Morgunblaðið - 22.08.1999, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 22.08.1999, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ þeirra var drengur sem hafði flúið. Þeir fundu hann á heimili hans og skipuðu honum að stíga út fyrir. Því næst létu þeir hann leggjast á jörðina og stungu hann með byssusting. Þannig murkuðu þeir úr honum lífið. Oft fannst mér sem ég væri dáin, fyndi hvergi til. Á öðrum stundum fannst mér sem þetta kæmi fyrir mig og þá kvaldist ég.“ „Lágu á jörðinni líkt og í fastasvefni11 Þorpsbúar sem urðu á vegi upp- reisnarmannanna urðu oft illa úti. „Við gengum oft í gegnum þorp sem voru að mestu mannlaus þvi flestir íbúanna höfðu flúið. . . . þar höfð- umst við við í mannlausum húsunum. Stundum bar svo við að einhverjir þorpsbúar höfðu orðið eftir . . . uppreisnarmennimir sökuðu þá oft um að styðja ríkisstjómina. Dag einn sáu þeir mann á hjóli. Þeir hjuggu af honum fótinn með exi. Er kona hans kom hlaupandi út úr húsinu skipuðu þeir henni að borða fótinn. Ég gat ekki horft á þetta til enda og vék mér undan,“ sagði Catherine, sautján ára gömul. Bömin sögðu mikla þurrka vera í suðurhluta Súdan og á göngu um skógana er vatn oft af skomum skammti eða ekki til. Einnig er þar lítið um mat og er hann fæst ekki stolinn úr þorpunum neyðast börnin oft til að borða lauf af trjánum sem oft á tíðum er eitrað. Mörg barnanna deyja úr hungri, þorsta eða af völdum blóðkreppusóttar áður en þau koma að búðunum í Súdan. „Eftir nokkum táma fengum við boð um að fara til Súdan til að hitta hóp Josephs Kony. Við gengum af stað og brátt var orðið mjög þurrt í lofti. Við fundum hvorki mat né drykk og átum því laufin af trjánum. Margir urðu veikir og dóu og alls staðar vora börn, liggjandi á jörðinni líkt og þau væru í fastasvefni. En þau vora dáin,“ sagði Charles, fimmtán ára. í herbúðum í Súdan „Eftir að við komum til Súdan fór- um við til Kit þar sem þeir þjálfuðu okkur. Kony sagði okkur að við myndum fara aftur til Úganda og steypa ríkisstjóminni af stóli. Okkur var kennt að ráðast á ýmis ökutæki og að fara með vopn. Kony sagði að við myndum steypa stjórninni af stóli og að fólk ætti að gleðjast og bíða eft- ir að sá dagur rynni upp. Hann varaði okkur við því að ef drengur og stúlka ættu vingott hvort við annað yrðu þau bæði drepin og að sömu örlög biðu okkar ef við reyndum að flýja. Eftir að þjálfun minni lauk var mér gefin AK47-sjálfvirkur riffill. Ég varð að bera hann á öxlunum öllum stund- um. Hann var gífurlega þungur. Á tíma var hægri handleggurinn lamað- ur undan þyngslunum og húðin á öxl- inni brann undan byrðinni. Ég var með verki fyrir brjóstinu og að auki þurfti ég að bera hluti eins og vatnsí- lát,“ sagði Timothy, fjórtán ára. „Kony rændi bömum í hemaðar- legum tilgangi. Bömin eru þjálfuð upp í að vera hermenn og stúlkum er rænt til að verða eiginkonur upp- reisnarmannanna. Oðrum börnum er rænt til að verða burðardýr. Þá vora það enn aðrir sem höfðu það hlutverk að berja kjark í nýliðana; - er nýlið- amir vora látnir drepa þá. í Súdan voram við stundum látin mynda hring utan um drengi sem við voram látnir berja til bana. Um tíu vora látnir drepa en aðrir urðu að halda áfram að berja fórnarlambið sem þegar var látið. Nýliðarnir era látnir gera þetta til að byggja upp hugrekki hjá þeim,“ sagði Samuel, þrettán ára. í Súdan ríkir töluverður matar- skortur en þeim mat sem þar býðst hefur ýmist verið stolið úr þorpum eða er sendur frá yfirvöldum í Súdan. „Það var mikill matarskortur í Súd- an og oft þurftu tíu manns að borða úr einni lítilli skál. Ég var alltaf svangur. Ég var látinn berja tvo drengi sem höfðu verið of lengi að ná í vatn. Þetta vora bara litlir strákar," sagði Philip, fjórtán ára. Stúlkur í kynlífsþrælkun „Lífíð er sérstaklega erfitt fyrir stúlkur í Súdan,“ sagð Stephen, sautján ára. ,Auk þess að vera þjálf- aðar upp sem hermenn, látnar vinna landbúnaðarstörf og elda, era flestar stúlkur sem náð hafa líkamlegum þroska látnar sinna öðram skyldum; þær era gefnar sem „eiginkonur" til uppreisnarmannanna. [...] Stúlkur era gefnar yfírmönnum sem eigin- konur og neyddar til að eiga mök við þá. Þær sem neita era barðar til hlýðni,“ sagði Stephen. „Ég var gefin þremur karlmönn- um. Þrír uppreisnarmenn slógust um mig og einn af þeim vildi mig feiga. Hann eignaði sér mig en ég vildi ekki vera eiginkona hans. Hann sagðist drepa mig ef ég neitaði eða reyndi að flýja. Hann var sendur til að berjast annars staðar og því var ég gefin öðr- um karlmanni. Hann var einnig send- ur í burtu og loks var ég gefin þriðja manninum. Hann var háttsettur í hernum og er hann var sendur á ann- an stað til að beijast vildi hann að ég færi með honurn," sagði Theresa, átján ára. Trú og hugmyndafræði Bömin sem rætt var við höfðu litla hugmynd um það hvers vegna upp- reisnarmennimir vora að berjast. „Þeir vilja steypa ríkisstjómmni af stóli,“ er útskýring sem flest þeirra gefa. Fæst þeirra vita hvað vakir fyr- ir uppreisnarmönnunum og hvers konar hugmyndafræði þeir aðhyllast. „Joseph Kony ávarpaði okkur nokkram sinnum. Hann sagði að for- seti Úganda [Museveni] væri hliðholl- ur vestur- og suðurhluta landsins og ynni að uppbyggingu þar, en ekki í norðurhlutanum. Kony sagðist þróa norðurhlutann. [...] Hann sagði okkur að vera þolinmóð því einn daginn myndum við steypa stjóminni af stóli,“ sagði Thomas fjórtán ára. Kony ólst upp við kaþólska trú og heldur því fram að hann sé að fara að vilja Heilags anda með starfi sínu. Hins vegar stunda uppreisnarmenn- imir blöndu af trúarathöfnum sem eiga rætur að rekja til kristinnar trú- ar, frambyggjatrúar Acholi-ættbálks- ins auk þess sem þeir sækja í auknum mæli til íslam. Kony heldur því fram að Heilagur andi tali í gegnum hann og skipi hon- um fyrir hveiju sinni, hvem eigi að ráðast á, hvar og svo framvegis. Við bömin segir hann m.a. að þeir sem borði muni látast ef til bardaga komi sama dag. Flest bömin lenda í því að þurfa að beijast í átökum við stjómarherinn. Einnig lenda sum þeirra í því að þurfa að ráðast inn í eigið þorp þar sem greipar era látnar sópa um eigur vina þeirra, ættingja eða fjölskyldu. Bömin virðast að mörgu leyti vera valin af handahófi í bardaga, en þó era drengir á unglingsaldri í meiri- hluta. Fyrir kemur að öll bömin þurfi að berjast og þau sem hörfa í bardaga era ýmist lamin eða drepin. „Leitir þú skjóls mun óvinurinn hæfa þig" Bömin era notuð sem vamarskildir fyrir uppreisnarmennina og era látin fara í. fremstu víglínu meðan upp- reisnarmennimir leita sér skjóls skammt frá. Stundum er bömunum bannað að leita skjóls en á öðram tím- um er þeim refsað grimmdarlega fyr- ir að gera það ekki. Svo virðist sem fyrirmælin, sem Kony fær frá Heilög- um anda, ráði því. Bömunum er sagt að þau sem hlýði Heilögum anda muni ekki látast í átökum, en öfugt sé farið með þá sem hlýða ekki. Stundum ber svo við að sum bamanna era óvopnuð í átökum en það virðist engu skipta er þeim er skipað að hlaupa til móts við kúlna- hríð stjómarhersins. „Maður verður að klappa saman lóíum og syngja er haldið er í bar- daga. [...] Kony segir af ef þú klappar ekki saman lófunum muni byssukúla hæfa höndina. Ef þú syngur ekki mun hún hæfa munninn og ef þú gengur ekki ætíð beint af augum mun byssu- kúla hæfa fæturna. Okkur var skipað að leita aldrei skjóls. Ef þú gerðir það skytu óvinirnir þig. Ef þú héldir áfram baráttunni myndir þú hljóta vemd [Heilags anda] og ekki þurfa að hörfa,“ sagði Thomas, fjórtán ára. Til móts við óvinina hlaupa bömin og skjóta af handahófi án þess oft að vita hvort þau haf hæft nokkum. Þau böm sem komast af í slíkum skotbar- dögum verða vitni að því er félagar þeirra era stráfelldir við hlið þeirra. „Við spurðum sjálf okkur hvers vegna Kony væri að láta okkur drepa bræður okkar, systur, feður og mæð- ur, brenna hús þeirra og borða mat> inn þeirra. Við spurðum hvert annað hvers vegna við værum látin gera þetta, en fundum engin svör, hvorki þá né nú,“ sagði Stephen, sautján ára. Falla fyrir hendi þorpsbúaí leit að hjálp Ekki er vitað hversu mörg bam- anna láta lífið í haldi uppreisnar- mannanna en sumum þeirra tekst að flýja, ýmist eftir örfáar vikur í haldi eða nokkurra ára vera hjá LRA. Yfir- leitt era bömin tekin af lífi ef þau reyna að flýja og nást aftur, en verði þau viðskila við hópinn í bardaga er vægar tekið á þeim, þar sem erfitt er að sanna að um flóttatilraun hafi ver- ið að ræða. Af þessum sökum hefur það reynst farsælast fyrir börnin að flýja meðan á bardaga stendur. Þá hlaupa þau ýmist áleiðis til heimkynna sinna, í önnur þorp eða bæi eða gefa sig fram við stjómarherinn (UPDF) eða Frels- isher alþýðunnar í Súdan (SPLA), sem yfirvöld í Úganda styðja. SPLA sendir bömin svo á vígstöðvar UPDF en þar er bömunum yfirleitt tekið vel og þeim ýmist komið fyrir á ráðgjafa- heimilum, þar sem þau fá áfallahjálp og sálfræðilega aðstoð, eða send heim til fjölskyldna sinna að loknum yfir- heyrslum. Mörg bamanna sem flýja leita ásjár þorpsbúa sem á vegi þeirra verða. I flestum tilfellum fara íbúam- ir með bömin til vígstöðva UPDF, en þó gerist það stundum að þeir drepa börnin þar sem fólk óttast að þau séu úr röðum uppreisnarmanna. Á brothættum grunni að byggja Er bömin koma á ráðgjafaheimilin era þau illa til til reika. Þau era tötr- um klædd, lúsug, með skotsár og bera glögg merki um barsmíðar. Að sögn Robby Muhumuza hjá mann- réttindasamtökunum Heimssýn, era börnin „vannærð, lasin og hafa litla matarlyst er þau leita til ráðgjafa- heimilanna. Þau þjást af sektarkennd, era þunglynd og hafa lítið sjálfstraust. Þau eru bólgin á fótunum, húð þeirra hrjúf og þau era gjaman fáskiptin og hafa lítið sjálfstraust og bera lítið traust til annarra. Oft era þau fjar- huga og sveiflukennd í skapi.“ Mörg barnanna - ekki síst stúlk- urnar sem gefnar hafa verið upp- reisnarmönnunum - hafa smitast af kynsjúkdómum í herbúðum LRA. Að sögn hjálparstarfsmanna era algeng- ustu sýkingamar lekandi og sárasótt auk þess sem þau hafa útbrot og kvarta yfir verkjum í kviðarholi og baki. Milli 70 og 80 prósent bamanna hafa smitast af a.m.k. einum kynsjúk- dómi að því er mannréttindasamtökin Heimssýn í Gulu segja. Sumar stúlknanna era þungaðar en hjá flestum þeirra sem ekki ganga með bam hafa tíðir einnig haett af völdum vannæringar og álags. Á ráð- gjafaheimilunum gangast bömin ekki undir eyðnipróf þar sem þau era ekki talin vera undir það búin sálarlega eftir reynslu þeirra hjá LRA. Hins vegar vora 20—25 prósent íbúa Gulu og Kitgum sýkt af eyðni árið 1997 og því era veralegar líkur á að einhver bamanna séu eyðnismituð, - þá ekki síst stúlkurnar. Sum barnanna gista til lengri tíma Reuters Hópur barnungra hermanna geng ur um götur Goma í Lýðveldinu Kongó. í Afríku er talið að um 120.000 börn þjóni nauðug upp- reisnarmönnum í stríði sem þau ekki skilja. á ráðgjafaheimilum sem rekin era af Heimssýn og Bamahjálp í Gulu (GUSCO). Aðstæður á heimilunum era bágbomar - tjöld og kofar eru yf- irfullir af bömum, þar era faglegir ráðgjafar fámennir og bömin hafa ekki nægilega mikið fyrir stafni. Árið 1997 var börnunum kennt ým- islegt nytsamlegt á einu heimilanna, eins og trésmíðar, saumur og hjóla- viðgerðir. Á flestum ráðgjafáheimil- unum era bömin hins vegar flestum stundum aðgerðalaus, spila e.t.v. á spil eða stara út í loftið. „Notaður varningur“ Bömunum er misjafnlega tekið af óbreyttum borgurum er þau koma aftur út í samfélagið vegna reynslu þeirra. Stúlkumar eiga oft á tíðum erfiðara með að fóta sig þar sem þeim hefur verið nauðgað í herbúðunum, en kynmök fyrir giftingu era almennt álitin spjöll. Stúlkumar óttast skömmina, niður- læginguna sem því fylgir að hafa ver- ið „eiginkona“ uppreisnarmanna og óttast að verða hafnað af fjölskyldum sínum og hugsanlegum biðlum. Þá verða stúlkumar fyrir aðkasti frá körlum og yngri drengjum sem segja þær „notaðan vaming“ og því ekki hæfar til að ganga í hjónaband. Neikvæðar móttökur og martraðir gera bömunum oft lífið óbærilegt en það er ekki það eina. „Foreldrar margra þessara bama voru drepnir er bömin vora numin á brott af heim- ilum sínum,“ segir Charles Wotman hjá Heimssýn. ,A-ðrir eiga enn fjöl- skyldu, en margar þeirra hafa lagt á flótta og bömin vita ekki hvar þær era.“ Munaðarlaus böm bera kvíð- boga fyrir því hvemig þau eigi að sjá sér farborða og jafnvel þau sem eiga góða að óttast að uppreisnarmennim- ir finni þá á ný og nemi þá á brott. „Ég man eftir því ef einhver reyndi að flýja [...] Þá var viðkomandi stung- inn til bana með byssusting og sveðju. Þetta kemur oft upp í huga minn. Hvað mig sjálfan varðar er ég ham- ingjusamur eins og er. Ég vildi helst fara heim og halda áfram eðlilegu lífi - skólagöngu - en ég á engan að. Það er enginn sem getur séð um mig. Ég bið til Guðs að hjálpa mér,“ sagði Teddy, þrettán ára. Bágar framtíðarhorfur Þrátt fyrir að LRA segjist berjast fyrir réttindum Acholi-fólksins í norðri og óháð því hversu mikið fylgi Kony og menn hans hafi haft í byijun níunda áratugarins, liggur ljóst fyrir að almenningur hefur óbeit á LRA í dag. í stað þess að bæta stöðu þeirra og kjör í landinu hafa uppreisnar- mennimir ráðist á eigið fólk og skilið eftir sár í samfélagi Acholi-fólksins sem seint fá gróið. í niðurstöðum rannsóknar Human Rights Watch kemur fram að vart gætir bjartsýni um framtíðina. Bara það að móðir sýnir uppreisnarmönn- um andstöðu getur valdið því að bam hennar eða nágranna hennar lætur lífið. Angelina Atyoum missti dóttur sína í hendur uppreisnarmannanna fyrir tveimur árum. Orð hennar og Norberts Mao endurspegla viðhorf flestra Acholimanna: „Við viljum ekki að uppreisnar- mennimir haldi áfram ódæðisverkum sínum, myrði og nemi böm mæðra sinna á brott og neyði þau til að drepa til að halda sér á lífi. En núna, er manns eigið barn er í hópi uppreisn- armanna óttast maður ekki einungis um öryggi sjálfs sín er þeir koma í þorpin og krefjast upplýsinga og mat- ar, heldur hugsar maður um barnið sitt og vonar að það líði ekki matar- skort. Af þessum sökum hjálpar maður stundum uppreisnarmönnunum. Ég vil að uppreisnarmennirnir bíði ósig- ur. En hvernig er hægt að berjast á móti þeim ef það veldur dauða bama þinna? Það era börnin sem send era í fremstu víglínu. Hvemig get ég sem foreldri verið hlynnt því?“ sagði Atyo- um. ,Að sumu leyti skiptir það engu máli hvers vegna stríðinu ljúki. Hvort það verði vegna þess að stjómarher- inn hati Acholi, eða vegna þess að herinn sé spilltur og óhæfur, eða hvort fjármagni sé beint annað en til norðurhlutans. Hver svo sem ástæð- an er er það staðreynd að yfir tíu ár hafa liðið og hlutimir hafa versnað. Börn okkar era tekin á brott og ríkis- stjómin gerir ekkert til að gæta ör- yggis þeirra,“ sagði Mao. 300.000 böm undir vopnum í ársskýrlu Amnesty International kemur fram að átök halda enn áfram milli LRA og stjómarhersins í norðri. Hundrað bama vora tekin til fanga á sl. ári til að þjóna uppreisnarmönnun- um og í dag er talið að um 400.000 manns séu á flótta í Gulu og Kitgum í Norður-Úganda. I apríl 1998 samþykkti Mannrétt- indanefnd Sameinuðu þjóðanna álykt- un þar sem brottnám LRA á börnum var fordæmt og aðildarríki SÞ, al- þjóðlegar stofnanir, mannréttinda- samtök og aðrir hópar hvattir til að setja þrýsting á uppreisnarmennina til að þeir láti börnin laus úr haldi. í dag eru yfir 300.000 börn undir átján ára aldri og allt niður í sjö ára gömul að berjast, - í flestum tilfellum nauðug, í blóðugum átökum víðsvegar um heim. Til þessa hafa 183 ríki samþykkt bamasáttmála SÞ frá árinu 1989, en í honum er m.a. kveðið á um að böm undir 18 ára aldri megi ekki gegna herskyldu. Meðal þeirra fáu ríkja sem ekki hafa samþykkt ákvæði í sáttmál- anum sem kveður á um lágmarksald- ur hermanna, era Bandaríkin, en þau vilja ekki hækka hann úr fimmtán ára aldri í átján ára. í skýrslu sem Samtök gegn notkun bama í hernaði gáfu út um ástand mála í Afríku í apríl sl., kemur fram að yfir 120.000 böm gegna herþjón- ustu í Afríku einni í dag. Flest þeirra era notuð í átökum í Alsír, Angóla, Búrúndí, Kongó, Lýðveldinu Kongó, Líberíu, Rúanda, Sierra Leone, Súd- an og Úganda. Bömin í Úganda era aðeins lítið brot af öllum þeim ungu saklausu fómarlömbum stríðsátaka sem, að því er virðist, nýtast uppreisnarmönnum nær eingöngu sem hlífðarskildir og kynlífsþrælar. Það virðist þó næg ástæða í augum stríðsherra til að murka lífið úr hundraðum, jafnvel þúsundum barna, særa stolt þeirra og sjálfsmynd og skerða stöðu þeirra í samfélaginu á þess að þau fái við nokkuð ráðið. • Heimildir: Human Rights Watch, Am- nesty Intemational, Herald Tribune. 0 „Við spyrjum sjálf okkur hvers vegna við séum látin drepa bræður okkar og systur - en finnum engin svör“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.