Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1999 29 Gestir eru hvattir til gönguferða í nágrenni Heilsustofnunar. Boðið er upp á fjögur stig skipulegra gönguferða sem eru miserfiðar. eigin heilsu Stjórnendur daglegs reksturs Heilsustofnunar Nátt- úrulækningafélagsins, Hulda Sigurlína Þórðardóttir hjúkrunarforstjóri, Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri og Guðmundur Björnsson yfirlæknir. Mötuneyti Heilsustofnunar býður eingöngu upp á heilsufæði sem samanstendur af grænmeti, ávöxtum, korni, baunum, mjólkurvörum og fiski. mætti draga verulega úr sjúkdóm- um, einkum á efri árum. Þetta var mjög merkileg spástefna og hefur verið gefinn allt of lítill gaumur. En við erum sem sagt nýbúin að gera samning við gríðarlega stórt sjúkra- hús og endurhæfingarstofnun við Balatonvatn í Ungverjalandi. Við ætlum að skiptast á fagfólki og upp- lýsingum og þeir ætla að veita okkur sérfræðiaðstoð við uppbyggingu á þessu nýja bað- og endurhæfingar- húsi sem við ætlum að reisa hérna. Við erum búin að þarfagreina nýtt bað- og endurhæfingarhús sem yrði einhvers staðar á bilinu 1000-1400 fermetrar að stærð. Þar yrðu innilaugar, böðin, endurhæfingarað- staðan o.fl. Síðan erum við með mjög spenn- andi verkefni sem er samstarf við dr. Jón Braga Bjarnason prófessor sem hefur verið að gera rannsóknir á ensími sem hann vinnur úr þorskslógi og hefur sýnt sig vera mjög gott við psoriasis og exemi og við notkun hefur komið í Ijós að þetta er mjög virkt efni til þess að draga úr gigtkvillum. Við erum núna að fara í svo kallaða „double-blind" rannsókn með gerviefnum í sam- starfi við Jón. Við ætlum okkur líka að rannsaka leirinn sem við notum í leirböðin vegna þess að það hefur vantað; við vitum ekki alveg af hverju leirinn hefur þau áhrif sem hann hefur en hann hefur sannanlega þau áhrif að t.d. gigtveikt fólk sem þjáist mjög af verkjum er verkjalaust í 3-4 daga eftir leirböð og þá er hægt að taka af því verkjatöflur sem oft hafa slæm áhrif á slímhúð í maga o.s.frv. Við höfum núna sótt um styrk til Evr- ópuráðsins og erum að undirbúa okkur undir samstarf við bæði Ung- verja og Breta um þessar rannsóknir og mögulega koma Þjóðverjar inn í þetta þannig að þetta yrðu þriggja til fjögurra þjóða rannsóknir. Ef við fá- um styrk gæti hann skipt tugum milljóna þannig að það er mjög spennandi mál." Aðspurður játar Arni því að aðild Heilsustofnunar að Evrópusambandi heilsustofnana, ESPA (European Spas Associatiori), sé lykillinn sem opni dyrnar að mögulegum styrkjum í Evrópu. „Það greiðir götu okkar alveg ótrúlega vel, þannig að við erum mjög bjart- sýn á að fá þennan styrk og geta þá opnað rannsóknaraðstöðu hér, sem við þurfum mikið á að halda. Nú, síðan gerðum við í vor samn- ing við Kínverja um samstarf. Liður í því er m.a. það að við fáum kín- verskan lækni í haust, hámenntaðan „hefðbundinn" lækni sem er marg- faldur doktor í sinni grein en hefur síðan sérhæft sig í nálarstungulækn- ingum, og okkur langar að athuga hvort við getum nýtt okkur þekkingu hans með einhverjum hætti." ísland hefur margt sem önnur lönd hafa ekki 2300-2500 gestir dvelja á Heilsu- stofnun á ári og eru um 140 manns á launaskrá en stöðugildin eru um 100. Stofnunin nýtir ekki nema 93% af heimiluðum stöðugildum sem kemur til vegna þess að verið er að hagræða og skera niður í rekstrinum til að endar nái saman. Engu að síður er margt á döfinni og Arni hefur mikla trú á framtíðarmöguleikum stofnun- arinnar. I Evrópu eru um 1000 heilsustofnanir starfræktar sem eru oft mikilvægur þáttur í tekjuöflun viðkomandi landa af ferðamennsku. Arni er þeirrar skoðunar og finnst sú hugmynd snilldarleg að gera Reykjavík að Heilsuborg. „Við höf- um nefnilega allt sem hinar þjóðirn- ar vantar. Ég er búinn að ferðast mikið og skoða staði þar sem þessar heilsustofnanir eru og þeir eru að glíma við óhreint vatn, súrt regn, mengun af hvers konar tagi þó hún sé ekki upprunnin úr heimalandinu, hún virðir engin landamæri. Við höf- um a.á.m. hreina vatnið, leirinn, ferska vatnið, hreinu matvælin. - Hvernig sérðu fyrir þér að tengsl Heilsustofnunar við ferða- mennskuna gætu orðið? „Þau geta náttúrulega orðið þannig að ferðaskrifstofur setji upp heilsuferðir. Sko, mér finnst nefni- lega áhugaleysi íslenskra ferðaskrif- stofa á því að nýta þessa möguleika algjört. Það er miklu frekar erlendar ferðaskrifstofur sem leita til okkar og óska eftir samstarfi en við höfum bara ekkert rými sjáðu, við getum ekki boðið upp á neitt. En t.d. fyrir fjárfesta að fara út í uppbyggingu á heilsustofnunum hér á íslandi..." Árni er þeirrar skoðunar að heilsu- stofnanir á íslandi séu ónýtt lind sem gefi fjárfestum gríðarlega möguleika. „Vegna þess að það verð- ur erfiðara og erfiðara að reka þess- ar stofnanir með sómasamlegum hætti. Þó er mikill vöxtur í þessari iðju. Fólk er orðið miklu meðvitaðra um heilsu sína. Menn gera sér grein fyrir þessu, t.d. þeir sem eru í stjórn- unarstörfum, að þeir verða að hafa skrokkinn í lagi. Annað er að ætli það séu ekki um 11% íslensku þjóð- arinnar núna sem eru komin á eftir- launaaldur en 2020 verða það 18%. Fjölgunin í þessum hópi verður hér eins og í öðrum löndum og það er af- skaplega mikils virði að menn geri sér grein fyrir því að ef hægt er að stuðla að auknu heilbrigði hjá full- orðnu fólki, þá sparast óheyrilegar fjárhæðir í útgjöldum heilbrigðis- kerfisins. Þetta eru líka mál sem stjórnmálamenn þurfa að hugsa meira um en við erum ekkert farin að ræða það á Alþingi íslendinga hvernig við ætlum að bregðast við þessari breyttu aldurssamsetningu þjóðarinnar. Það er ekkert smámál þegar þeim fækkar sem borga skatta og þeim fjölgar sem eiga auðvitað inni að fá að njóta þess sem þeir eru búnir að greiða til samfélagsins." - Verdur það þá þannig að þínu mati að hér rísi nokkurs konar heilsuhótel? „Já, það er auðvitað það sem verð- ur. Þessi stofnun er mitt á milli þess að vera sjúkrahús og vera heilsu- stofnun. Við höfum haft það mottó að við viljum helst ekki og við höfum ekki mannafla til að taka við fólki sem er rúmfast, þannig að allt mið- ast við að fólk hafi sem mest fótaferð og geti klætt sig sjálft og matast og komið sér í þjálfunina." - Eru ekki mestu vaxtarmögu- leikarnir fyrir stofnunina í því að opna sig út á hinn almenna markað, burt frá heilbrigðiskerfinu? „Jú, og við þyrftum helst að losna frá ríkinu, en hvort það er einhver grundvöllur fyrir því að láta fólk borga hér fullan kostnað, ég geri mér ekki grein fyrir því, það gæti orðið dálítið snúið." Stuðningur og ráðgjöf stór hluti hjúkrunarinnar Eftir viðtalið við Arna lá leiðin til Huldu Sigurlínu Þórðardóttur, hjúkrunarforstjóra Heilsustofnunar. Hún hefur sinnt starfi hjúkrunarfor- stjóra í eitt ár en hefur starfað hjá Heilsustofnun í nokkur ár. Arið áður en hún tók við starfi hjúkrunarfor- stjóra starfaði hún á sjúkrahúsi. St- arf hennar felst í daglegri stjórnun ásamt deildarstjóra hjúkrunardeild- arinnar sem kemur að meðferð allra dvalargesta en í mismunandi mæli eftir orsökum dvalarinnar. Tuttugu starfsmenn heyra til hjúkrunardeild- inni og hjúkrunarforstjórinn sér um að ráða í þau störf. Hún greinir einnig ástand sjúklinga sem sendir eru frá sjúkrahúsunum til meðferðar en miðað er við að fólk sé sjálfbjarga með athafnir daglegs lífs. Rekstur hjúkrunardeildarinnar er sem sagt á hennar höndum en einnig hin fag- lega stjórnun, fræðsla fyrir dvalar- gesti og umsjón með meðferðarlín- unum. „Svo hef ég verið með stuðn- ingsviðtöl og ég hef tekið fullan þátt í slökun og verkjalínunni. Á hverjum degi erum við með nokkra möguleika á slökun; byrjað er á morgunhug- leiðslu og síðan sjáum við um slökun sem er útvarpað af spólum í hátal- arakerfinu en einnig „lifandi" slökun þar sem fólkinu er slakað niður einu sinni á dag." Slökunin getur spilað stórt hlutverk í verkjameðferð sem ætlað er að hjálpa fólki að ná stjórn á verkjunum sem hrjá það, ásamt því að nota aðrar aðferðir eins og heit böð. Margir, sem koma á Heilsustofn- un til dvalar, eiga um sárt að binda, hafa lent í ítrekuðum áföllum af ein- hverju tagi og ekki má líta fram hjá því að það að missa heilsuna er áfall út af fyrir sig. Hjúkrunarfræðingar sér um stuðningsviðtöl fyrir þetta fólk og einnig ráðgjöf varðandi heil- brigðan lífsstíl. T.a.m. er hjúkrunar- fræðingur hluti af teymi sem sér um ráðgjöf fyrir reykingafólk sem felst í einnar viku námskeiði í senn og eru þau haldin á þriggja til fjögurra vikna fresti yfir vetrartímann. Reyk- inganámskeiðin eru eina dvalar- prógrammið sem krefst ekki tilvís- unar frá lækni. Stór hluti af starfi hjúkrunarinnar er að aðstoða fólk sem er að reyna að grennast, veita því ráðgjöf og stuðning fyrir utan það sem næringarráðgjafarnir gera. Þar fyrir utan kemur auðvitað ýmis- legt upp sem þarf að gera á sjúkra- húsum, gefa sprautur, taka til lyf og skipta á sárum. Getur ekki tekið við öllum Eitt af erfiðustu hlutverkum Huldu er að greina ástand þeirra sem sendir eru frá sjúkrahúsunum og meta hvort Heilsustofnun sé í stakk búin að veita þeim þjónustu en oft verður hún að vísa fólki frá vegna þess að stofnunin hefur ekki yfir þeim úrræðum að ráða sem duga. „Ef hjúkrunarþörf þeirra er meiri en við getum veitt, þá verð ég stundum að segja nei. Það er eitt af mínum erfíðustu hlutverkum. Hér eru hvorki sjúkrarúm né hjálpartæki ýmiss konar eins og eru á sjúkrahús- um. Við verðum að miða við að geta staðið okkur faglega og getum þess vegna ekki boðið upp á þjónustu sem er ekki til staðar jafnvel þó það séu engin úrræði fyrir einstaklinginn." Heildræn hjúkrun - Er áherslan í meðferðinni á stofnuninni almennt einhvem veginn öðruvísi en á sjúkrahúsunum? „Mér finnst fólkið hér vera í ein- hverjum öðrum fasa; það er ekki bráðveikt og það er að gera eitthvað sjálft fyrir sig, borgar meira að segja fyrir það. Og það leggur sig ofboðs- lega mikið fram þannig að fólkið sem við erum að vinna með er svo já- kvætt og það er staðráðið 1 að koma sér út úr því hlutverki sem það er fallið í, sjúklingahlutverkinu. „Eg er baksjúklingur," segir fólk. Við tölum hérna einfaldlega um fólk með bak- verki. Við þurfum einhvern veginn að breyta áherslunum. Hérna er fólk, t.d. á fundum starfsfólks, aldrei kallað sjúklingar, heldur gestir, dval- argestir." Hulda leggur áherslu á að á Heilsustofnun Náttúrulækningafé- lagsins sé litið á einstaklinginn heild- rænt og allar þarfir hans skoðaðar. Þannig er t.d. einnig hugað að and- lega þættinum í sjúkraþjálfuninni þó að hún beinist eðli málsins sam- kvæmt aðallega að hinu líkamlega. Hulda veltir einnig upp spurning- unni um hvað Heilsustofnun hafi um- fram forláta heilsuræktarstöðvar sem fínna má svo víða og svarar: „Hún hefur það umfram að það er hægt að taka manneskjuna úr sínu umhverfi og setja hana inn í um- hverfi sem ég hef oft líkt við leg, maður fer bara inn í móðurkvið, það er séð fyrir öllum þörfum manns hérna. Og ég get sagt þér það að það er fullt af konum sérstaklega, sem eru að koma hérna, orðnar 40, 50, 60 ára og þær hafa aldrei hugsað um sjálfar sig, þær hafa aldrei haft þennan tíma fyrir sjálfa sig. Ef mað- ur spyr konu um fimmtugt, sem hef- ur alla tíð helgað líf sitt öðrum, hvað hana langi til að gera, þá veit hún ekki hverju á að svara, en ef þú spyrð barn, þá getur það svarað þér um leið. Þær vita ekkert hvað þær vilja en þær vita hvað bórnin vilja, barnabörnin, makinn. Oft fara þess- ar konur heim um helgar til að þvo en svo vilja þær ekki fara síðustu tvær helgarnar, þær vilja bara vera hérna. Þannig að við erum líka að hjálpa fólki að finna sig. Ég tek dæmi um konur af því að þetta er svo áberandi hjá þeim en þetta er líka hjá körlum." Gömlum hefðum og nýjustu vís- indum blandað saman Með þá hvatningu í farteskinu að hugsa meira um eigin vellíðan förum við á fund Guðmundar Björnssonar, yfirlæknis Heilsustofnunar. Að hans sögn hafa miklar breytingar orðið á faglegu starfsseminni eða lækning- unum, þar sem nú er miklu virkari og faglegri endurhæfing en var. „Við höfum verið að reyna að blanda þessu saman við þessar gömlu hefðir sem hér eru; það er leirbaðið, baðmeðferðina, sjúkranuddið og hin mikla heilsurækt sem er hér og fræðslu um heilsuvernd og breytta lífhætti sem er mjög rík í stofnun- inni. Það hefur gefist mjög vel að blanda þessu svona saman, hinu besta úr báðum heimum, þessu óhefðbundna og hefðbundna. Við er- um hérna með nálarstungu og ýmis náttúrulyf og gamlar hefðir, leirinn náttúrlega og sjúkranuddið en síðan erum við með nútíma sjúkraþjálfun og nútímalækningar; við hófum reynt að flytja hinar gömlu hefðir inn í nútímann. Þannig að ég leyfi mér að fullyrða að það hafi orðið bylting í faglegum rekstri á síðustu árum." - Vár þá aðaláherslan á þetta óhefðbundna hér áður fyrr? „Já, aðaláherslan var á þetta óhefðbundna og þetta var nokkurs konar hvíldar- og hressingarheimili en það var ekki virk endurhæfing eins og hún er stunduð í dag. Þannig að mikil breyting hefur orðið á hvað þetta varðar og það er mjög af hinu góða. Við tengjumst nú orðið á virk- an hátt sjúkrahúsum sem senda fólk til okkar til endurhæfíngar." Gæðastjórnun er mikilvægur þátt- ur í starfi Heilsustofnunar að sögn Guðmundar. Lögð hefur verið áhersla á að taka vel á móti dvalar- gestum þannig að þeim líði vel á stofnuninni og bregðast við kvörtun- um þeirra á faglegan hátt og reyna að tryggja að einhver árangur hafi orðið af dvölinni þegar þeir fara. „Þetta mótast ekki síst af því að við höfum verið að taka þjónustugjald af dvalargestum; þetta er eina sjúkra- stofnunun á landinu þar sem fólk greiðir svona hátt þjónustugjald." Guðmundur segir að dvalargestir fari almennt mjög ánægðir með starfíð og þann árangur sem náð er, gerð hafi verið könnun meðal dvalar- gesta og meðal lækna, er senda sjúk- linga sína til stofnunarinnar, sem sýni þetta. Tortryggni heilbrigðiskerfisins horfin - Finnið þið ekki fyrir neinni tor- tryggni í ykkar garð í heilbrigðis- kerfinu? „Ekki lengur. Ég fann fyrir því þegar ég byrjaði fyrir sjö árum en síðan höfum við unnið markvisst að því að eyða því. Við tókum upp á nokkru sem ekki var gert áður, að senda læknum læknabréf, bjóða læknum hingað í heimsókn sem sagt, á námskeið og annað slíkt. Þetta er í raun eina sjúkrastofnun- in á landinu sem leggur sig sérstak- lega fram við að kenna fólki að breyta um lífsstíl, fólki sem er kannski ekki orðið sjúkt í eiginlegum skilningi heldur er á leiðinni að verða veikt, er of feitt eða reykir of mikið, er með háþrýsting og að „drepast" úr stressi. Þetta fólk er ekki orðið veikt en ástand þess er eins og tíma- sprengja og það er aðeins spurning um hvenær hún springur. Og þetta fólk er sent til okkar og við höfum sérhæft okkur í að kenna því að lifa heilbrigðu lífi og færa ábyrgðina á ástandinu á einstaklinginn sjálfan þannig að hann beri ábyrgð á eigin heilsu og það er eiginlega okkar mottó. Að þeim orðum sögðum yfir- gefur blaðamaður Heilsustofnun Náttúrulækningafélags íslands í Hveragerði, staðráðinn í að fá sér ekki kleinuhring í kaffinu heldur sundsprett eftir vinnu. Þokunni hafði létt á Hellisheiði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.