Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Les Amants, 1928, eftir René Magritte. Ljósmynd'Charly Herscovici „Hernmrinn er leyndardómur" AUÐVITAÐ er þetta ekki pípa. Það sér hver maður að mynd af pípu er ekki pípa," segir hann með glettnisglampa í augum, maðurinn sem málaði nákvæma mynd af pípu og skrifaði undir að þetta væri ekki pípa. Síðan hafa skoðendur þeirrar myndar vart þreyst á að virða þessa fullyrðingu fyrir sér - og þau í allt um þúsund málverk sem René-Prancois-Ghislain Magritte málaði á þeim um fjörtíu árum er hann stóð við trönurnar upp á hvern einn og einasta daga, að ógleymdum teikningum og öðrum myndverkum. Á sýningu á Louisi- ana getur nú að Kta skemmtilega sýningu á verkum hans sem opin verður til 28. nóvember. Magritte leit fremur á sig sem hugsuð en málara og hann hefur einmitt orðið mikilvægur frum- kvöðull á sviði hugtakalistar og popplistar, löngu áður en slík list hvarflaði að mönnum. Það er einmitt þessi hlið Magritte, sem hugmyndasmiður og forgöngu- maður, sem sýningin á Louisiana snýst um. Magritte hefur löngum verið mikill uppáhaldslistamaður ann- arra listamann, þótt orðstír hans hafi almennt breiðst hægt út, en stórar sýningar víða um heim und- anfarna tvo áratugi hafa aukið á hróður hans. Bandarískir lista- Hugmyndasmiðurínn Magritte er efni sýningar á Louisiana. Sigrún Davíðs- dóttir sá sýninguna og gaumgæfði ævi listamannsins. menn eins og Roy Lichtenstein, Andy Warhol, Robert Rauschen- berg og Jasper Johns hafa allir átt myndir eftir Magritte. Hvunndagsmaður í heimi listarinnar René Magritte fæddist í Belgíu 1898 og lést 1967. Hann teiknaði sem barn og fékk teiknikennslu en heimilislífið var markað sálrænum vandamálum móðurinnar. Eina nóttina, þegar Magritte var 13 ára, hvarf hún að heiman og skildi eftir sig bréf. Hennar var leitað ákaft en það var ekki fyrr en eftir tvær vikur að hún fannst rekin upp á ár- bakka í nágrenninu. Líkið var nak- ið en náttkjóll, sem hún hafði verið í, hafði vafist um höfuð hennar. Magritte var með þegar móðir hans fannst en talaði aldrei um það. Þegar Steingrim Laursen, framkvæmdastjóri Louisiana, fylgdi sýningunni úr hlaði sagði hann móðurmissinn hafa fylgt Ma- gritte alla ævi og í hverri einustu mynd hans mætti sjá merki þess. Mamingjuóskir til alka vinnings tmfa Gx&nai kortsins 19981 RÍKISSTJQRW BANDARÍKJANNA BÝÐUR 55.000 GRÆN KORT TIL VIÐBÓTAR í ÁR ERUM AÐ TAKA VIÐ UMSOKNUM NUNA Umsóknarfrestur er að renna út! Tii að fá ÓKEYPIS nánari upplýsíngar sendið nafn, hsímilisfang, aldur og starf til: US Lottery Registration 1015 GayleyAvenue Dept, MGD Offícial Application 0ffice-DV2001 Los Angeles, California 90024 Fax 001 [818] 894-6501 A, Email info@USLR.com www. USLotteryRegistration. cam Og víst er um að höfuð sveipuð klæði eru gegnumgangandi mótíf í myndum Magritte, eins og til dæmis í „Les Amants", Elskend- unum, frá 1928, þó margt fleira megi lesa úr því mótífi. Sá sem rakst á Magritte á götu á sínum tíma hefði vart gert sér í hugarlund annað en að þarna færi hvundagslegur skrifstofumaður. Hann gekk alltaf óaðfinnanlega klæddur í dökk jakkaföt með kúlu- hatt, oft með hundinn sinn í bandi og með konu sína Georgette sér við hlið. Þau leiddust ekki. Slíkt flangs tíðkaðist ekki á þeim tím- um. Fastheldnin var svo mikil að eftir á að hyggja nálgast hún frem- ur sviðsetningu en raunverulegt líf. Heimilið bar sama smáborgara- lega yfirbragðið með klukku á ar- inhillunni, rétt eins og sést í mörg- um mynda hans. Georgette hitti hann í fyrsta skipti 1914, þegar hún var þrettán ára og hann sextán. Næst lágu leiðir þeirra saman 1920, þar sem hún vann í búð sem seldi liti og aðrar listamannavörur. Tveimur árum síðar giftust þau og Geor- gette varð ekki aðeins lífsfóru- nautur hans, heldur músan hans. Hún var eina fyrirsætan sem hann málaði, utan hvað hann leigði einu sinni fyrirsætu sem að sögn kunn- ingja málarans var ófríð og á túr. Það er því andlit Georgette sem blasir við skoðandanum á mynd- um. Frítt andlit hennar, órætt og án sýnilegra tilfinningabrigða. I kompaníi við fútúrista og súrrealista Magritte stefndi á myndlistina frá unga aldri og fór í listaakadem- íuna í Brussel. Framan af gætti í verkum hans áhrifa frá kúbisma og fútúrisma en þegar hann sá ljósmynd af verki ítalska málarans Giorgio de Chirico (1888-1978), „Söngnum um ástina" frá 1914 varð hann fyrir áhrifum sem opn- In Memoriam Mac Sennett, 1936. Verk René Magritte. uðu nýjar víddir í myndum hans. Sýningin á Louisiana er einmitt miðuð við það upphaf þar sem hann sprettur fram sem hug- myndasmiður upp úr því. Um líkt leyti hófu Magritte og L.T. Mesens, félagi hans úr aka- demíunni, að gefa út tímaritið „Oesophage". Tvímenningarnir og fleiri félagar náðu fljótlega sam- bandi við franska súrrealista og til Parísar flutti Magritte 1927. Verk hans höfðu reyndar þegar vakið athygli heima fyrir en enga hrifn- ingu, heldur stöðuga gagnrýni. Á þessum fyrstu árum listafer- ilsins vann hann sem grafískur hönnuður, hannaði veggfóður og auglýsingabæklinga sem voru meira í ætt við nútíma hönnun en það sem þá gerðist í þessum geira. Hann hefur því sett sín spor í aug- lýsingagerð, auk þess sem sér- kennileg sýn hans á heiminn hefur iðulega orðið auglýsingahönnuðum hugmyndauppspretta, eða tilefni til tilvitnana eða jafnvel hreins hugmyndaþjófnaðar. I París komst hann í sambönd við gallerí víða um Evrópu og í Bandaríkjunum og upp frá því sýndi hann jafnt og þétt. Þarna umgekkst hann einnig franska listamenn eins og rithöfundana André Breton (1896-1966) og Paul Éluard (1895- 1952). Það slettist þó upp á vinskap hans og Bretons, að sögn vegna þess að Breton var í nöp við Georgette og hið nána samband sem var á milli hjónanna. Magritte sneri aftur heim til Brus- sel 1930, varð miðpunktur belgískrar framúrstefnu og bjó þar æ síðan. Að baki myndanna: Veggurinn Almennt einkennir það myndir Magrittes að sömu efnin ganga í gegn aftur og aftur. Auk hinna sveipuðu andlita bregður þar fyrir líkamshlutum og básúnu. Tvískipt- ar kúlur koma þar oft fyrir en þetta eru bjöllur sem í æsku hans voru á hestum mjólkurpóstsins. Himinn, annaðhvort blár himinn með skýjabólstrum eða himinninn við sólsetur meðan enn er birta á himninum en rökkrið sigið yfir jörðina, er annar fastur liður. Og svo má ekki gleyma himninum þar sem litlum kúluhattskörlum rignir niður. Margar mynda hans eru til í nokkrum svipuðum útgáfum þar sem listamaðurinn reynir formið fyrir sér í ýmsum stærðum en með sama titil. „Það er ekkert að baki mynda minna... nema veggur- inn," hefur Magritte sagt um myndir sínar. Hann þvertók alltaf fyrir allar túlkanir;_ hann málaði það sem hann sæi. I fataskápnum sér hann kjól sem hangir eins og líkami, samanber myndina „In memoriam Mark Sennett", Til minningar um Mark Sennett, frá 1936. Þótt myndefnið, einstakir hlutir í myndum hans, sé venjulegt, gild- ir ekki það sama um samsetningu þeirra. Epli sem fyllir út í heilt herbergi, steinvala sem fyllir út í herbergi og rós sem fyllir út í heilt herbergi eru þrjár efnislega tengdar myndir, málaðar 1952, 1959 og 1960. Átta árin milli tilurð- ar fyrstu og síðustu myndarinnar sýna einbeitta hugsun Magritte. Myndirnar hanga nú saman en hafa ekki verið sýndar saman áð- ur. Myndbreytingar, hvernig hlutir breytast úr einum í annan, voru annað fyrirbæri^ sem Magritte var hugfanginn af. Á Louisiana hangir mynd af fyrirbæri sem byrjar sem vindill í vinstri endann en hefur þróast í fisk í hægri endann. Stein- gervingamyndir, myndir af upp- stillingum, eins og borði og ávöxt- um sem orðið er að steini, eru önn- ur birtingarmynd þessarar hugs- unar. , Auk pípumyndarinnar frægu notar hann oft orð í myndum sín- um. I ramma, sem hann málar á vegg, stendur skrifað: „Femme triste", Döpur kona, en myndin heitir „Le sens propre IV", Hin raunverulega merking, og er úr myndröð með þessu heiti. Hann málaði alla tíð í raunsæisstíl, sem oft einkennist af grafísku útliti, ut- an hvað hann þreifaði fyrir sér með impressjónískan stíl í byrjun fimmta áratugarins. I viðtali, sem tekið var við Mag- ritte á efri árum, er hann spurður að því hvort hann og myndir hans séu ekki leyndardómur. Það þver- tekur hann fyrir af mestu einurð. „Heimurinn er leyndardómur," bætir hann við. „Sérhvert okkar er leyndardómur." Það er kannski þessi sýn - að sjá leyndardóminn alls staðar - sem gerir myndir Ma- gritte ótæmandi skoðunarefni enn þann dag í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.