Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1999 > ------------------------ MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elskulegur eiginmaður minn, EYÞÓR FANNBERG, Aðallandi 7, Reykjavík, andaðist á heimili sínu að morgni föstudagsins 20. ágúst. Þóra Kristinsdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT INGIMUNDARDÓTTIR, Dalbraut 18, sem lést á heimili sínu laugardaginn 14. ágúst, verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 24. ágúst kl. 13.30. Sigríður Ágústa Ásgrímsdóttir, Björn Erlendsson, Þorbjörg Kolbrún Ásgrímsdóttir, Rögnvaldur Gunnarsson, Ása Margrét Ásgrímsdóttir, Óli Hjálmarsson, Inga Hlíf Ásgrímsdóttir, Steinþór Gunnarsson og barnabörn. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HAUKURJÓHANNESSON loftskeytamaður, Bankaseli við Skjólbraut, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 23. ágúst kl. 15.00. Auður Jónsdóttir, Geir Hauksson, Jórunn Jörundsdóttir, Auður Hauksdóttir, Haukur Hauksson, Magnea I. Kristinsdóttir, Leifur Hauksson, Guðrún Bachman, barnabörn og barnabarnabarn. + Bróðir okkar, EINAR PÁLSSON, lést miðvikudaginn 11. ágúst. Útförin hefur farið fram. Hildur Pálsdóttir, Jóninna Pálsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SIGURJÓNA SIGURJÓNSDÓTTIR, Syðra-Langholti, sem lést laugardaginn 14. ágúst, verður jarð- sungin frá Skálholtskirkju miðvikudaginn 25. ágúst kl. 13.30. Jarðsett verður í Hrepphólakirkjugarði. Þórður Þórðarson, Sigurjón Þórðarson, Guðrún Sigurðardóttir, Jóna Soffía Þórðardóttir, Sveinn Flosi Jóhannsson, 1 Þórir Ágúst Þórðarson, Sigrún Guðmundsdóttir, Kristján Garðar Þórðarson, Ingibjörg Steindórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓNÍNA EGGERTSDÓTTIR, Ánahlíð 16, Borgarnesi, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju miðviku- daginn 25. ágúst kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á björgunarsveitina Brák. Helga Hansdóttir, Sigmar Sigurbjörnsson, Sigurður Bergsson, Guðríður Árnadóttir, Þuríður Bergsdóttir, barnabörn og barnabamabörn. HANNA BJÖRG PÉTURSDÓTTIR + Hanna Björg Pétursdóttir, nemandi í Kvenna- skólanum í Reykja- vík, fæddist í Reykjavík 11. sept- ember 1981. Hún lést á heimili sínu að Búagrund 1 á Kjalamesi 16. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Pétur Friðrik Þórð- arson, kennari og ökukennari, f. 25.5. 1951 á Reyðarfirði, og Guðrún Ólafs- dóttir, kennari, f. 24.4. 1949 í Reykjavík. Systur Hönnu Bjarg- ar eru Guðný Eva, þýðandi við Þýðingarmiðstöð utanríkisráðu- neytisins, f. 29.6. 1972, og Kol- brún Hröjnn, starfandi í mark- aðsdeild Össurar hf. og nemi í Háskóla íslands, f. 3.9.1975. Útför Hönnu Bjargar fer fram frá Fossvogskirkju mánu- daginn 23. ágúst og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku Hanna Björg. Þegar sólin skín skærast og birtu sumars nýtur er svo gott að vera til. Því er svo ótrúlega erfitt að skilja að þú skulir ekki lengur vera hjá okkur. Þér gekk svo vel. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur blómstr- aði. Það gerðir þú líka. Skólinn var að hefjast. Þú varst tilbúin að takast á við námið sem þú hafðir alltaf náð svo frábærum árangri í. Þú ert farin frá okkur. Við sökn- um þín svo mikið og okkur þykir svo vænt um þig. Þið systumar haf- ið alltaf verið það dýrmætasta í lífi okkar. Við vitum að þín bíður nú nýtt hlutverk og við verðum að reyna að virða það og sætta okkur við það. Við skiljum þetta ekki en vonum að sá skilningur komi síðar. Þegar þú fermdist valdirðu þér að einkunnarorðum: „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.“ Þessi einkunnarorð eru úr 23. Davíðssálmi. Síðar í sálminum stendur: „Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.“ Þann boðskap sem sálmurinn færir okkur ætlum við að hafa okkur til huggunar. Elsku Hanna Björg. Kærar þakk- ir fyrir allt þitt líf og samvistimar. Guð geymi þig og varðveiti. Pabbi, mamma og ömmurnar báðar. þær reynum við að halda áfram. Þakka þér fyrir allt sem þú gafst okkur. Okkur þykir svo vænt um þig. Þú lifir ávallt í hjarta okkar. Þínar elskandi syst- ur, Guðný og Kolla. Elsku frænka okkar, Hanna Björg. Nú þegar við kveðj- um þig viljum við þakka þér fyrir þann tíma sem við áttum saman. Margs er að minnast. Efst í huga okkar em þakkir fyrir hvað þú gafst okk- ur öllum mikið með hæversku þinni og ró. Okkur er það mikils virði hve þú ljómaðir þegar þú varst með yngri frændsyskinum þínum og hvað þú gafst þeim mikið með elsku þinni. Við biðjum góðan Guð að vera með þér og að þér líði vel í nýjum heimkynnum. Guð styrki foreldra þína, Pétur og Gurru, systur þínar, Guðnýju Evu og Kollu, ömmur þín- ar og alla ástvini í sorginni. Eg vildi geta gefið þér á gluggann ljós og yl, • er kulda og myrkri bægðu braut og breyttu mðrgu í vil. Egvildigetaboriðboð frá blárri Furðustrðnd og minnt á bjarta bemskutíð og blíða móðurhönd. En fyrirgef min fátæk orð, þó fremst það huggun er, að einn, er skilur allra sár, mun aldrei gleyma þér. (Margrét Jónsdóttir.) Kveðja frá föðursystkinum og fjölskyldum. Elsku Hanna mín. Nú þegar þú ert farin frá okkur vil ég alltaf minnast þín með hlýju í hjarta. Það var synd hve við áttum lítinn tíma saman. En þessu sumri sem þú dvaldir hjá okkur á Hall- ormsstað mun ég aldrei gleyma. Margt var brallað. Við fórum á hestbak, í gönguferðir svo ekki sé minnst á þegar við vöktum heilu og hálfu nætumar, hlustandi á tónlist og spjallandi. Mér finnst við aldrei hafa náð jafn vel saman og þá. Ég vona að þér líði vel. Þín frænka, Jóna Björt. Elsku litla systir. Hvað getur maður sagt þegar einhver svona ungur hverfur á braut án nokkurs fyrirvara? Engin orð fá útskýrt tómið sem situr eftir innra með manni. Það var svo margt látið ósagt sem átti að verða nægur tími til að segja þér seinna meir. Svo ótal margt sem þú áttir eftir að upplifa og reyna, og það er svo sárt til þess að hugsa að þú farist á mis við allt sem fylgir því að hefja fullorðinsárin. Það er svo erfitt að sætta sig við að aldrei aftur eigi eftir að heyrast gjallandi „hæ“ þegar litli blái bíllinn þinn rennur í hlaðið, og sjá breiða brosið þitt og sólina leika í rauðu hárinu. Né að maður eigi aldrei aft- ur eftir að fá að faðma þig fast og lengi að sér og heyra hláturinn þinn. Litlu krakkamir í hverfinu, sem þú passaðir, koma með blóm- vendi og strá úr görðunum handa þér og þau eiga bágt með að skilja af hveiju Hanna er farin. Þú varst besta og þolinmóðasta bamapían sem þau þekktu, alltaf tilbúin að leika við þau og svara öllum spum- ingum þeirra. Elsku Hanna okkar. Við vitum að þú ert núna á góðum stað þar sem þér líður vel. Við reyn- um að skilja ástæðuna fyrir því að þú varðst að fara svona fíjótt. Sökn- uðurinn er svo nístandi. Ekkert okkar verður samt á eftir. En góðu minningamar em margar og með Þegar við hugsum um Hönnu Björgu koma þessi orð upp í hug- ann: jákvæð, stríðin, gáfuð, ákveðin, brosmild og síðast en ekki síst al- gjör prakkari. Eftir öll 12 árin sem við höfum þekkt þig eigum við margar minningar sem við getum brosað að. Þú varst svo mikill prakkari, þegar við vomm yngri var stofnað prakkarafélag. Frá upphafi vom settar reglur fyrsta og eigin- lega eina reglan var að stríða fólki. Ymsar aðferðir vora notaðar og til dæmis var póstinum sem kom heim dreift um allt hverfið. Þú kenndir okkur líka að sjóða spagetti og at- huga hvort það væri tilbúið með því að henda því í vegg og sjá hvort það festist og að stinga prjóni í köku til að sjá hvort hún væri fullbökuð. Leikirnir hjá okkur vom líka ekki eins og hjá stelpum á þessum aldri, við lékum okkur ekki í barbí og mömmó, frekar gerðum við tilraun- ir með öllu galdradótinu þínu, uppá- haldið okkar var galdrapenninn þinn. Við sátum oft við sjónvarpið og horfðum á myndina sem pabbi þinn lék í og hlógum alltaf jafn mik- ið. Seinna mátti aldrei missa af Beverly Hills og nágrönnum. Við sátum líka stundum saman og hlust- uðum á geisladiskinn Hárið og spil- uðum kleppara. Við hittumst síðast allar vinkonunar í grillveislu hjá Rakel þar sem við rifjuðum upp skemmtilegar stundir úr gmnnskól- anum. Þetta var í fyrsta skipti sem við hittumst allar saman frá því grannskóla lauk, og jafnframt síð- asta skipti sem við hittumst allar saman, því nú ert þú farin. Aldrei hefðum við trúað því að þetta væri í seinasta skipti sem við hittum þig. Við getum samt þakkað fyrir að hafa kynnst þér og við eigum marg- ar góðar minningar sem við getum alltaf rifjað .upp og við munum aldrei gleyma þér. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guð sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við sendum fjölskyldu Hönnu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Elín og Ingibjörg. Elsku Hanna, vinkona mín! Þegar ég kveð þig nú í síðasta sinn, verður mér hugsað til alls þess sem við gerðum saman. Við kynnt- umst síðasta haust í 2. bekk í Kvennaskólanum og urðum fljótt bestu vinkonur. Oaðskiljanlegar. Þótt kynnin hafi ekki verið lengri, þá gáfu þau mér svo mikið. Þú áttir svo margt að gefa og mér finnst ég hafa þekkt þig í mörg ár. Þú ætlaðir út í lönd sem skiptinemi, en hættir við, því þú vild- ir ekki missa af góðum bekk. Þess í stað töluðum við um það að gaman væri að fara saman út eftir stúdents- prófið. Ekki varð áhuginn minni á því eftir Spánarferðina í sumar með þér, foreldrum þínum og systmm. Sú ferð verður mér ógleymanleg og er margt sem stendur upp úr í henni eins og Afríkuferðin, þar sem við fór- um á úlfaldabak og þú fékkst þínar flottu bongótrommur. Einnig man ég eftir nautaattinu, þegar enginn bauð sig fram til að fara í hringinn og mæta hinu ógurlega nauti, stóðst þú upp og gekkst rakleitt að hringn- um og sýndir að þú hafðir marga dulda hæfileika. Þú varst eins og ein af fjölskyld- unni og yngri systkinin mín hænd- ust strax að þér og elskuðu þau þig nærri jafnmikið og ég gerði. Daníel litli bróðir sem kallaði svo hátt á stigapallinum, Hanna er komin, þegar þú komst í heimsókn og spurði, hvar er Hanna? þegar ég kom ein heim. Hann spyr eflaust enn, hvar er Hanna? Við þeirri spurningu verður fátt um svör, en í mínum huga fórst þú ekki langt. Þín er sárt saknað af okkur öllum, þú varst mín kærasta vinkona. Þín besta vinkona, Auður. Kæra Hanna. Það em orðin nokkur ár síðan ég hitti þig fyrst en það var í smáköku- bakstri heima hjá Guðnýju systur þinni þegar við Guðný vomm saman í Háskólanum. Reyndar hitti ég þig ekki lengi eftir það en heyrði af þér í gegnum Guðnýju. Það var svo ekki fyrr en sl. haust að ég kynntist þér þegar þú byijaðir að passa hann Ax- el Val tvö kvöld í viku á meðan ég var í skólanum. Hann dáði þig frá fyrsta degi og það vottaði meira að segja fyrir smáafbrýðisemi af minni hálfu þegar hann var að tala um hana Hönnu sína. Ef hann vaknaði um nótt eftir að þú hafðir verið að passa hann, þurfti miklar fortölur til að sannfæra hann um að Hanna væri farin heim. Hann vildi ekkert með þessa mömmu og pabba hafa, heldur vildi hann bara fá Hönnu sína. Hanna á að vera hjá mér. Ef það kom pása í pössun leið heldur ekld á Iöngu þar tÚ hann fór að spyija eftir þér. Ég veit að hann á ekki eftir að skilja þetta þar sem hann er bara þriggja ára en hann man eftir henni Hönnu sinni og saknar hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.