Morgunblaðið - 22.08.1999, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 22.08.1999, Qupperneq 42
^ 42 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HAUKUR JÓHANNESSON + Haukur Jó- hannesson fæddist á Kvenna- brekku í Dölum 15. febrúar 1915. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 13. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhannes LL Jóhannsson, prest- ur á Kvennabrekku, f. 14. nóv. 1859, d. 6. > mars 1929, og Guð- ríður Helgadóttir, f. 9. nóv. 1873, d. 21. feb. 1958. Haukur ólst upp í stórum hópi systkina, þar sem einungis eru nú tvö eft- ir á lífi. Haukur kvæntist 16. júní 1938 eftirlifandi eiginkonu sinni, Auði Jónsdóttur, f. 8. september 1918. Foreldrar hennar voru Geir Jón Jónsson, skrifstofustjóri í fsa- foldarprentsmiðju, f. 26. nóv. 1884, d. 18. des. 1938, og María Sigurbjörnsdóttir, f. 26. júní 1894, d. 30. des. 1961. Haukur og Auður bjuggu mest- allan sinn búskap í Kópavogi og eignuð- ust þau Qögur börn, sem eru: 1) Geir, maki Jórunn Jör- undsdóttir. Börn þeirra eru Sigrún Erna og Arna María. Sambýlismaður Ornu er Ragnar Ingi Sigurðsson. 2) Auður, maki var Stefán Þór Jónsson, en þau slitu samvistir. Börn þeirra eru Haukur Fjalar, Sigríður, Auður og María. 3) Haukur, maki Magnea I. Krist- insdóttir. Börn þeirra eru Fjóla Björk, Jóhannes Hlynur og í garðinum í Bankaseli er angan af lyngi, blóðbergi, birki. Mosa- grónir steinar, klappir, íslenskar villijurtir sem breiða úr sér síð- j sumars. í þessum garði, sem nú er fyrir utan gluggann minn, andar saga tengdaforeldra minna. Haukur tengdafaðir minn var sagnabrunnur og hann átti til óþrjótandi sögur af frumbýlingsár- um sínum í Kópavogi og þeim fjöl- mörgu störfum og litríku persón- um sem hann hafði kynnst á lífs- leiðinni. Hann var kominn hátt á sjötugs- aldur þegar við kynntumst og oft óskaði ég þess, þegar ég hlustaði á frásagnir hans, að ég hefði hitt hann miklu fyrr. Hefði kynnst unga manninum sem hjólaði á Al- þingishátíðina á Þingvöllum 1930 fímmtán ára gamall og síðar meir tók á móti fréttaskeytum á morsi í seinni heimsstyrjöldinni, loft- skeytamanninum til sjós og lands sem gaf sig allan í stjórnmál og uppbyggingu Kópavogsbæjar, manninum sem stóð með jámkarl- inn í grjótinu fyrir utan húsið sitt og sá fyrir sér gróðursælan og skjólgóðan garð. Allt var þetta orðin saga þegar leiðir okkar lágu saman en ég var svo lánsöm að fá innsýn í hana. Haukur var landnemi, frumbýling- j ur í byggð sem varla gat kallast byggð og allir hans eiginleikar nutu sín í því hlutverki. Einurð, út- sjónarsemi, þrjóska, styrkur, heið- arleiki, lífsvilji. En ekki hvað síst þörfin fyrir að byggja upp og skapa sér það líf sem hann trúði á, vegna þess að hann var maður stórra lífsgilda. Og þeim deildi hann með Auði, eiginkonu sinni, sem var hans stóri auður. Minn auður, sem ég hef vonandi gæfu til þess að nýta mér, er sá að hafa kynnst þeim stórbrotna manni sem var tengdafaðir minn og að hafa öðlast þann trúnað að fá að taka við garði hans og hlúa að allri þeirri sögu sem var hans líf og yndi. A Síðsumars angar lyngið, sagan andar enn og lífið heldur áfram. Börnin mín leika sér í garðinum í Bankaseli, stökkva á milli mosavax- inna steinanna og vita á sinn hátt, að allt þetta gáfu þeim afi og amma. Blessuð sé minning Hauks Jó- hannessonar. Guðrún. Enn erum við minnt á hve skammt er milli lífs og dauða. Eg hitti Hauk Jóhannesson síðast í \ fimmtugsafmæli sonar hans í júní síðastliðnum, og var hann þá hress og kátur. Nú er hann allur. Ég kynntist Hauki er ég hóf störf við Fjarskiptastöðina í Gufu- nesi íyrir margt löngu. Þar unnum við saman í ein 20 ár, eða þar til Haukur tók við starfi stöðvarstjóra Pósts og síma á Siglufirði árið 1972. Að loknu prófi frá Samvinnu- skólanum árið 1931 nam Haukur loftskeytafræði við skóla Ottós B. Amar og lauk loftskeytaprófi árið 1932. Hann hóf strax störf sem loftskeytamaður á togurum, var 10 ár loftskeytamaður á togaranum Karlsefni. 1942 til 1945 starfaði Haukur sem loftskeytamaður á Morgunblaðinu, samhliða verslun- ar- og skrifstofustörfum. Árið 1946 réðst Haukur til Landssíma íslands, að Fjarskipta- stöðinni í Gufunesi, er Landssím- inn tók að sér fjarskipti vegna Norður- Atlantshafsflugsins. Hann varð brátt einn af máttarstólpun- um í Gufunesi, mjög fær loft- skeytamaður, harðduglegur, ósér- hlífinn og samviskusamur. Hann tók símritarapróf árið 1960 og varð varðstjóri í Gufunesi árið 1965. Ár- ið 1972 var Haukur ráðinn stöðvar- stjóri Pósts og síma á Siglufirði, og gegndi hann því starfi þar til hann fór á eftirlaun árið 1978. Hann settist þó ekki í helgan stein, held- ur gerðist hann loftskeytamaður á togurum og flutningaskipum, og var m.a. lengi á ms ísnesi og ms Selnesi. Haukur tók mikinn þátt í félags- málum loftskeyta- og símamanna, og var í stjórnum Félags íslenskra loftskeytamanna og deildar Félags símamanna í Gufunesi. Hann var góður málsvari stéttar sinnar og starfsfélaga þegar á þurfti að halda, enda skarpgreindur, vel máli farinn og ritfær. Hann var oft óvæginn í samningaviðræðum, fylginn sér, og gaf ekkert eftir, enda náði hann oftar en ekki góð- um árangri. Auk starfa sinna í Gufunesi stundaði Haukur sandsölu í Kópa- vogi um árabil. Einnig gerði hann út bát, sem hann átti í félagi við nokkra samstarfsmenn sína. Fisk- uðu þeir á handfæri í Faxaflóa, við Snæfellsnes og Vestfirði og öfluðu vel. Þannig nýtti hann frívaktir sín- ar og stundum sumarleyfi, til að auka tekjur heimilisins, enda stóð hann á þeim tíma í húsakaupum og var með nokkuð stórt heimili, en fjölskyldan var alla tíð í hávegum höfð og hafði ávallt forgang. Haukur var einn af frumbyggj- um Kópavogs. Hann var mikill stuðningsmaður Finnboga Rúts Valdimarssonar og frú Huldu í bæjarmálunum og lagði á sínum Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd fcgreina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 ^slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Heiðrún Ösp. 4) Leifur, maki Guðrún Bachmann. Börn þeirra eru Hugi og Lára Guð- rún. Leifur átti fyrir tvö börn, Auði Elísabetu og Lísu. Barn Auðar Elísabetar er Sindri Már. Guðrún átti fyrir soninn Svein. Haukur tók próf frá Sam- vinnuskóianum 1931, loft- skeytapróf 1932, var loft- skeytam. á bv. Karlsefni 1932- 1942, Ioftskeytam. hjá Morgun- blaðinu 1942-1945, samhliða verslunar- og skrifstofustörf- um, loftskeytam. og símritari hjá flugþjónustunni í Gufunesi og Reykjavíkurradíói 1945- 1972, stöðvarsljóri Pósts og síma á Siglufirði 1972-1978, er hann fór á eftirlaun, var siðan loftskeytam. á togurum og flutningaskipum, lengst af á ms. ísnesi og ms. Selnesi. Haukur starfaði mikið að félagsmálum, sat í stjórn FIL um tíma, auk annarra starfa í þágu stéttar sinnar. títför Hauks fer fram frá Kópavogskirkju 23. ágúst og hefst athöfnin kl. 15. tíma drjúgan skerf til uppbygging- ar Kópavogsbæjar. Áhugasvið Hauks lágu víða, en fyrst og fremst voru það stjórnmál- in, sem voru honum hugleikin. Ekki bara bæjarmálin í Kópavogi, heldur einnig landsmálin og heims- málin, enda umrótið og breyting- arnar miklar á eftirstríðsárunum, og síðar, og skoðanir skiptar svo um munaði. Haukur hafði einnig áhuga á lestri góðra bóka og á góðri tónlist. Hann var liðtækur skákmaður og hafði síðari árin áhuga á fjarskiptum radíóamatöra og var sjálfur radíóamatör um skeið. Haukur var gæfumaður í einka- lífi, átti frábæra eiginkonu, sem studdi hann í hvívetna, og fjögur mannvænleg börn, sem bera for- eldrunum gott vitni og fjölskyldan ávallt samheldin. Nokkur síðustu ár voru Hauki erfið vegna veikinda. Hann bar sig þó vel og kvartaði aldrei, enda ávallt verið harður af sér. Ég þakka Hauki samfylgdina, bið honum Guðs blessunar og votta Auði og fjölskyldunni allri, innilega samúð. Stefán Arndal. Elsku afi, það tekur okkur sárt að kveðja. Við leitum huggunar í minningunum og þökkum fyrir þann góða tíma sem við áttum sam- an. Síðustu ár voru þér erfið en þú kvartaðir aldrei, frekar varstu brosmildari og ákveðnari. Vonandi lifir styrkur þinn áfram í okkur öll- um. Okkur þótti svo vænt um þig, elsku afi. Þú hefur alla tíð sýnt námi og starfi barnabarna þínna mikla athygli og látið vita hversu stoltur þú varst af okkur. Það þótti okkur verulega vænt um og mun sá stuðningur reynast okkur gott veganesti í lífinu. Við kveðjum þig með ljóði eftir bróður þinn, Jakob, sem var þér svo kær. Elsku afi, megi Guð geyma þig og varðveita um ókomna tíð. Hin víða himnaheiði í stormi kvikar. Nú hristir skýjastóðið blóðrautt fax. Og ótal sílda silfurhreistur blikar við sævarbláma og roða horfrns dags. INGVELDUR HALLMUNDSDÓTTIR + Ingveldur Hall- mundsdóttir fæddist á Strönd á Stokkseyri 7. októ- ber 1913. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 24. júlí siðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hallmundur Einarsson frá Brandshúsum í Gaulveijabæjar- hreppi, f. 5.2. 1885, d. 26.2. 1970, og Ingibjörg Bjarna- dóttir frá Túni í Hraungerðishreppi, f. 11.2. 1890, d. 6.2.1970. Ingveldur var elst af átta systkinum. Þau eru Andrés, f. 26.8. 1915, d. 6.4. 1994; Þórunn, f. 8.8. 1918; Agnes Helga, f. 24.12. 1920; Magnea Soffía, f. 13.6. 1922; Einar, f. 29.6. 1924, Bjarni, f. 11.12. 1925, d. 16.4. 1967; og Hallberg, f.29.10. 1930. Ingveld- ur giftist Kristni Sigmundssyni frá Ytra-Hóli í Kaupangssveit 4. október 1936. Þau áttu fyrst heima á Akureyri, en fluttust Látin er á Akureyri móðursystir mín, Ingveldur Hallmundsdóttir, eða Inga frænka á Arnarhóli eins og ég hef kallað hana frá barns- aldri. Hún var elst af átta börnum afa míns og ömmu, þeirra Ingi- bjargar Bjarnadóttur og Hall- mundar Einarssonar, og þriðja systkinið sem fellur frá en áður voru látnir bræðurnir Andrés og Bjarni. Barn að aldri dvaldi ég þrjú sumur í sveitinni hjá Ingu frænku, talaði norðlensku með tilheyrandi t- hljóðum á haustin þegar ég kom til baka og í endurminningunni var alltaf sól í Eyjafirðinum þessi sum- ur. Ég kynntist þarna frændum mínum, þeim Herði og Magnúsi, sem voru á unglingsaldri og Hall- mundi sem var jafnaldri minn en yngsti bróðirinn, Kristinn Öm, var þá enn ófæddur. Bjartar minningar um þessi sumur á ég frænku minni að árið 1940 að Arnar- hóli í Kaupangs- sveit þar sem þau lögðu stund á bú- skap til ársins 1987, að þau fluttust aftur til Akureyrar. Synir þeirra eru: 1) Hörð- ur, f. 29.11. 1937, maki Sigrún Sig- urðardóttir, f. 22.11. 1948; Hörður var áður kvæntur Önnu Maríu Jó- hannsdóttur og eiga þau tvær dætur. 2) Magnús, f. 13.6. 1943, maki Brigitte Kristinsson; Magnús var áður kvæntur Kristbjörgu Ingvarsdóttur og eiga þau einn son; síðar kvænt- ur Hörpu Geirdal. 3) Hallmund- ur, f. 2.12. 1946, maki Anna Lilja Harðardóttir, f. 20.1. 1955, þau eiga fjóra syni. 4) Kristinn Örn, f. 29.8. 1957, maki Lilja Hjaltadóttir, f.16.8. 1956, þau eiga þrjú börn. Barnabarna- börn Ingveldar eru fjögur. títför Ingveldar fór fram frá Akureyrarkirkju 30. júlí. þakka; minningar um gamla húsið á Amarhóli, byggingu nýja húss- ins, um málarana sem máluðu „sól- arlag“ á nýju dyrakarmana og kyrrðina og miðnætursólina á björtum sumarkvöldum. Minning- ar um Lubba og Mjallhvíti og kett- lingana; um gömlu eldavélina og bláu kaffikönnuna sem við Hall- mundur notuðum í „búleik" í sand- kassanum; um heyskapinn og okk- ur sitjandi ofan á heyhlassinu á vagninum úti á þjóðveginum á leið frá Hóli. Minningar um Hörð og Magnús að spila á píanóið og fiðl- una eftir kvöldmatinn; um kúa- rekstur kvölds og morgna; um litla lækinn þar sem mér fannst vera paradís á jörð. Skemmtilegar gönguferðir með strákunum á sunnudögum og við söfnuðum þá stundum plöntum því frændur mínir voru efnispiltar sem áttu mörg áhugamál og snemma beygð- ist krókurinn hjá Herði! Einnig I ljósum fólva fjarrir jökulhnjúkar við faldsbrún þungrar ðldu hverfa sýn. En blæjur fela, bláar, silkimjúkar, í barmi kvöldsins heimalöndin mín. Það lægir. Nóttin færir ró og rðkkva, og rennur saman lofts og græðis flóð. Nú hljóðnar síbreið sævarauðnin dökkva - og sái mín verður einnig kyrr og hljóð. (Jakob Jóh. Smári) Fjóla Björk, Jóhannes Hlynur og Heiðrún Ösp. Okkur langar í fáeinum orðum að kveðja þig, elsku afi. Minning- arnar eru svo margar og góðar. Tilhlökkunin var alltaf jafnmikil að koma heim til Islands þegar við bjuggum í Lúxemborg og vera hjá þér og ömmu á jólunum. Við erum svo þakklátar fyrir allar þær stundir sem við áttum með þér í Bankaseli og seinna á Kópavogs- brautinni. Þrátt fyrir veikindi þín síðustu ár varstu alltaf jafn áhugasamur um velferð okkar og fylgdist vel með okkur í námi og störfum. Það var okkur ómetanlegur styrkur og við þökkum þér fyrir það. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vom grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgr. J. Hallgr.) Elsku afi. Við munum sakna þín mikið. Þakka þér fyrir allar fallegu minningarnar sem við eigum sam- an. Við hugsum hlýlega til þín. Guð geymi þig. Haukur, Sigríður, Auður og María Stefánsbörn. sáru minningarnar, þ.e. þegar ég skældi stundum af heimþrá, sagði engum neitt en ætlaði að strjúka heim alein yfir fjöllin um miðja nótt! Yfir öllum þessum minningum gnæfir svo Inga frænka í huga mínum, dökkhærð kona sem sópaði af á þessum árum, fyrirmyndar- húsfreyjan, alltaf að elda eða baka, þrífa eða hugsa um blómin sín. Gaf sér reyndar líka tíma til að taka sér hlé inni á milli og líta í bók eða vefa og sauma út. Ég man hana glöggt hrærandi jólakökudeigið kröftug- lega með sleif áður en hún eignað- ist hrærivél, berserksganginn í eld- húsinu á morgnana þegar hún lamdi niður allar flugurnar með viskustykkinu; skapstór, hlátur- mild kona, stundum örlítið kald- hæðin, listræn og afkastamikil með eindæmum, hafði yndi af blóma- og trjárækt. Þegar ég varð eldri fannst mér gott að tala við hana þá sjaldan við hittumst, hún var íhug- ul og vitur, vel lesin og skynsöm. Hún skrifaði mér alltaf öðru hvoru og til margra ára sendi hún mér eitthvað fallegt á jólunum. Inga frænka mín var af þeirri kynslóð sem upplifði hvað mestar breytingar í Islandssögunni á einni mannsævi; komin af fátæku alþýðu- fólki og vai'ð því snemma að fara að vinna fyrir sér. Átti þess ekki kost að mennta sig fremur en margir aðrir á þeim tíma en menntun yngri systkina hennar varð því meiri sem neðar dró í röðinni. Kynntist mynd- arlegum bóndasyni og einstöku ljúfmenni, Kristni Sigmundssyni, giftist og stofnaði með honum heimili og helgaði því alla starfs- krafta sína upp frá því. Eignaðist fjóra syni sem allir urðu dugandi menn, hver á sínu sviði, tengdadæt- ur og bamaböm. Þau Kristinn bjuggu á Arnarhóli í tugi ára en fluttu síðan til Akureyrar og komu sér þar fyrir í litlu og notalegu húsi við Þingvallastræti. Þannig var í stuttu máli lífshlaup frænku minnar og er ef til vill dæmigert fyrir margar konur af hennar kynslóð, hvað þá eldri kyn- slóðir kvenna. Konur sem sóttust ekki eftir frama eða vegtyllum en unnu verk sín í kyrrþey sínum nán- ustu til góðs. Blessuð sé minning frænku minnar. Hrefna S. Einarsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.