Morgunblaðið - 22.08.1999, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 22.08.1999, Qupperneq 36
36 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ * ^^HAGO er þriggja tonna I rannsóknarkafbátur, smíð- I aður 1989 af hjónunum 0 I Jiirgen Schauer og Karen Hissmann. Karen er dýra- fræðingur en Jiirgen verkfræðing- ur. Báturinn tekur tvær manneskj- ur í áhöfn og kemst niður á 400 metra dýpi. Á bátnum er armur sem hægt er að stjóma innan úr bátnum og láta framkvæma sýna- töku af ýmsu tagi. Hægt er að horfa í gegnum tvær kúpur úr akrýlplasti sem eru 50-80 mm þykkar. Mynd- bandsupptökuvél er í bátnum sem og utanáliggjandi myndavél með gleiðhomslinsu sem getur tekið myndir í 1 cm fjarlægð frá viðfangs- efninu. JAGO er fluttur á milli staða í gámi og hægt er setja hann út- byrðis og innbyrða hann í flesta stærri báta með nógu öflugum kranabúnaði. Pegar bátnum er lyft með áhöfnina innanborðs verður kraninn að geta lyft tvöfaldri þyngd bátsins öryggisins vegna. Þess vegna verður skip að hafa krana sem lyftir sex tonnum til að notast við JÁGO. Þegar í sjó er komið er JAGO án áþreifanlegra tengsla við móðurfleyið. Samband er haft í gegnum neðansjávarsíma en á yfir- ♦ borðinu er notuð talstöð. Einnig er í kafbátnum radar og GPS staðsetn- ingartæki, missi móðurskipið sjónar á honum. Hann kafar 10 m á mínútu og því tekur um 40 mínútur að kafa niður á tæplega 400 m dýpi eins og þurfti að gera við Grímsey. Súrefn- isbirgðir kafbátsins duga í 96 tíma ef fyrir kæmi að hann kæmist ekki upp á yfirborðið. Björgunarmenn hefðu því um fjóra sólarhringa til að bjarga bátnum ef til kæmi. Hafa fundið íjölda nýrra tegunda Júrgen og Karen era tveir þriggja meðlima í Fricke-rannsókn- arhópnum sem starfar við Max- Planck stofnunina í Stamberg í grennd við Munchen. Þriðji meðlim- urinn er Hans Fricke, prófessor í dýrafræði. Meginrannsóknir hóps- ins beinast að líf- og vistfræði sjáv- arlífvera sem lifa á „rökkurbelti" sjávarins, þ.e. á 100-400 m dýpi, þar sem Ijós stigdofnar og deyr loks út pg ljóstillífun á sér ekki lengur stað. I öllum köfunarferðum kafbátsins, sem famar hafa verið til að rann- saka lífríkið á þessu dýpi, hafa fund- ist óþekktar tegundir og samfélög sjávardýra eða tegundir sem ekki 'hefur enn verið lýst. Aðspurð um það, hvort þriðji maðurinn í rannsóknarhópnum, Hans Fricke, kæmi að stjóm JAGO til jafns við þau, svaraði Karen því til, að í aðalverkefnum bátsins, eins og t.d. rannsóknunum við ísland, væri áhöfn hans þau hjónin. „Þegar við vinnum að okkar eigin rann- sóknarverkefnum og samstarfs- verkefnum eins og þessu sem er að- allega jarðfræðilegs eðlis, vinnum við saman sem par; hann stjómar bátnum og ég sé um samskipti og aðgerðir á yfirborðinu. Hans Fricke er prófessor í dýrafræði og stjómar okkar eigin rannsóknarverkefnum." Jurgen bendir á að smáir rannsókn- ' arhópar eins og þeirra nái meiri ár- angri en stærri hópar, smæðin geri þá skilvirkari. Sigla um öil heimsins höf Hjónakomin hafa ferðast með JAGO og forvera hans GEO víða um heim, t.d. fannst nýsjálensk vefsíða þar sem greint var frá jarðfræðileg- um rannsóknum sem JAGO tók þátt í á síðasta ári við Nýja Sjáland, þar sem könnuð vora háhitasvæði á hafs- botni lík þeim sem finnast við Island. Einnig köfuðu þau í Taupovatn á 'Norðureyju, Nýja Sjálandi, til að rannsaka háhitasvæði á vatnsbotnin- um. „íslenskir vísindamenn eru einnig áhugasamir um ferskvatns- rannsóknir," segir Jurgen. „T.a.m. era hverir á botni Þingvallavatns og við gætum fengið tækifæri til að kafa þar einhvem tíma en það er fyrir- hugað að kanna hvar heita hveri er ’að finna í vatninu.“ rannsóknarkafbátsins JAGO, sem gerir vísindamönnum kleift að gera rannsóknir á allt að 400 metra dýpi. áia / Sargassohafi eða „Panghaf- inu“, og leit að lifandi steingervingi. Getið þið sagt mér af því? „Þetta er mjög gömul fisktegund þróunarlega séð. Hún kallast coelacanth, latimeria chalumnae," segir Karen. „Þetta er risaeðla sjáv- arins,“ segir Jiirgen. „Það er eins og maður væri að ganga um í skógi og fyndi allt í einu útdautt dýr. Þessi fiskur fannst 1938 en þá héldu menn að hann væri útdauður ásamt risaeðlunum. Fiskurinn var fram að þessu aðeins þekktur sem stein- gervingur og menn héldu að hann hefði dáið út fyrir 60 milijónum ára því það höfðu ekki fundist nein merki um hann frá þeim tíma. Síðan finna þeir allt í einu eintak, lifandi „steingerving,“ fyrir tilviljun undan ströndum S-Afríku. Þaðan í frá hef- ur vísindamenn langað að vita meira um þennan fisk og við komumst að því að hann lifir í hóp- um við Comore- og Anjouan-eyjar í vestanverðu Indlandshafi." - Þið höfðuð sem sagt upp á hon- um? „Já. Fiskurinn lifir á 200 metra dýpi, sem er of djúpt fyrir kafara, og síðan 1987 höfum við farið nokkram sinnum og rannsakað hegðun og vistfræði tegundarinn- ar.“ Karen og Júrgen tókst fyrstum manna að skoða coelacanth í nátt- úralegu umhverfi sínu 1987 og síðan þá hafa þau reynt að rannsaka hvers vegna þessari forsögulegu fisktegund tókst að lifa af óbreyttri. Rannsóknir á stofnstærð hafa leitt í ljós að stofninn telji færri en 500 fiska og því er mjög mikilvægt að gripið sé til vemdunaraðgerða. Hjónin kvikmynda leiðangrana sem þau fara í. Karen varð fyrir svöram þegar blaðamaður spurði hvort þau fullgerðu síðan heimildar- myndir úr þeim upptökum. „Já, stundum, það fer eftir ýmsu. Það var gerð heimildarmynd úr upptök- unum úr leiðangrinum 1988, um ís- land og neðansjávarhverina." Frá Islandi til Noregs - Héðan farið þið og JAGO með Poseidon til Noregs. Hvaða verk- efni bíðurykkar þar? „Við munum rannsaka djúpsjáv- arkóralrif, mynduð úr kóraltegund sem finnst um allt norðurhvel jarð- ar. Hún finnst við Noreg, í norsku fjörðunum, Irlandshafi og við Kanaríeyjar. Kórallinn myndar gríðarstór rif, allt að 20-30 metra há á 200-350 metra dýpi við Noi’eg. Vistkerfi þeirra er mjög sérstakt, vaxtarhraði þeirra er geysilega mikill og það er einstakt fyrir djúp- sjávarkóral en kalt vatnið er afar næringarríkt þannig að það gerir honum kleift að vaxa hratt. Rifin era mjög falleg, með ýmsum dýra- tegundum, alls kyns fiskar lifa við rifin sem og önnur dýr.“ Þar með fannst blaðamanni tími til kominn að binda endahnútinn á viðtalið þar sem hjónin vildu ná að kveðja alla áhöfn Poseidon áður en hún færi heim til Þýskalands. Ný áhöfn var síðan væntanleg fyrir Noregsferðina þar sem JAGO myndi voka yfir fjölskrúðugu lífríki kóralrifjanna í djúpri kyrrð Atlants- hafsins. - Þið hafið komið víða. Má segja að þið hafið siglt um öll heimsins höfíJAGO? „Já, vissulega,“ svarar Karen. „Við höfum unnið mikið í Rauðahaf- inu, Indlandshafi, Karíbahafinu, Norðursjó, Atlantshafi, svo eitthvað sé nefnt.“ Jtirgen tekur við og bend- ir á, að mjög auðvelt sé að flytja kafbátinn. „Þar sem JAGO er þannig gerður að hann kemst í gám og gáma er hægt að flytja um víða veröld, þá er afar auðvelt að flytja hann hvert á land sem er.“ Hafíð kringum ísland kalt en ríkt af Iífi - Þið hafið kafað víða. Er hafið í kringum Island á einhvern hátt sér- stakt eða frábrugðið því sem þið hafið kynnst annars staðar? „Mjög kalt,“ segir Karen og Jtirgen tekur undir það. „Hitastigið var aðeins ein og hálf gráða á 400 metram, sem er ansi mikill kuldi og maður verður að klæða sig vel. En það borgar sig til að sjá hverasvæð- in á hafsbotninum sem spúa 250 gráðu heitu vatni. Það orkar nokkuð hlýlega á mann en sjórinn er ansi kaldur. Þar fyrir utan er það sér- stakt að á þessu dýpi er sjórinn mjög ríkur af lífi, það er raunar meira líf en í hitabeltinu á þessu dýpi, en ekki þar sem grynnra er.“ Fundu lifandi „steingerving" -Auk þess að vinna fyrir aðra vinnið þið að eigin rannsóknum, t.d. að rannsóknum á hrygningarsvæði Á SLÓÐUM HITAKÆRRA ÖRVERA OG SYNDANDI STEINGERVINGA jlg,. _ ' L ■ - ' kafbátnum Þýska rannsóknarskipið Poseidon kom í höfn í Reykjavík að morgni 22. júlí síðastliðins að lokinni rannsóknarferð við Grímsey þar sem rannsökuð voru jarðhitasvæði á hafsbotni og hitakærum örverum safnað. Jón Asgeir Sigurvinsson talaði við hjónin Jiirgen Schauer og Karen Hissmann og grennslaðist fyrir um lífíð undir yfírborði sjávar en þau eru eigendur og áhöfn RANNSÓKNARKAFBÁTURINN JAGO ásamt eigendum og stjórnendum hans, Jurgen Schauer og Karen Hissmann. Á grindinni framan á bátnum má sjá kastara og leifturljós og hægra megin við neðri kúpulinn sést armurinn sem er notaður til sýnatöku. Ef grannt er skoðað sjást tveir litiir „kassar“ á grind- inni, hvor sínum megin við miðjukastarann. Þetta eru mæli- tæki sem nota leysigeisla sem viðmið. Nákvæmlega 50 cm eru á milli geisianna og það er sama hversu langt þeim er varpað, iengdin á milli þeirra er alltaf sú sama. Með því að nota geislana sem viðmið má nokkurn veginn sjá hver stærð fiska og annarra fyrirbæra er.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.