Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ UM 300.000 BÖRN ÞJÓNA NAUÐUG STRÍÐSHERRUM VÍÐS VEGAR UM HEIMINN bJU Ul dLJdl I dld, CIU liu Idlll I berjast í blóðugum ótökum víðs vegar um heim. í Úganda og víðar eru börn numin á brott frá fjölskyldum sínum og þurfa oft að horfa á heimili sitt í Ijósum logum, foreldra sína og systkini illa útleikin eftir uppreisnarmenn, eða jafnvel látin. Þessi mynd var tekin árið 1996 af börnum í hernaði í Líberíu. Mannréttindi 300.000 barna í heiminum eru brotin er þau eru nauðug látin berjast í _________stríði sem þau ekki skilja._______ Hrund Gunnsteinsdóttir fjallar um barn- unga hermenn í Uganda sem gegna hlut- verki hlífðarskjalda og kynlífsþræla stríðsherra í blóðugri styrjöld sem fæstir sjá fyrir endann á. EINN strákur reyndi að flýja [frá uppreisnarmönnunum], en þeir náðu honum. . . Þeir bundu á honum hend- umar og létu svo okkur hin, nýju fangana, berja hann með kylfum. Mér varð óglatt. Ég þekkti strákinn því við vorum frá sama þorpi. Ég neitaði að drepa hann en þeir sögðust munu skjóta mig ef ég hlýddi ekki. Þeir miðuðu byssu á mig og neyddu mig til þess. Strákurinn spurði mig: „Hvers vegna ertu að gera þetta?“ Eg sagðist ekki eiga annarra kosta völ. Eftir að við vorum búin að drepa hann létu þeir okkur ata handleggi okkar með blóði hans. . . Þeir sögðu að við yrðum að gera þetta svo að við myndum ekki hræðast dauðann og reyna að flýja. . . Mig dreymir enn þann dag í dag um drenginn frá þorp- inu mínu sem ég drap. Hann birtist mér í draumum þar sem hann segir að ég hafi drepið hann til einskis og ég græt.“ Susan var 16 ára gömul er hún rifj- aði upp reynslu sína sem bamaher- maður hjá Byltingarher drottins (LRA) í Úganda sem berst gegn rík- isstjórn Yoweri Musevenis, forseta landsins. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa, ásamt Amnesty Intemational, Sameinuðu þjóðunum, Rauða krossinum og öðr- um mannréttindasamtökum, barist fyrir bættum réttindum barna um heim allan sem numin hafa verið á brott frá heimilum sínum og látin berjast í stríði sem þau oft ekki skilja. Sumum þeirra hefur tekist að flýja og Susan er ein af þeim. Þau sem náð hafa að flýja herbúðir LRÁ búa við stöðugan ótta við að uppreisnarmenn- irnir nái þeim aftur og því hefur nöfn- um þeirra barna sem hér er vitnað í úr skýrslu Human Rights Watch, The Scars of Death frá árinu 1997, verið breytt til að vernda öryggi þeirra. Göfugum markmiðum náð með ofbeldi Orsök átakanna milli LRA, sem koma úr norðri, og stjórnarhersins eiga rætur í flóknum trúarhefðum Acholi-fólksins er byggir norðurhluta Úganda og því vantrausti sem ríkir milli Acholi og annarra þjóðernishópa í suðurhluta landsins. Hér verður sú saga ekki rakin en í grófum dráttum komst á skipting milli þessara tveggja hópa á tímum breskrar ný- lendustjómar. Ibúar norðursins, aðallega Acholi, voru að mestu látnir gegna herskyldu á þeim tíma en íbúar suðursins feng- ust aðallega við borgaralega þjón- ustu. I gegnum árin hafa átök brotist út milli landshlutanna og hafa Acholi verið sakaðir um grimmdarverk á samlöndum sínum. Að mati flestra sagnfræðinga hafa þeir bæði verið þolendur og gerendur ódæðisverka eftir að landið fékk sjálfstæði. Acholi-menn halda því fram að enn í dag sé þessari skiptingu frá ný- lendutímanum viðhaldið og saka Mu- seveni og ríkisstjórn hans um að van- rækja norðurhlutann og eyða lang- mestu fjármagni í að byggja upp suð- urhlutann. Leiðtogar hafa sprottið upp meðal Acholi-fólksins og lofað því bjartari framtíð. Upp úr 1987 fékk Joseph Kony „köllun" frá Heilögum anda um að leiða Acholi-fólkið burt úr þeim hörmungum sem það hafði mátt þola. Kony hét því að steypa ríkisstjóminni af stóli og hreinsa Acholi-fólkið af fyrri gjörðum. - Báðum þessum markmiðum átti að ná með ofbeldi. Acholi-fólkið sá vonarglætu í boð- skap Konys en er ljóst var að menn hans ætluðu að ná markmiðum sínum með því að herja á eigið fólk snerust flestir gegn honum. I dag er hann fyrirlitinn af flestum og telja margir boðskap hans yfirskyn valdagræðgi. Hernaðarlegur stuðningur frá yf- irvöldum í Súdan I dag er talið að meirihluti her- manna í LRA sé börn, eða fullorðnir sem teknir voru frá fjölskyldum sín- um á barnsaldri. Sum bamanna hafa upprunalega leitað skjóls meðal upp- reisnarmannanna, en flest em þau nauðug látin berjast við hlið upp- reisnarmannanna. Margir liðsmanna Konys fylgja boðskap hans og trúa að ofbeldið muni skila sér í betri tíð fyrir Acholi-fólkið. Árið 1995 efldist uppreisn LRA gegn ríkisstjórn Úganda verulega. Yfirvöldi Súdan hafa ítrekað sakað yfirvöld í Úganda um að styðja upp- reisnarmenn í Frelsisher alþýðunnar í Súdan (SPLA) í baráttu þeirra gegn yfirvöldum þar í landi. Fyrir u.þ.b. fjórum ámm hóf ríkis- stjórnin í Súdan að veita LRA sama stuðning, en LRA hefur aðsetur í Súdan. Þá er einnig talið að yfn-völd í Súdan reiði sig á aðstoð LRA við að berjast gegn SPLA. Afleiðingar stuðnings súdanski-a yfirvalda við LRA em þær að nú eru uppreisnar- mennirnir vel vopnum búnir og hafa yfir jarðsprengjum og vélbyssum að ráða í stað riffla og sveðja. Nútíma vopnabúnaður þar sem léttari og einfaldari vopn eru auð- fengin gerir að verkum að aldrei hafa fleiri börn verið notuð í hernaði, ekki síst í fremstu víglínu, til að skýla þeim sem eldri em og reyndari. Bólgnir fætur leiða börn í dauðann Er uppreisnarmennirnir ráðast inn í þorp og bæi í norðurhluta Úganda láta þeir greipar sópa um híbýli fólks, læknamiðstöðvar og markaði og skilja heimili oft eftir í ljósum logum. Börn em numin á brott til að þjóna í her LRA Þau þurfa yfirleitt að horfa upp á foreldra sína og aðra fjöl- skyldumeðlimi í sámm og illa út leikna, eða jafnvel látna, af völdum uppreisnarmannanna. Ér börnunum hefur verið safnað saman eru þau bundin hvert við ann- að og látin bera stolinn varning, mat og vopn hermannanna yfir til herbúða uppreisnarmannanna í Súdan. Flest bömin og sérstaklega þau yngstu eiga erfitt með að ganga um skóg- lendið og sýking kemst í fætur margra þeirra og þeir bólgna upp við áreynsluna. Gangan yfir til herbúð- anna tekur oft á tíðum samfleytt viku og þar sem matur er af skomum skammti örmagnast mörg bamanna á leiðinni og deyja úr hungri í skógin- um. Þau börn sem reyna að flýja eru drepin og við það „tilefni" em hinir nýliðarnir látnir taka þátt í að stytta þeim aldur sem segja má að sé hluti af vígslu þeirra inn í samfélag LRA- hermanna. Börnin þurfa að þola bar- smíðar af minnsta tilefni og kvarti þau undan verkjum í fótum eða þorsta, gefa uppreisnarmennimir þeim fáa valkosti. William var tíu ára er hann sagði skjálfandi frá reynslu sinni af LRA. „Við gengum langan veg og ég var bólginn á fótunum. Ef við sögðumst finna til sögðu hermennirnir: „Ætti ég að leyfa þessum unga dreng að hvíla sig?“ En með „hvfld“ áttu þeir við að viðkomandi yrði drepinn. Við urðum því að segja að við þyrftum ekki að hvíla okkur til að halda lífi. Ég var hræddur og saknaði mömmu minnar.“ Flest börnin, ef ekki öll, hafa orðið vitni að eða tekið þátt í að fremja hræðileg grimmdarverk. Christine sagði frá því er hún var sautján ára gömul hvað hefði orðið um þá sem tekist hefði að flýja en hermennirnir fundu aftur. „í hvert skipti sem þeir myrtu ein- hvem létu þeir okkur hin horfa á. Ég sá þá drepa ellefu manns. Einn ►
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.