Morgunblaðið - 22.08.1999, Side 40

Morgunblaðið - 22.08.1999, Side 40
40 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, HREFNA GUNNLAUGSDÓTTIR sjúkraliði, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík, mánudaginn 23. ágúst kl. 13.30. Gunnlaugur Rafn Traustason, Jóhann Frímann Traustason, Páll Geir Traustason, Birna Dís Traustadóttir, Davíð Freyr Traustason, Kristín Halla Daníelsdóttir, Sigrún Sætran Þorsteinsdóttir, Sigríður Bjarney Karlsdóttir, Emil Karl Bjarnason, Kimie Birk og barnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR VILMUNDSDÓTTIR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, verður jarðsett frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 23. ágúst kl. 13.30. Jóakim Pétursson, Pétur Jóakimsson, Sigurður Jóakimsson, Kristrún Böðvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Elskulegi drengurinn okkar, RAGNAR MÁR ÓLAFSSON, Tunguseli 3, sem lést af slysförum laugardaginn 14. ágúst, verður jarðsunginn frá Maríukirkju, Breiðholti, mánudaginn 23. ágúst kl. 13.30. Foreldrar, systkini og aðrir vandamenn. + Elskuleg móðir mín og tengdamóðir, ÁGÚSTA GUÐMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis á Garðavegi 4, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju þriðju- daginn 24. ágúst kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Páll Jónsson, Margrét Jakobsdóttir. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru dóttur, systur og mágkonu, SIGRÚNAR BJÖRGVINSDÓTTUR. Hulda G. Sigurðardóttir, Oddný I. Björgvinsdóttir, Ársæll J. Björgvinsson, Helga Kristjánsdóttir, Björk Björgvinsdóttir, Steinar Már Clausen, Már Björgvinsson, Elísabet Dolinda Ólafsdóttir. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR KRAGH, áður til heimilis í Sólvangi v/Rafstöð, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki dvalarheimilis aldraðra, Seljahlíð, fyrir umönnun og elskulegt viðmót. Þorsteinn Ingi Kragh, Ellen Ingvadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ragnar Már Ólafsson fæddist í Reykjavík 19. nóv- ember 1979. Hann lést af slysförurn um borð í Bjarna Ólafs- syni AK 70 laugar- daginn 14. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans eru Ragnheiður Ragn- arsdóttir, f. _ 25.6. 1953, og Ólafur Árnason, f. 8.6. 1952. Þau skildu 1981. Bróðir hans er Ámi Pétur Ólafs- s_on, f. 12.11. 1976. Seinni kona Ólafs er Málfríður Amórsdóttir, f. 11.10. 1962. Böm þeirra og hálfsystkin Ragnars em Ólafur Freyr Ólafsson, f. 13.7. 1987, og Þuríður Día Ólafsdóttir, f. 26.12. 1990. Á heimili Ragnheið- Hann Raggi, eða Boyzen eins og hann var oftast kallaður, er farinn. Allir vita að maður lifir ekki heila asvi án þess að kynnast dauðanum, fyrr eða síðar. Það er hins vegar alltaf jafn sláandi þegar það er manneskja í blóma lífsins sem fer. Og hann Raggi var svo sannarlega í blóma lífsins og þótt hann væri „ör- ugglega fátækasti sjómaður í heeiimi!“ eins og hann orðaði það sjálfur, og keyrði um á hálfónýta og hálfuppgerða „Skrallantinum“ sín- um, var það lífsgleði og hamingja sem geislaði af honum hvar sem hann kom. Allir sem þekktu hann syrgja hann. Hann var ekki maður leiðinda og heyrðist sjaldan eða aldrei segja öðru fólki eitthvað til ámælis, gerði þá frekar góðlátlegt grín í staðinn. Hann var sjálfur dálítill hrakfalla- bálkur, og gerði óspart grín að sjálf- um sér. A honum sannast vel að þeir deyi ungir sem guðirnir elska. Hann verður okkur til eftirbreytni, að lifa lífinu sem góðar manneskjur svo við fáum hitt hann aftur í himnaríki. Guð geymi þig, elsku Raggi, og við þökk- um honum líka fyrir að hafa fengið að kynnast þér, þó að það hafí verið í alltof stuttan tíma. Guð veri líka með Árna bróður þínum og allri fjöl- skyldu þinni, sem á um svo sárt að binda. Þínir vinir Aðalbjörg J. Helgadóttir (Abba), Rúna Björk Júlíusdóttir, Sigurður Árnason (Siggi), Monica Gissurardóttir (Mona), Petrína Soffía EUljárn (Petý)og Hlynur Páisson. Kæri vinur. Þegar svona sorgarat- burðir gerast fer maður að hugsa um lífið, hversu dýrmætt það er og þó að langt sé á milli vina á maður alltaf minningarnar. Við munum alltaf muna þig, hinn brosmilda góða dreng, sem var svo gaman að hlæja með og skemmta sér með, og allar minningarnar um þig munu endast alla tíð. Kæri Raggi „Boysen“. Þú sem varst numinn frá okkur á svo svip- legan hátt munt ávallt eiga þinn sér- staka stað í hjörtum okkar. Ætíð ástar- og saknaðarkveðjur. Þínar vinkonur Rakel Björk Haraldsdóttir og Helga Ivy Jones, Brussel. Kæri vinur. Við viljum þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, en þær voru margar og allar ánægjulegar. Við minnumst þín bara sem góðs og glaðværs stráks, sem alltaf var stutt í brosið hjá. Aldrei gat nokkurt okkar verið reitt eða fúlt út í þig, það var bara ekki hægt, enda varstu mikill vinur vina þinna og vildir vera vinur allra. Við eigum öll margar dýrmætar minningar um þig sem við munum geyma í hjarta okkar og við viljum þakka þér íyrir að hafa leyft okkur að kynnast þér, því indælli og betri ar og drengjanna hefur dvalið frændi þeirra og fóstri, Karl Vilhjálmsson. Itíignar Már var í Ölduselsskóla og lauk þaðan grunn- skólaprófi með ágætum árangri. Stundaði síðan sjó- mennsku og önnur störf er til féllu. Var í Verkmenntaskól- anum á Akureyri haustið 1996 og Vél- skóla Islands vorið 1999 og var þetta síðasti túrinn áður en skóli hæf- ist að nýju. títför Ragnars fer fram frá Maríukirkju í Breiðholti á morgun, mánudaginn 23. ágúst, og hefst athöfnin klukkan 13.30. vin er erfítt að finna. Við vorum flest svo lánsöm að hitta þig og eyða með þér verslunarmannahelginni og munum við vera ævinlega þakklát fyrir það því þar áttum við saman góða stund og skemmtum okkur öll saman. Elsku Raggi, þín er sárt saknað og það hefur myndast stórt skarð í vinahópnum við fráfall þitt sem ekki verður hægt að fylla. Kæru foreldrar og aðrir aðstand- endur, megi guð vera með ykkur og styrkja í sorg ykkar. Skafti, Björn R., Björn J., Sara, Sif, Sigursteinn, Hug- rún, Angela, Steinþór, Berg- lind, Birna, Hilmar, Örvar, Vilmundur, Stefán D., Elva, Eva, Alma, Nanna, Guðmund- ur, Erna, Róbert, Davíð, Jóna, Rakel B., Helga Ivy, Ólafur G., Helgi V., Jón Þ., Raufarhöfn. Elsku hjartans vinur. Þá er komið að því að kveðja. Það er ekki hægt að lýsa því hversu sárt það er að missa þig og ekki heldur hægt að setja nið- ur á blað allt það sem mig langar að segja við þig. En þú veist að þú varst alveg frábær vinur sem var alltaf hægt að leita til ef maður þurfti á að halda. Þú varst alltaf tilbúinn að taka manni opnum örmum og þú gast alltaf fengið mann til að brosa. Og þótt maður hafi nú reiðst þér nokkr- um sinnum varstu alltaf svo frábær að maður varð að horfa framhjá því og halda áfram. Ég veit að þú átt alltaf eftir að vera héma hjá okkur og ég á alltaf eftir að elska þig. Það var frábært að fá að kynnast þér. Þín vinkona Alma Ýr Þorbergsdóttir. Jæja, elsku karlinn. Þá ertu farinn yfir á landið græna. Því er ekki hægt að lýsa með orðum hversu sárt ég sakna þín. Þessar yndislegu stundir sem þú gafst mér með þinni jákvæðu framkomu og trygglyndi. Þær eru mér sem stærstu og fallegustu demantar. Það hefur enginn sömu snilli og þú í að halda manni í rétta stuðinu þegar við fórum öll saman út á lífið. Ég sakna þín sárt, elsku vinur. Sif Ámadóttir. Jæja, elsku besti vinur minn. Þá er komið að kveðjustundinni. Það eru svo margar skemmtilegar stund- ir sem við áttum saman. Ég gat setið með þér tímunum saman og talað um allt milli himins og jarðar. Þú komst mér alltaf til að hlæja og ég var alltaf í góðu skapi í návist þinni. En Boy- sen minn, ég veit að þín verður sárt saknað en við munum hittast ein- hvertímann aftur. Ég elska þig og mun alltaf gera. Saknaðarkveðjur, Erna Ragnarsdóttir. Elsku Boysen minn. Nú ertu far- inn frá okkur, gullið mitt, og ef ég ætti eina ósk þá myndi ég óska þess að fá að hitta þig einu sinni enn, bara til að kveðja þig og segja þér hvað ég er þakklát fyrir að fá að kynnast þér, vera vinur þinn og segja þér hvað mér þykir ótrúlega vænt um þig. Ég get ekki afborið þá hugsun að fá ekki að sjá þig aftur því þú varst alltaf svo góður við mig og einn besti vinur sem hægt var að hugsa sér. Ég vil að þú vitir, vinur minn, að ég gleymi þér aldrei og þú munt ávallt vera í hjarta mér og allar þær stundir sem við áttum saman mun ég varðveita. Vinur góði, þú fallinn ert nú frá, Vér fáum þig aldrei meira að sjá, og sorg í sérhverju hjarta. En mitt í myrkrinu svarta, er ljósgeisli fagur. Það léttist vor önd, vér lítum til baka. Þín hjálparhönd, þín hógværð, þín gleði. Við gróandi sár við göngum til starfa. Með þverrandi tár, við minningu blíða og bjarta. (Höf. ókunnugur) Takk fyrir að hafa verið til. Þín vinkona að eilífu Nanna Steinunn Höskuldsdóttir. Elsku vinur. Hver getur trúað því að vinur minn sé dáinn? Þú sem varst alltaf svo glaðlyndur og dug- legur strákur, að guð sé búinn að taka þig frá okkur. Þú varst besti vinur sem nokkur gat hugsað sér að eiga. Þú gerðir allt gott fyrir mig og vini þína. Þú lánaðir mér til dæmis bílinn þinn þegar þú varst úti á sjó og treystir mér fyrir honum, það hefðu nú ekki allir gert það. Eins þegar ég var að koma heim úr skól- anum komst þú alltaf og faðmaðir mig og sagðir: „Hvað segirðu, elsk- an?“ Þú áttir margar elskur, enda varstu vinur vina þinna og gerðir allt fyrir okkur. Ekki var hægt að vera í fýlu við þig því þú náðir alltaf að sleikja hana úr manni. Við áttum okkar góðu stundir og slæmar líka, en það var ekki lengi því þú hættir ekki fyrr en við vorum orðnir vinir aftur. Ég mun alltaf hugsa um þig og minningar okkar saman. Þær munu vera í hjarta mínu þangað til ég hitti þig aftur. Ég votta fjölskyldu Ragnars og öðrum ástvinum innilegustu samúð og bið þeim blessunai-. Ég kveð vin minn með þessum orðum. Far þú í friði, friður Guás þig blessi, hafáu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þín vinkona Berglind Mjöll Tómasdóttir. Elsku vinur. Mig langar til þess að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fýrir mig, allar góðu og skemmtilegu stundirnar sem við átt- um saman. Þú varst yndislega dug- legur og hjálpsamur strákur og alltaf til staðar ef eitthvað var að. Þú varst minn besti vinur og það er sárt að horfa á eftir þér yfir móð- una miklu. Hjartans kveðjur. Þín vinkona Elva Björk Óskarsdóttir. Kæri Raggi. Er ég frétti af slysinu fannst mér þetta svo ótrúlegt að ég hálfneitaði að trúa þessu. Þú sem varst alltaf svo glaður og vildir alltaf láta okkur öllum líða svo vel, það gat bara ekki verið að þú værir farinn frá okkur. Við áttum margar góðar stundir saman sem ég mun aldrei gleyma. Þú varst frábær vinur sem ég mun sárt sakna. Ég kveð þig í bili og segi eins og við sögðum alltaf er við kvöddumst: „Blessaður." Þinn vinur Hiimar Örn Smárason. Elsku Raggi minn. Það kom að því að leiðir okkar skildu, minn kæri vinur. Það er erfitt að sætta sig við þá staðreynd að þú ert farinn úr þessu lífi. Mér finnst svo óréttlátt að þú hafir verið kallaður til guðs aðeins nítján ára gamall. Þú varst rétt að byrja lífið, en svona geta ör- lögin verið grimm. Sorginni í mínu RAGNAR MAR OLAFSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.