Morgunblaðið - 22.08.1999, Síða 18

Morgunblaðið - 22.08.1999, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Geisladiskur Olafar Kolbrúnar og Eddu með íslenskum sönglögum Tónlistarleg- ur fjársjóður ÓLÖF Kolbrún Harðardóttir og Edda Erlendsdóttir halda í næstu viku tónleika á nokkrum stöðum á landinu. Tilefnið er útkoma geisla- disks þar sem þær flytja íslensk ein- söngslög saman. Upptökurnar fóru fram í Langholtskirkju sl. haust með þeim Bjarna Rúnari Bjarnasyni tón- meistara og Vigfúsi Ingvarssyni tæknimanni. Á geisladisknum eru 26 íslenskar einsöngsperlur eftir Árna Thor- steinsson, Eyþór Stefánsson, Karl 0. Runólfsson, Pál Isólfsson, Sigfús Einarsson, Sigvalda Kaldalóns, Þór- arinn Guðmundsson og Þórarinn Jónsson. Geisladiskurinn ber heitið „Ljós úr norðri“. Að sögn Ólafar Kolbrúnar eru þetta allt lög sem eru í miklu uppáhaldi hjá henni. „Þetta eru lög sem hafa verið mikið sungin í gegnum tíðina og fólk þekkir. Við Edda völdum þau í sameiningu en aðalvandinn var að setja mörkin ein- hvers staðar, það hefði verið hægt að hafa lögin miklu fleiri. Þessar fallegu og hugljúfu laglínur íslensku söng- laganna eru svo hrífandi. Textarnir eru líka einstakir enda sitja þeir í þjóðinni.“ Ólöf Kolbrún segir það hafa verið sérstaklega skemmtilegt að vinna diskinn með Eddu. „Hún hefur verið búsett erlendis mestan sinn tónlist- arferil og hefur því ekki unnið jafn- mikið með þessi íslensku sönglög og ég og margir aðrir íslenskir píanó- leikarar. Nálgun hennar var því mjög fersk sem gerði samstarfið mjög spennandi og gefandi.“ Edda segir að þessi lög séu tón- listarlegur fjársjóður. „Islendingar gera sér kannski ekki grein fyrir því en útlendingar sem þekkja til eru margir hverjir á því að þetta sé einn dýrmætasti sjóður íslenskrar tónlist- ar. Eg er þessu samþykk, kannski vegna þess að ég sé þau úr svolítilli fjarlægð. Það sem heillar er fyrst og fremst þessi syngjandi laglína. Sakn- aðartónninn, angurværðin gefur líka lögunum sérstakan blæ og endur- speglar kannski erfiða lífsbaráttu í gegnum aldimar. Við heyrum þetta í fallegum náttúrustemningunum sem tjá oft þessa endalausu bið eftir vor- inu, sólinni, fuglunum og blómun- um.“ Sönglög, Wolf og Rachmaninov Á efnisskrá tónleikanna verður hluti þessara íslensku sönglaga fluttur auk ljóða eftir Hugo Wolf og Sergey Rachmaninov en þau eru sungin í íslenskri þýðingu Þorsteins Gylfasonar. Ólöf og Edda segja að ljóðaflokk- ar þeirra Wolf og Rachmaninov séu afar fallegir. „Eg er raunar ekki frá því að það sé nokkur skyldleiki á Morgunblaðið/Jim Smart Edda Erlendsdóttir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir halda tónleika víða um land í næstu viku í tilefni af útkomu geisladisks þeirra með íslensk- um sönglögum. milli ljóða Rachmaninovs og ís- lensku sönglaganna, saknaðartil- finningin og angurværðin er þeim sameiginleg, náttúran og blómin. Það er sennilega hin norðlæga breiddargráða sem gerir þetta að verkum." Fyrstu tónleikarnir verða í Egils- staðakirkju þriðjudagskvöldið 24. ágúst kl. 20.30. Næstu tónleikar verða í Skjólbrekku, Mývatnssveit, fimmtudaginn 26. ágúst kl. 20.30. Þá verða tónleikar í Isafjarðarkirkju laugardaginn 28. ágúst kl. 17 og síð- ustu tónleikarnir í Hafnarborg, Hafnarfirði, þriðjudaginn 31. ágúst kl. 20.30. Ólöf Kolbrún Harðardóttir lauk söngnámi hjá Elísabetu Erlingsdótt- ur frá Tónlistarskóla Kópavogs og stundaði framhaldsnám í Þýska- landi, Austurríki og á Ítalíu. Meðal kennara hennar voru Erik Werba, Helene Karusso, Lina Pagliughi, Renato Capeechi og André Orlowitz. Ólöf hefur haldið tónleika á íslandi, Norðurlöndunum, Þýskalandi, Ital- íu, Bandaríkjunum, Austurríki og Portúgal. Hún hefur sungið yfir 20 aðalhlutverk hjá Þjóðleikhúsinu og Islensku óperunni. Söngferill henn- ar hófst í Kór Langholtskirkju og með honum hefur hún sungið ein- söng í flestum stærri verkum kirkju- tónbókmenntanna eftir Bach, Hand- el, Mozart, Rossini og mörg fleiri. Edda Erlendsdóttir fæddist í Reykjavík. Hún nam píanóleik í Tónlistarskólanum í Reykjavík hjá Árna Kristjánssyni og við Conservatoire National Superieur de Musique í París hjá Pierre Sanc- an og einnig hjá Marie Frangoise Bucquet. Árið 1990 fékk hún heið- ursverðlaun Yehudi Menuhin-stofn- unarinnar í París. Edda hefur haldið fjölmarga tónleika og tekið þátt í virtum tónlistarhátíðum í Frakk- landi, íslandi, flestum Evrópuland- anna, þar með talið Rússlandi og í Bandaríkjunum. Hún hefur verið listrænn stjórnandi Kammermúsík- hátíðarinnar á Kirkjubæjarklaustri sem hún stofnaði 1991. Edda hefur komið margsinnis fram í útvarpi og sjónvarpi. Geislaplötur hafa komið út með leik hennar á verkum C.P.E. Bach, Edvard Grieg og Tchaikow- sky. Jafnframt einleikara- og kamm- ertónlistarferli sínum hefur hún ver- ið kennari við Tónlistarháskólann Lyon frá 1983 til 1994. Hún starfar nú sem píanókennari við Tónlistar- skólann í Versölum. Enn um Qwilleran og kettina hans tvo Frumflytur nýjan leik- þátt í Kaffíleikhúsinu Morgunblaðið/Sverrir Ragnheiður Skúladúttir leikkona. Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ mun leikkonan Ragnheiður Skúladóttir frumflytja leikþáttinn Þar sem hún beið eftir Paul D. Young. Leikþátt- urinn var saminn fyrr á þessu ári á ensku en hefur ekki verið fluttur fyrr, svo að í þýðingu Ólafs Haralds- sonar verður þátturinn frumfluttur á íslensku í Kaffileikhúsinu. Ragn- heiður flytur einnig annan leikþátt sem hún samdi sjálf fyrir 9 árum og nefnir Kallið og hefur hún leikið hann í Bandaríkjunum á undanföm- um árum. Ein af fímm hundruð Ragnheiður Skúladóttir hefur stundað nám í leiklist og verið bú- sett í Bandaríkjunum nær óslitið undanfarin 11 ár. Hún lauk BA-prófi 1991 í leiklist frá leiklistardeild Iowa-háskóla og MFA-prófi 1996 frá leiklistardeild Minnesotaháskóla. „I Minnesota var lögð áhersla á hefð- bundna leiklist með Shakespeare sem þungamiðju. Skólinn er með eftirsóttustu leiklistarskólum Bandaríkjanna og til að fá skólavist eru nemendur prófaðir á nokkrum stigum. Af fimm hundruð manna hópi var átta boðið að hefja þriggja ára mjög stíft nám. Eg var fyrsti út- lendingurinn sem komst að við skól- ann og stundaði námið á fullum styrk frá skólanum,“ segir Ragn- heiður. I lok námstímans hlaut hún verðlaun fyrir framúrskarandi frammistöðu í leiklist en þau verð- laun eru veitt einum nemanda á ári. Námið veitir henni m.a. full rétt- indi til kennslu og þjálfunar og hef- ur starf hennar undanfará þrjú ár að miklu leyti verið fólgið í því. „Nemendur mínir eru bæði leiklist- arnemar á háskólastigi og atvinnu- leikarar. Ég hef lagt áherslu á radd- beitingu og túlkun á Shakespeare- hlutverkum. Sérsvið mín í kennslu og þjálfun eru tjáning á klassískum texta og nútímatexta, leikræn hreyf- ing sem byggist á kenningum La- bans og Michael Tsékovs og radd- beiting. Þar sem hún beið segir frá ungri athafnakonu sem bíður þess á flug- velli að vera kölluð út í flugvél. „Textinn er allur fluttur af segul- bandi og ég leik því eins konar lát- bragðsleik með textanum. Það er myndlistarkonan Kristín Hauks- dóttir sem hefur unnið umgjörðina um sýninguna og notar myndir sem hún varpar á tjald að baki mér. Pét- ur Gretarsson sá um upptökur og hljóðvinnslu. Hinn leikþátturinn, Kallið, er allt annars konar og rekur upphaf sitt til Iowa fyrir níu árum. Þar býð ég áhorfendum að gerast eins konar gluggagægjar því um- gjörð verksins er plastbúr þar sem áhorfendur kíkja inn um göt og virða fyrir sér persónuna innifyrir. Vegna þess hvernig sýningin er sett upp er aðeins hægt að bjóða 40 manns á sýninguna í senn og verður aðgöngumiðafjöldi því takmarkaður við þá tölu.“ Óvænt uppákoma Ragnheiður segir að Kallið sé „agaður spuni“ því áhorfendur geti haft áhrif á framvindu sýningarinn- ar. „Persónan er aldrei sú sama og t.d. er sú sem verður í búrinu núna aðeins nokkurra vikna. Dísa skvísa heitir hún og áhorfendur mega eiga von á ýmsu óvæntu frá henni.“ Ragnheiður vill þó ekki upplýsa frekar um hvað Dísa skvísa muni taka sér fyrir hendur í plastbúrinu en segir leyndardómsfull að ýmis- legt komi til greina. „Það kemur í ljós á þriðjudagskvöldið," segir hún. Aðspurð hvort hún sé með þess- ari sýningu að boða komu sína til Islands segist hún ekki hafa hugsað út í það. „Ekki nema þá þannig að ég er tilbúin að vinna þar sem vinna býðst, hvort sem það er á íslandi, í Hong Kong eða Bandaríkjunum. Ég er reyndar búin að ráða mig frá áramótum til að kenna við leiklist- ardeild Syracuse-háskóla í New York-fylki og hvað tekur við eftir það er ennþá óráðið," segir Ragn- heiður Skúladóttir leikkona. Sýningar á leikþáttunum Þar sem hún beið og Kallinu verða í Kaffileikhúsinu á þriðjudags- og miðvikudagskvöld kl. 20.30. ERLEjVDAR BÆKUR Spennusagii KÖTTURINN SEM SÁ STJÖRNUR „THE CAT WHO SAW STARS“ eftir Lilian Jackson Braun. Headline 1999. 216 síður. Bandaríski spennusagnahöfundur- inn Lilian Jackson Braun hefur skrif- að tuttugu og eina sakamálasögu um miHjónamæringinn og velgjörðar- manninn Jim Qwilleran. Þær bera all- ar heiti er byrja á orðunum Kötturinn sem... Nýjasta sagan heitir til dæmis Kötturinn sem sá stjömur eða „The Cat Who Saw Stars“ og kom nýlega út í vasabroti hjá Headline-útgáfunni og er eins og fyrri sögurnar í bálkin- um ljúflega gamansamar sakamála- sögur af Agöthu Christie-gerðinni sem gerast í litlu samfélagi bæjarins Pickax einhvers staðar á austurstönd Bandaríkjanna en aldrei er tekið fram hvar nákvæmlega hann stendur. Kattarsögur Sögur Jacksons Braun eru alls ekki fyrir spennufíkla heldur miklu fremur þá sem vilja njóta hæfilega leyndardómsfullra sagna um morð og hafa yndi af gæludýrum. Ég man ekki hvort ég hef nefnt það áður en sögurnar hennar minna að nokkru leyti á hæglátu sveitasögurnar um sjónvarpsspæjarann roskna Jessicu Fletcher í „Murder She Wrote“ eða Morðgátu. Braun segist hafa byrjað að skrifa „kattarsögur" sínar þegar einn af síamsköttunum hennar datt út um glugga í blokkinni hennar. Kettirnir í sögunum hennar eru tveir af síamskyni, Kókó, sem virðist gæddur yfirnáttúrulegum hæfileik- um og leiðir oft Jim Qwilleran á rétta slóð, og Jum Jum, sem hefur ekki innsæi Kókós en er nauðsynlegur fé- lagi. Qwuilleran er mannvinur af bestu sort, erfingi auðæfa sem hann hefur látið renna til góðgerðarmála en er allt í öllu virðist vera í bænum Pickax, maður kominn á sextugsald- urinn, einlægur aðdáandi Marks Twains og er með yfírvaraskegg kannski rithöfundinum til heiðurs, mikill sjarmör, skemmtilegur í vina- hópi og einstaklega greiðvikinn. Hann er líka sæmilegasti spæjari sem veitir ekki af í Pickax og ná- grenni því þar eru framin furðulega mörg morð miðað við höfðatölu. Qwilleran fer í frí Þannig er að Qwilleran heldur í frí til bæjarins Fishport, sem er þarna einhvers staðar í grenndinni. Staður- inn er nokkuð kunnur fyrir fljúgandi furðuhluti sem fólk telur sig hafa séð á svæðinu í áranna rás og þegar puttaferðalangur týnist er jafnvel talað um að geimverur hafi stolið honum. Qwilleran er maður einstak- lega jarðbundinn og viti menn, með hjálp Kókós finnur hann lík putta- ferðalangsins skammt frá sumarhúsi sínu. Nýtt fólk tekur á sama tíma við vinsælum matsölustað í bænum. Það eru hjón. Eiginkonan er einstaklega góður kokkur en eiginmaðurinn hálf- gerður rati og brátt gerast atburðir í þeirra lífi sem þarfnast allrar athygli Qwillerans og kattanna hans. Reyndar eru glæpagáturnar tvær í sögunni minnsti og kannski ómerki- legasti hluti hennar því Lilian Jackson Braun er miklu meira í mun að lýsa daglegu lífi spæjara síns og fólkinu sem hann þekkir og hug- myndunum sem hann hefur um ár- legan Mark Twain-dag í Pickax og mörgu, mörgu fleiru en byggja upp spennu í kringum hina dularfullu at- burði sem á vegi hans verða. Þannig er eins og sakamálin, ef þau eru þá sakamál, hverfi sporlaust úr sögunni á löngu tímabili en dúkki upp aftur næstum í framhjáhlaupi rétt nógu lengi til að skýra þau út. Eins og aðrar „kattarsögur" Braun býður þessi upp á ljúfan og rólyndan lestur með gamansömu ívafi en ekki mikla spennu. Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.