Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.08.1999, Blaðsíða 50
J* 50 SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1999 HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ I DAG Réttir Uppskeru- hátíð Okkur ber að hagnýta og varðveita auðlindir láðs og lagar. Stefán Fríðbjarnarson telur gleði yfír vel heppnuðu verki hluta af hamingju fólks. ____ ATVINNUVEGIR Islendinga vóru lengst af tveir, landbúnað- ur og sjávarútvegur. Sjávarvör- ur urðu aðalútflutningur okkar þegar um miðja 14. öld: skreið (hertur fískur) og lýsi. Land- búnaður var á hinn bóginn aðal- atvinnuvegur okkar allt frá landnámi og fram á 20. öldina, er ný tækni og þekking færði sjávarútveg í öndvegi atvinnu og afkomu landsmanna. Höfuð- grein landbúnaðar var kvikfjár- rækt og bústofn nautgripir, sauðfé og hross, auk geita, svína, hænsna og gæsa. Garð- yrkja var og stunduð í smáum stíl þegar á landnámsöld (gras- garðar, hvanngarðar, laukgarð- ar). Einnig vóru ræktaðar bruggjurtir, malurt, mjaðarjurt og bygg, sem m.a. var notað til ölgerðar. Menn fóru og á grasa- fjall og sölvafjöru og söfnuðu jurtum til manneldis. Gróður- hús og garðyrkja í stórum stíl kom ekki til sögunnar fyrr en á 20. öldinni - og óx ásmegin við nýtingu jarðhitans. Uppskeruhátíðir á borð við þær sem lengi hafa tíðkast í kornræktarlöndum - og teljast þar til heztu tyllidaga ársins - hafa ekki skipað jafn-háan sess í skemmtanalífi íslendinga. Og þó. Slægjur eða engjagjöld og síðar töðugjöld eða túngjöld heyrðu lengi til heyskaparlok- um í sveitum landsins, að ógleymdum réttum og réttar- stemmningu, sem eru hluti af menningararfleifð okkar. Og sjómannadagurinn er sannkall- aður hátíðisdagur í sjávarpláss- unum, sem mynda verðmæta- skapandi keðju á gjörvallri strandlengjunni umhverfis há- lendi landsins. Sums staðar slagar sjómannadagurinn hátt upp í sjalfan þjóðhátíðardaginn. Slægjur eða engjagjöld rekja rætur langt aftur í íslands sögu. Þeirra er getið í Fóstbræðra- sögu. Sem og í Bekrarímu frá 17. öld. Göngur og réttir spanna og íslands söguna alla og ákvæði um fjallskil er þegar að finna í Grágás, fornu lagasafni. Göngur og réttir vóru stór þátt- ur í atvinnu- og félagslífi fólks- ins í landinu. Þeim eru gerð góð skil í fimm binda verki Braga Sigurjónssonar, Göngum og réttum, sem gaman er að berja augum. Frá fornu fari hefur margs konar gleðskapur tengst réttum, m.a. réttardansleikir, sem komu þó ekki til sögunnar fyrr en á seinustu áratugum 19. aldar. Stundum keyrði réttar- gamanið þó úr hófi fram. I Sögu daganna eftir Arna Björnsson segir m.a.: „Frá 19. öld eru til ýmsar heimildir um gleðskap í réttum ásamt drykkju og daðri, sem sumum þótti eins og ævin- lega ganga úr hófi fram. Engar sogur fara þó af voveiflegum af- leiðingum." Töðugjöld og réttir eru í viss- um skilningi uppskeruhátíð, þótt þessi íslenzku fyrirbæri hafi annað yfirbragð, aðra út- færslu, en hjá kornræktarþjóð- um. Fólk er að fagna ávöxtum jarðar og afrakstri eigin starfa, samansöfnuðum Guðs gjöfum, sem eiga að duga því til fram- færzlu langa og stranga vetrar- tíð. Sjómannadagurinn er að hluta til annarrar gerðar. Hann er fyrst og fremst baráttudagur sjómannastéttarinnar. En hann er jafnframt - og máski ekkert síður - hátíðisdagur sjávar- plássa, hátíðisdagur íslenzkrar þjóðar, sem byggir afkomu sína og efni að stærstum hluta á auðlindum sjávar, veiðum og vinnslu. Uppskeruhátíðir eru í senn gleði- og þakkarhátíðir. Þá þakkar fólk góðum Guði, höf- uðsmiði himins og jarðar, gjafir hans: auðlindir láðs og lagar - og eigið hugvit til að nýta þær og varðveita af hagsýni og fyrir- hyggju. Guðsþjónustur eru og fastur liður í hátíðahöldum sjómanna- dagsins. Sjómenn eru frá fornu fari, flestir hverjir, góðir stuðn- ingsmenn kirkju og kristni í landinu. Sama máli gegnir um bændur og búandlið. Öll gerum við okkur grein fyrir að í „al- máttugri hendi hans er hagur þessa kalda lands". Það er sjálfsagt að gera sér dagamun, gleðjast og gleðja aðra. Ekki sízt af þeim tilefnum sem eru hvatinn að uppskeruhá- tíðum, hvers konar. Gleðjast yf- ir gjöfum Guðs og afrakstri eig- in hugar og handa. Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir, stendur þar. Öll erum við síðan verkfæri hans til að hálpa þeim, sem af einhverjum ástæðum eru hjálpar þurfi í samfélagi okkar. VELVAKAMH Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Formannskjör í SUS I Degi 19. þessa mánaðar er Björn Bjarnason ráð- herra og skjólstæðingur hans til margra ára, og fráfarandi formaður SUS, Ásdís Halla Bragadóttir, sögð styðja Sigurð Kára Kristjánsson sem næsta formann SUS. Hinn fram- bjóðandinn til embættisins er Jónas Þór Guðmunds- son, varaformaður SUS. Hvorugan manninn þekki ég en slíkur stuðningur frá Birni Bjarnasyni lyktar að mínu mati illa. Rannveig Tryggvadóttir. Lausn á vanda Reykja- víkurflugvallar UNDANFARIÐ hefur umræða verið uppi í Reykjavík um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Hópur fólks hefur tekið höndum saman í baráttu fyrir brottfiutningi vallar- ins. Sl. fimmtudagskvöld mættust í sjónvarpinu samgönguráðherra, sem mig minnir að heiti Sturla, og Steinunn nokkur rithöf- undur, og ræddu þau um framtíð vallarins. Svo var að skilja að Sturla hallaðist að því að hafa völlinn áfram þar sem hann er og er vUjugur að leggja til þess 1,5 miUjarða króna á næstu árum. Þetta vill Steinunn ekki. Helstu rök Sturlu fyrir því að hafa völlinn þar sem hann er, voru þau, að landsbyggð- arfólki sem kæmi með flugi til höfuðborgarinnar, þætti gott að hafa völlinn þar sem hann hefur alltaf verið. Steinunn benti á að þarna væri gott undir fólk og fyrirtæki. Sem lands- byggðarmanni þykir mér liggja ljóst fyrir að hægt sé að leysa þetta mál á mjög hagkvæman og ódýr- an hátt sem leysti margan vanda. Húsnæðisvöntun í höfuðborginni kemur til af fólksfjölgun. Þessi fjölgun kemur utan af landi. Kæmi til meira rými í Vatnsmýr- inni fyrir byggingar þá kæmist landsbyggðarfólk- ið fyrir í Reykjavík og eng- in þörf yrði fyrir flugvöll. Að breyta flugvallastæðinu í húsalóðir flýtir þróun og stefnu ríkisstjórnar Da- víðs, léttir á starfi Sturlu og ég tali nú ekki um Guðna Ágústssonar. Þessir heiðursmenn gætu þá eytt tíma sínum í að leggja hæfilegt skilagjald á að- flutt landsbyggðarfólk. Vigfús Andrésson. Svar við fyrirspurn um undirskriftarlista Frá samtökunum Vernd- um Laugardalinn: Vegna fyrirspurnar í Velvakanda nýlega geta áhugasamir einstaklingar fengið senda undirskriftar- lista. Hægt er að hafa sam- band í síma 553 7410. Hægt er að skrá andmæli sín á Netinu. Slóðin er: www.laugardalurinn.is og netfangið er: vernd- umÉlaugardalurinn.is. Nú hafa safnast 15 þúsund undirskriftir. Fólk er beðið að skila undirskriftarlist- um í síðasta lagi föstudag- inn 3. september í umslög- um merktum: Verndum Laugardalinn á pósthúsið R-8 Grensásvegi - biðpóst- ur. Stefán Aðalsteinsson. Tapað/fundið Olympus myndavél týndist OLYMPUS myndavél í svartri tösku týndist í júlí í Reykjavík. Skilvís finnandi hafi samband í síma 568 3395. Blátt peningaveski tyndist BLAÐBURÐARBARN týndi peningaveskinu sínu á leiðinni frá BT-tölvum, í strætó, frá Suðurgötu að Melunum. Veskið var blátt og í því skilríki og pening- ar. Skilvís finnandi hafi samband í síma 552 7851. GSM-sími týndist á þjóðhátíð GRÆNN og svartur Ericsson GA-628 GSM- sími týndist mánudags- morguninn 2. ágúst á þjóð- hátíðinni í Eyjum. Skilvís finnandi hafi samband í síma 422 7050. Gucci úr týndist GUCCI úr silfurlitað týnd- ist sl. fimmtudagskvöld líklega fyrir utan Kaffi Reykjavík. Skilvís finnandi hafí samband í síma 567 5591. Fundarlaun. Dyrahald Snælda er týnd SNÆLDA hvarf af heimili sínu á Freyjugötu mánu- dagskvöldið 16. ágúst. Hún er um 9 mánaða, eyrna- merkt númer 51 og með rauða 61. Hún er gul, svört og grábröndótt, með hvíta bringu og hvítar lappir. Ef þú hefur séð hana eða kannski ert með hana þá vinsamlegast hringdu í 5510334 eða 6951684. Einnig er fólk beðið um að athuga hvort hún hafi lok- ast inn í einhverjum skúr í nágrenninu. Naggrís fæst gefins EINN naggrís fæst gefins, búr fylgir. Fyrstur kemur fyrstur fær. Upplýsingar í síma 699 5290 C«#?,?&t&. Hann er miklu ódýrari en burð- arkarlar. EITT smáóhapp og þú segir að ég kunni ekki að keyra. Þetta er dæmigert fyrir ykkur karlana. ¦^^* KOMDU, þau eru örugglega með gesti, égheyri nefnilega að mamma hlær að fímmaura- bröndur- iinum hans pabba. Víkverji skrifar... MARGT ber að varast í henni veröld. Víkverja barst í vik- unni til eyrna saga sem staðfestir, svo ekki verður um villst, að spritt- kerti geta verið stórhættuleg. Þau eru lítil og virka ósköp sakleysisleg. Hafa oft skapað rómantíska stemmningu, en þannig er mál með vexti að hjón og gestir þeirra sátu í mesta sakleysi að spjalli fyrir skömmu þegar einhvers konar sprenging varð í kertastjaka, sem hékk uppi á vegg, en þar í voru sprittkerti. Logar stóðu upp úr stjakanum en hehnilisfaðirinn brá skjótt við og hugðist bjarga málun- um. Hann starfar sem slökkviliðs- maður, er sem sagt þaulkunnugur aðstæðum sem þessum og fór því að öllu með gát. Svo vel vildi til að kertastjakinn var skammt frá úti- dyrum, þannig að húsbóndinn tók hann af veggnum og hugðist færa út fyrir dyrnar. En afleiðingarnar urðu því miður slæmar. Hann brenndist mjög illa á höndum; fékk þriðja stigs bruna á hluta þeirra, og verður frá vinnu um skeið. Um er að ræða fagmann, sem fyrr segir; mann sem er vanur að ráða niðurlögum elds og ganga um aðstæður sem þessar með varúð. Fyrst svo illa fór fyrir honum er rétt að vara almenning við spritt- kertum. Þau eru greinilega ekki eins sakleysisleg og þau líta út fyrir að vera. xxx V. IKVERJI hefur lengi furðað sig á því að utan á Smjörva- dósum er fullyrðing sem stenst aldrei, að minnsta kosti ekki á heimili hans. „Símjúkur á brauðið, pönnuna og baksturinn," stendur á Smjörva-dósinni, en í þau skipti sem Víkverji kaupir Smjörva bregst ekki að eftir að hafa staðið í ísskáp í einhvern tíma er hann alltaf harður þegar á að smyrja honum á brauð. Ef loforðið á við um að varan verði mjúk sé hún geymd á eldhúsbekknum þyrfti væntanlega ekki að taka það fram, þannig að Víkverji telur víst að Smjörvi sé þannig úr garði gerður að hann eigi að vera mjúkur þrátt fyrir að vera geymdur í kæli. Eða er ekki svo? xxx VÍKVERJI fylgist af áhuga með íslenskum knattspyrnumönn- um í útlöndum. Margir eru að gera það gott og virðast eftirsóttir. Fréttir bárust af því í sumar að lið í Austurríki hefði áhuga á að kaupa Rúnar Kristinsson frá Lilleström í Noregi, en forráðamenn norska liðsins höfnuðu miklum peningum fyrir leikmanninn því hann væri svo mikilvægur. Heiðar Helguson, framherji sama liðs, hefur staðið sig frábærlega í sumar og er sem stendur markahæstur í norsku deildinni og haft var eftir þekktum umboðsmanni í Noregi í vikunni að franska stórliðið Bordeaux hefði áhuga á að kaupa Heiðar, og væri tilbúið að greiða um 400 milljónir króna fyrir hann. Gaman ef satt er! Á föstudag birtist svo frétt um Brynjar Björn Gunnarsson í norska blaðinu Verdens Gang þar sem leikmanninum er hrósað í há- stert. Hann lék reyndar í Noregi með Válerenga fyrir nokkrum misserum, en var látinn fara þaðan vegna þess að eftir að Egil „Drillo" Olsen, fyrrverandi landsliðsþjálfari Norðmanna, tók við stjórninni fékk íslendingurinn ekki tækifæri. Sænska liðið Örgryte nældi í hann án þess að borga krónu fyrir og nú er hann sagður besti miðvörðurinn í sænsku knattspyrnunni. I VG kemur fram, haft eftir þjálfara Örgryte, að erlend lið hafi fylgst með honum í sumar og um- boðsmaður leikmannsins segir blaðamanni norska blaðsins að eitt lið frá ítalíu, að minnsta kosti, fylgist grannt með honum um þess- ar mundir. Anægjuleg tíðindi, svo ekki sé meira sagt. Það yrði ekki dónalegt ef íslenskur knattspyrnumaður gerðist loksins atvinnumaður hjá liði á ítalíu, en þar hefur enginn verið á mála síðan Albert Guð- mundsson var hjá AC Milan fyrir margt löngu. Og svo undarlega vill til að forráðamenn Válerenga í Noregi gleðjast eflaust einnig mjög yfir þessum fréttum. Það kemur nefnilega fram í VG að liðið hafi látið hann fara til Örgryte fyrir ekki neitt á sínum tíma, en í stað- inn samið um það við sænska liðið að yrði leikmaðurinn seldur annað í framtíðinni fengju Norðmennirnir helming þess fjár sem fyrir hann fengist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.