Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sjóminjasafn LIST OG HÖNMM Sjóminjasafnið, Eyrarbakka BÚSSA LJÓSMYNDIR - VALA DÓRA Opið alla daga frá 13-18 , fimratu- daga til 21, og eftir samkomulagi, til 31. ágúst. Aðgangur 300 kr. í Húsið og safnið. Á SJÓMINJASAFNINU á Eyrarbakka hefur að ég best veit ekki verið hefð fyrir einkasýning- um af neinu tagi, en allt er fyrst eins og segir. Hin unga Vala Dóra, sem sýnir þar tíu svart-hvítar ljós- myndir um þessar mundir, er alin upp á Eyrarbakka, útskrifuð frá ljósmyndaskólanum Stevenson College í Edinborg og sótti einnig námskeið í Danmörku. Hefur haldið nokkrar einkasýningar, tekið þátt í samsýningum í Edin- borg og Munchen og víðar, unnið að tímabundnum verkefnum á Skotlandi og íslandi, starfar nú á myndadeild Þjóðminjasafns ís- lands. Um er að ræða ljósmyndir af fólki og landslagi í vægast sagt óhefðbundinni uppsetningu. Notast er við þríhyrningsmót úr tré sem er hluti af siglingamerki í fullri stærð og er kikkið, að með því blandi safnið sér í sköpunarferlið. Sýningin hefur hlotið nafnið Bússa, sem getur allt í senn merkt stórt skip, skútu, feitlagna konu sem klofhátt stígvél. Fleira kemur til, því við aðalhöfnina á Eyrarbakka liggja tvö brimsund, er mynda þrí- hyrnda stefnu eins og kort sýna, þar sem annað ber nafnið Bússa, og er vestan megin við svonefnt Einarshafnarsund. Samkvæmt skráðum heimildum mun sundið draga nafn af víðum og stuttum skipum sem nefnd voru bússa, og þótt ekki sé lengur siglt um það er leiðin vandlega kortlögð og sigling- armerkin á sínum stað vestan við bryggjuna, sem nú er minjar einar. Á þann veg skarar þetta allt ljós- myndasýninguna, að þríhyrnings- formið er hér tákn fyrir menning- una, náttúruna og þann dyntótta en guðlega kraft sem gerir allt mögulegt en er í einni svipan for- gengilegt. Á annan veg er meining- in, að forn menning Sjóminjasafns- ins sé í samræðu við ljósmyndir Völu Dóru sem eru sprottnar upp úr menningu nútímans eins og hún birtist á Eyrarbakka ... Allt er þetta gott og gilt, en sá er hængurinn að hin sérviskulega uppsetning flækir dæmið fyrir gestinum, gerir honum stórum erf- Ein af myndum Völu Dóru á Sjóminjasafninu á Eyrarbakka. Ekki er þetta nýbyggða hús, er ber nafnið Loftur Sumarvin, í beinum tengslum við Sjóminjasafnið, en hins vegar er hliðin sem við blasir tengd sjó- minjum og atvinnusögu staðarins. Þannig má fella fortíð að nútíð og telst hluti vakningar á landsbyggðinni. iðara að nálgast ljósmyndirnar og jafnframt rýninum nær ókleift að dæma þær og þannig séð missir hún marks. En myndirnar sjálfar virðast afar vel teknar og unnar, blæbrigðin frá svörtu í hvítt mjúk og lifandi. Hitt er meira um vert, að með ljósmyndasýningunni er Sjóminja- safnið að minna á sjálft sig og um- hverfi og þannig séð réttlætir það uppsetninuna að hluta, þótt öllu meiri prýði hefði verið að ljós- myndunum í hefðbundnu ferli. Meira en rétt að vekja athygli á safninu, sem virðist stundum verða útundan er fólk heimsækir Húsið, er þó til hliðar og fyrir aftan það. Safnið geymir þó margt mjög áhugaverðra muna og ljósmynda frá atvinnuháttum á staðnum og þannig séð engu síður vert gaum- gæfilegrar skoðunar. Hlýtur að gera hverjum manni gott að líta til baka og sjá hvernig lífsbaráttunni var farið hjá forfeðrum okkar allt fram á fyrstu áratugi aldarinnar, þetta voru feður, afar og langafar núlifandi kynslóða. Það er engin íhaldssemi né for- tíðarþrá af neinu tagi að varðveita gamla hluti er hafa sögulegt gildi né minnast fortíðarinnar, og skal vísað tO þess að engir gera meira af því en framsæknustu þjóðir ver- aldar. Þær eiga veglegustu söfnin og mesta úrval eldri og fornra gripa auk fullkomnustu forvörsl- unnar, spara hér hvorki fé né virkt. Og sem ég hef endurtekið vísað til er fortíðin í brennidepli á síðustu tímum sé tekið mið af aðsókn á fornminja- og þjóðháttasöfn ytra, einkum þar sem gagnmenntaðir eldhugar eru í forsvari. Á þetta meira en trúlega stóran þátt í vel- gengni þjóðanna í ljósi spakmælis- ins; að fortíð skal hyggja er framtíð skal byggja. Þyrfti að veita meira fé til þess að stækka og búa betur að mununum á Sjóminjasafninu fé SERBLAÐ UM SJAVARUTVEG enska sjáiíarútvegssymngin í Smáranum í Kópavogi 1.-^ 0. septemfíer Sérútgáfa 1. september Sýningin kynnt í máli og myndum og birt kort af sýningarsvæðinu. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12 þriðjudaginn 24. ágúst. Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild í síma 569 1111. AUGLYSINGADEILD Sfmi 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is Þriðjudagstónleikar í Listasafni Sigurjóns Morgunbíaðið/Arnaldur Angela Spohr sópransöngkona og Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanó- leikari koma fram á tónleikum í Listasafni Sigurjóns Olafssonar á þriðjudagskvöld kl. 20.30. Tónlist kvenna frá níu alda tímabili TÓNLIST eftir konur allt frá elleftu öld til hinnar tuttugustu er á efnis- skrá þriðjudagstónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar kl. 20.30. Þar flytja þær Angela Spohr sópran- söngkona og Þóra Fríða Sæmunds- dóttir píanóleikari verk eftir þekkt jafnt sem minna þekkt kvenkyns tónskáld frá 900 ára tímabili. Tónskáldin eru átta. Þar ber fyrsta að telja abbadísina og lækninn Hildegard von Bingen, sem uppi var á árunum 1098-1179; þá Maríu Stu- art Skotadrottningu (1542-1587), en Þóra Fríða segir það á fárra vitorði að hún hafi samið undurfögur Ijóð og einnig tjáð þung órlóg sín í tónum þegar hún sat í fangelsi á valdatíma Elísabétar fyrstu. Enn óþekktara tónskáld er Leonora Orsina, sem uppi var á árunum um 1560-1580. í tónlistarsögunni er hennar minnst fyrir það að í einu af einsöngsljóðum sínum, „Per pianto mia carne", tákn- aði hún nákvæmlega tónlengd, en það gekk þvert á spunahefð samtímans. Enski lútuleikarinn og tónskáldið Ann Boleyn (1507-1536) var við hirð Hin- riks áttunda og árið 1533 varð hún eiginkona hans. Hún hafði mikil áhrif á menningu og stjórnmál við hirðina en að þremur árum liðnum snerist hirðin gegn henni, hún varð peð í valdatafii og var dæmd til dauða. Sagt er að hún hafi samið hina þekktu ball- öðu „O death, rock me asleep", sem þær Angela Spohr og Þóra Fríða munu flytja á tónleikunum, í Lund- únaturni. Til þekktra kvenna í hópi tónskálda á miðöldum telst Barbara Strozzi, sem uppi var á tímabilinu 1616 til um 1664. Hún var einnig hljóðfæraleikari og söngkona og eru söngverk hennar sögð einkennast af sterkri tilfinningu og krafti. Frá fyrri hluta þessarar aldar verða flutt verk eftir Lili Boulanger og Grete von Zieritz. Tónskáldkonan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.