Morgunblaðið - 22.08.1999, Síða 25

Morgunblaðið - 22.08.1999, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1999 25 MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR Dyraverðir lífsins HVER fæðing er einstök, hver kona og hvert bam,“ segir Margrét Guðmundsdóttir ljós- móðir á Landspítalanum. Hún var mjög ung þegar hún ákvað að verða ljósmóðir. „Systir mín segir að mamma hafi ákveðið það fyrir mig, sagt að ég hefði hendumar í starfið.“ Margrét útskrifaðist úr Ljósmæðraskólanum árið 1970 eftir tveggja ára nám. „Þetta var strangt nám, við voram í skólanum og unnum jafnframt á deildun- um. Við voram á heimavist og urðum að vera komn- ar inn klukkan hálftólf á kvöldin. Maður fór semsagt inn í skólann og kom ekki út aftur fyrr en að tveim áram liðnum. En mér tókst þó að sleppa út í millitíð- inni og eignast mitt fyrsta barn af þrem!“ • Eftir útskrift fluttist Margrét til Grandarfjarðar. „Við voram tvær sem fóram vestur. Þar voram við á vakt hvor sína vikuna, sinntum almennri heilsugæslu og þegar konur tóku sótt fóram við með þær á sjúkrahúsið í Stykkishólmi. Eitt sinn þegar við vor- um svo til nýbyrjaðar tókum við á móti bami í heimahúsi. Konan gekk með sitt sjötta barn og sagð- ist vilja fæða heima eins og hún hefði ætíð gert. Við voram nú ekki allskostar sáttar við það, sáum fyrir okkur blæðingar og önnur vandkvæði. En konan sagði að það ætti að vera lítið mál fyrir okkur svona sprenglærðar að taka á móti barninu úr því að gamla ljósan og fyrirrennari okkar hefði tekið á móti hinum bömunum fimm. Barnið átti að fæðast í janú- ar og við hófum undirbúning fyrir fæðingu strax í nóvember. Komum okkur upp stóram súrefniskúti og alls kyns sótthreinsuðum áhöldum. Svo kom loks að fæðingu en þá datt sóttin niður hjá konunni. Sennilega brá henní svo þegar hún sá alla „múnder- inguna" sem fylgdi okkur! Hún fæddi svo viku seinna." Margrét var einnig ljósmóðir í Stykkishólmi og á Isafirði áður en hún fór til starfa á Landspítalanum, þar sem hún hefur verið síðustu fjórtán árin. Hún segist ekki muna eftir einni fæðingu fremur en annarri en ýmis atvik tengd fæðingum séu þó eftir- minnileg. „I Stykkishólmi sneri gluggi fæðingarstofunnar út að sjó. Mér fannst það yndislegt að að taka á móti barni á morgnana í þann mund sem fuglalífið vakn- aði. Einn morgun þegar lítið barn var að sjá dagsins ljós var langamma þess að deyja á sama gangi. Þannig er nú lífið einu sinni.“ - Hvernig tilfinning er það að vera með lífið í lúk- unum alla daga? „Sú tilfinn- ing er ólýsan- leg. Nýbakaður faðir komst fal- lega að orði þegar hann sagði að við ljósmæður værum dyra- verðir lífsins. Starfið reynir mikið á tilfinningar ljósmóðurinnar, oft tárast maður í fæðingum. Fæðing er stærsta stundin í lífi foreldra og ljósmóðirin er viðstödd þessa stund. Það er því mikið atriði að henni takist vel upp. Ef foreldrar era ósáttir við ljósmóðurina er þessi stund eyðilögð." - Eruð þið aldrei kvíðnar þegar fæðing er framundan? „Vissulega kemur það fyrir, við vitum aldrei hvemig fæðing verður. Þrátt fyrir alla þá hátækni sem við búum við getur eitthvað gerst á meðgöngu sem verður til þess að foreldrar missa börn. Það er sár reynsla. Starfi ljósmóður fylgir mikil gleði, en líka mikil sorg.“ Margrét hefur tekið virkan þátt í kjarabaráttu ljósmæðra. Er hún sátt við laun þeirra? „Á kjarafundi ljósmæðra 1970 stóð fullorðin ljós- móðir upp og sagði að sín laun væra heilbrigt bam. Peningar era ekki allt í lífinu, það er rétt. En það er stutt síðan þau sjónarmið voru ríkjandi að laun í um- slagi ættu ekki að skipta ljósmóður máli. Sannleikur- inn er sá að það ríkir mikil óánægja meðal Ijós- mæðra með kjörin. Ég verð þó alltaf þakklát fyrir starf mitt, það er bæði þroskandi og gefandi. Skemmtilegast er að vera úti á landi. Þar fáum við foreldra í mæðra- vernd, tökum á móti barninu og sinnum barni og for- eldram á eftir. Ljósmóðir leggur grann að heilsu- vernd fjölskyldunnar þegar hún fær að sinna með- göngu, fæðingu og sængurlegu. Það er draumur okkar flestra að fá að sinna þessum þrem þáttum. Ég bíð þess að hópur ljósmæðra stofni sitt fæðingar- heimili svo að sá draumur rætist.“ Morgunblaðið/Jim Smart Morgunblaðið/Kristinn MARÍA MAGNÚSDÓTTIR Hef trú á krossmarkinu MARIA Magnúsdóttir Ijósmóðir þarf ekki lengnr að fara á fætur um miðjar nætur til að hjálpa skagfirskum konum í barnsnauð. En þótt tæp tuttugu ár séu liðin frá því að hún lét af störfum sem ljósmóðir muna flestir Skagfirðingar eftir Maríu ljósu, eins og þeir köliuðu hana. María starfaði sem Ijósmóðir í 48 ár, fyrstu fimm árin í Húnaþingi þaðan sem hún er ættuð og síðan á Sauðárkróki. Árið 1979 fluttist hún til Hafnarfjarðar þar sem einkadóttir hennar býr. „Mig langaði alltaf til að verða Ijósmóðir og var á 19. ári þegar ég fór suður í Ljósmæðraskólann. Þá tók námið níu mánuði. Fyrstu börnin sem ég tók á móti voru tvíburar. Fyrri drengurinn kom strax en það gekk ekki eins vel með þann síðari svo ég varð að láta hringja eftir lækni. Konunni, sem gerði það fyrir mig, fannst það nú óþarfi að hringja eftir lækni en síðar eignaðist hún sjálf tvíbura og missti annan. TVíburinn sem kom síðar í heiminn og ég tók á móti býr hér í Hafnarfirði og heitir Hallur Ólafsson." - Var þetta ekki erfitt fyrir þig, rétt tvítuga, að taka á móti tví- burum? „Nei þetta gekk vel. Ég bað guð um að rétta mér hjálparhönd. Ég gerði það alltaf. - jEru ljósmæður trúaðar? „Ég veit ekki um aðrar, en ég hef ætíð haft trú á krossmarkinu. Ég signdi börnin sem ég tók á móti og enn signi ég dyrnar áður en ég fer að sofa.“ María fór í vitjanir um sveitir Skagafjarðar, hvarf stundum um miðjar nætur og kom ekki heim aftur fyrr en að mörgum dögum liðnum. „Maður fór þegar einhver bankaði. Ég fór ætíð ríðandi á bæina. Svo hugsaði ég um heimilið meðan konan Iá. Ég þvoði allt því þá vissi ég að það var soðið sem að konunni sneri. Stundum lenti mað- ur í eldamcnnskunni, eitt sinn bjó ég til slátur fyrir heimilið því sængurkonan gat auðvitað ekki gert það. Ég varð ein af heimafólk- inu og mér þótti mjög vænt um allt fólkið." - Var ekki borin mikil virðing fyrir ykkur ljósmæðrum? „Ætli það ekki. Maður hafði líf í höndum sér. Konum gekk misvel að fæða, það fór mest eftir andlegu ástandi þeirra. Ef þær voru hræddar gat það gengið erfiðlega. Ég reyndi að venja þær á að anda rétt, djúpt og rólega. Ég man aðeins eftir einni erfiðri fæð- ingu, þá stoppaði hjartað í konunni og hún lést af barnsförum. Það var sár reynsla. Konur fæddu oft með aðfallinu. í þá daga skynjuðu menn betur náttúruna í kringum sig. Það gerist síður núna. Sjómenn eru vitrir menn, þeir þekkja náttúruna og hlýða boðum hennar. Einu sinni var sjómaður sem vildi endilega vera viðstaddur fæðingu barns síns. Ég sagði að hann yrði þá bara að Ieggja sig og bíða. Ég kem með að- fallinu í fyrramálið, sagði hann, barnið kemur ekki fyrr. Og það stóðst.“ María fór síðar að vinna á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki og segir að það hafi verið mikill munur því þar hafi allt verið til alls. „Það var svo miklu þægilegra og öruggara. Áður fór maður um sveitirnar með eina tösku. Einu sinni var mér jafnvel bannað að hafa töskuna með mér. Þá var kona að fæða á laun og það mátti enginn sjá að yósmóðir var á leið til hennar.“ Eiginmaður Maríu var Pétur Jónasson, bróðir Hermanns Jónas- sonar forstætisráðherra. Hún kynntist honum þegar hún kom til Sauðárkróks. „Ég sagði við guð, ef þú gefur mér mann, gefðu mér þá góðan inann. Pétur var hreppstjóri þegar ég giftist honum. Móðir hans hafði verið ljósmóðir. Hann var óskaplega góður maður og vel gef- inn. Bæði mannvinur og dýravinur. Menn sem eru háir fyrir ofan eyru eins og hann var eru oftast vel gefnir og miklir reiknings- menn. Þegar ég ferðaðist með rútu hér áður fyrr sat ég aftast svo ég gæti virt fyrir mér höfuðlag manna. Löngu áður en ég kynntist Pétri dreymdi mig afa hans. Hann kom á gluggann til mín og sagði: Þú skalt bara eiga einn bræðr- anna. Hvað heitir þú, góði minn? spurði ég þá. Það segi ég þér ekki núna, góða mín, sagði hann og lokaði á inig glugganum. Þannig var sá draumur. Ég er handviss um að við deyjum ekki. Við iifum áfram." María var 43 ára þegar hún eignaðist dóttur sína. Hún segir að þau hjónin hafi ákveðið að eignast aðeins eitt barn. „En ég hef alltaf verið mjög hrifin af börnum. Þau geta verið svo skemmtileg. Ég man eftir einum gutta sem sagði við mig eftir að hann hafði eignast bróður: Hvernig var það, fórst þú upp til guðs, eða henti liann honum niður? Spurðu mömmu þína um það, sagði ég!“ María segir að laun ljósmæðra hafi verið rétt í vasann. „Ég hugs- aði lítið um þau. En ég hef aðeins átt góðar minningar. Eitt sinn var maður spurður hvort hann ætlaði að komast heim fyrir jólin og hann sagðist mundu gera það og bætti við: Ætli María ljósa komi svo ekki með eitt barnið enn!“ GUÐLAUG EINARSDÓTTIR Treysti náttúrunni / G ER alin upp í mikilli virðingu fyrir ljósmóð- urstarfinu," segir Guðlaug Einarsdóttir, ljós- móðir á Sjúkrahúsi Suðurlands. Sem Barð- strendingur ólst hún líka upp í nánum tengslum við náttúruna, og hún telur að ef til viU hafi þetta tvennt orðið til þess að hún ákvað lífsstarfið mjög snemma. Eftir sex ára háskólanám útskrifaðist hún sem ljós- móðir árið 1998. „Ég var spurð hvers vegna ég varð ekki bara læknir, námslengd þessara faga er svipuð, en það var ljósmóðurstarfið sem ég hafði áhuga á. Ljósmæður era sérfræðingar í eðlUegri meðgöngu og fæðingu, en læknar era írekar tilkaUaðir ef eitthvað ber út af.“ Guðlaug starfaði fyrst á Landspítalanum, leysti af um tíma á Isafirði en er nú ljósmóðir á Selfossi. Sem nemi tók hún á móti fyrsta baminu, en heimafæðing í Hafnarfirði hinn 17. júlí 1998 er henni minnisstæðust. „Þá tók ég á móti bróðursyni mínum, það var yndisleg fæðing.“ Sjálf á Guðlaug tíu ára dóttur og þekkir því málið frá báðum hhðum. En þótt hún sé ljósmóðir af nýja skólanum sem nýtur hátækni nútímans hefur hún engu að síður unnið störf sín í heimahúsum eins og forverar hennar gerðu. Eftir að hafa starfað sem Ijós- móðir í eitt ár hér heima fór hún til Hollands þar sem hún kynnti sér og starfaði við heimafæðingar í þrjá mánuði. „Það er löng hefð fyrir heima- fæðingum í Hollandi og á landsvísu era þær 35% aUra fæðinga. Ljós- mæður vinna ekki inni á sjúkrahúsum í minni borgum Hollands, heldur úti í samfélaginu, einar eða fleiri saman, og sinna skjólstæðingum sínum í með- göngu, fæðingu og sængurlegu. Eg vann á einka- stofu sem ljós- mæður ráku. Þar sinntu þær mæðravernd en tóku svo á móti börnunum í heimahúsum. Konur geta líka fætt á sjúkrahúsum ef þær vilja og þá fylgir ljósmóðirin þeim þangað. Ég fór með ljósmæðranum í heimafæð- ingar, tók á móti fjórum börnum sjálf, og fékk reyndar hollenskt ljósmóðurleyfi um það leyti sem ég var að hætta. Eftir að kona hefur fætt í Hollandi taka svonefndir „Kraamversorgste“ við umönnun. Það era sérþjálfaðir sjúkraliðar með tveggja ára nám að baki og þeir að- stoða ljósmæður við fæðingar og sjá síðan um konuna og fjölskyldu hennar í átta tíma á dag, átta fyrstu dag- ana. Þeir hugsa um bamið, og einnig eldri bömin, elda matinn og færa gestum kaffi og sérstakar kexkökur. En það er siður í Hollandi að fjölskyldan og gestir komi saman þegar barn fæðist og borði þessar hefð- bundnu kökur.“ - Hvað lærðir þú helst af dvölinni ytra? „Mikilvægasta reynslan var að koma tU lands þar sem fólk trúir því og treystir að heimafæðingar séu af hinu góða. Bæði lærðir og leikir hafa trú á þeim og af þeim sökum finna konur sig öraggar í því að fæða heima. Og það sem vegur þyngst í að fæðing gangi vel er að konan sé örugg með sig. Konur hér heima treysta ef til vill ekki nóg á eigin líkama og eðlilegan gang fæðingar, og það er líklega okkur fagfólkinu að kenna. Hollensk ljósmóðir sem ég vann með var gátt- uð á því hversu fáar heimafæðingar vora á íslandi. Hún áleit að þjóð sem var í eins nánum tengslum við náttúruna og Islendingar hlyti að finnast það eðlUegt að konur fæddu heima.“ - Þurfa ljósmæður að hafa sterkar taugar? „Þær þurfa að minnsta kosti að hafa rólegar taugar! Helst að búa yfir stóískri ró. Starfið reynir mildð á tU- finningarnar og maður þarf því að hafa góða uppsprettu af orku. Ég næ mér í hana með útivist, á fjöllum." Guðlaug segir að oft komi yfir hana ró þegar fæðing er framundan. „Auðvitað getur eitthvað komið upp á í fæðingu sem fær hjartað til að slá hraðar, en aðalat- riðið er að fylgjast vel með, vera ekki með neinn flumbragang og treysta náttúranni." - Hefur þú legið andvaka vegna starfsins? „Það hefur komið fyrir. Ég tók eitt sinn á móti barni sem fæddist löngu fyrir tímann og lifði í klukkutíma. Það var erfitt. A slíkum stundum skiptir miklu máli að geta rætt við stöllur í sömu stétt. Fólk sem vinnur störf þar sem mikið reynir á tilfinningar þyrfti að fá stuðning hjá fagfólki þegar mest reynir á. Ákveðið stuðningskerfi þyrfti að vera fyrir hendi. Ábyrgð Ijósmóður er mikil, en til að endast í starf- inu verður maður að treysta því og muna að fæðing er eðlilegt ferli. Fæðing er mesta kraftaverk lífsins og Ijósmæður verða sífellt vitni að því.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.