Morgunblaðið - 22.08.1999, Side 48

Morgunblaðið - 22.08.1999, Side 48
8 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ e 1998 PIB Copenhagen RsiR.Kik- ttó» Smáfólk U)HEN I éET OLDER, l'M 60IN& TO LEARN TO PLAY A M95ICALIN5TR9MENT.. I CAN T PECIDE IF I 5H00LP PLAY THE PIANO, ORTHE VIOLIN.ORTHE CELLOORTHE HARP.. Ég ætla að læra að leika á hljóðfæri þegar ég verð eldri.. - Ég get ekki ákveðið hvort ég á að spila á píanó eða fiðiu eða selló eða hörpu... - Það gildir einu, því að þú kemst aldrei til að læra á neitt að þessum hljóðfærum.. Þú ert sterklega skrýtin, Magga... BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Einkavædd hverfalögregla Frá Eirtari Ingva Magnússyni: FRÉTTIR hafa borist þess efnis að til standi að fækka í lögregluliði borgarinnar vegna fjárskorts. Á tím- um aukinna innbrota og líkamsmeið- inga virðist slík ákvörðun í ríkis- stjóm ósamrýman- leg ástandinu í þjóðfélaginu. Fyrir u.þ.b. ári síðan varð Heiðar- gerði fyrir árás innbrotsþjófa og heimili þess, sem þessar línur ritar. Að vísu komust þjófarnir ekki inn í gegnum þvotta- húshurðina sem var harðlæst, en eigi að síður var tilhugsunin um óvel- komna gesti innan veggja að nætur- lagi þegar íbúarnir sváfu óupplífg- andi, þegar hafa ber í huga að þama vom eiturlyfjafíklar á ferð, varla sjálfráðir gjörða sinna og sem stóðu í því að tæma hús steinsnar í burtu. Þar sem iögreglan er jafn fáliðuð og raun ber vitni er varla hægt að búast við að ástandið í löggæslumál- um lagist á næstunni. Því er svo komið að ef borgaramir eiga að geta sofíð rólega á næturnar og verið frá húsum sínum á daginn þurfa þeir að taka málin í sínar hendur. Lausn á þessum vanda er að fá með hverfalöggæslu sem íbúar munu fjármagna. Skipta þarf borginni nið- ur í svæði eða hverfi líkt og póstur- inn hefur gert til margra ára. Svæði þessi geta verið frá einni götu upp í nokkrar. íbúamir myndu ráða lög- gæslumenn og standa undir kostnaði við löggæslustörf þeirra og greiða þeim laun úr sameiginlegum sjóði hverfisins, sem gæti verið á bilinu 500 til 1000 krónur á heimili yfír mánuðinn. Þetta væri svokallaður löggæsluskattur á íbúa eða heimili. T.d. gæti eitt hverfi eða meðalstór gata haft ávallt tvo lögregluþjóna á vakt sem væm á ferðinni um götuna fótgangandi og í sitt hvom lagi. Þeir hefðu að sjálfsögðu talstöð sín á milli og létu vita af sér reglulega. Ef eitt- hvað afbrot væri framið létu þeir vita á aðallögreglustöð borgarinnar sem þá gæti sent liðsauka á vett- vang. Hverfalögreglan er ekki hugs- uð sem angi útfrá lögreglu ríkis eða sveitarfélags heldur sem einkalög- regla eða starfsfólk sem hverfasam- tök treystu íyrir að vernda eigur sín- ar og allt öryggi sitt fyrir afbrota- mönnum. Hvert hveríi gæti haft sína eigin útgáfu af búningum og stæðu undir rekstri tækja og búnaðar sem nauðsynlegur er fyrir lögregluþjóna. Ibúarnir hefðu sjálfir ráðstöfunar- rétt yfir sjóði sínum til löggæslu og framkvæmdavald til mannaráðninga og uppsagna. Þessi einkavædda hverfalöggæsla væri algerlega kost- uð af íbúunum og myndi leysa afleið- ingar fjársveltis lögregluembættis ríkisins á skammri stundu. Þessari tillögu er hér með komið á framfæri til allra hlutaðeigandi. EINAR INGVI MAGNÚSSON, Heiðargerði 35, Reykjavik. Einar Ingvi Magnússon 1999, 2000, 2001 Frá Rúnari Sigurjónssyni: EKKI GET ég lengur með nokkm móti orða bundist vegna allra þeirra treggáfuðu einstaklinga sem hafa sett penna á blað í þeim tilgangi að halda því fram að næstu aldamót verði áramótin 2000-2001. Hvað er að ykkur? Hvað hefur ykkur verið kennt? 2000 ára aftnæli okkar tíma- tals, sem jafnan er miðað við fæðingu Krists, á ekkert skylt við það að kunna að telja. Hananú! Það kann bróðurpartur þjóðarinnar. Við vitum það ósköp vel að þegar á að telja 2000 ár er byrjað að telja frá einum (eins og réttilega hefur verið haldið fram) og endað á því að telja tvöþúsundasta árið. Svo hefst talning á nýju þúsundi með endatölunni ein- um. Það sem þið hinsvegar skiljið ekki, eða viljið ekki skilja, er það sem gerist þegar einstaklingur fæðist eins og tímatalið er miðað við. Barn sem fæðist verður ekki eins árs fyrr en heilt ár er liðið frá fæðingu þess (1). Tíu ámm síðar er haldið upp á það að einn áratugur er liðinn og hefst þá ganga barnsins inn í nýjan áratug sinnar ævi með aldurstölunni 10. Það sama gerist þegar árið 2000 gengur í garð. Tvö þúsund ár em liðin og því haldið upp á þetta merlca afmæli, upphaf nýrrar aldar, með pomp og prakt. Þetta kemur heim og saman við gamla og gróna íslenska hefð, sem einnig er þekkt sums staðar er- lendis, og við eigum öll að þekkja. Sagt er að manneskja, sem er 49 ára, sé á fimmtugsaldri en um leið og hún verður 50 ára og allir stafir í aldri hennar breytast er hún sögð á sex- tugsaldri. Þannig er ný áratugartaln- ing aldurs hafin, nýr áratugur - ný öld. Til enn frekari glöggvunar skal bent á að 1. ár fyrir Krist og 1. ár eft- ir Krist skifja að tvö ár. Á milli þess- ara ártala er hið merka „núll“ sem áður hefur verið þráttað um, núllið sem markar upphafíð á þeim heilu tuttugu öldum sem um næstu áramót munu heita „liðin tíð“. Stærstur hluti þjóðarinnar, allir þeir sem vita og skilja hvemig tíma- tal okkar, sem nú er vel rúmlega 1999 ára varð til, ætlar að halda rétti- lega upp á 2000 ára afrnælið um næstu áramót. Hinir sérvitringarnir, sem bara kunna að telja og vita greinilega ekki hvaða afmæli þeir eiga næst, geta bara haldið upp á sín aldamót ári of seint. Jafnframt geri ég þá ráð fyrir því að þessir dapurt gefnu einstaklingar muni í framtíð- inni frekar gera víðreist í því að mæta í 21, 31, 41 og 51 árs afmæli ættingja og vina frekar en 20, 30, 40 og 50 ára afmæli, því samkvæmt þeirra skilgreiningu eru þar á ferð- inni miklu merkari áfangar á aldurs- skeiði. Hættum þessu þvargi, þetta er augljóst! Ég geri ráð fyrir því að bróðurpartur þjóðarinnar sé mér sammála í því að allir þeir sem halda öðni fram en því sem hér hefur á undan farið, séu eingöngu að lýsa yfír vanþekkingu sinni og vanskilningi á því hvernig veröldin virkar. RÚNAR SIGURJÓNSSON, Miðtúni 11,105 Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.