Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN UMHVERFISMAT A FLJÓTSDALSVIRKJUN í ALÞJÓÐLEGU SAMHENGI UNDANFARNA mánuði hefur mikið verið rætt og ritað um fyrir- hugaða Fljótsdalsvirkjun. Meðal annars hefur verið tekist á um það hvort fram eigi að fara lögformlegt mat á umhverfisáhrifum fram- kvæmdarinnar. Lítið hefur hins vegar verið fjallað um stöðu máls- ins í alþjóðlegu samhengi, þ.e á hvern hátt aðild íslands að Evr- ópska efnahagssvæðinu (EES) eða öðrum alþjóðlegum stofnunum og samningum getur haft áhrif á nið- urstöðu málsins. í gildandi lögum nr. 63/1993 um mat á umhverfisá- hrifum er bráðabirgðaákvæði sem segir að framkvæmdir samkvæmt leyfum útgefnum fyrir 1. maí 1994 séu ekki háðar mati á umhverfisá- hrifum samkvæmt lögunum. Þetta ákvæði er ekki tímabundið, þannig að samkvæmt orðanna hljóðan gild- ir það þó að viðkomandi fram- kvæmd hefjist ekki fyrr en áratug- um síðar. Lögin um mat á umhverf- isáhrifum öðluðust gildi 27. maí 1993. Með tilskipun Evrópusambands- ins nr. 97/11/EC frá 3. mars 1997 voru gerðar all verulegar breyting- ar á fyrri tilskipun sambandsins um mat á umhverfisáhrifum. I sam- ræmi við 3. grein tilskipunarinnar ber stjórnvöldum í aðfldarríkjum Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins skylda til að breyta löggjöf sinni þannig að breytingarnar taki gildi í viðkom- andi ríkjum í síðasta lagi 14. mars 1999. Islensk stjórnvöld brugðust þessari skyldu, þar sem frumvarp til nýrra laga um umhverfismat eða Orka Ljóst er, segír Stefán Gíslason, að nauðsyn- legt er að líta til alþjóð- legra skuldbindinga áður en framtíð áætl- ana um Fljótsdals- virkjun verður endanlega ráðin. til breytinga á lögunum frá 1993 hefur ekki enn komið til kasta Al- þingis. I Evróputilskipuninni frá 1997 eru ekki skýr ákvæði um niðurfell- ingu bráðabirgðaákvæða sem und- anskOja framkvæmdir með eldri framkvæmdaleyfi frá mati. Sé hins vegar um að ræða breytingu eða út- víkkun á þeirri upphaflegu áætlun sem Iá til grundvallar leyfisveitingu skal framkvæmdin hlíta mati á um- hverfisáhrifum, skv. tilskipuninni. Slík tilvik falla undir viðauka II, sem þýðir að aðildarríkin þurfa sjálf að ákveða hvort matið skuli framkvæmt. Slíka ákvörðun þarf annaðhvort að taka fyrir hvert til- vik um sig eða byggja hana á þröskuldagildum eða forsendum sem viðkomandi ríki ákveða. Hvor leiðin sem er valin þarf ákvörðunin að taka mið af forsendum í viðauka III við tilskipunina. Þar er m.a. tekið fram að hafa skuli hliðsjón af eðli verkefn- isins, þar með talinni stærð þess og notkun á náttúruauðlindum. Einnig ber að taka tillit til þess hversu við- kvæmt umrætt svæði er frá vistfræðilegu sjónarmiði, svo sem hvort náttúruauðlindir svæðisins séu sjaldgæf- ar og þess hversu end- urnýjanlegar þær eru. Hver er þá staða ís- lenskra stjórnvalda varðandi mat á um- hverfisáhrifum Fljóts- dalsvirkjunar? Virkjunarleyfi Fljótsdalsvirkjun- ar var gefið út af iðnaðarráðherra 24. aprfl 1991, þ.e.a.s. áður en lögin um mat á umhverfisáhrifum tóku gildi. Þegar staða leyfisins er skoð- uð út frá ákvæðum Evróputilskip- unarinnar frá 1997 þarf því að at- huga hvort framkvæmdin eigi að fylgja sömu hönnunaráætlun og leyfið byggðist á eða hvort ætlunin sé að útvíkka áætlunina eða gera á henni breytingar. Telja verður lík- legt að um breytingar verði að ræða, þar sem forsendur varðandi hönnun og fleiri þætti hafa að öllum líkindum breyst frá árinu 1991. Samvæmt því fellur verkefhið undir viðauka II og þarf því að hlíta mati á umhverfisáhrifum samkvæmt til- skipuninni ef íslensk stjórnvöld ákveða svo að teknu tUlti til for- sendna í viðauka III. Samkvæmt framanskráðu virð- Stefán Gíslason ast íslensk stjórnvöld hafa lokaorðið varð- andi það hvort Fljóts- dalsvirkjun skuli fara í lögformlegt umhverf- ismat. Sé um breyt- ingar að ræða frá upp- haflegri virkjunar- hönnun liggur þetta vald hjá stjórnvöldum skv. fyrrnefndum ákvæðum Evróputil- skipunarinnar (sbr. viðauka II). Sé hins vegar ekki um breyt- ingar að ræða frá upp- haflegri áætlun liggur valdið hjá Alþingi sem getur t.d. ákveðið að breyta lögunum um mat á umhverf- isáhrifum með þeim hætti að und- anþágan í bráðabirgðaákvæðinu verði tímabundin, þannig að fram- kvæmdir sem hafa leyfi frá því fyrir 1. maí 1994 þurfi að hefjast innan tiltekins tíma til að vera undan- þegnar mati. I vinnutOlögu nefndar sem vann að endurskoðun laganna á síðasta vetri var einmitt gert ráð fyrir slíkri breytingu, en eins og fyrr segir kom málið ekki til kasta þingsins. Alþingi getur einnig ákveðið að breyta heimildarlögun- um um Fljótsdalsvirkjun sem sam- þykkt voru 1981. Enn er þá eftir að íhuga hugsan- legt hlutverk Evrópudómstólsins hvað þetta varðar. Þegar hefur dómstóllinn fengist við nokkur mál sem varða framfylgd stjórnvalda á Evróputilskipunum um mat á um- hverfisáhrifum. Með hliðsjón af lyktum þeirra mála er ekki hægt að útiloka að dómstóllinn (eða EFTA- dómstóllinn sem ætlað er að dæma á sömu forsendum) myndi hnekkja ákvörðunum íslenskra stjórnvalda í málefnum Fljótsdalsvirkjunar. I máli Evrópudómstólsins nr. C- 81/96 var fjallað um hafnarsvæði í Hollandi sem er matsskylt skv. ákvæðum upphaflegu Evróputil- skipunarinnar um mat á umhverfis- áhrifum (nr. 85/337/EEC), en var skipulagt og heimilað fyrir gildis- töku hennar. Framkvæmdir voru hins vegar ekki hafnar. Þegar síðan þurfti nýja leyfisveitingu eftir gild- istöku tilskipunarinnar reis ágrein- ingur um hvort fram yrði að fara mat á umhverfisáhrifum. I úrskurði dómsins frá 18. júní 1998 segir að túlka beri tilskipunina þannig að hún leyfi aðildarríkjum ekki að víkja frá kröfum um mat á um- hverfisáhrifum framkvæmda sem taldar eru upp í viðauka I og eru alltaf matsskyldar, þó að gefin hafi verið út leyfi vegna framkvæmd- anna áður en tilskipunin átti að hafa tekið gildi í viðkomandi ríki, ef mat á umhverfisáhrifum var ekki undanfari leyfisveitingarinnar og nýtt leyfisveitingaferli hófst eftir gildistöku tilskipunarinnar. Tekið er fram að önnur niðurstaða myndi stangast á við meginreglu tilskip- unarinnar og draga úr virkni henn- ar. Hugsanlegt er að áform um Fljótsdalsvirkjun verði talin stang- ast á við aðrar Evróputilskipanir en þær sem hér hafa verið nefndar eða við aðra alþjóðlega samninga. Slíkt gæti leitt til þess að málið yrði tek- ið upp hjá öðrum dómstólum eða eftirlits- og úrskurðarstofnunum. I þessu samhengi má loks benda á orðalag Ríó-yfirlýsingarinnar um umhverfi og þróun sem samþykkt var á heimsþingi Sameinuðu þjóð- anna í Ríó 1992. Þar eru tilgreindar 27 meginreglur sem þjóðum heims ber að hafa í heiðri í stefnumótun sinni og lagasetningu. Fjórar þess- ara meginreglna hafa sérstakt vægi í málefnum Fljótsdalsvirkjunar. Þar ber fyrst að nefna meginreglu nr. 17, sem segir að mat á umhverf- isáhrifum skuli fara fram þegar um er að ræða fyrirhugaða starfsemi sem líkleg er tO að hafa veruleg skaðleg áhrif á umhverfið og háð er HEKLA -iftmistu a nurri öld! Lanœr 75 hestöfl •örygglspúðarfyrirökumann og farþega •Fjarstýrðar samlæsingar •abs hemlakerfí •Rafdrifnar rúðuvindur með slysavörn •Rafhltun íframsætum •Rafstýrðirupphltaðir útJspeglar •vindskeið o.m.fl. MTTSUBISHILANCER kostarfrákr. 1.425.000 Aukabúnaðurá mynd:Alfelgurá Lanœrkr. 60.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.