar. Það fer ekkert á milli mála að uppi hafa verið miklar deilur um kerfið sem hafa gert það að verkum að kerfið hefði oft mátt vera betra. Sumum er það ekki ljóst að tak- marka þarf sókn í auðlindina og koma í veg fyrir að fleiri nýti hana en þörf er á. Sumir segja að nýliðun í greininni sé vandamál en ég get ekki séð það. Það yrði þjóðhagslegt slys ef öllum yrði hleypt í útgerð. Hömlur á viðskipti með kvóta komu upp í tengslum við síðasta sjómannaverkfall. Þá hefði jafnvel mátt fara aðrar leiðir, jafnvel fara í verkfall við sjómenn og sýna þeim þannig í tvo heimana. Eins hafa stjórnmála- menn verið ótrúlega fúsir að hlusta á rök smábátasjómanna og fara eftir þeim. Styrk- ur smábátasjómanna felst í fjöldanum, þeir eru mörg atkvæði og þá fara stjórnmála- menn eftir þeim. Flestar þjóðir sem hafa á annað borð reynt að koma einhverri stjórn á fiskveiðar sínar hafa tekið upp kerfi með framseljan- legum kvótum. Þá þurfa tvö skilyrði að vera fyrir hendi. Annarsvegar að hægt sé að ákvarða heildarafla úr stofni. Þá þarf að vera til staðar þó nokkur vitneskja um stofnana og viðkomu þeirra en því er ekki allsstaðar að heilsa. Hinsvegar þarf að hafa eftirlit með veiðunum og viðhafa ströng við- urlög gagnvart brotum. Slíku eftirliti er víða erfitt að koma við. Hér á íslandi er fiskinum hinsvegar landað á tiltölulega fá- um höfnum og hann er nánast allur fluttur út þannig að hér á að vera hægt að halda uppi góðu eftirliti. Auk þess eru veiðar ís- lendinga tiltölulega „hreinar" í þeim skiln- ingi að aflinn samanstendur af fáum teg- undum. Aðstæður eru hér allar hinar ákjós- anlegustu. Bandaríkjamenn hafa tekið upp kvótakerfi í nokkrum veiðum en þar hefur mikið verið deilt um slíkt fyrirkomulag og tekið langan tíma að festa kerfið í sessi. I Noregi eru kvótarnir ekki framseljanlegir, að mínum dómi til mikils skaða fyrir norska útgerð. Þar hafa margir litið á markaðs- lausnir af hinu slæma. Þá hefur auk þess verið virkt kvótakerfi á Nýja-Sjálandi um nokkurt skeið og þeir hafa einmitt gengið lengra en íslendingar hvað varðar eignar- rétt á kvóta. Eg tel að í þeim efnum hefðu íslendingar mátt ganga lengra og ekki átt að binda kvóta við skip. Að mínu viti væri ekkert því til fyrirstöðu að binda kvóta við fiskvmnslufyrirtæki sem gætu þá leigt til sín skip til að veiða fyrir sig kvótann. Höml- ur á framsali tel ég líka að séu óþarfar og til hins verra. En vegna þess að verðmæti kvótanna hefur lent óskorað hjá útgerðar- mönnum sem fyrst fengu þá, hafa þessi við- skipti fengið á sig illan bifur því í kjölfarið hafa margir fengið verulegan gróða fyrir gæði sem þeir fengu fyrir ekki neitt." Skattur á auðlindarentu væri eðlilegur Rögnvaldur segir að svokölluð auðlind- arenta verði til í útveginum vegna þess að afkastageta fiskistofnana sé takmörkuð sem leiði af sér að menn verði að lágmarka þann kostnað sem fylgi því að sækja aflann sem stofnarnir gefa af sér. Þá verði til mis- munur á verðmæti þess sem hægt er að afla og þess sem til er kostað. „Þessi mis- munur er kallaður auðlindarenta. í kvóta- kerfi endurspeglast hún í verðmæti kvót- anna. Auðlindarentan getur hinsvegar ver- ið breytileg. Ef fiskverð til dæmis tvöfald- ast verða verðmætin meiri og að sama skapi eykst auðlindarentan. Eins má segja að ef tilkostnaður eykst, segjum vegna hækkandi olíuverðs, minnkar auðlindarent- an. Hún er einfaldlega afgangsstærð." Finnst þér þá eðlilegt að innheimta aulindagjald af útgerðinni vegna þessarar auðlindarentu? „Já, það þætti mér eðlilegt, af ýmsum ástæðum. Auðlindagjald er liður í því að ná meiri sátt um kerfið og myndi dreifa ágóð- anum réttlátar. Auk þess veldur slíkt gjald engum skekkjum í hagkerfinu. Skattur á vinnuafla veldur til dæmis því að menn vilja vinna minna, skattur á arð af fjárfestingu veldur því að menn fjárfesta minna og svo framvegis. Gjald á kvóta skapar hinsvegar enga slíka skekkju, þótt útgerðarmenn þyrftu að borga fyrir að fá að veiða fiskinn myndu þeir veiða hann engu síður, svo fremi sem þeir fá einhvern hagnað til að borga kostnað og þar með talinn fjár- magnskostnað. Útgerðarmenn eiga ekki að fá himinháan umframhagnað fyrir að sækja fiskinn í sjóinn." Slíkt gjald myndi þannig ekki skekkja rekstur fyrirtækj- anna að bínu mati? „Auðvitað myndi það hafa áhrif á gróða fyrirtækjanna. En það á ekki að hafa áhrif á rekstur þeirra, hvort þau eru illa eða vel rekin. Það má jafnvel halda því fram að ef auðlindagjald er ekki tekið þá eru fyrirtækin verr rekin en ella því þá hafa þau meira fé milli handanna og hvatn- ingin til að halda niðri kostnaði verður veik- ari. Það hefur sýnt sig í ýmsum atvinnu- greinum. En einnig kæmi slíkt gjald ein- hverjum illa reknum úgerðarfyrirtækjum á hausinn og það er aðeins til hins betra. Það á að vera pláss fyrir aukakostnað af þessu tagi vegna þess að verðmæti fisksins sem tekinn er á land er að öllum líkindum miklu meira en þarf að kosta til að ná í hann. Það sýnir sig kannski best £ því að útgerðar- menn eru að kaupa kvóta hver af öðrum. Þeir hafa greinilega efni á því að borga fyr- ir kvótann, umfram annan kostnað. Margir hafa sagt að auðlindarentan endurspeglist í kvótaverðinu en ég held að fara verði var- lega í þær sakir. Hátt kvótaverð endur- speglar að öllum líkindum ekki auðlind- arentuna því það kemur illaheim og saman við rekstur fyrirtækjanna. Ég tel þannig að kvótaverðið sé nokkuð hærra en sjálf auð- lindarentan en af hverju það er er vandi að segja til um." Gjaldið ákvarðað út frá markaðsaðstæðum Með hvaða hætti mætti innheimta auð- lindagjald? „Slíkt væri háð því hvað kvótarnir eru til langs tíma. Það hlýtur að vera eitt af höfuð- markmiðunum að skapa varanlegan tekju- stofn fyrir hið opinbera. Það væri því ekki heppileg lausn að selja varanlegan kvóta á uppboði í eitt skipti fyrir öll. Ef menn þannig halda sig við langtímakvóta held ég að uppboðsleiðin sé erfið. Hinsvegar mætti hugsa sér slíka leið ef kvóti væri gefin út til 10-15 ára í senn. Þá mætti hinsvegar ekki bjóða upp allan kvótann í einu, heldur ein- hvern hluta á hverju ári. Annar möguleiki væri að nota svokallaðan fyrningarkvóta þannig að hver kvótaeigandi missti ákveðið hlutfall af kvóta sínum á hverju ári. Þessi kvóti yrði síðan boðinn út og kvótaeigand- inn keypt hann eins og hver annar. Þetta hlutfall væri þá ekki annað en kvótagjald. Það yrði hinsvegar að ákvarða það út frá markaðsaðstæðum vegna þess að þeir sem kaupa kvótana taka mið af markaðsaðstæð- um og borga ekki meira fyrir þá en þeir telja sig geta staðið undir. Ef menn vilja ekki fara þessa leið tel ég að menn verði að ákveða eitthvert gjald á hverju ári út frá markaðsaðstæðum, til dæmis ákveðið hlutfall af aflaverðmæti. Þá eru menn komnir með markaðstengt kvóta- gjald að einhverju leyti. En það verður að taka tillit til þess að auðlindarentan er af- gangsstærð og breytist ekki í hlutfalli við aflaverðmætið. Gróðinn er þannig fyrstur til að hverfa þegar illa árar. Ef til dæmis aflaverðmætið dregst saman um helming gæti allur arðurinn horfið og þá er ekkert eftir nema kostnaðurinn. Auðlindarentan er því mun viðkvæmari fyrir verðbreytingum en tekjurnar. Þessi aðferð er því ekki alveg markaðsrétt. Það mætti innheimta þetta gjald með ýmsum hætti. Ég hef til þessa hallast mest að hugmyndinni um fyrningar- kvótann. Heppilegast væri að gjaldið yrði ákvarð- að af stofnunum á borð við Fiskistofu eða sjávarútvegsráðuneytinu á hlutlægum for- sendum. Alþingi gæti hinsvegar sett lög sem kvæðu á um að taka mætti gjald sem til dæmis sjávarútvegsráðuneytið ákvarð- aði." Lifsnauðsyn að finna nýja atvinnuvegi Hvernig væri heppilegast að ráðstafa þessu gjaldi að þínu mati? „Þá verða menn að gera upp við sig hvort nota á peningana til samtímaneyslu eða festa þá í nýjum framleiðslutækjum. Eg tel að það væri mikilsvert að nota verulegan hluta þessara tekna til að fjárfesta í nýjum framleiðslutækjum. Ef halda á við lífskjör- um á íslandi í því formi sem við þekkjum eða jafnvel auka þau, verður það ekki gert með öðrum hætti en að fara inn á nýjar brautir í atvinnulífinu. Eg er með þessu síð- ur en svo að tala niður til sjávarútvegsins, hann kemur til með að vera undirstöðuat- vinnuvegur þjóðarinnar um langan tíma. En menn verða að gera sér það ljóst að þeir eru að nálgast leiðarenda í sjávarútvegin- um, það er ekki hægt að veiða meiri fisk úr hafinu, ekki einu sinni af fjarlægum miðum því þau eru að lokast. Það er vissulega hægt að gera meira verðmæti úr fiskinum en stóri vinningurinn, ef svo má segja, er ekki Eins hefur heyrst sú hugmynd að arðin- um sé dreift meðal almennings á beinan hátt, til dæmis með árlegri ávísun. Slíkt hefur meðal annars verið gert í Alaska þar sem 25% af tekjum ríkisins af málmum, að- allega olíu, renna í varanlegan sjóð. Þenn- an sjóð má aldrei skerða og hann er byggð- ur upp ár frá ári með þessum tekjum. Sjóð- urinn fjárfestir í hlutabréfum og skulda- bréfum sem gefa af sér arð sem annars- vegar er notaður til að tryggja að raun- verulegum verðmætum sjóðsins sé haldið við. Hinsvegar er arðinum dreift til al- mennings með ávísun einu sinni á ári. Nú síðast nam upphæðin um 1.500 dollurum eða um 110 þúsund íslenskum krónum. Þetta eru töluverðir peningar, einkum fyr- ir fólk sem hefur lítið fé milli handanna. Þetta er úthlutun sem út af fyrir sig er hagstæðust einmitt fyrir þá sem úr litlu hafa að spila." Litlir útgerðarstaðir ættu að fara i eyði En er ekki hætt við að landsbyggðin geri tilkall til þessa arðs þar sem meginhluti sjávarútvegsins er rekinn úti á landi? „Það má vel vera. Víða er málum háttað þannig að hrávinnsla fer fram á lands- byggðinni, oft á stöðum sem ekki eru mjög aðlaðandi fyrir fólk að setjast að á. Það er engin töviljun að hér, eins og í Noregi, vaxa stærri staðirnir. Það er engin ástæða til að harma það. Áður fyrr urðu menn að dreifa byggðinni, einfaldlega vegna þess að bátarnir voru litlir og vélarvana og menn þurftu að vera nálægt fiskimiðunum. Nú eru aðstæður með allt öðrum hætti, bát- arnir eru stórir og í sjálfu sér skiptir engu máli hvar menn búa á landinu þegar sækja á fiskimiðin. Þjóðfélagsstrúktúrinn hefur einnig gjörbreyst. Nú vinna bæði hjón úti og aðstæður oft þannig að erfitt getur ver- Utgeröarmenn eiga ekki aó fá himinháan umframhagnað fyrir aö sækja fiskinn í sjóinn lengur fyrir hendi. Það er því lífsnauðsyn fyrir þjóðina að finna upp á nýjum atvinnu- vegum, samkeppnisfærum á erlendum vett- vangi. Þess má nú reyndar sjá merki á ýmsum sviðum, meðal annars í kringum sjávarútveginn. Ég nefni Marel og Hamp- iðjuna. En þá komum við að stóru spurningunni: Hver á að hirða arðinn sem skapast af fisk- veiðunum? Um það hefur mikið verið deilt en ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að verulegur hluti auðlindarentunnar eigi að lenda hjá hinu opinbera. Það er til dæmis gert í Noregi þar sem 80% af olíurentunni lendir hjá hinu opinbera. Margir segja að útgerðirnar sjálfar eigi að ráðstafa aflan- um, enda sé hún best til þess fallin. Ég hinsvegar er ekki viss um að svo sé. Ut- gerðarmenn hafa vissulega lagt í ýmsar fjárfestingar á undanförnum árum. Hafa þær fjárfestingar verið arðbærar fyrir þjóðarbúið? Það hefur reyndar ekki verið rannsakað ofan í kjölinn en mér líst þannig á að þær hafi nú ekki allar verið vel heppn- aðar. Til dæmis hefur útþensla íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á erlendum vett- vangi ekld alltaf borið jafn góðan árangur. Það skapast að minnsta kosti ekki mörg störf á Islandi við slíka útþenslu. Ég ætla hinsvegar ekki að liggja útgerðarfélögum það á hálsi fyrir að hafa gert þetta, það er ekkert óeðlilegt að menn festi fé í atvinnu- rekstri sem þeir þekkja. En ég er ekki viss um að útgerðarfélögunum sé best treystandi til að leggja inn á nýjar brautir í atvinnulífinu á íslandi." En er betra að rúdð geri það? „Ég er ekki endilega þeirrar skoðunar. En ef auðlindagjald yrði tekjustofn fyrir ríkissjóð mætti lækka aðra skatta sem því næmi. Það yrði til þess að almenningur og atvinnurekendur einnig fengju meira fé milli handanna. Það gæti eflt fjárfestingu á nýjum sviðum, engu síður en ef þetta rynni til útgerðarinnar. Ég tel hinsvegar að frek- ar þurfi að styrkja ýmis umsvif hins opin- bera, heldur en hitt. Mér skilst til dæmis að framlag til íslenskra menntamála sé frekar í lægri kantinum miðað við það sem tíðkast í OECD-löndunum. Ég get aftur á móti vel skilið rök þeirra manna sem halda því fram að ríkið geri enga hluti vel og flesta illa og eru hræddir um að ef ríkið fær meira fé milli handanna verði því sóað. En þetta eru rök sem erfitt er að sanna. Við komumst aldrei hjá því að umsvif ríkisins verði ein- hver og er þá ekki betra að nota þá skatta fyrst og fremst sem ekki skekkja hagkerf- ið? Hérlendis væri gjaldtaka af fiskveiðum hentugust. Það má einnig hugsa sér þetta þannig að gjaldið rynni í sérstakan sjóð og síðan yrðu settar reglur um það hvernig peningunum yrði varið til að tryggja að þeir færu ekki í eyðsluhít. ið að finna störf við hæfi beggja, sérstak- lega störf við hæfi kvenna. Þegar fólk er að setja sig niður lítur það skiljanlega til þess úr hverju er að velja á vinnumarkaðnum. Það er margvíslegur hagur af því að vera á stöðum þar sem vinnumarkaðurinn er fjöl- breyttur. Litlir útgerðarstaðir samræmast því einfaldlega ekki nútíma útgerðarhátt- um og mega gjarnan fara í eyði, því fyrr því betra. Sú byggðastefna sem mest vit er í er að nota einmitt auðlindarentuna til að bæta fólki í þessum plássum upp það tap sem það hefur orðið fyrir. Margir hafa eytt öllu sínu sparifé í íbúðarhús sem eru einskis virði vegna þess að staðirnir eiga sér enga framtíð." Breyta ætti Þróunarsjöði sjávarútvegsins Sérðu fyrir þér að hægt sé að taka upp auðlindagjald hér á landi á komandi miss- erum? „Það tekur ekki langan tíma að koma á einhverskonar gjaldtöku ef menn á annað borð koma sér saman um að gera slíkt. Það er hægt að fara ýmsar leiðir og margar þeirra eru keimlíkar og því gæti orðið að velja á milli þeirra. Hvaða leið menn fara veltur svo á því hvort kvótarnir eru gefnir út til langs eða skamms tíma. Utgerðin borgar reyndar nú þegar miklar fjárhæðir á ári hverju í ýmiskonar gjöld. Þróunar- sjóðsgjaldið átti til dæmis að nota til að kaup gömul skip. Það er hinsvegar óþarfi að kaupa gömul skip af útgerðarmönnum því þeir sem kaupa skip en geta ekki rekið þau eiga einfaldlega að fara á hausinn. Þróunarsjóðnum ætti því að breyta sem fyrst. Mér skilst reyndar að menn séu þeg- ar komnir inn á þær brautir þar sem nota á Þróunarsjóðinn til að greiða fyrir nýtt haf- rannsóknaskip. En það er alltof sumt. Út- gerðin borgar ekki einu sinni stjórnunar- kostnað fiskveiðanna. Það er ekki ókeypis að stjórna fiskveiðum né að stunda haf- rannsóknir. Að mínu viti er lágmark að út- gerðin standi straum af þessum kostnaði í stað þess að þetta sé kostað af almannafé. Mér þykir ólíklegt að það gjald sem nú rennur í Þróunarsjóð sé meira en helming- ur stjórnunarkostnaðarins. Það er fyrir ut- an hafrannsóknirnar. Útgerðin gæti þá eðlilega gert kröfur til að hafa áhrif á rekstur kerfisins og rannsóknanna og það væri af hinu góða. Þó verðum við að átta okkur á því að ekki eru allar hafrannsóknir í þágu útgerðar en teljast til almennra vís- inda og eru til að auka almenna þekkingu og koma útgerðinni ekki að gagni nema með óbeinum hætti. Það eru því ákveðin takmörk á því hvað áhrif útgerðarinnar á hafrannsóknir eiga að ná langt. En áhrif á stjórn fiskveiða, stofnstærðarmat og þess háttar gætu orðið til hins betra," segir Rögnvaldur Hannesson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.