Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1999 23 Þegar húsið verður vígt við mikil hátíðarhöld dagana 15. til 18. júlí 2000 mun meðal annars fara fram brúðkaup í kirkjunni og vík- ingaskipið íslendingur mun koma við á leiðinni til Ameríku. Gunnar Bjarnason húsasmíðameistari og Valdimar Gíslason smiður ræða málin við gafl bæjarins. Glöggt má sjá hvernig klambran og strengurinn raðast sam- an í hleðslunni. Bær Eiríks rauða á að verða lifandi hús þar sem menn geta komið saman og skemmt sér, haldið fundi eða einfaldlega kynnt sér hvernig stórbændur lifðu á síðasta árþúsundi. Garðurinn umhverfis kirkjuna er hlaðinn með grjót í streng, þ.e. mýrartorf og grjót til skiptis. Þessi aðferð er oft notuð þar sem um er að ræða lélegt grjót. Árni Johnsen, formaður byggingarnefndar, og Páll Sigurjónsson, forstjóri ístaks ánægðir fyrir framan Þjóðhildarkirkju. Mynstrið á fjölunum inni í henni er gert með eftirlíkingu þúsund ára gamals verkfæris, sem fundist hefur. mest. Þegar húsið verður vígt við mikil hátíðarhöld dagana 15. til 18. júlí 2000 mun meðal annars fara fram brúðkaup í kirkjunni og vík- ingaskipið Islendingur mun koma við á leiðinni til Ameríku. Auk þess er bærinn tilvalinn fyrir hvers kyns samkomur eða fundi heimamanna og gesta. Það er Istak hf. sem reisir bæinn og kirkju Þjóðhildar fyrir Vestnorræna ráðið og Heimastjórn Grænlands. íslendingar leggja fram þriðjung kostnaðarins, Græn- lendingar þriðjung og afgangurinn kemur víða að. Þetta er gert tO minningar um búsetu norrænna manna á Grænlandi. Arkitektar húsanna eru Stefán Örn Stefánsson og Grétar Markússon. Timbrið allt handunnið Verkstjóri við trésmíði var Guð- mundur Jónsson húsasmíðameist- ari en Gunnar Bjarnason húsa- smíðameistari annaðist sérsmíði og jámsmíði. Gunnar hefur kynnt sér gamlar byggingaraðferðir og við smíðina voru notuð verkfæri, eins sköfur og axir, sem hann hefur smíðað eftir fyrirmyndum, sem fundist hafa við fornleifauppgröft. „Þegar Guðmundur Ólafsson forn- leifafræðingur gróf upp eyðibæ hér vestar í Grænlandi, sem heitir Sandur, fann hann áhald, sem er eins og önd í laginu. Þetta reyndist vera hefill, sem ég gerði eftirlík- ingu af og lét meðal annars nota tO að skrautstrika fjalirnar í kirkj- unni,“ segir Gunnar. Allt þetta má sjá á sérstakri áferð timbursins en þar að auki er ekki einn einasti nú- tíma nagli í byggingunum. Enn- fremur er ekkert járn í húsunum nema hengslin á hurðunum. „Timbrið sem er notað í bæinn er svokallað stafverk, samanber svo- kallaðar stafkirkjur í Noregi," segir Gunnar. „Þetta timbur hefur varð- veist á Islandi í einstaka bygging- um. Fyrst er gerður rammi. Síðan eru settir stólpar, hornstafir og millistafir og loks þiljað á milli með borðum. Ofan á það kemur sylla, sem lokar þessu þannig að þetta tengist allt saman. Síðan kemur burðarvirkið í þakinu. Húsið verður þannig þrælsterkt," bætir hann við og segir að enginn gluggi sé á bæn- um og að eina gatið sé reykháfur, sem er kallaður ljóri eða háfur. Það var byrjað að smíða húsið í byrjun þessa árs og í vor var það flutt tO Grænlands. „Þrátt fyrir að bærinn sé reisulegur fyllti timbrið aðeins hálfan gám þegar það var flutt,“ segir Gunnar og er sann- færður um að Eiríkur hafi sjálfur tekið timburvirkið með sér þegar hann fluttist búferlum. Þjóðhildarkirkja Þótt Eiríkur sjálfur hafi ekki verið hrifinn af kristinni trú var Morgunblaðið slóst í för til Brattahlíðar með ístaksmönnum og fleirum. Hér sjást þeir sem komið hafa að verkinu en fremst á myndinni má m.a. sjá Sören Langvad, forstjóra danska verktakafyrirtæk- isins Pihl, Tómas Tómasson yfirverkfræðing, Guðmund Jónsson, verkstjóra trésmíðinnar, Pál Sigur- jónsson, forstjóra ístaks, Árna Johnsen, formann byggingarnefndar og Svein Fjeldsted verkefnis- Þjóðhildur kona hans kristin og lagði mjög hart að manni sínum að reisa kirkju. Hins vegar hafði Ei- ríkur mikla hagsmuni af viðskipt- um og nánast allir þeir kaupmenn og fyrirmenn sem komu til hans höfðu tekið kristni. Hann þurfti að gæta hagsmuna sinna og barðist ekki gegn kristinni trú. Það varð því úr að Eiríkur lét reisa kirkju á bæjarstæðinu, sem bar nafnið Þjóðhildarkii-kja. Alls fara um 200 tonn af torfi í húsin og garðinn umhverfis kirkj- una en það reyndist hægara sagt en gert að finna gott torf i ná- grenninu, að sögn Víglundar Krist- jánssonar hleðslumeistara. Með Víglundi í Brattahlíð eru nú sex manns að vinna við hleðsluna. Áberandi er hversu þykkir veggir húsanna hafa verið, vel yfir metra, Sveinn Fjeldsted verkefnisstjóri og Árni Johnsen formaður bygg- og hafa þeir því haldið kuldanum ingarnefndar bera saman bækur sínar. vel úti ásamt því að vernda timbrið. Húsveggirnir eru hlaðnir úr klömbru og streng. Klambra er torfhnaus, 70 cm langur og 25 til 30 cm á hæðina. Helsti kosturinn við klömbruna er að hún er mun end- ingarbetri og sterkari en strengur. Klambran er lögð mismunandi en strengurinn, sem er einfaldlega löng þaka, bindur hleðsluna saman. Ofan á húsið kemur svo hrís og tvö lög af torfi. Leitað að grjóti Upphaflega var áformað að byggja bæinn mest úr grjóti. Þeg- ar hins vegar bærinn undir Sandi var grafinn upp kom í ljós að í hon- um hafði verið torf og klambra. Víglundur telur að langeldurinn í húsinu hafi haldið mjög góðum hita í því, með kannski 10 til 15 manns í húsinu og að hlöðnu veggirnir hafi veitt mjög góða einangrun. Garðurinn umhverfis kirlquna er hlaðinn með grjót í streng, þ.e. mýrartorf og grjót til skiptis. Þessi aðferð er oft notuð þar sem um er að ræða lélegt grjót, segir Víglund- ur. Grjótið sem þeir fundu á Græn- landi er mjög gott til hleðslu þótt ótrúlega erfitt sé að safna nægu magni. Kirkjan er öll hlaðin úr streng. Víglundur segist hafa kom- ið tvisvar til Brattahlíðar á síðasta ári til að leita að torfi sem hafi ver- ið vandfundið. Það hafi þó fundist loks um fimm kílómetra frá Bratta- hlíð. „Mesta vandamálið er grjótið, þótt einkennilegt megi virðast," segir Víglundur Kristjánsson. „Það gengur mjög erfiðlega að finna nógu gott grjót hér. Hver hringur í kringum kirkjuna er 100 metrar og ætli það fari ekki um 5.000 steinar í þetta.“ Víglundur telur að áður fyrr hafi menn tínt grjót á sumrin og flutt það á sleðum að vetrarlagi, þannig að jafnvel þótt menn vissu í dag hvar grjótnámur landnáms- manna hefðu verið, gætu þeir lík- lega ekki með góðu móti flutt grjótið þaðan. Víglundur segir að mjög líklegt sé að landnámsmenn hafi hlaðið húsin svona úr grjóti og nefnir því til stuðnings að inúítar hafi hlaðið húsin sín á þennan máta. Víglundur heggur grjótið ekki til heldur leggur steininn eins og hann kemur fyrir. Hann segir húsahleðslumenn vana að höggva grjótið mjög lítið til. Grasið má svo ekki láta vaxa of mikið á torfinu á húsunum, því þá helst rakinn svo vel í því að það fúnar hratt. Verkinu lýkur að mestu í haust að sögn Sveins Fjeldsted, verkefn- isstjóra ístaks á Grænlandi. Aðeins minniháttar frágangur mun bíða til næsta vors, áður en ævintýrið hefst og víkingaskip siglir aftur inn Eiríksfjörð að bæ stórbóndans Ei- ríks rauða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.