Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 33
32 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1999 + MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1999 33 m^t0tii#iiiM^ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BANKAR OG ATVINNULÍF HALLDOR J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka ís- lands, kemur að umræðum um eignaraðild að bönkum frá nýju og athyglisverðu sjónarhorni í samtali við Morgunblaðið í gær. Bankastjórinn segir: „Ein leið til að tryggja sjálfstæði og öryggi fjármálafyrirtækja og stuðla að því að efla traust á þeim í samfé- laginu er að sjá til þess að þau séu í sem dreifðastri eign og óháð hagsmunum stórra atvinnu- fyrirtækja, sem jafnframt eru stórir lántakendur á markaðn- um. Sjónarmið Landsbankans um þetta kom fram í útboðslýs- ingu, sem bankinn birti síðastlið- ið haust, þar sem gerð var grein fyrir þeim reglum, sem gilda um eignarhald á viðskiptabönkun- um. Þær reglur gera til dæmis skylt að tilkynna það, ef eignar- hlutur einstaks hluthafa fer yfir 10% en það telst virkur hlutur í skilningi laga um viðskipta- banka. Dreifð eignaraðild felur í sér, að eignarhlutur hvers og eins verði undir 10% og það er reyndar sú samsetning eignar- halds á viðskiptabönkum, sem tíðkast í flestum löndum í kring- um okkur. Þar er algengt að stærstu aðilar séu með 5-9% eignarhlut í bönkum og eru stærstu eigendur þeirra gjarnan fagfjárfestar og stofnanafjár- festar en minna ber á aðild at- vinnufyrirtækja og þannig er þessu varið varðandi aðild að ís- landsbanka hf." Þetta eru fróðlegar upplýsing; ar og íhugunarverð sjónarmið. I fyrsta lagi upplýsir bankastjóri Landsbankans að í nálægum löndum sé eignaraðild að bönk- um yfirleitt dreifð og eignarhlut- ur hvers og eins nálægt þeim töl- um, sem Davíð Oddsson, forsæt- isráðherra, nefndi í samtali við Morgunblaðið, sem æskilegt markmið. í öðru lagi bendir Halldór J. Kristjánsson á, að eigendur bankanna séu yfirleitt fagfjárfestar og stofnanafjár- festar. í þriðja lagi bendir bankastjórinn á mikilvægi þess, að bankarnir séu óháðir hags- munum stórra atvinnufyrir- tækja, sem jafnframt séu stórir lántakendur á markaðnum. Síðastnefnda atriðið hefur lítið komið við sögu í umræðum síð- ustu vikna um eignaraðild að bönkum í kjölfar einkavæðingar þeirra en er augljóslega mikil- vægt, ekki sízt í fámennu samfé- lagi eins og hér á íslandi, þar sem návígið er mikið. Það liggur í augum uppi, að fyrirtæki í sömu grein leita ekki ráðgjafar banka eða fjármálafyrirtækis, þar sem keppinautar eru stórir eignaraðilar. Þess vegna er Ijóst, að eignaraðild stórra atvinnufyr- irtækja takmarkar viðskipta- tækifæri viðkomandi fjármála- stofnana. Ummæli bankastjóra Lands- banka íslands má skilja á þann veg, að með sama hætti og það sé af fenginni reynslu óheppilegt að bankar séu í ríkiseign og stjórnmálamenn geti þar af leið- andi haft mikil áhrif á starfsemi þeirra, valdi það líka margvísleg- um erfiðleikum, ef stór atvinnu- fyrirtæki komi mikið við sögu sem eignaraðilar að bönkum. Það dragi úr möguleikum bank- anna til þess að keppa á opnum markaði. En jafnframt bendir ábending Halldórs J. Kristjáns- sonar um að atvinnufyrirtækin séu líka stórir lántakendur á fjármálamörkuðum til þess að hann líti svo á, að eignaraðild þeirra að bönkum takmarki einnig svigrúm þeirra sjálfra til lántöku á markaðnum. Sjónarmið Halldórs J. Krist- jánssonar eru mikilvæg ekki sízt vegna þess, að hann býr yfir mikilli þekkingu á bankastarf- semi vegna fyrri starfa. Áður en hann tók við starfi bankastjóra Landsbankans hafði hann verið ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu og tekið þar leiðandi þátt í undirbúningi að einkavæðingu ríkisbankanna. Þar áður hafði hann verið einn af æðstu stjórnendum Evrópu- bankans og býr því yfir víðtækri þekkingu á bankamálum í öðrum löndum. I umfjöllun sinni um þessi málefni byggir hann því á mikilli þekkingu og reynslu bæði hér heima og erlendis. Forsvarsmenn bæði Lands- banka og Búnaðarbanka hafa komið fram með málefnalegt inn- legg í þær umræður, sem nú fara fram um einkavæðingu bank- anna. Hugmyndir þeirra sýna að því fer fjarri, að sú skoðun sé al- menn innan fjármálafyrirtækj- anna, að óframkvæmanlegt sé að takmarka eignaraðild að bönk- um. Þvert á móti. Þær umræður, sem staðið hafa síðustu vikur, eru því smátt og smátt að beina þessu mikilvæga máli í réttan farveg. Fáir myndlistarmenn stóðu nær hjarta Gunnlaugs Schevings en naivistinn Rous- seau. Hann sagði mér einhverju sinni, að þýzkur málari hefði sagt við hann: „Mér finnst mynd- irnar þínar fallegar, þær minna mig á Giotto." Þá svaraði Rousseau: „Giotto, hver er það?" Rousseau lenti í einhverju klandri, því að svindlarar nörruðu hann til að taka þátt í athæfi, sem varðaði við lög. Hann vissi ekkert um, hvað um var að vera, eh málið stóð honum ekki í vil. Þá fékk verjandi hans lánaðar nokkrar myndir eftir hann. Fór með þær í' réttinn, stillti þeim upp við vegg og spurði dómarana: „Alít- ið þér, að maður, sem málar svona myndir, sé ábyrgur gerða sinna?" Dómarinn hristi höfuðið, og málið var látið niður falla. Rousseau var að vonum feginn og bauð dómaran- um að mála af honum mynd í þakk- lætisskyni, en boðinu var auðvitað hafnað. Einhverju sinni kom Rous- seau á sýningu, þar sem voru myndir eftir Cézanne, sem allir lágu í duftinu fyrir. Þegar Rous- seau sá myndirnar, sagði hann: „Þessar myndir hefði ég getað klárað allar saman." Léger sagði í samtali: „Rousseau kenndi mér að vinna myndirnar mínar til fulln- ustu." „Þegar ég hugsa um Rous- seau," sagði Gunnlaugur Scheving, „dettur mér stundum í hug barnið, sem sá ekki nýju fötin kéisarans. Þannig var Rousseau. Kreddur samtíðarinnar fóru framhjá honum. Það voru ekki vitsmunir vfsinda- mannsins, sem urðu honum að liði, heldur frumstæð tilfinning barns- ins. Munur á góðri list og ná- kvæmni vísindamannsins er mun- urinn á tilfinningu og skynsemi. Blind vanabundin hlýðni við tízku getur truflað fólkið, og hún getur HELGI spjall líka truflað listamenn- ina. Þess vegna er nauðsynlegt að eign- ast menn eins og Rousseau. En það er ekki nóg að vera nai- visti, menn verða líka að kunna sitt fag. Og svo kemur hinn blessaði meistari, Miro, og segir sannleik- ann, þann sannleika, sem er eilífur í listinni: „Haltu þig að þínu verki og engu öðru." Sá sannleikur var það leiðarljós, sú uppskrift, sem ávallt dugði Gunnlaugi Scheving bezt. Sagt hef- ur verið að vinnan sé guðs dýrð. Gunnlaugur hefði að öllum líkindum tekið dýpra í árinni og orðað þetta svo: vinnan er sjálfur guð. ** í annálum eru oftlega frásagnir af undrum og ævintýrum, sem gerzt hafa með þjóðinni: sum fögur og heillandi eins og öræfanótt á Jónsmessu, önnur dularfull, allt að því óskiljanleg. Eitt þessara ís- lenzku ævintýra er Gunnlaugur Scheving. Þrátt fyrir allt að því óverjandi trúnað við heimahagana hafa fáir fylgzt betur með samtíma- hræringum í menningu og listum og kunnað að færa sér í nyt sam- hengið milli fortíðar og nútíðar, ennþá færri haft upplag og gáfur til að vinna mikil verk úr gráum hversdagsleik, sem við köllum líf og starf. Slíkur maður var Gunnlaug- ur. En Gunnlaugur Scheving var ekki einn þessara meistara sem tóku starf sitt á sama hátt alvarlega og ungpían, sem situr hugfangin fyrir framan spegilinn. Hann var hégómalaus maður, hlýr og hollráð- ur, skilyrðislaus og staðfastur vin- ur, glaður í andanum og oftast hamingjusamur í listinni og allt að því grunsamlega kröfulaus við um- hverfið. Jafnaðargeð hans var með afbrigðum, mannþekkingin óhugn- anleg á stundum, en gerði ekkert til, því fyrirgefning syndanna af hans hendi var jafn sjálfsögð kurt- eisi við samferðamennina og þar sem hún er upp á sitt bezta í hinni helgu bók. Þegar ég sé öll þessi stóru orð saman á pappírnum, verka þau einhvern veginn and- kannalega á mig, og þó eiga þau öll hér heima. Þau eru sönn lýsing á Gunnlaugi Scheving, þessum yndis- lega manni, sem aldrei mátti vamm sitt vita í neinum hlut og var í hópi prúðustu riddara listarinnar á ís- landi; aldrei styggðaryrði í garð nokkurs manns, engum lagt nema gott til, gleðin yfir velgengni ann- arra samgrónari hjarta hans en in- telligensíumúr þessara leiðinlegu járnkanslara í listinni sem ekki ein- asta geta ekki glaðzt, heldur vilja það ekki. Mér hefur stundum dottið í hug, að Gunnlaugur hafi verið einn þessara fáu listamanna, sem voru nógu miklir af sjálfum sér til að þurfa ekki að smækka aðra með allskonar pexi, dómum og leiðind- um. Hann bjó ekki um sig í vígi eig- in hégómagirndar, hann stóð á ber- svæði og barðist með öllum sem vildu leggja eitthvað í sölurnar fyr- ir gleðina og æðruleysið. Hann var jafn mikill aðdáandi fyrirrennara sinna í listinni og hinna sem á eftir koma. Þegar hann, ungur hlédræg- ur málari, sá Asgrím fara í kaffi á Hótel íslandi, hlýnaði honum um hjartarætur og þá vissi hann að straumur tímans stefndi í rétta átt. Og áreiðanlega reyndist hann einn bezti og hollráðasti bandamaður ungra, gjórólíkra kollega sinna. Þó honum geðjaðist ekki að hverri mynd þeirra, er ég þess fullviss, að honum voru efst í huga orð úr frægri íslenzkri smásögu, þegar vonbrigðin sverfa að, þ.e. að þeim legðist eitthvað til. M. ILANDNAMU ARA FROÐA Þorgilssonar segir: „Maður hét Garðar Svavarsson, sænskur að ætt; hann fór að leita Snælands að tiMsan móður sinnar framsýnnar. Hann kom að landi fyrir austan Horn hið eystra; þar var þá höfn. Garðar sigldi umhverfis landið og vissi, að það var eyland. Hann var um vetur- inn norður í Húsavfk á Skjálfanda og gerði þar hús. Um vorið, er hann var búinn til hafs, sleit frá honum mann á báti, er hét Náttfari, og þræl og ambátt. Hann byggði þar síðan, er heitir Náttfaravík. Garðar fór þá til Noregs og lofaði mjög landið. Hann var faðir Una, fóður Hróars Tungugoða. Eftir það var landið kallað Garð- arshólmur, og var þá skógur milli fjalls og fjöru." Ari Þorgilsson nefnir það og telst til tíð- inda „og var þá skógur milli fjalls og fjöru". Svo fljótt virðist sambýli mannsins við landið hafa gengið á skóga þess, að þegar á dögum Ara, er þess getið sérstaklega, að það hafi verið skógi vaxið. Upphaf skipulegrar skógræktar JON LOFTSSON skógræktarstjóri segir í Skógræktar.- ritinu 1999, er hann fjallar um framtíðar- sýn íslenskrar skóg- ræktar, hugleiðingar á 100 ára afmæli skipu- legrar skógræktar í landinu, að 100 ára af- mælið sé miðað við gróðursetningu furulund- arins á Þingvöllum 1899. „Það verk var unnið að tilhlutan danskra velunnara og skógrækt- armanna sem ofbauð sú skógareyðing sem átt hafði sér stað á íslandi í gegnum aldirnar. Skógurinn sem í árdaga hafði hulið 25-30% af landinu, verndað jarðveginn, miðlað vatninu og veitt skjól var að mestu leyti horfinn og eyðingaröflin höfðu tekið öll völd þannig að hér blasti við einhver mesta gróðurfarsrýrn- un sem þekkist í hinum vestræna heimi. Danir höfðu staðið frammi fyrir sömu vanda- málum einni öld áður en með skipulegri land- græðslu og skógrækt, sérstaklega á jósku heiðunum, hafði þeim teMst að snúa þróun- inni við, náð að hemja eyðingaröflin. Það var því nærtækt að nota sömu tækni og aðferðir á íslandi. Skilningur landsmanna var þó æði lítill á þessa starfsemi í upphafi en starfið var hafið. I upphafi nýrrar aldar lögðu ýmsir stjórnmálamenn baráttunni lið og er sjálf- sagt ekki á neinn hallað að nefna sérstaklega Hannes Hafstein hinn mikla hugsjóna- og baráttumann sem lagðist á sveif með skóg- ræktarmönnum og 1907 eru samþykkt lög um skógrækt og Skógrækt ríkisins hefur starfsemi sína." Um aldamótin verður vakning meðal ís- lendinga og lögin um skógrækt eru sett 1907 eins og skógræktarstjóri sagði hér að ofan. Undanfari þeirrar lagasetningar var þing- mannaförin til Danmerkur, þar sem þing- menn fóru m.a. á jósku heiðarnar til þess að skoða hvað áunnist hefði í skógrækt þar. Þar hafði mönnum tekist að snúa þróuninni við og lögin, sem þingmennirnir síðan sam- þykktu, beindust fyrst að því að girða skóg- lendi og vernda þær birkiskógaleifar sem þá voru eftir í landinu. I kjölfarið fylgdu svo til- raunir með eriendar tegundir til þess að fá úr því skorið hvort tegundir, sem höfðu ekki numið hér land, gætu þrifist hér, vaxið og dafnað - og hjálpað til við uppbyggingu nýrra skóga. Stofnun Skógræktar- félags íslands FRAMTAK FRUM- kvöðlanna dönsku, sem gróðursettu furulundinn á Þing- völlum árið 1899, smitar svo út frá sér og almenningur fyllist eldmóði og stofnuð eru skógræktarfé- lög víða um land. Á Þingvöllum, á alþingishá- tíðinni 1930, er svo Skógræktarfélag íslands stofnað, félag sem í seinni tíð hefur sífellt lát- ið meir að sér kveða í skógræktarmálum og á áreiðanlega eftir að gera það í enn ríkari mæli en nú. Skógræktarfélagið eru samtök áhuga- og hugsjónarmanna um endurheimt íslenskra skóga og eru nú um 7.500 manns félagar í 56 aðildarfélögum innan félagsins. Arið 1935 varð Hákon Bjarnason skóg- ræktarstjóri, nýkominn heim frá námi. Hann var ötull baráttumaður og kynnti margs kon- ar nýjungar í skógrækt. Hann var sannkall- aður eldhugi með óbilandi trú á möguleikum íslenskra skóga. Hann studdi áhugamannafé- lögin með ráðum og dáð og þau fengu fastari sess í skógræktarstarfinu. Hákon var óþreyt- andi í starfi sínu, ferðaðist mikið bæði hér innanlands og fór einnig utan til að leita fanga og síðast en ekki síst kom hann íslandi á blað erlendis í umræðum um endurheimt skóga. Sömu vandamál höfðu jú verið á Norðurlöndum og Hákon heillaði margan framkvæmdaglaðan áhugamanninn og varð þannig hvati vakningar um bætta umgengni við gróður landsins. I skógræktarstjóratíð hans komst á náið samband við sterka skóg- ræktaraðila erlendis, einkum á Norðurlönd- um og þá helst í Noregi. Varð það m.a. til þess að Norðmenn hafa sýnt skógrækt á ís- landi mikinn áhuga og hafa styrkt hana bæði faglega og með fjárstyrkjum, stofnuðu m.a. sérstakan sjóð árið 1974 og fyrir fé úr honum var rannsóknastöðin að Mógilsá reist, en þar eru stunduð rannsóknastörf á vegum Skóg- ræktar ríkisins. Hefur verkefnum, sem unnin eru þar, fjölgað mikið hin síðari ár og ábyrgð stöðvarinnar aukist. Þá gaf Norska skóg- ræktarfélagið hinu íslenska systurfélagi sínu að gjöf frægarð í Noregi fyrir nokkrum ár- um. Norska félagið hefur reMð hann til þessa, en skilyrði eru, að íslenska félagið taki við rekstri hans um aldamótin. Á þessum árum og jafnan síðan varð mjög náið samband milli Morgunblaðsins og skóg- ræktarfólks. Astæður þess voru fyrst og fremst þær, að ungur búfræðingur réðst til blaðsins og gerðist ritstjóri þess árið 1924, Valtýr Stefánsson. Hann hafði mikla trú á skógrækt, var ötull við að útbreiða ágæti hennar á síðum blaðsins og formaður Skóg- ræktarfélags íslands um árabil. Valtýr var ritstjóri Morgunblaðsins í hartnær 40 ár, en hann lést árið 1963. ¦¦aaMHBB MIKLAR BREYT- Breytt við- ínsar hafa 0I\ðið íér á i íjji i * landi undanfarna hOrttllskog- áratugi á viðhorfi ræktar landsmanna til skóg- ræktar. Umhverfis- og náttúruverndaráhugi hefur aukist mjög meðal almennings hin síðari ár og á meðal skógræktarmanna er nú meiri áhersla en áð- ur á fjölnytjaskóga en hreinræktaða nytja- skóga. íslendingar upplifa í æ rfkari mæli eigin aðild að skógunum og treysta á vöxt þeirra og viðgang til margskonar jákvæðra áhrifa, m.a. til að stöðva gróður- og jarð- vegseyðingu og hefta uppblástur. Afleiðingin eru aukin landgæði, yndisauki fyrir mann- eskjur og aukin hagsæld. Skógurinn myndar skjól fyrir annan gróður og lífríkið verður fjölbreyttara. Um árabil var mikil togstreita ef ekki átök í milli skógræktarfólks og bænda og gátu þau orðið hörð og óvægin á köflum. Nú er þetta breytt og hefur bændum og jarðeig- endum á síðari árum verið gert kleift að stunda skógrækt í stórum stíl á jörðum sín- um með sérstökum samningi um framlag úr ríkissjóði. Skógarbændum í landinu fjölgar og raunar komast færri að í þetta verkefní en vilja. Þeir bændur, sem uppfylla sett skilyrði fá nú 98% styrk af útlögðum kostnaði við ræktun svokallaðra bændaskóga, og er þetta með svipuðum hætti og framkvæmt var í ná- grannalöndum okkar, þegar menn voru að hefjast handa um skógrækt þar. Bændaskóg- ar urðu fyrst til á Austurlandi og síðan á Suð- urlandi. Væntanlega munu næstu ræktunar- áform á því sviði verða.í Eyjafirði og síðan koll af kolli í öðrum héruðum landsins. Skógrækt skipulags- skyld SKOGRÆKT A stærri svæðum er nú öll skipulagsskyld og er það ekki síst vegna hinna sjónrænu áhrifa, sem skógurinn hefur á landslagið. Shkt er eðlilegt miðað við kröfur tímans og almenningur í landinu lítur réttilega á þessa nýju skóga sem sína eign. Þeir þurfa að falla að landslagi. Skógræktarfélagið hefur einnig lagt áherslu á fræðslu og upplýsingar til almenn- ings um skóga og trjárækt og hefur stórauk- ið hana hin síðari ár. Aðildarfélögin hafa og átt náið samstarf við sveitarfélög hvert í sínu héraði og nú gefur Skógræktarfélagið út eina REYKJAVIKURBREF Laugardagur 21. ágúst Miðnætursól á Akureyri. fagtímaritið um skógrækt, sem út kemur í landinu og hefur raunar gert það allt frá stofnárinu 1930. Þar er fjallað um skógrækt- armál í víðasta skilningi þeirra, birtar skýrsl- ur um skógræktarstörf hvaðanæva af land- inu á vegum aðildarfélaganna og Skógræktar ríkisins. Framan af hafði Skógrækt ríkisins flestu fagfólki um skógrækt á að skipa, en á síðustu árum hafa æ fleiri lærðir skógfræðingar ráð- ist til skógræktarfélaganna og halda uppi leiðbeininga- og fræðslustarfi. Það þykir nú besta aðferðin, þar sem félögin eru í forsvari fyrir skógrækt hvert í sínu heimahéraði og þekkja þess vegna best til þar. Land- græðslu- skógar og breytingar siðustu ára ARIÐ 1990, A 60 ára afmæli ' Skóg- ræktarfélags íslands, var efnt til mikils skógræktarátaks með samstarfi^ Skóg- ræktarfélags íslands við Skógrækt ríkis- ins, landbúnaðar- ráðuneytið og Landgræðsluna. Átakið beind- ist að því að planta í lítið gróið land eða ógró- ið og er þetta langmesta skógræktarverk- efni, sem ráðist hefur verið í hérlendis. Framkvæmdir við þessa áætlun standa enn og hefur að jafnaði verið gróðursett um ein milljón plantna árlega. Landgræðsluskóga- svæðin eru nú orðin 120 um allt land og eru í umsjón Skógræktarfélags íslands, sem ber ábyrgð á framkvæmda- og fjárhagshlið verk- efnisins eftir nýundirritaða samninga milli félagsins, landbúnaðarráðuneytisins og fjár- málaráðuneytisins. Fær félagið nú fjárstyrk til plöntukaupa sem áður voru á vegum Skógræktar ríkisins. Með þessum samningi er verið að fram- fylgja stefnu ríkisstjórnarinnar um að færa verkefni í vaxandi mæli frá stofnunum ríkisins og til frjálsra félagasamtaka. Er ætlunin að skerpa um leið og gera breytingar á verkefn- um Skógræktar ríkisins, en frumvarp til laga um skógrækt er í burðarliðnum og verður ef að likum lætur samþykkt á Alþingi í haust. Lög um landshlutabundin skógræktar- verkefni voru hins vegar samþykkt á síðasta þingi. Þar kennir ýmissa nýjunga. Má m.a. nefna sérstaka landshlutaáætlun til a.m.k. 40 ára og er þar gerður samningur við hvern þátttakanda verkefnisins og skipar landbún- aðarráðherra hverju verkefni fjögurra manna stjórn, til fjögurra ára í senn. Einn stjórnarmaður er tilnefndur af skógarbænd- um á viðkomandi svæði, annar af Skógrækt rfkisins, hinn þriðji af skógræktarfélagi við- komandi svæðis og hinn fjórði er án tilnefn- ingar. Áhugi stjórnvalda á aukinni skógrækt er ekki aðeins vegna fegurðarsjónarmiða og nytja sem landsmenn hafa af skóginum, held- ur er hann einnig tæki til þess að binda koltvísýring í andrúmsloftinu. Alþjóðleg um- ræða og áhugi á slíku er alþekkt og óþarfi að tíunda það hér. Enn ein nýmælin í skógrækt á íslandi eru að á síðasta ári var samþykkt vönduð stefnu- mótun fyrir Skógræktarfélag íslands, sem tekur sérstakt mið af stöðunni í skógræktar- málum í dag og kalli tímans, stefhumótun sem tekin er til endurskoðunar á nokkurra ára fresti eftir þörfum. Þar er gerð grein fyr- ir markmiðum, innra og ytra umhverfi, mót- un stefnu og þungamiðju í mörkun hennar. Vert er að minnast á starfsemi Yrkju- sjóðsins, sem stofnaður varárið 1990 að til- hlutan fyrrverandi forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur. Markmið hans er að auka áhuga íslenskrar æsku á ræktun landsins. Sjóðurinn starfar samkvæmt skipulagsskrá, lýtur sérstakri stjórn, en Skógræktarfélag Islands annast framkvæmdir og fjárreiður sjóðsins. Umsvif sjóðsins ná til grunnskóla í öllum landshlutum og starfsemi hans vex með hverju ári. SKOGRÆKT RIK- isins er sem kunnugt er ríkisstofnun, sem nýtur fjárframlaga úr ríkissjóði. Skóg- ræktarfélag íslands er hins vegar áhuga- Ríkisrekin skógrækt og áhuga- mannafélög mannafélag, sem myndað er af fjölmörgum áhugamannafélögum um land allt. Það nýtur lítils styrks úr ríkissjóði og hefur einnig kom- ið sér upp sjóðum af gjafafé, sem því hefur hlotnast. Þessir sjóðir standa að nokkru leyti undir starfsemi félagsins, en það á einnig marga öfluga stuðningsaðila í þjóðfélaginu, sem veita starfsemi þess styrk. íslensk skógrækt nýtur töluverðrar sér- stöðu, þegar litið er til nágrannaríkjanna og hér gætir enn áhrifa frumkvöðlanna. Menn hafa erft frá þeim hugsjónina um fegurra og auðugra gróðurlendi með áherslu á það gagn, sem fæst af ræktun skóga. Það er staðreynd að unnt er að rækta skóga á íslandi og þjóðin vill stuðla að slíku. Það skiptir sköpum að stöðva gróðureyðinguna, sem hér á sér stað. í nýjasta hefti Skógræktarritsins 1999 ritar fyrrverandi formaður Skógræktarfélags ís- lands, Hulda Valtýsdóttir, grein, sem hún nefnir ,Á tímamótum". Þar segir hún m.a.: „Okkar er að halda uppi þeim háleitu hugsjón- um sem við fengum í arf frá þeim sem gengnir eru. Þeir voru með lífsstarfi sínu að búa í hag- inn fyrir okkur og komandi kynslóðir. Við eig- um að setja okkur háleit markmið - laga skóg- ræktarstörfin að nútímalegum kröfum - svara kalli tímans og vanda verkin af alúð eins og fyrirrennarar okkar gerðu. Þá opnast nýir möguleikar fyrir land og þjóð með blóm í haga og stæltan skógargróður handa okkur." Ljósmynd: Snorri Snorrason Það er staðreynd að unnt er að rækta skóga á ís- landi og þjóðin vill stuðla að slíku. Það skiptir sköp- um að stöðva gróðureyðinguna, sem hér á sér stað. W
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.