Morgunblaðið - 22.08.1999, Side 27

Morgunblaðið - 22.08.1999, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1999 27 o.s.frv. Það þýðir að til notkunar við meðferð geta þessar upplýsingar nýst nær alls staðar í heiminum." Þórður fór með veggspjaldið til kynningar á ameríska réttarfræða- þingið sem haldið var í Orlando í febrúar síðastliðnum. Hann kynnti það einnig á Evrópuþingi í tannrétt- ingum, sem haldið var í Strassborg nú í sumar. Eitt fyrirtæki á heims- markaði með tannlæknavörur hefur nú boðið veggspjaldinu í enskri þýð- ingu rými á vefsíðu sinni, svo tann- læknar geti nálgast þetta alþjóðlega hjálpargagn við störf sín, því ekkert veggspjald þessu skylt virðist hafa verið gefið út til dreifingar frá því að ameríska tannlæknafélagið gerði það fyrir um hálfri öld. Áframhald eftir 22 ár Þórður ákvað að kanna hvemig rannsóknarhóp sínum frá 1972-73 hefði farnast 22 árum síðar og sendi árið 1995, ásamt samstarfsmönnum sínum, spumingalista til að grennsl- ast fyrir um hverjar langtímaafleið- ingar tannskekkju hefðu orðið á líf fólksins. Hann fékk til liðs við sig samkennara sína og fymim nem- endur við tannlæknadeild Háskóla Islands, lektorana Bjöm R. Ragn- arsson, sérfræðing í rótfyllingum, Karl Öm Karlsson, sérfræðing í bit- fræði, og Sigurjón Arnlaugsson, sérfræðing í tannholdssjúkdómum, auk dr. Eiríks Amar Arnarssonar, sálfræðings og dósents við lækna- deild HI. I upphaflegu könnuninni 1973 tóku 1.641 þátt; af þeim fund- ust í þjóðskrá 1.518 einstaklingar og af þeim svöniðu spumingalistanum 78%, sem sýnir, eins og oft hefur verið bent á, hve íslenskar aðstæður henta vel til faraldsfræðilegra rann- sókna. Auk þess að spyrja um óþægindi frá tönnum og kjálkum og ýmsa þætti, sem varða tennur fólks, á meðan á skólagöngu stóð, útlit tannanna nú og tennur og útlit al- mennt, var spurt um ótta eða fælni fólks við að fara til tannlæknis. Af þeim sem svömðu komu þar að auki um 70% (830 eða rúmlega helming- ur uppranalega hópsins) til skoðun- ar á stofu þrem áram seinna, 1998, eða 25 áram eftir fyrstu rannsókn- ina. Þar var meðal annars leitað eft- ir andlits- og kjálkaverkjum, tann- skemmdum, tannholdssjúkdómum og bitskekkjum, auk þess sem spurt var um tannhirðu og reykingavenj- ur, sem og lýsisnotkun. Fyrir þá, sem tannlæknaótti hafði greinst hjá, vora lagðar ýmsar spumingar til þess að meta betur hvort um eig- inlega fælni væri að ræða og þá einnig til að freista þess að finna or- sakir hennar. Binda miklar vonir við niðurstöðurnar Þórður segir að í könnuninni 1973 hafi komið í ljós að tannskekkja væri mjög algeng hér á landi. „74-85% bama reyndust hafa tann- skekkju og þurftu að mínu mati um 50% drengjanna á tannréttingum að halda en 40% stúlknanna. Hlutfall þeirra bama sem hafa gengist undir tannréttingameðferð hér á landi er 25-30% sem er svipað því sem er á hinum Norðurlöndunum. En það sem gerir úrtakshóp könnunarinnar frá ‘73 sérstakan er að honum stóðu ekki tannréttingar til boða í sama mæli og seinni kynslóðum, þar sem einungis tveir sérfræðingar í tann- réttingum vora hérlendis á þeim tíma og upplýsingar því til um alla þátttakendur ómeðhöndlaða. Þess vegna er nú hægt að afla gagna um langtímaafleiðingar tannskekkju hér á landi. Um allan hinn vestræna heim hefur fjöldi séríræðinga í tannréttingum aukist svo mjög á undangengnum áram og meðferð- arúrræði orðið betri, að ómögulegt verður um alla framtíð að finna ómeðhöndlaðan viðmiðunarhóp hér eftir, þar sem æ fleiri fá bót meina Þórður Eydal Magnússon ásamt doktorsnema sínum, Berglindi Jóhannsdóttur, sérfræðingi í tannréttingum, og eftirmanni sínum í starfi, Árna Þórðarsyni, lektor og sérfræðingi í tannrétt- ingum við tannlæknadeild Há- skóla íslands. sinna eftir þvi sem fjöldi sérfræð- inga eykst. Við bindum því miklar vonir við úrvinnslu verkefnisins, að það skýri vel áhrif langtímaafleið- inga tannskekkju á andlits- og kjálkaverki, sjálfsímynd og tann- læknaótta auk þess að skýra tengsl þessara þriggja þátta hvers til ann- ars.“ Fram að þessu hafa Þórður og fé- lagar aðallega verið að vinna upp- lýsingar um tíðni úr þeim gögnum sem fyrir liggja. Eftir er að bera upplýsingar saman til að sjá fylgni á milli afmarkaðra þátta. Aðeins er búið að gera þetta að litlu leyti. Þórður vinnur nú að því að færa gögnin úr rannsókninni 1972-73 í tölvutækt form svo hægt sé að bera þær saman við upplýsingarnar úr könnununum frá 1995 og 1998. Tíu af hundraði óttaslegin Fyrstu niðurstöður frá póst- könnuninni 1995 hafa t.d. sýnt að um 10% þátttakenda höfðu haft andlits- og kjálkaverki innan mán- aðar frá skoðuninni, einnig að um 10% vora haldin tannlæknaótta auk þess sem marktækt samhengi var greint milli beggja þessara þátta og sjálfsímyndar. Þeir sem haldnir eru tannlæknaótta reynd- ust hafa marktækt færri tennur í munninum en þeir óttalausu og sjálfsímynd þeirra sem notið höfðu tannréttinga úr hópnum, sem var nærri fimmti hver maður, hafði tekið stórum framföram. Niður- stöður athugunarinnar á tann- læknaóttanum eru jafnframt þær að af þeim tæpum 10% þjóðarinn- ar, sem eru haldin slíkum ótta, er u.þ.b. fimmti hluti þehra, eða rúm- lega 2%, haldinn tannlæknafælni, sem lýsir sér þannig að fólk frestar för til tannlæknis fram í rauðan dauðann eða sleppir henni alveg, þótt það viti að engin raunveraleg hætta sé fyrir hendi. Ottinn við tannlækna reyndist hindra og hafa neikvæð áhrif á líf hinna fælnu, þeir fengu oftar höfuð-, andlits- og tannverki en ófælnir og mun fleiri þeirra sem haldnir eru tannlækna- ótta segja útlitið valda þeim örðug- leikum í samskiptum við annað fólk en hinna sem ekki þjást af óttan- um. Vonast rannsakendur til þess að í framtíðinni verði hægt á grandvelli þeirra þátta, sem ein- kenna hóp hinna fælnu, að leita uppi í yngstu bekkjum grannskóla þá sem líklegastir séu til að falla í gryfju óttans og bjóða þeim fyrir- byggjandi þjónustu. r Það er til mikils að yinna hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur Á Sjúkrahúsi Reykjavíkur viimur samstílltur og metnaðfullur hópur fólks þar sem einstaklingar og starfshópar fá að njóta sín í starfí við aðhlynningu sjúklinga og fjölskyldna þeirra. Nú leitum við að hjukrunarfraeðingum, sjúkraliðum og starfsfölki sem vill koma til liðs við okkur á einu stærsta sjúkrahúsi landsins. Við bjóðum fjölbreytt og krefjandi en jafnframt skemmtileg og gefandi verkefni við allra hæfi í góðu starfsumhverfi. Á Sjúkrahúsi Reykjavíkur eru nýjar hugmyndir og framfarir í hjúkrun mikils metnar. Hér fær starfsfólk tækifæri til endurmenntunar og við bjóðum aðstöðu til rannsókna og þróunarvinnu. Einnig eru námskeið fyrir þá sem ekki hafa starfað lengi í faginu. Fjölbreytt félagslíf gerir starf við Sjúkrahús Reykjavíkur enn áhugaverðara. Hafðu samband við okkur ef þú vilt vinna með okkur á metnaðarfullu sjúkrahúsi þar sem þú hefur tækifæri til að vinna þig upp í starfi. Það er til mikils að vinna. UpplýsingaLT gefur Euolini Swinsdóttir I síma SIS 1221. SjÚKRAHUS REYKjAVlKUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.