Morgunblaðið - 26.08.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.08.1999, Blaðsíða 1
191. TBL. 87. ÁRG. FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tyrkir reiðir vegna skipulagsleysis á jarðskjálftasvæðum Ecevit hvetur til þj óðareiningar Istanbúl, Yalova. AP, Reuters. BULENT Ecevit, forsætisráð- herra Tyrklands, varðist í gær harkalegri gagnrýni sem tyrknesk- ur almenningur og fjölmiðlar hafa beint gegn stjórnvöldum vegna skorts á skipulögðum viðbrögðum við hinum skelfilegu afleiðingum jarðskjálftans sem reið yfir í síð- ustu viku. Sagði Ecevit fjöl- miðlaumfjöllunina aðeins gera illt verra og hvatti til einingar þjóðar- innar andspænis hinum skelfilegu hörmungum. Ríkisstjórnin varpaði einnig frá sér ábyrgðinni á því hve miklar sveiflur hefðu verið á opinberum tölum yfír látin fómarlömb jarð- skjálftans. Sögðu talsmenn stjóm- arinnar embættismenn í borginni Izmit bera ábyrgð á þessum miklu sveiflum; þeir hefðu verið fljótir til að gefa upp miklu hærri tölur yfir látna en staðfest hefði verið í því skyni að borgin fengi meiri aðstoð og hjálpargögn en ella. Borgarstjóri Izmit sagði ástæðuna fyrir hinum röngu tölum vera einföld mannleg mistök sem ekki hefðu haft neinn úthugsaðan tilgang. Á gmndvelli þeirra opinbera talna sem lágu fyrir síðdegis á þriðjudag taldist fjöldi látinna þá vera kominn yfir 18.000 en þessi tala skrapp í gærmorgun saman urn hátt í 6.000, eða niður í 12.514. í gærkvöld var hún síðan leiðrétt í 12.594. Talsmenn yfirvalda era hikandi við að gefa upp áætlaðan heildar- fjölda þeirra sem fórast í jarð- skjálftanum en fyrir helgi gáfu stjómvöld fulltrúum Sameinuðu þjóðanna upp ágizkunartöluna 40.000. Þau pöntuðu 45.000 líkpoka. 200.000 heimilislaus Um 200.000 manns, sem urðu heimilislaus í jarðskjálftanum, hír- ast nú úti undir beram himni eða í tjaldbúðum og bráðabirgðahúsnæði sem tyrkneski herinn og hjálpar- starfsmenn hafa sett upp á skjálfta- svæðinu. Úrhellisrigning hefur síð- ustu daga gert aðstæður þessa fólks enn verri en ella. I tjaldborg utan við bæinn Adapazari, sem jafnaðist að mestu við jörðu í skjálftanum aðfaranótt 17. ágúst, kvörtuðu íbúar undan ástandinu. „Skipulagið hér er skammarlegt,“ hefur APeftir Cemil Temizel, sem kvartaði hástöfum yfir leku tjaldinu sem hann og fjöl- skylda hans hafa þurft að gera sér að góðu, og drallusvaðinu sem um- kringir nú alla tjaldborgina. Erol Cakir, héraðsstjóri Istanbúl- svæðisins, hét því opinberlega í gær að fólki í hans umdæmi, sem misst hefur húsnæði í jarðskjálftanum, yrði séð fyrir viðunandi þaki yfir höfuðið áður en vetur gengi í garð. Stjómstöð aðgerða á jarðskjálfta- svæðinu gaf í gær út skipun um að byrjað skyldi að ryðja burt húsa- rústum þótt enn væri lík að finna í þeim. Rakinn og ágústhitinn sem nú væri á svæðinu yki enn á farsótta- hættu; það kallaði á að ekki yrði lengur beðið með að íyðja rústimar. Herforingi Bosníu- Serba handtekinn Vín. AFP, AP. MOMIR Talic, hershöfðingi í her Bosníu-Serba, var í gær handtek- inn í Vín, þar sem hann hafði dvalist í nokkra daga sem þátttak- andi á málþingi, og færður í hendur Alþjóðastríðs- glæpadómstólsins í Haag, að sögn austurrískra emb- ættismanna. Vakti handtakan mikla reiði meðal Serba sem sögðu hana vera fyrirsát fyrir einum „merkasta" leiðtoga sínum. Heimildamaður AFP sagði að handtakan hefði farið friðsamlega fram og að austurrískir lögreglu- menn hefðu handtekið hershöfð- ingjann í upphafi málþingsins í gær. Talic er hæst settur þeirra Serba er nú bíða réttarhalda fyrii- Stríðs- glæpadómstólnum. Dómstóllinn gaf út ákærar á hendur Talic og Radis- lav Brdjanin, fyrrum aðstoðarfor- sætisráðherra Bosníu-Serba, í mars sl. en ekki var tilkynnt um ákærurnar fyrr en að handtöku lok- inni. Brdjanin var handtekinn í júli sl. og bíður réttarhalda í Haag. Era tvímenningarnir ákærðir fyrir að hafa stjórnað hinum ill- ræmdu Omarska-, Keraterm- og Trnopolje-búðum í Bosníustríðinu 1992-1995, auk þess sem þeir era grunaðir um að hafa staðið að því að reka fleiri en 100.000 Króata og múslíma frá norðvesturhluta Bosn- íu með tilheyrandi ofbeldisverkum. Vindhani á flugi yfir Pétursborg ÞYRLA svífur yfír turni einnar af tignarlegustu byggingum Pétursborgar sem á sínum tíma hýsti flotamálaráðuneyti Rússa- keisara. Neðan í þyrlunni hang- ir vindhaninn sem á heima á toppi turnsins og þykir mikil borgarprýði. Hann var festur á turninn á ný í gær en unnið hafði verið að viðgerð hanans í um tvö ár. f baksýn er fsaks- dómkirkjan. Forsetar Rússlands og Kína á leiðtogafundi í Miðasíuríkinu Kirgistan Vilja bandalag gegn áhrifum Bandarrkjamanna í heiminum Bishkek. AP, Reuters. RÚSSAR og Kínverjar vilja mynda með sér nánara bandalag í þvf skyni að skapa mótvægi við of- urvægi Bandaríkjanna í alþjóða- kerfinu. Forsetar Rússlands og Kína, Borís Jeltsín og Jiang Zem- in, urðu ásáttir um þetta í gær, á fundi leiðtoganna í Bishkek, höfuð- borg fyrrverandi Sovétlýðveldisins Kirgistans. Jeltsín og Jiang áttu fund saman áður en þeir tóku báðir þátt í leið- togafundi fímm Mið-Asíuríkja, sem fram fór í Bishkek í gær. Megin- markmið þess fundar var að stuðla að meiri stöðugleika á landamær- um Kína við Rússland og þrjú önn- ur fyrrverandi lýðveldi Sovétríkj- anna. Jeltsín notaði þetta tækifæri til þess að hvetja einu sinni enn til að Rússar og Kínverjar tækju hönd- um saman um að takmarka áhrif Bandaríkjamanna í heiminum. Rússneskir ráðamenn hafa orðið sýnilega áhugasamari um styrkari tengsl við nágrannaríki Rússlands í Asíu eftir loftherför Atlantshafs- bandalagsins gegn Júgóslavíu, sem Rússar beittu sér af mætti gegn. „Þessi leiðtogafundur fer fram er ástandið í heiminum er alvar- legt,“ sagði Jeltsín. „Einstök ríki era að reyna að þvinga heiminn í kerfi, sem hentar aðeins þeim, og líta framhjá því að heimurinn er margpóla." Jiang lét svipuð orð falla í sinni ræðu. „Það er erfitt að skapa margpóla heimsskipulag en þróun- in í þá átt er orðin óafturkallan- leg,“ sagð hann. I áratugi var grannt á því góða í samskiptum Sovétríkjanna og Kana Reuters Forsetar Rússlands og Kína, Borís Jeltsrn og Jiang Zemin, heilsuðust innilega á leiðtoga- fundinum 1 Bishkek. og allnokkram sinnum kom til mik- illar spennu á landamæram ríkj- anna. Á síðustu árum hafa tengsl Rússlands og Kína batnað mikið, sem lýsir sér m.a. í því að Kína er orðið eitt mesta viðskiptaland Rússlands og flytur inn milljarða dollara virði af rússneskum her- gögnum. Byggja upp traust Fundur leiðtoga Rússlands, Klna, Kirgistans, Kasakstans og Tadjíkistans í Bishkek var fjórði slíki fundurinn sem efnt hefur ver- ið til frá því sá íyrsti var haldinn í Peking árið 1996, en þar var ákveð- ið að halda áfram að vinna skipu- lega að því að byggja upp traust milli ríkjanna, sem eiga sameigin- leg landamæri sem ná yfir tugþús- undir kílómetra. Leitað að letigeninu London. Reuters. LETINGJAR, svokallaðir, gætu brátt átt von á góðri afsökun fyrir framtaksleysinu. Vísinda- menn við Háskólann í Glasgow telja sig geta fundið gen sem skýri hvers vegna sumir fást helst ekki til að leggja á sig lík- amlegt eða andlegt erfiði. Vísindamennirnir ætla að hefja rannsókn á æskufólki í Glasgow og vonast tO að finna áþekk gen í þeim unglingum sem era lítt gefnir fyrir mikla hreyfingu. Susan Ward, prófessor í lækn- isfræði við Glasgow háskóla, segii’ í viðtali við The Daily Tele- graph að það geti breytt með- ferð sjúkdóma sem orsakast af hreyfíngarleysi, takist vísinda- mönnunum að einangra og rann- saka genamynstur sem stýrir því sem við eram vön að nefna leti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.