Morgunblaðið - 22.08.1999, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 22.08.1999, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1999 35 úrskurði viðkomandi stjórnvalds. Regla nr. 15 (varúðarreglan) og regla nr. 16 (mengunarbótareglan) eru einnig mikilvægar í þessu sam- hengi. Þar er annars vegar lögð áhersla á að náttúran njóti vafans þegar um er að ræða áætlanir sem haft geta neikvæð áhrif á umhverf- ið og hins vegar að stjórnvöld skuli leitast við að fella umhverfískostn- að inn í verðlag, þannig að sá sem veldur mengun beri kostnaðinn af henni. Síðast en ekki síst má nefna meginreglu nr. 10, þar sem segir að ríkin skuli stuðla að og efla þátt- töku og meðvitund almennings um umhverfismál með greiðri miðlun opinberra upplýsinga og með þvi að gefa almenningi kost á að taka þátt í ákvarðanatöku. Ekki verður ann- að séð en að núverandi áform um Fljótsdalsvirkjun gangi gegn öllum þessum meginreglum. Af framanskráðu er ljóst að nauðsynlegt er að líta til alþjóð- legra skuldbindinga áður en fram- tíð áætlana um Fljótsdalsvirkjun verður endanlega ráðin. Enn er þó eftir að minna á að Fljótsdalsvirkj- un er framkvæmdaleyfísskyld sam- kvæmt skipulags- og byggingarlög- um, þannig að ef dómstólar eru undanskildir er það viðkomandi sveitarstjórn sem hefur síðasta orð- ið um það hvort framkvæmdir verði hafnar. Helstu niðurstöður og ályktanir af þessari umfjöllun eru eftirfar- andi: 1. Islenskum stjómvöldum bar að fella ákvæði Evróputilskipunar nr. 97/11/EC inn í íslenska löggjöf, þannig að breytingarnar tækju gildi í síðasta lagi 14. mars 1999. Þetta var ekki gert. 2. Fljótsdalsvirkjun þarf ekki að fara í umhverfismat nema um sé að ræða útvíkkun eða breytingar á upphaflegum áætlunum. Að öllum líkindum er um slíkt að ræða. Sé svo fellur framkvæmdin undir við- auka II sem þýðir að íslensk stjórn- völd ákveða sjálf hvort matið skuli framkvæmt. Við slíka ákvörðun ber að taka mið af forsendum í viðauka III. Vegna umfangs framkvæmdar- innar virðist ólíklegt að hægt sé að undanskilja hana mati. 3. Sé ekki um að ræða útvíkkun eða breytingar á upphaflegum áætlunum gæti Alþingi engu að síð- ur skyldað framkvæmdina í mat með lagabreytingum. 4. Af úrskurðum Evrópudóm- stólsins í málum sem tengjast mati á umhverfisáhrifum má ráða að vafasamt sé að undanskiija fram- kvæmdir frá mati, þar sem leyfi hefur verið veitt fyrir gildistöku Evróputilskipunarinnar um um- hverfismat og nýtt leyfisveitingar- ferli hafist eftir gildistöku hennar. Dómurinn telur slíkt andstætt meginreglu tilskipunarinnar og draga úr virkni hennar. 5. Vegna aðildar Islands að al- þjóðlegum samningum er hugsan- legt að fram komi kærur til ann- arra alþjóðlegra stofnana vegna áforma um Fljótsdalsvirkjun. 6. Telja verður að núverandi áform um Fljótsdalsvirkjun gangi gegn meginreglum Ríó-yfirlýsing- arinnar um umhverfi og þróun. 7. Samkvæmt skipulags- og byggingarlögum veitir viðkomandi sveitarstjóm framkvæmdaleyfi. Meginniðurstaðan er sú að var- hugavert sé að ráðast í fram- kvæmdir við Fljótsdalsvirkjun fyrr en ítarleg könnun hefur verið gerð á því hvort framkvæmdin brjóti í bága við evrópska löggjöf og al- þjóðlega samninga sem Islendingar eru aðilar að. Síðast en ekki síst er ástæða til að benda á breyttar áherslur al- þjóðlegra fjármálastofnana. Slíkar stofnanir byggja ákvarðanir sínar um fjármögnun í auknum mæli á ít- arlegum úttektum á umhverfisá- hrifum fyrirhugaðra framkvæmda og á upplýsingum um umhverfis- lega frammistöðu umsækjenda. Sem dæmi um þróun í þessa átt má nefna reglur sem Alþjóðabankinn hefur sett fyrir lánastarfsemi sína. Margt bendir til þess, að innan fárra ára verði erfitt að afla fjár á alþjóðlegum markaði til fram- kvæmda sem hafa greinileg nei- kvæð áhrif á umhverfið. Afstaða al- þjóðlegra umhverfisverndarsam- taka hefur einnig veruleg áhrif á ákvarðanatöku á þessu sviði. Framkvæmdir sem slík samtök leggjast gegn eru síður líklegar til að teljast áhugaverður fjárfest- ingakostur. Höfundur er umhverfisstjórnunar- fræð'mgur. STÓR OG GÓÐ VIN N U AÐSTAÐA ÞARF SKKI AÐ KOSTAÞIG MIKIÐ Rekstrarleigusamningur Engin útborgun 27.724 kr. á mánuði Fjármögnunarleiga Utborgun 312.449 kr. 19.269 kr. á mánuði Rekstrarlelga er mifiuö er vifi 36 mánufii og 20.000 km á ári. Fjármögnunarleiga er mifiufi vifi 5 ár og 25% útborgun, greifislur eru án vsk. Vsk.legst ofaná leigugreifislur en vifikomandi fær hann endurgreiddan sé hann mefi skattskyldan rekstur.ÖII verfi eru fyrir utan vsk. ATVINNUBÍLAR F/RIRTÆKJAÞJÓNUSTA Grjótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1225/575 1226 HYunoni Carisma 1.6 lítra, 100 hestöfl og 1.8 lítra CDI, 125 hestöfl •öryggispúðar fyrir ökumann og farþega »ABS hemlakerfi •Fjarstýrðar samlæsingar •Rafdrifnar rúðuvindur með slysavörn •Rafstýrðir upphitaðir útispeglar •Rafhitun í framsætum •Álfelgur •Vindskeið •Viðarklæðning •Krómgrill o.m.fl . MfTSUBISHI CARISMA EXE kostarfrakr. Calant 2.0 litra, 136 hestöfl og 2.5 lítra, 163 hestöfl •öryggispúðar fyrirökumann og farpega »ABS hemlakerfi •Fjarstýrðar samlæsingar •Rafdrifnar rúðuvindur með slysavörn •Rafstýrðir upphitaðir útlspeglar •Rafhituð sæti »15" álfelgur •Skriðstilli o.m.fl. 1.Þ9D.UUU MITSUBISHI -tmiklum metiun !
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.