Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ t iLmji jtLk-V. j ■ ' * JPftyvÍ!: Eingöngu sjúkranuddarar er numið hafa sjúkranudd á há- skóiastigi og hafa verið viðurkenndir af heilbrigðisráðuneyt- inu fá að starfa á Heilsustofnun. Berum Morgunblaðið/Sverrir Leirböðin í Heilsustofnun hafa einstaklega góð áhrif gegn verkjum, s.s. gigtverkjum. í bígerð er að rannsaka ástæðuna fyrir því að þau virka mun betur en t.d. heit vatnsböð. mikið af dugnaðarfólki sem lagði fjármuni til smíðanna og Jónas setti aleigu sína í þetta, seldi allt sem hann átti bókstaflega og í júlí 1955 var Heilsuhælið opnað formlega. Þá voru 40 rúm og stofnunin hafði heim- ild til að innheimta sérstök dvalar- gjöld; ríkið greiddi fyrir gigtsjúk- linga en stofnunin hafði heimild til að innheimta dvaiargjöld til að nota til uppbyggingar hælisins. Þetta byggð- ist upp nokkuð hratt og nú eru hér 160 rúm í húsum á misjöfnum aldri. Þar að auki er hér talsvert af húsum með íbúðum fyrir starfsfólk sem ger- ir okkur auðveldara með að ná í það.“ Árni segir litla hreyfingu vera á starfsfólki. Stofnunin er með sitt eigið trésmíðaverkefni og þrjú gróð- urhús sem sjá henni fyrir lífrænt ræktuðu grænmeti. Þar að auki er stofnunin með stóra kartöflugarða „austur í sveitum." Rekstrarkostnaður Heilsustofnun- ar var á síðasta ári röskar 320 millj- ónir; ríkið leggur til 75% af kostnað- inum en afgangsins er aflað með töku dvalargjalda. „Þetta er eina stofnunin á Islandi sem tekur gjöld af sjúklingum með þessum hætti,“ segir Árni. „Við erum svo sem ekki ánægð með það en þetta hefur því miður orðið veigameiri þátur í því að afla rekstrarfjár. Við erum nýbúin að gera þjónustusamning við ríkið til fimm ára; ríkið kaupir þá af okkur 120 rúm fyrir tiltekið verð hvert rúm og þó ég sé ekki mjög kátur með verðið þá er þetta mjög góður samn- ingur að mörgu leyti og skynsamleg- ur. Við höfum síðan heimild til að nýta rúmin sem eftir eru að vild.“ í sambandi við hugsanlega nýtingu á þeim rúmum, sem stofnunin hefur til ráðstöfunnar, er að í bígerð er að koma upp sérstakri deild fyrir fólk sem þjáist af ofþreytu, þar sem það gæti komið og náð úr sér þreytunni. „Við tökum við sjúklingum frá sjúkrahúsum eftir aðgerðir, liðað- gerðir, krabbameinsaðgerðir. Við höfum sérhæft okkur í meðferð kvenna sem fengið hafa brjóstakrabbamein. Stór hluti af dvalargestum eru gigtsjúklingar og síðan eru sérstakir hópar íyrir fólk sem þjáist af offitu og einnig fyrir reykingafólk." Ýmislegt á döfinni í erlendu samstarfi Það er ýmislegt spennandi að ger- ast hjá Heilsustofnun að sögn Árna. Stofnunin hefur átt samstarf við ungversk sjúkrahús og heilsustofn- anir sem eru mjög framarlega í heiminum í margvíslegri meðferð. Þetta starf miðar að því eins og allt starf heilsustofnunar að breyta lífs- stíl fólks og gera það ábyrgara fyrir eigin heilsu. ,Á spáþingi sem haldið var í Washington 1995, þar sem voru komnir margir af þekktustu heil- brigðissérfræðingum í heimi, læknar og aðrir, var niðurstaðan sú að breytingin á læknisfræðinni yrði sú helst að fólk yrði gert ábyrgara fyrir heilsu sinni og að með nýjum lífsstíl Heilsurækt og sjúkraþjálfun er meðal þess sem dvalargest- um stendur til boða. Bókasafnið á Heiisustofnun er vel búið bæði fagur- og af- þreyingarbókmenntum fyrir gesti og fagritum fyrir starfsfólk. Alls eru í því um 7000 titlar. HEILDRÆNT HEILBRIGÐI í HVERAGERÐI Heilsustofnun Nátt- úrulækningafélags Is- lands (HNLFÍ) í Hveragerði, sem kall- ___________ aðist áður Heilsuhæl- ið í Hveragerði, verður 45 ára í júlí árið 2000. Jón Ásgeir Sigurvinsson og Sverrir Vil- helmsson ljósmyndari brugðu sér yfir þoku- dimma Hellisheiði og fengu margt að vita um starfsemi HNLFI og framtíðaráform. HEILSUHÆLI _ Náttúru- lækningafélags íslands tók til starfa í júlímánuði 1955 í Hveragerði. Frumkvöðull að stofnun hælisins var Jónas Krist- jánsson læknir sem hafði ásamt fleir- um stofnað Náttúrulækningafélagið og hvatt landsmenn til heilbrigðra lífshátta. Hann heillaðist af náttúru- lækningastefnunni á ferðum sínum erlendis og kynnti hana fyrst hér á landi á fundi Framfarafélags Sauð- árkróks 1923 en þar var hann hér- aðslæknir frá 1911-1938. Maður gekk undir manns hönd til að koma heilsuhælinu á fót og Jónas sjálfur seldi allar eigur sínar og lagði til verksins. I upphafi var hægt að taka á móti 40 dvalargestum en stofnunin hefur vaxið talsvert síðan þá, þannig að nú geta 160 gestir dvalist í 9000 fermetra húsnæði hennar árið um kring, jafnvel um jól og páska. Gul, rauð, græn og blá Hlutverk Heilsustofnunar er tví- þætt, annars vegar að aðstoða við al- menna og sérhæfða endurhæfingu, hins vegar að bjóða upp á hvíldar og hressingardvöl. Dvalargestir Heilsu- stofnunar eru þar af ýmsum orsök- um. Margir koma til endurhæfmgar vegna stoðkerfisvandamála, t.d. eftir slys og sjúkdóma eins og vefjagigt og liðagigt. Einnig dvelur þar fólk sem þarf að jafna sig eftir erfið veik- indi eins og krabbamein og hjarta- sjúkdóma, sem og þeir sem berjast við átröskunarvandamál, t.d. offitu. Síðan eru það þeir sem þjást af of- þreytu eða vilja einfaldlega gera gangskör að því að breyta lífsháttum sínum til betri vegar. Starfinu er skipt í s.k. línur, græna, rauða, bláa og gula. Græna línan felst í almennri þjálfun, fræðslu og ráðgjöf um heilsusamlegt líferni. Hún er kjarni í allri meðferð, ráðgjöf og fræðslu. Rauðu línunni er beint að hjarta- og æðasjúkdómum og felur í sér fræðslu, ráðgjöf og meðferð. Bláa línan er ætluð gigtar- sjúklingum og fólki sem þarf verkja- meðferð en það er mjög stór hópur. Gula línan felst í fræðslu, ráðgjöf og meðferð vegna næringar- og át- vandamála. Engum ætti að leiðast Dagleg stjóm Heilsustofnunar er í höndum Árna Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra, Guðmundar Bjöms- sonar, yfirlæknis, og Huldu Sigur- línu Þórisdóttur, hjúkrunarforstjóra. Eftir að blaðamaður hafði verið nuddaður hátt og lágt af sjúkra- nuddara leiddi Árni hann um ganga stofnunarinnar og kynnti honum staðháttu. Auk sjúkranuddsins er boðið upp á leirböð og heilsuböð og vitaskuld hefðbundna sjúkraþjálfun. Leirinn í leirböðin er sóttur í hveri í nágrenninu og engu er bætt í hann nema vatni til að þynna hann. Heilsuböðin samanstanda af heitu vatni og hinum ýmsu olíum, unnum úr jurtum. Mismunandi er hvaða olí- um er bætt í vatnið eftir því hvaða áhrifum sóst er eftir. Þannig er t.d. olían sem notuð er í bað fyrir gigt- veika unnin úr blóðbergi, ilmreyr og salvíu. Henni er ætlað að lina verki í stoðkerfinu og eyðir þeim jafnvel al- veg að sögn. Síðan er til kvefbað, slökunarbað, kamillubað, sem talið er að flýti fyrir því að sár grói, og greninálabað fyrir þá sem em undir álagi og þjást af streitu og/eða svefn- leysi. Gönguferðir eru famar um ná- grennið en umhverfi Heilsustofnun- ar er afskaplega fagurt og friðsælt. Lóð stofnunarinnar er mjög gróin með hávöxnum trjágróðri svo blaða- manni leið eins og hann væri kominn á danska gmnd fremur en íslenska. Samkomusalur stofnunarinnar nýt- ist á margan hátt; þar fara fram slökunaræfingar og þar halda gestir kvöldvöku einu sinni í viku. Einnig er þar að finna altari svo halda megi helgistundir en einnig er til staðar lítið bænaherbergi þar sem gestir geta dregið sig í hlé til sami'æðu við guð sinn. Myndarlegt bókasafn með um 7000 titlum er að finna í nýjasta hluta stofnunarinnar og þar er einnig verslun og tómstundaher- bergi fyrir gesti með spilaborðum ýmisskonar. Seldi aleiguna Ekki er boðið upp á kjöt á Heilsu- stofnun. Fæðið samanstendur aðal- lega af grænmetisfæði en einu sinni í viku er boðið upp á fisk. Að loknum gómsætum hádegisverðar sem sam- anstóð af grænmetisbúðingi og blómkálssúpu fylgdi blaðamaður framkvæmdastjóranum til skrifstofu hans en inn af henni er skrifstofa Jónasar Kristjánssonar, stofnanda stofnunarinnar, nákvæmlega eins og hún var daginn sem hann dó þar inni, 3. apríl 1960. „Þegar Jónas Kristjánsson lét af störfum sem læknir, þá orðinn há- aldraður, kominn á áttræðisaldur, ákvað hann að gera draumsýn sína um að stofna heilsustofnun að veru- leika - eða heilsuhæli eins og það hét þá. Á þessum tíma var Náttúrulækn- ingafélagið mjög virkt félag, þar var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.