Morgunblaðið - 22.08.1999, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 22.08.1999, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1999 43 HEDVIG ARNDÍS BLÖNDAL + Hedvig Arndís Blöndal fæddist í Reykjavík 7. sept- ember 1924. Hún lést á heimili sínu, Leifsgötu 30, Reylqavík, að morgni 16. ágúst. Foreldrar hennar voru Hedvig Dorothea, f. Bar- tels, fædd 20. maí 1885, d. 12. maí 1968, og Ole Peter Blöndal, póstritari í Reykjavík, f. 27. september 1878, d. 8. aprfl 1931. Systkini Hedvig- ar Arndfsar eru: 1) Ingólfur, læknir í Danmörku f. 21. júlí 1912, d. 20. aprfl 1984, kvænt- ur Ragnhild Blöndal, sem er látin. Þau eignuðust þrjú börn. 2) Hjálmar, hagsýslustjóri í Reykjavík, f. 25. júlí 1915, d. 20. nóvember 1971, kvæntur Ragnheiði I. Blöndal. Þau eiga eina dóttur. 3) Anna Guðrún, verslunarmaður í Reykjavík, f. 18. maí 1917, d. 5. febrúar 1983. Hún var ógift og barnlaus. 4) Ingibjörg María, húsmóðir í Bret- landi, f. 10. nóvem- ber 1926, gift Alan Stenning. Þau eiga fjögur börn. Upp- eldisbróðir þeirra er Ágúst Ingi Sig- urðsson, húsgagna- smiður í Reykjavík, f. 13. desember 1939, kvæntur Sig- rúnu Oskarsdóttur. Þau eiga tvö börn. Hedvig Arndís ólst upp í Reykjavík, stundaði nám í Kvennaskólanum í Reykjavík, dvaldist tvö ár í Frakklandi við frönskunám. Hún starfaði hjá Innkaupastofn- un Reykjavíkur og sem lækna- ritari á geðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur þar til hún lét af störfum. títför Hedvigar Arndísar verður gerð frá Fossvogskirkju á morgun, 23. ágúst, og hefst athöfnin klukkan 15. Það er komið að kveðjustund. Elskuleg frænka mín, Hedvig Am- dís Blöndal eða Dísa eins og við kölluðum hana, er látin. Þennan dag sem Dísa lést vorum við fjöl- skylda hennar saman komin á heimili hennar við Leifsgötu. Sólin skein og fallegi bakgarðurinn hennar, sem hún hafði lagt svo mikla rækt við, skartaði sínu feg- ursta. Það er ánægjulegt að líta yfir farinn veg þótt söknuðurinn sé mikill. Dísa var einstök manneskja í alla staði. Hún var sannur vinur allra sem hana þekktu og átti enga óvini. Heimili hennar var bæði hlý- legt og myndarlegt enda naut Dísa þess að taka á móti gestum og fast- ir liðir voru veislur á páskadag og jóladag auk afmælis hennar. Og alltaf voru allir velkomnir heim til Dísu. Ég var svo lánsamur að geta leitað þangað þegar ég vildi og oft- ar en einu sinni og tvisvar dvaldi ég dag og nótt hjá Dísu í nokkra daga. Hún tók á móti mér með op- inn faðminn og sá um mig eins og henni einni var lagið. Þegar fjöl- skylda mín flutti á Leifsgötuna var stutt að fara og við bræðurnir fór- um oft í heimsókn og gæddum okk- ur á veitingum og spjölluðum um heima og geima. Dísa var meira en afasystir okkar. Hún var okkur sem amma og verður það ávallt í huga okkar. Áhuginn og lífsgleðin skein úr andliti hennar þegar hún talaði við okkur. Hún sagði sögur, ræddi um fjölskylduna og liðna tíma. Allt saman þannig að hver sá sem heyrði, hlustaði með fullri athygli. Mér þótti alltaf vænt um þegar hún sagði mér frá Hjálmari afa mínum sem ég fékk aldrei að kynn- ast en þau voru miklir vinir. Síð- ustu dagarnir voru erfiðir. Öll fjöl- skyldan var saman komin á heimil- inu á Leifsgötunni. Dísa fann að við vorum öll hjá henni, dag og nótt. Hún lést að heimili sínu eins og hún hafði viljað enda var hún heimakær. Þennan fallega dag skein sólin allan daginn og mitt síð- asta verk var að keyra fram hjá fallega húsinu hennar meðan sólin settist bak við fjöllin og minnti mig á að þessi dagur var hennar. Hún var komin til foreldra sinna og systkina, Ingólfs, Hjálmars og Ónnu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Hvíl í friði, elsku Dísa. Hjálmar Blöndal. Kæra skólasystir. Okkar kynni hófust í fyrsta bekk Kvennaskólans haustið 1938. Ég fluttist með íslenskum foreldrum mínum frá Baltimore til íslands ár- ið 1935. Ég var í tímakennslu vet- urinn 1935-1936 hjá Svövu Þor- steinsdóttur til að ná tökum á ís- lenska málinu; lesa, skrifa og í aukatímum á kvöldin í sögu og landafræði. Næsta ár innskrifaðist ég í æfingadeild Kennaraháskólans tólf ára árið 1936-1937. í þriðja skólann innritaðist ég í þrettán ára bekk Skerjafjarðarskólans 1937-1938. Að lokum var umsókn mín í Kvennaskólann viðurkennd haustið 1938. Ég er ekki að skrifa ævisögu mína en einungis að gera grein fyrir hversu dýrmætt það var að vera loksins komin í höfn því þar kynntist ég skólasystrum sem ég hef enn mikið samband við. Þarna eignaðist ég vinkonu sem varð „eilífur vinui’“ því þegar mað- ur er 13 ára þá er þetta mikið mál. Þar sem Dísa (en því nafni gekk hún undir hjá skólasystrum) sat á næsta bekk fyrir framan mig í fyi-sta bekk í „Kvennó" og aftur í öðrum bekk urðum við óaðskiljan- legar vinkonur. Það æxlaðist þannig að ég fór oft niður á Sóleyj- argötu, heimili Dísu, nálægt Kvennó. Við lærðum saman og smátt og smátt varð ég nokkurs konar meðlimur fjölskyldunnar. Ég átti heima í Skerjafirði og sam- gangur milli þessara heimila var mikill. Ég gæti lýst mörgum stund- um og lífsreynslu en það er ekki í takt við huga Dísu en ég minnist Dísu sem minnar bestu vinkonu fyrr og síðar, við vonim eins og systur. Á efri árum náðum við t.d. að fara í þriggja vikna ferð til Italíu. Það var ógleymanleg ferð. Dísa var geysilega víðlesin og mikil mála- kunnáttumanneskja. Hún átti kost á að stunda nám í Frakklandi í nokkur ár og kunni þess vegna frönsku, kynntist einnig rússnesku, fær í ensku og dönsku svo að hún bjargaði okkur á Italíu, „ekkert mál“. Sú ferð er ógleymanleg og rifjuðum við oft upp þá ævintýra- ferð þar sem við ferðuðumst frá norðausturskaganum til Róma- borgar. Stönsuðum í Flórens og ferðuðumst með lest til Assisi. Tókum svo lest áfram meðfram allri austurströndinni. Síðan stöns- uðum við í Piza á leiðinni aftur heim til bæjarins Petre Ligure. Ég ætla ekki að orðlengja þetta, það er ekki í anda Dísu, en hjá því verður ekki komist þegar rætt er um Hed- vig Arndísi Blöndal. Að minnast þess hversu mjög hún var rík af börnum, fósturbörnum, systkina- börnum og frændsystkinum. Hve hún naut lífsins til fullnustu í ást- ríku umhverfi þar sem haldið var upp á afmæli, jól og páska með hinni hefðbundnu íslensku gest- risni. Hennar list að halda utan um fjölskylduna gleymist aldrei. Ég kveð þig að sinni með þakklæti fyr- ir sextíu ára vináttu og tryggð. Guðrún Marteinsson O’Leary. Hvemig á að lýsa því sem er og sem á alltaf að vera? Sem er svo sjálfsagður hluti af tilverunni að manni dettur aldrei í hug að á því kunni að verða endir. Þannig var með Dísu. Hún var einfaldlega hluti af eilífðinni. Barnagælan Dísa var mér sem barni eins og önnur amma. Unglingaþekkjarinn Dísa var mér eins og önnur mamma. Listakonan Dísa var mér sem full- orðinni manneskju sem systir og vinkona. Og barnagælan Dísa var sonum mínum eins og önnur amma, - og mamma. Veislumar hjá Dísu vom alkunnar. Á afmælis- daginn hennar kom alltaf stór hóp- ur gesta og borðið svignaði undan veitingunum. Jólaboðin vora ein- stök sem og páskaboðin. Hvernig er hægt að hugsa sér tilverana án þessa? Maður kom aldrei að tómum kof- anum hjá Dísu. Hvort sem málið snerist um garðrækt eða sauma- skap, ferðalög eða heimspeki og trúmál. Dísa las mikið og ferðaðist. Hún hafði óþrjótandi áhuga á menningu og siðum þjóða. Hún lærði tungumál, las ensku, þýsku og frönsku, grísku og ítölsku, rúss- nesku og arabísku að ógleymdri dönskunni. Bókaskápur Dísu ber áhugamálum hennar glöggt vitni. Þar má finna fagurbókmenntir og trúmál, sagnfræði og ferðabækur og mikið dálæti hafði hún á skrif- um Woodhouse um hinn ómetan- lega Jeeves. Síðustu árin þjáðist Dísa af erfiðum sjúkdómi. Því hefði enginn trúað sem ekki vissi. Aldrei kveinkaði hún sér né lét aðra finna að hún væri veik. Hún ferðaðist síðustu árin, m.a. með nöfnu sinni til Marokkó, uppáhaldslands síns, og með okkur fjölskyldunni til Flórída í fyrra. Hún var eins og unglamb í sundlauginni og naut hitans og vatnsins. Hún hafði á orði að hún gæti vel hugsað sér aðra slíka ferð, þó líklega frekar til Marokkó... En ekkert varir að eilífu. Dísa greindist með nýjan sjúkdóm og ekki varð við neitt ráðið. Tómleik- inn við fráfall Dísu er mikill. Dag- legu símtölin. Heimsóknirnar. Eft- ir sitja minningamar. Fjársjóður minninga. Vinminn vil ég því ei gráta, vefhannhelgriást Eitt sinn almættið mun láta öllum batna, er þjást Egfinn aftur lán, sem brást. Döpur er dánarkveðjan, en dýrðlegt verður að sjást (Eiríkur Einarsson) Blessuð sé minning hennar. Kristín Blöndal. KRISTINN VILHJÁLMSSON + Kristinn Vil- hjálmsson fædd- ist í Ólafsfirði 30. nóvember 1933. Hann Iést á sjúkra- húsinu á Akureyri hinn 9. ágúst síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Ólafs- fjarðarkirkju 17. ágúst. Við ókum burt frá gröfinni, enginn sagði neitt og undarleg var gangan heim í hlaðið, því fjallið hans og bær- inn og allt var orðið breytt. Þó auðn- in væri mest þar sem kistan hafði staðið. (D.S.) Það era mikil þáttaskil í lífi manns þegar andlát náins ættingja ber að, þótt það hafi ekki átt að koma á óvart. Þú varst búinn að berjast eins og hetja í nokkra mán- uði en varðst að láta undan. Það var ótrúlegt þrek sem þú hafðir fram á síðustu stundu. Við systumar og mennirnir okkar voram svo lánsöm að fá að halda utan um þig þegar þú kvaddir, en það var ólýsanleg stund. Ég þakka hjúkranarfólkinu alla hlýjuna og umhyggjuna en við fund- um svo vel hvað þú hafðir verið í góðum höndum. Það er svo margt sem kemur upp í hugann, að vera langyngst af systkinunum voru viss forréttindi. Allt sem þið gerðuð fyrir mig, en það var líka erfitt þegai’ þið Viddi bróðir fórað á vertíð strax eftir áramót. Mikdð sem ég saknaði ykkai’, en svo komu vertíðariok og þið komuð heim, alltaf með einhvem glaðning. Þú gast verið snöggur upp en svo var það búið, ekki margmáll um til- finningar þínar en með gullhjarta. Þið bræð- umir byggðuð ykkur saman hús þar sem þið eignuðust ykkar fjöl- skyldur og vorað þið lengst af saman til sjós og lands. Við systurnar höfum búið á suðvest- urhominu, Anna í Keflavík og ég í Borg- arnesi. Öll sumur höfum við farið í heimsókn á Ólafsfjörð. Mikið sem krakkarnir okkar voru hreyknir af þessum sterku og stóra frændum sínum sem vora að koma af sjónum. Það var dálítið sérstakt að Nonni móðurbróðir okkar frá Siglufirði var á sömu stofu og þú á sjúkrahúsinu á Akureyri en hann andaðist á Siglu- firði 5. ágúst. Það varð stutt á milli ykkar frændanna. Elsku bróðir, vertu kært kvaddur, guð styrki eiginkonu þína og böm, tengdadóttur, mömmu okkar, Óskar frænda, Vidda og Lóu sem ég veit að sakna þín sárt. Nú opnar fangið fóstran góða og faðmai’ þreytta barnið sitt, hún býr þar hlýtt um brjóstið móða og blessar lokað augað þitt. Hún veit, hve bjartur bjarminn var þótt brosin glöðu sofi þar. (Þ.E.) Svanlaug Vilhjálmsdóttir. KRISTJAN G. H. KJARTANSSON + Kristján Georg Halldórsson Kjartansson fæddist í Reykjavík 22. júní 1934. Hann lést á gjörgæsludeild Sjúkra- húss Reykjavíkur 30. júlí síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Fríkirkjunni í Reykjavik 6. ágúst. Oft er ekki getið þegar vel er gert. Fyrir mörgum áram kynntist ég Kristjáni vegna áhuga hans á fjarskiptatækni og öllu gömlu og nýju þar að lútandi. Leiðir okkar lágu saman, ég sem áhuga- og at- vinnumaður í radíótækni og hann sem þessi mikli áhugamaður og eigandi ógrynnis tækja sem þurfti að breyta og bæta eftir hans ósk- um. Hann var einnig mikill áhuga- maður um allt sem sneri að flugi. Þannig þróaðist að mikil breyting átti sér stað eftir 1982 með fjar- skiptabúnað farartækja á landi. Skipta vai’ð öllum bílatalstöðvum af AM-kerfi yfir í SSB-mótaðar tal- stöðvar. Þessar nýju SSB-talstöðv- ar voru mjög dýrar og erfitt fyrir t.d. björgunarsveitir að fjámagna þessa breytingu. Burðarstöðvar höfðu verið notaðar í gamla kerfinu en í nýja kerfinu vora ekki fram- leiddar stöðvar nema fyrir her og kostuðu bílverð hvert stykki. Kristján var stórhuga maður og átti vini víða. Hann lét sig ekki muna um að nýta sambönd sín er- lendis í þágu annarra. Frá kanadíska hernum og Canadia Marconi útvegaði hann til landsins 2 burðarstöðvar og gaf Flugbjörg- unarsveitinni í Reykjavík og brúaði ^ þar með það bil sem myndaðist áv sviði fjarskipta fyrir leitarflokk til fjalla. Síðar hafa önnur tæki á öðr- um tíðnisviðum leyst þessi af hólmi. Fyrir þessa höfðinglegu gjöf og annað sem hann gerði fyrir okk- ur vil ég, fyrir hönd Flugbjörgun- arsveitarinnar í Reykjavík, koma á framfæri þakklæti og um leið óska fjölskyldu hans alls hins besta um ókomna framtíð. Sigurður Harðarson, rafeindavirki og félagi í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr- inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A- 4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undii’ greinunum. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auð- veldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. A R Sy, OSWALDS simi 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRÍNGINN ADAI.Sl'R’T'TI íB* 101 RUVKJAVIK | Dtirit) . .ÓLiJur f IJKKlSTUVlNNUSl'OrA I EYVINDAR ÁRNASONAR 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.