Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ í tímans rás hefur starfsaðstaða ljósmæðra breyst. í spjalli við ljósmæður á öllum aldri, sem Kristín Marja Baldursdóttir heimsótti, kemur fram að viðhorf þeirra til starfsins og lífsins hefur hins vegar lítið breyst. Morgunblaðið/Sigurður Fannar FYRIR rúmum hundrað árum voru yfirsetukon- ur áminntar um skyld- ur sínar í embættisskil- ríkjum sem þær fengu í hendur. Þeim bar meðal annars að hegða sér skikkanlega, vera þénustuviljugar við alla sem til þeirra leituðu, jafnt ríka sem fá- tæka, hvort heldur á nóttu eður degi, og forðast nautn áfengra drykkja og óþarft hjal, svo eitthvað sé nefnt. Á ljósmæður var litið sem hálf- guði sem unnu starf sitt af hug- sjón, og þær virtust vera sér með- vitandi um það hlutverk sem sam- félagið skipaði þær í. Þær gerðu litlar kröfur um laun í skildingum, aftur á móti þótti þeim það ekki umtalsvert að taka fatnað og mat úr eigin búi og færa fátækum sængurkonum ef þurfti. Syni ljós- móður varð eitt sinn orði: Ef ég svaf ekki á buxunum mínum vai' mamma búin að gefa þær þegar ég vaknaði. Ríðandi í skafrenningi og myrkri komu þær sem frelsandi englar um hánótt, tóku á móti barninu og sáu síðan um börn og bú þar til sæng- urkonan komst á ról. Tóku jafnvel slátur fyrir húsfreyju ef svo bar undir. Saga ljósmæðra á Islandi er ein- stök og starf þeirra ekki síður. Hver fæðing er saga. Ljósmæður njóta þeirra forréttinda að sjá fyrstar lífið vakna en ábyrgð þeirra er mikil og segja má að þær séu Morgunblaðið/Halldór Kolbeins „Af virðingu við sögu Ijósmæðra létum við taka mynd af okkur í peysufötum með merki Ijósmæðra, hlustunarpípuna, í höndum." Fyrsti útskriftarhópur Ijósmæðra úr Háskóla íslands árið 1998. Frá vinstri: Jenný Inga Eiðsdóttir, Krístín Svala Jónsdóttir, Linda M. Stefánsdóttir, Valgerður L. Sigurðar- dóttir, Dagný Zoega, Halla Hersteinsdóttir, Súsanna Jónsdóttir og Guðlaug Einarsdóttir. flesta daga með lífið í lúkunum í bókstaflegri merkingu þess orðs. Formleg ljósmæðrafræðsla hófst á íslandi árið 1761. Yfirsetu- kvennaskóli í Reykjavík var síðan stofnaður árið 1912 og tók nám Ijósmæðra þá sex mánuði. Smám saman var námið lengt og árið 1996 var það sett á háskólastig. Nám ljósmæðra tekur nú sex ár og er því óhætt að segja að kröfur um fagkunnáttu hafi heldur betur auk- ist. Laun eru þó enn i litlu sam- ræmi við námskröfur og ábyrgð, og eimir líklega enn eftir af gömlum viðhorfum um hugsjónastarf. Ljósmæðrafélag Islands varð 80 ára 2. maí síðastliðinn og er núver- andi formaður þess Ástþóra Krist- insdóttir ljósmóðir. Samkvæmt upplýsingum hennar eru nú 410 ljósmæður í félaginu, þar af 235 starfandi. Meira en helmingin- þeirra starfar á Kvennadeild Land- spítalans. Að sögn Ástþóru berjast ljósmæður enn fyrir bættum launa- kjörum en auk þess vilja þær að áhersla verði lögð á betri og sam- felldari þjónustu við verðandi mæður. „Stefnan er sú að kona hafi sömu ljósmóður í meðgöngu, fæð- ingu og sængurlegu og að konum verði gert kleift að fæða í heima- byggð sinni.“ Það er liðin tíð að ljósmæður fari ríðandi um heimabyggð sína til að hjálpa konu í barnsnauð, nú bíða þær flestar við lyftudyrnar. En við- horf þeirra til starfsins virðist þó lítið hafa breyst og virðing manna fyrir starfi þeirra er enn hin sama. Kona sem fætt hefur fimm sinn- um og kynnst jafnmörgum ljós- mæðrum hafði þetta um Ijósur barnanna sinna að segja: „Þær voru yfirvegaðar en léttar í skapi. Svo hafði ég á tilfinningunni að þær væru trúaðar, eða hefðu að minnsta kosti mikla trú á lífinu.“ Og skyldi engan undra þótt ljós- mæður hefðu trú á lífinu. Þær taka á móti því oft í viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.