Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ og skórinn kreppi hættir fólk ekki að borða. Það er eins með upplýs- ingatæknina. Eg hef gengið í gegn- um niðursveiflur í þjóðfélaginu með þessu fyrirtæki. Þá var fyrir- tækið ekki jafnvel í stakk búið að takast á við slíkan vanda og nú. Þegar þróun er jafnhröð og raun ber vitni eru fyrirtæki eins og E JS fljót að sprengja af sér pláss. Við byggðum þetta húsnæði okkar á Grensásveginum, mjög hógvær bygging og alltof h'til í dag. Fyrir- tæki eins og E JS eiga að nota fjár- muni sína til að efla reksturinn en láta sérhæfðum fasteignafyrir- tækjum eftir að byggja og reka fasteignir og leigja síðan það hús- næði sem reksturinn þarfnast hverju sinni. Ég held að veika eig- infjárstöðu íslenskra fyrirtækja megi að nokkru leyti skýra með bindingu rekstrarfjármuna í óarð- bærum fasteignum." Þjónusta ykkar nær fyrst og fremst til fyrirtækja og stofnana. Hefur ekki komið til greina að róa á mið almcnnings sem hlýtur að vera stór og vaxandi markhópur? „Nei, veistu, við kunnum það ekki. Það er best að aðrir sjái um það og það segi ég með fullri virð- ingu fyrir almenningi. Stefna okk- ar er skýr og við höfum skoðað þessi mál öll vandlega. Eftir sameininguna við Hug er hér um að ræða fyrirtæki með yfir 200 starfsmenn sem starfa að hug- búnaðargerð og hugbúnaðarþjón- ustu auk þess sem rekin er verslun með búnað af ýmsu tagi. Við verð- um í enn betri aðstöðu til þess að þjóna atvinnulífinu. Það er ekki hægt að vera alls staðar og við er- um ekki gíraðir inn á svona markað þar sem menn sitja með gríðarlega lagera og eru á fleygiferð með gylliboð í anda fótanuddtækjanna á sínum tíma.“ Gæðamálin mikilvæg Olgeir er spurður eitthvað út í húsnæðisþrengsli, en hann eyðir því að mestu með því að tala um að víst sé allt saman löngu orðið alltof þröngt, en ekki liggi fyrir hvort eitthvað verði gert í því. Hann vill miklu fremur koma að nokkru sem hann segir ekki aðeins stjórnar- tæki, heldur beinlínis eitt af hans hjartans málum. Fyrirtækið hafi sum sé mótað sér ákveðna sér- stöðu sem fólgin sé í gæðastjóm- un. „Það hafði lengi verið skoðun mín að mikið skorti á í þessum efn- um hér á landi og í raun varð ég mikið var við að viðskiptavinir væru óánægðir með ýmislegt í þjónustunni. Þetta hefur lengi ver- ið öðruvísi í Evrópu þar sem rík áhersla hefur verið á gæðastjórn- un. Hér á landi hafa menn varla mátt vera að því að skoða þau mál, en ég setti það hins vegar í gang hjá EJS. Það var að gefnu tilefni, við vorum að hefja útflutning og nauðsynlegt að geta keppt á jafn- réttisgrundvelli. Árið 1994 fengum við bæði innlenda og erlenda ráð- gjafa og réðum sérstakan gæða- stjóra. Við höfum lagt sálina í þetta og í fyrra var öll þjónustan vottuð samkvæmt ISO 9001 staðlinum. í ár fer öll sölustarfsemin í sama far- veg og fjármálasviðið fylgir í beinu framhaldi. Við höfum forystu í þessum efnum á okkar sviði.“ Eruð þið byrjaðir að uppskera í samræmi við fyrirhöfnina? „Við erum sannarlega byrjaðir að uppskera, til marks um það eru viðbrögð viðskiptavina sem kunria að meta þetta. Áfkoman hefur stór- batnað og gæðamálin rauður þráð- ur í allri okkar starfsemi.“ Hvað með framtíðina? „Hún er auðvitað björt á meðan við höldum vöku okkar. Stefna EJS er skýr. Áherslan er á vand- aða vöru og fagleg vinnubrögð. Við byggjum stefnumótun okkar á þeirri staðreynd að atvinnulífið verður í síauknum mæli háðara upplýsingatækninni. Rekstrarör- yggi upplýsingakerfanna verður æ mikilvægara fyrir starfsemi fyrir- tækja og stofnana. Sterk staða EJS á heimamarkaði styrkir út- flutninginn og sölustarfsemina er- lendis." Morgunblaðið/Amaldur TÖL VUTÆKNIN EINS OG MA TVARAN VIDSKIPn jOVINNUIÍF Á SUNNUDEGI ► Mikill uppgangur er hjá fyrirtækinu EJS þessa dagana, en til marks um það eru kaupin á hugbúnaðarfyrirtækinu Hug. Með kaupunum tvöfaldast starfsmannafjöldi fyrirtækisins, veltan stóreykst og framleiðslan og þjónustan færist inn á nýj- ar brautir. Þá er fyrirtækið sextugt á þessu ári. Olgeir Krist- jónsson er forstjóri EJS og Morgunblaðið ræddi við hann um gang mála í vikunni sem leið. eftir Guðmund Guðjónsson LGEIR fæddist í Reykja- vík árið 1948 og ólst þar upp. Hann varð stúdent frá MR árið 1968 og fór þaðan til náms við HÍ. Hann lagði fyrir sig rafmagnsverkfræði og lauk svokölluðu fyrri hluta prófi í greininni árið 1971, en það var þriggja ára nám. Olgeir hélt síðan til Svíþjóðar þar sem hann lauk náminu við Háskólann í Lundi vor- ið 1974. Þegar heim kom hóf hann störf við Fasteignamat ríkisins. Hann var þar yfir tölvu- og upplýs- ingamálum og starfaði við stofnun- ina til ársins 1978. Þá tóku við kennslustörf í stærðfræði og tölvu- fræði við MH til ársins 1981, en þá var hann ráðinn til þess fyrirtækis sem hann veitir nú forstöðu. Olgeir er giftur Rut Þorsteinsdóttur verslunarmanni og eiga þau þijú börn og tvö barnaböm. EJS hét þá Einar J. Skúlason og var ekki einu sinni orðið hlutafélag. Einar J. Skúlason hét í höfuðið á stofnanda og eiganda fyrirtækis- ins, en saga þess hófst árið 1939 er Einar kom heim til íslands frá námi í skriftvélavirkjun. Hann hafði verið í Kaupmannahöfn og ákvað að stofna fyrirtæki í kjölfar- ið. Skriftvélavirkjun varð síðar að rafeindavirkjun þegar hún samein- aðist útvarpsvirkjun og símvirkjun. Þeir sem höfðu lært þetta fag höfðu réttindi til að gera við reikni- vélar, bókhaldsvélar, ritvélar og önnur skrifstofutæki. Einar hóf einnig innflutning og sölu á ritvél- um og reiknivélum, auk þjónust- unnar við skrifstofuvélar. Um langt árabil sérhæfði fyrirtækið sig á þessu sviði og vöxtur þess og þró- un var í samræmi við þróun á sviði skrifstofuvéla. Vendipunktur Vendipunktur var í sögu og starfsemi EJS árið 1983, en þá gengu bankar og sparisjóðir að til- boði fyrirtækisins í beinlínuaf- greiðslukerfi. Olgeir hafði verið ráðinn til fyrirtækisins tveimur ár- um áður eins og áður er getið, „til þess að koma hugbúnaðardeild á laggirnar", eins og hann kemst að orði. „Það komst mikill kraftur í starfsemina með þessu verkefni og þegar mest var unnu 15 til 20 manns eingöngu við þetta eina verkefni. Til marks um breyting- una voru starfsmenn innan við 15 þegar ég réðst til fyrirtækisins tveimur árum áður. Það var svo ár- ið 1985 sem fyrsta afgreiðslukerfið fór í gang og það er enn í fullri notkun þó Kienzle-kerfið sé raunar að renna sitt skeið á enda í lok þessa árs.“ Þegar hér er komið sögu hafa stjómendur EJS algerlega söðlað um frá því að vera verslun og þjón- ustumiðstöð með skrifstofuvörur yfir í að vera fyrirtæki í hreinni upplýsingatækni með áherslur á heildarlausnir í viðskipta- og at- vinnulífinu. Fyrirtækið breyttist einnig í hlutafélag árið 1985 er fjórir lykilstarfsmenn keyptu hlut Einars J. Skúlasonar og hann dró sig út úr fyrirtækinu. Árið 1993 var nokkrum lykilstarfsmönnum til viðbótar boðið að kaupa hlut í fyr- irtækinu og fyrir skemmstu var síðan gengið skrefinu lengra og öll- um starfsmönnum boðið að kaupa sig inn. „Þeir gerðu það nær allir myndarlega. Mér skilst að hluthaf- ar í dag séu 179 talsins," segir 01- geir. Hann heldur áfram: „Við höfum siglt á vaxandi bylgju upplýsinga- tækninnar með þeim árangri að starfsmönnum hefur fjölgað úr inn- an við 15 í 160 og veltuaukning síð- ustu fimm árin, svo dæmi sé tekið, hefur verið að jafnaði um 20% á milli ára. Ef ég nefni dæmi um veltuaukninguna, þá var velta EJS 800 milljónir árið 1993 en í fyrra 2.035 milljarðar. Og þar með er ekki allt talið, því við rekum dótt- urfyrirtækið EJS-International sem hefur með útflutning á þjón- ustu og hugbúnaði að gera og er stofnað til að móðurfyrirtækið geti einbeitt sér að heimamarkaðnum. EJS-Intemational hefur aukið veltu sína úr 13 milljónum árið 1993 í 360 milljónir í fyrra. Við stefnum að því að ná 500 milljóna veltu á þessu ári. Þá er spáin sú að Hugur verði með 700 milljóna veltu á þessu ári.“ Hvað vilduð þið eiginlega með þessum kaupum? „Stefna EJS er að veita við- skiptavinunum alhliða þjónustu. Ekki aðeins tækniþjónustu heldur heildarþjónustu sem tekur mið af aðstæðum og starfsemi einstakra viðskiptavina. Þeir eiga að geta sótt búnað, þjónustu, alla ráðgjöf og alla þá þekkingu sem þeir þurfa til að nýta sér upplýsingatæknina til EJS. En það er nokkuð síðan við ákváðum að eitt og annað vantaði í starfsemina og skynsamlegt væri að líta eftir fyrirtækjum sem gætu styrkt stöðu okkar. Hugur sérhæf- ir sig í bókhalds- og upplýsinga- kerfum sem vantað hefur í þjón- ustuframboðið hjá okkur. Þeir hafa ekki boðið viðskiptavinum sínum grunnþjónustu sem aftur á móti hefur verið sérgrein EJS. Sam- virknin við sameininguna er aug- ljós. Hugur er fyrirtæki í góðum rekstri. Þeir hafa vaxið verulega síðustu árin, keyptu m.a. Opus-AIt árið 1997. Þegar við vorum búnir að skoða þá og þeir okkur má segja að kaupin hafi gengið snurðulítið fyrir sig.“ Hvað kostaði Hugur? „Það er ekki gefið upp, enda trúnaðarmál þeirra sem hlut eiga að máli. Að einhverju leyti er um hlutabréfaskipti að ræða og því kannski erfitt að nefna einhverja tölu. Það er undir báðum aðilum komið á hvaða gengi bréfin seljast á opnum markaði." Eins og matvara Þegar talið berst að stöðu fyrir- tækisins gagnvart stöðugleika og óstöðugleika í efnahagslífinu segir Olgeir að EJS hafi nú þann styrk- leika að geta tekist á við niður- sveiflumar. „Ég segi þegar dýfan kemur, ekki ef hún kemur. Hitt er svo annað mál að þessi geiri sem við störfum í er afar sterkur, jafn- vel þótt til komi niðursveiflur í efnahagslífinu þá er öll starfsemi í þjóðfélaginu orðin háð tölvum og rekstri þeirra. Þetta er að því leyti eins og með matvörur, þótt illa ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.